Vísir - 12.08.1981, Side 20
20
Miðvikudagur 12. ágúst 1981
VÍSIR
Fræbbblarnir taka upp
hljómplötu á tðnleikum
Inn á ritstjórnarskrifstofur
Visis ruddist i gær Valgaröur
pönkari i Fræbblunum i fullum
pönkaraherklæðum (hringur i
nefi, ljósgrá jakkaföt) og urraöi
eitthvaö um hljómleika Fræbbl-
anna og Taugadeildarinnar i
Félagsheimili Kópavogs annaö
kvöld, fimmtudagskvöld. „Þetta
veröa tónleikar,sem á kannski að
gefa út á piötu”, sagði hann og
ullaði framan i blaðamann.
„Sterió-gæjarnir taka þetta upp”.
Fleiri upplýsingum ruddi Val-
garður út Ur sér:
„Við erum að nalgast það sem
fólkið vill i'okkar músik. Þvi mið-
ur. Ég vona að hljómsveitin stigi
stórt skref afturábak á þessum
tónleikum. Haha! ”
Valgarður hvæsti ennfremur,
og lét hringla i iiringnum i nefinu
um leið, að upphaflega hefðu þeir
Fræbblarar ætlað sér að skapa
ákveðinn móral kringum tónlist-
ina,ogað slikur mórall.sem hver
meðalpönkari veithverer, skilaöi
sér vel á plötum, sem teknar
væru upp á hljómleikum.
„Það var verið að skamma
okkur um daginn fyrir það að
vera eins og þessir ungu og efni-
legu”, hreytir hann út úr sér og
sparkar i skrifborð blm., „þeir fá
allt Ieinu pening og nægan tima i
stúdióum, og fara aðspila eins og
vandaðir músikantar. Oj.”
Hann bætti þvi við, að
Fræbblarnir væru bestir, og
hefðu ekki á stefnuskrá sinni að
kunna ekki á hljóðfæri. En þeir
væru hins vegar farnir að semja
öðruvisi. Og plöturnar að seljast
betur. „Yss”.
Valgarður bætti þvi við að að-
göngumiðinn á hljómieikana
kostaði bara 30.00 kr, og hafði sig
á brott um leið og hann spýtti á
blaðamann, setti nokkrar prent-
villur f Vi'si og skaut þvi að sima-
stúlkunni, að „það væri, sko, viss-
ara að mæta”.
—jsj.
Enn er sýnt l Eden:
Gunnar Halldór
sýnir málverk
Gunnar Halldór Sigurjónsson
hefur opnað málverkasýningu i
Eden i Hveragerði. Á sýningunni
eru 40 myndir og eru þær flestar
tilsölu. Þetta er niunda einkasýn-
ing Gunnars Halldórs en auk þess
hefur hann tekið þátt I samsýn-
ingum.
Sýningin verður opin daglega
til 23. ágúst n.k.
Leikræn tjáning sem
aimenn kennsluaöferð
Fyrirlestur Gavin Bolton
i Kennaraltáskóla ísiands
Um þessar mundir er staddur
hér á landi I boði Kennarahá-
skóla Islands Gavin Bolton,
lektor i leikrænni tjáningu við
Kennaraháskólann i Durham á
Englandi. Hann heldur hér
námskeið i leikrænni tjáningu
fyrir grunnskólakennara, en
hefur áður verið með fjölda
slikra námskeiða viða um heim.
Hann hefur ennfremur skrifað
bækur um leikræna tjáningu og
bent á mikiivægi þess, að leik-
ræn tjáning sé notuð í almennri
kennslu i grunnskóla, en slík
kennsluaðferð hefur þótt gefa
mjög góða raun, þar sem hún
hefur verið reynd. Má vitna til
reynslu Breta af „Drama in
Education” þvi til stuðnings, en
ein bóka Boltons nefnist ein-
mitt: „Towards a theory in
drama in education”.
Gavin Bolton mun halda einn
opinberan fyrirlestur um leik-
ræna tjáningu, og mun hann þar
leitast við að svara spurningum
um hlutverk hennar i skólakerf-
inu, og einkum sem aðferðar til
þekkingaröflunar og einnig sem
einn þátt kennaramenntunar.
Astæða ertilað hvetja alla þá,
er áhuga hafa á skóla- og upp-
eldismálum að hlýða á fyrirlest-
ur Boltons. Fyrirlesturinn fer
fram á morgun, fimmtudaginn
13, ágúst, kl. 20.30 i stofu 301 i
Kennaraháskóla Islands við
Stakkahlíð. Fyrirlesturinn
verður fluttur á ensku. .
-jsj.
Listam aðurinn
sinna.
við eitt verka
útvarp
Miövikudagur
12. ágúst
11.10 Þankar og svipleiftur úr
Póllandsferð. Dr. Gunn-
laugur Þórðarson hæsta-
réttarlögmaöur flytur siðari
hluta.
11.30 Morguntónleikar. Fil-
harmóniusveitin i New York
leikur ,,Vor i Appalachiu-
fjöllum” eftir Aaron Cop-
land, Leonard Bernstein stj.
12.00 Dagskrá. Tónieikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Mið-
vikudagssyrpa — Svavar
Gests.
15.10 Miðdegissagan: ,,A ódá-
insakri" eftir Kamala
Markandaya. Einar Bragi
les þýðingu sina (2).
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdcgistónleikar. Egill
Jónsson og Ólafur Vignir
Albertsson leika Klarinettu-
sónötu eftir Gunnar Reyni
Sveinsson/ Ernst Norman,
Egill Jónsson og Hans Plod-
er Franzson leika Trió fyrir
flautu, klarinettu og fagott
eftir Fjölni Stefánsson/
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir
og Sinfóniuhljómsveit ls-
lands leika Konsertinó fyrir
pianó og hljómsveit eftir
John Speight, Páll P. Páls-
son stj / Einar Vigfússon og
Sinfóniuhljómsveit Islands
leika „Canto elegiaco” eftir
Jón Nordal, Bohdan Wod-
iczko stj./ Sinfóniuhljóm-
sveit lslands leikur „Endur-
skin úr norðri” op. 40 eftir
Jón Leifs, Páll P. Pálsson
stj.
17.20 Sagan: „Litlu fiskarnir”
eftir Erik Christian llau-
gaard.Hjalti Rögnvaldsson
les þýðingu Sigriðar Thor-
lacius (9).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
————— |
19.00 Fréttir. Tilkynningar. I
19.35 A vettvangi.
20.00 Sumarvaka.a. Einsöng- I
ur. Maria Markan syngur |
islensk lög. b. Forspár og |
fyrirboðar. Rósberg G. j
Snædal rithöfundur les |
frumsaminn frásöguþátt. c. |
Blátt áfram. Guðmundur A. ■
Finnbogason i Innri-Njarð- ■
Bragðavöllum. Rósa Gisla- J
dóttir frá Krossgeröi les úr •
frásöguþætti eftir Eirik Sig- I
urðsson rithöfund. e. Kór- I
söngur. Karlakór Reykja- I
vikur syngur islensk þjóðlög I
undir stjórn Páls P. Páls- I
sonar. I
21.30 Útvarpssagan: „Maður I
og kona” eftir Jón Thorodd- •
scn. Brynjólfur Jóhannes- I
son leikari les (17).
22.00 Arnesingakórinn i I
Reykjavik syngur lög eftir I
Arnesinga.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. j
Dagskrá morgundagsins. j
Orð kvöldsins.
22.35 Heykjavikurleikarnir i j
frjálsum iþróttum. Her- j
mann Gunnarsson segir frá. |
sjónvarp j'
Miðvikudagur
12. ágúst
19.45 Fréttaágrip á táknmáli. I
20.00 Fréttir og vcður. j
20.25 Auglýsingar og dagskrá. |
20.35 Tommi og Jenni.
20.50 Dallas. Áttundi þáttur. j
Þýðandi Kristmann Eiðs- ■
son.
21.40 lljartaslag. 1 þessari |
kanadisku heimildamynd
kemur fram, að ýmsir vis- j
indamenn draga nú í efa, að
dýrafita sé jafnskaðleg
starfsemi hjartans og áður
var talið. Einnig er bent á
leiðir til að draga úr dauðs- '
föllum af völdum hjarta- I
áfalls. Þýðandi og þulur Jón I
O. Edwald.
22.30 Dagskrárlok. j
-----------------------------1
Æ algengara er að menn séu haldnir hjartasjúkdómum, þeir sem fá
hjartaáfall eru yngri og yngri og dauðsföll vegna þess sjúkdóms aukast
ár frá ári. t kvöld er þáttur um hjartasjúkdóma á skjánum og nefnist
hann Hjartaslag.
Eltt leitt naut á
dag og bú færö
hiartaátall?!!
- pátlur um hjartaslag á skjánum
klukkan 21.40 i kvðld
Oft áður fyrr og jafnvel enn i
dag liggja i lofti fuilyrðingar um
skaðsemi hinna ýmsu fæðuteg-
unda á likamann og starfsemi
hans. Hangikjöt átti að vera
krabbameinsvaldur og reyktur
matur yfir höfuð, gervisykur á að
auka likur á krabbameini s.s. i
„sykurlausum” gostegundum —
en iljóskom að drekka þurfti tvo
kassa af þvi á dag að staðaldri i
nokkur ár, til að auka iikurnar —
og ef þú drekkur 10-15 iitra af
mjólk á dag eykst blóðfitan og um
leið likur á blóðtappga og hjarta-
slagi. Ein nýjasta bólan eru full-
yrðingar um að neysla mikillar
dýrafitu sé starfsemi hjartans
skaðleg en það atriði hefur verið
umdeilanlegt og æ fleiri visinda-
menn draga þá fullyrðingu i efa.
En nú erkomiðað kjarna málsins
þvi i sjónvarpinu klukkan 21.40 i
kvöld er þáttur sem nefnist
Hjartaslag og fjallar hann um
siðasttalið atriði, dýrafituna og
„skaðsemi” hennar. Einnig er
bent á leiðir til að draga úr dauðs-
fóllum af völdum hjartaáfalls.
Þetta er kanadisk heimildar-
mynd og tekur flutningur hennar
um 50 min. — HPH
Rómantísk
tónlist frá
stríðs-
tímum
„1 þættinum verð ég með
tónlist sem er tengd striðinu,
seinni heimsty-rjöldinni”,
sagði Svavar Gests umsjónar-
maður Miðvikudagssyrpunn-
ar sem hefst eftir hádegistil-
kynningar i dag. „Það var
mikið samið af fallegum
rómantiskum dægurlögum á
þeim árum og ég tek ti'mabilið
1939-1940 sérstaklega fyrir, þá
helst þekktari lögin”.
Það er þvi að vænta hug-
ljúfrar tónlistar frá striðstim-
um sem vafalaust hljómar
þannig að hún var samin til
að gleyma raunveruleikanum,
striðshörmungunum, enda
sagði frægur maður eitt sinn:
„ÖD helstu stórverk mann-
anna á sviði bókmennta, tón-
listar og textasmiðar er þegar
viðkomandi er ástfanginn, i
ástarsorg eða á striðstim um ”.
— HPH
Svavar Gests. Hann verður
með sina föstu Miðvikudags-
syrpu i dag eftir langan og ....
lestur hádegistilkynninga.