Vísir - 12.08.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 12.08.1981, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 12. ágúst 1981 Útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjdri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoðarfréttastjóri: Kjartan Stetansson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen- drup, Árni Sigfússon, Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena. Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir.• Blaöamaðurá Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig- mundur 0. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- son. utlitsteiknun: Magnús Olafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14, sími 86611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Áskriftargjald kr. 80 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 5 krónur eintakið. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. Svo iengi sem elstu menn muna hafa þær kjarakröfur hljómað í eyrum, að bæta þyrfti kjör hinna lægst launuðu. Þar er sama hver átt hef ur i hlut, virðulegir stjórn- málaf oringjar ellegar hátt- stemmdir verkalýðsforingjar. Allir hafa hrópað í kór að smánarlaun þyrfti að afnema, að minnka þyrfti bilið milli þeirra hæstu og lægstu, og að verðbólgan væri helsti óvinur láglaunafólksins. Allt hef ur þetta hljómað vel og manngæskulega, og launafólkið sjálft hefur beðið þolinmótt og þrautseigt af einstöku lang- lundargeði. Það hefur treyst á viljayfirlýsingar stjórnmála- flokkanna og skilning verkalýðs- forystunnar. En hver er svo niðurstaðan? Hvar er árangurinn? Verðbólgan geisar með mismunandi miklum hraða á bilinu 45—60%, aðilar vinnumarkaðarins gef ast upp við að setja þak á verðbætur launa og lægstu launahóparnir sitja uppi með vikulaun, sem aðrar fjöl- skyldur verja til helgarinnkaupa. Það er eitt af kraftaverkum nútímans, hvernig láglaunafólk skrimtir, fleytir fram lífinu við þau launakjör, sem boðið er upp á. Það kraftaverk kemur ekki til af góðu. Það berst fyrir lífi sínu og telst gott ef það hefur fyrir nauðþurftum — til hnífs og skeið- ar. Ekki er það stjórnmálamönn- um eða verkalýðsforystu að þakka, að þetta fólk hefur ekki sagt sig til sveitar. Það er þrá- kelkni, stolt hins fátæka manns sem þar ræður mestu. Sultar- launin eru látin duga — verða að duga, ef endar eiga að nást sam- an. íslenskir stjórnmálaf lokkar þykjast allir ala önn fyrir lág- launaf ólkinu. Tveir þessara flokka kenna sig meira að segja við verkalýðinn og alþýðuna. Þeir þykjast rétt kjörnir til að leiða lýðinn. Undir kjörorðinu, „samning- a ia í gildi”, tókst Alþýðuflokki 03 Alþýðubandalagi að velta stjórn Geirs Hallgrímssonar úr sessi. Nú áttu sólstöðusamning- arnir að ná fram að ganga og launafólkið fagnaði nýjum herr- um, sem boðuðu betri tíð með blóm í haga. I september 1978 var ríkisstjórn þessara verkalýðs- vina mynduð. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið. Ríkisstjórnir hafa komið og f arið, en Alþýðubanda- lagið hef ur þó nánast óslitið setið við stjórnvölinn. En hvað hefur gerst? AAeð hverjum mánuðinum sem líður hafa kjörin færst f jær sólstöðusamningunum. Við höf- um fengið félgsmálapakka, fylgst með skattakúnstum og les- ið um slétt skipti, en aldrei hafa sólstöðusamningarnir verið jafn víðs fjarri gildi sínu sem þessa dagana. Það sem segir meir um þessa þróun en f lest annað, er að fyrsta verkalýðssambandið, Alþýðu- samband Vestfjarða, hefur sett fram kjarakröfur sínar, og þær eru í því fólgnar, að heimta aftur kaupmátt sólstöðusamninganna. Er hægt að rassskella verkalýðs- foringja Alþýðubandalagsins rækilegar? Er unnt að opinbera svikin við „samningana í gildi" öllu betur? Kosningaloforðið frá 1978, er orðið að helstu kjarakröfunni 1981! Það er ekki beðið um hærri laun eða meiri kaupmátt. Eina sem farið er fram á, er að kom- ast í sama farið af tur, ná því upp sem verkalýðsvinirnir í ríkis- stjórn hafa glutrað niður á valda- tíma sínum. Og hvað hafast hinir verka- lýðsvinirnir að, þeir í Alþýðu- flokknum? Jú, Vilmundur hefur upplýstalþjóð um, að þegar hann hugðist ræða um launakjörin í Alþýðublaðinu, þá hafi flokks- forystan læðst að næturþeli og stöðvað útgáfu blaðsins. Sjálfur kastar Vilmundur steinum úr glerhúsi, því hann stóð einkum fyrir því, að Alþýðuflokkurinn gekk úr stjórnarsænginni, þegar samstarfsflokkarnir vildu ekki skerða launakjörin jafn mikið og kratarnir í einum og sama áfanga. Þetta er myndin sem blasir við launafólkinu. Þetta er verkalýðs- og alþýðuvináttan í reynd. Fólksfjöldi í Klna ; Skömmu eftir frelsunina svo- kölluöu i Kina 1949, þegar kommiinistar höfðu tekið völdin þar, voru samskipti Kínverja við Rússa úkaflega mikil. Rúss- ar veitlu Kinverjum á þessum fyrstu árum ýmislega aðstoð og Kínverjar kepptust við að læra af Rússum á sem flestum svið- um, m.a. töku Kínverjar undir hvatningar Rússa til mæðra að þær skyldu fæða sem flest börn. Voru sérstaklega frjósamar mæður heiöraðar og þeim gefiö heitið „hetjumóðir”. Féll þessi pólitík í ákaflega góðan jarðveg hjá þorra almennings, enda hafa kínverskar bændafjöl- skyldur langa hefð margra barna. Maóvill fleiri Kinverja Þó voru þeir til sem vöruðu við afleiðingum örrar fjölgunar kínversku þjóðarinnar. Einna fremstur i þeirra f lokki var hinn aldraöi háskólaprófessor, Ma Yinchu, sem var forseti Peking háskóla i um áratug til ársins 1961, en þá var hann hrakinn úr þvi starfi fyrir skoðanir sínar á fólksfjölgun i Kina. Ma, sem nýlega hélt upp á hundrað ára afmæli sitt (99 ára afmæli ef talið er á vestræna visu), byrjaði starfsferil sinn árið 1916, sem kennari við Pek- ing háskóla eftir að hafa stund- að nám i Bandarikjunum. Hann kenndi hagfræði frá 1927 til 1937 auk þess að vera fulltrúi áiög- gjafaþingi þjóðernissinna- stjórnarinnar i Najing (Nan- king). A tima andjapanska striðsins fluttist hann til Chong- qing en si'ðar á árabilinu 1940—45 var hann i stofufangelsi fyrir andstöðu sina við Chiang Kai-shek. Tveimur árum eftir frelsun var hann svo kominn aftur til Pekingháskóla sem skólalor- seti. t Ný fólksf.iölgunar- kenning 1957 skrifaði Ma Yinchu ritgerð sem bar nafnið „Ný fólksfjölg- unarkenning”. 1 henni hélt hann þvi fram að það myndi vera uppbyggingu sósialisma i Kina fjötur um fót ef þjóðinni héldi áfram að fjölga með sama hraða. Hann hélt þvi fram að höfuðmóthverfan i Kina lægi á milli of örrar fólksfjölfunar og of hægrar upphleöslu verðmæta eða auðmagns. Þetta leiddi tii þess að ekki væri hægt að tryggja almenna efnahagslega og menningarlega velmegun nema fólksf jölguninni yrði hald- ið i skefjum. „Ný-malthusismi” Þessi kenning Ma var mikiö gagnrýnd og ktaiuð „ný-malt- husismi” en Malthus héít þvi meðal annars fram að eymd og hungursneyö væru óhjákvæmi- leg þvi' aö fólki fjölgaði alltaf hraðar en nauðþurftum, þar til það byrjaði að falla úr hor. 1 raun og veru voru kenningar Austurlanda- pistill: Ragnar Baidursson. Mas þó allmiklu öðruvisi þvi að hann áleit ekki að skprtur á nauðsynjum væri óhjákvæmi- legur heldur myndi hröð fólks- fjölgun hægja á þróun þjóðfélagsins og þvi, að almenn- ingur næði fram bættum lifskjörum, auk þessa hélt hann þvi fram að hægt væri, ef rétt væri að unnið, aðhægja á fólks- fjölgun i ákveðnu þjóðfélagi og jafnvel snúa henni við. Mavillfærri nýja Kinverja Þar sem skoðanir Mas stöng- uðust algerlega á við viðteknar skoðanir i Kina og öðrum sósialiskum löndum, var kannski ekki nema von að mikil andstaöa við þær kæmu fram. Mao Zedong og fleiri félagar i miðstjóm Kommúnistaflokks Kina snérust öndveröir gegn öllum hugmyndum um að nauðsynlegt væri að hafa hemil á fæðingum. Þvert á móti hélt Maóþvifram aö mannfjöldinn i Kina væri meðal mikilvægustu auðæfa landsins sem bæri að rækta og þróa. Aukinn mann- fjöldi gæti aöeins styrkt Kina: „Gott er að hafa mikinn fdlks- fjölda. Þegar fdlksfjölgunin verður orðin margföld munum við hafa fullnægjandi lausn. Lausnin er fólgin i framleiðsl- unni....” Þetta var opinber af- staða kinverskra leiötoga i menningarbyltingunni og að einhverju leyti fyrir hana þósvo að hætt væri við þann sið að tala um hetjumæður. Ma, sem féll i dnáð 1961, nokkrum árum fyrir upphaf menningarbyltingarinnar, hef- ur vegna þess stundum verið kallaður fyrsta fórnarlamb herinar. Eignist aðeins eittbarn! Við lok menningarbyltingar- innar i' Kina fyrir nokkrum árum tók afstaða manna þar að breytast til mmannfjölgunar- vandamálsins eins og reyndar til flestra annarra mála. Augljóst var orðið að þrátt fyrir miklar framfarir á sviði framleiðslu, menningar og menntunarmála hafði hagur almennings ekki batnað jafn hratt og komrministarnir höfðu búist við. Orsakimar fyrir þvi eru að sjálfsögðu margvislegar t. d. stöðnun i iðnþrdun i menn- ingarbyltingunni, einhæf fram- leiðsla til sveita og einangrun landsins, en tvöföldun Ibúa- fjöldansupp I yfir900 miljónir á um þrjátiu árum hefur án efa haft sitt aö segja. Þannig hefur tvö og þreföldun landbúnaðar- framleiðslunnar ekki nægt til meira en að gera Ki'na aðeins nokkurn veginn sjálfu sér nægt i matvælum. Eftir miklar og ýtarlegar umræður var síðan ákveðið á miðju ári 1979 að hefja stór- felldan áróður fyrir takmörkun barnaeigna og fjölskylduskipu- lagningu. Eitt barn skyldi nú vera nóg fyrir hverja f jölskyldu, i mesta lagi tvö. Skattur fyrir þriðja barn Svo mikilvægt þykir nú að hafa hemil á fólksfjölguninni, að þeir sem skrifa undir skjal sem skuldbindur þá til að eignast aðeins eitt barn fá launahækkun i bónusformi sem svarar til u. þ.b. 6—10% launahækkunar I borgum ogmeiratilsveita. Þeir * sem brjóta þennan samning verða að endurgreiða rikinu bónusinn, ef þeir eignast annað barn (tviburar að sjálfsögðu undanskildir). Af þriðja barni verður svo að greiða skatt til borga, en enn sem komið er sleppa sveitabúar við það. Þessi skattur er stundum óbeinn, eins og t.d. verður erfitt að fá dag- heimilispláss fyrir þriðja barn, nema fyrir riflega greiðslu. Þrátt fyrir þessi að þvi er virðist ströngu kjör, hafa 57% allra kinverskra fjölskyldna skrifað undir einsbamssamn- inginn og búist er við að við árslok 1981 hafi 75—85% allra fjölskyldna f borgum skrifað undir hann, en allt að 60% til sveita. 1,2 miljarðar Kinverja um aldamótin Þó svo að allt bendi til að Kinverjum muni ganga vel að hægja á fólksfjölgun hjá sér, þá er útilokað annað en að þeim haldi áfram aö fjölga enn um sinn nokkuð ört, þó ekki væri vegna annars en þess, aö meiri- hluti þjóðarinnar er á eða undir giftingaraldri. Sé gert ráð fyrir 2 börnum aö meöaltali á hverja fjölskyldu, sem þykir nokkuð llklegur árangur, verða Kin- verjar 1,22 miljarðar um alda- mótin. Hvernig Kinverjum tekst I þessum áætlunum sinum kemur til með aö hafa alþjóðlega þýðingu þvi að nú sem stendur er tæplega fjórði hver ibúi jarðarinnar I Kina og fólksf jölg- un þar hefur mikil áhrif á fólks- fjölgun i öllum heiminum. Enn fremur verður reynsla Kinverja af þessari einstæðu áætlún ákaf- lega mikilvæg fyrir önnur lönd, sem hafa vandamál vegna of mikils fólksfjölda. Þaö er þvi ekki nema von að fylgst sé af miklum áhuga með herferöinni miklu I Kina, til að stjórna fólksfjölgun viðs vegar um heiminn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.