Vísir - 12.08.1981, Qupperneq 19
19
Miövikudagur 12. ágúst 1981
vísm
Hæst launadi
píanistí heims
— Liberace þarf ekki að hafa áhyggjur
af peningaskotrti
Sá ameriskasti af öllum am-
eriskum er eflaust ameriski
skemmtikrafturinn Wladiziu
Valentino Liberace, sem ber þann
eftirsótta titil „enn dýrasti
skemmtikraftur heims”: Hver
kannast ekki viö þennan gullkálf,
sem hleður á sig demöntum, gim-
steinum, rán-rán-rándýrum glys-
fatnaði og brosi, sem fengi hvaða
súkkulaði sem er til aö braöna á
svipstundu? Jú, vist er að hann er
einstakur.
Liberace er meira að segja á
skrá i heimsmetabókinni góöu frá
Liberace keypti sér þennan pels fyrir 4.5 milljónir króna og Rollsinn á sviðinu hefur einnig kostað sitt.
Hvað skyidi bflstjórinn fá?
í nýju
tverki
Hva, er Burt Campell nú
endanlega orðinn óður eins og
flestir aðrir i Löður-familiunum?
Nei,hér sjáum við Richard Mulli-
gan, góðvin okkar, i nýju hlut-
verki i myndinni S.O.B., sem
Blake Edwards (Bleiki pardus-
inn, „10” og fleiri myndir) leik-
stýrir. Þar er „Burt” i góðum
félagsskap þvi að á móti honum
leika meðal annarra Julie And-
rews (kona Edwards), William
Holden, Marisa Berenson, Shell-
ey Winters, að ógleymdum Larry
Hagman (J.R. Ewing). Hver hinn
ólánlegi er á myndinni vitum við
ekki en „Burt” er alltaf eins....
John Wooten hefur stundum veriö kallaður „sterkasti maöur heims” þótt vissulega megi alltaf um
slikt deila. John hefur hins vegar lag á aö vekja athygli á sjálfum sér og þegar hann fremur aflraunir
sinarsér hann svoum, að ljósmyndararog fréttamenn séu nærstaddir.
A meðfylgjandi mynd sjáum vð John lyfta rúmlega þriggja tonna vörubfl, aö vísu aðeins aö framan,
en mörgum myndi þó eflaust þykja þaö nóg.
Guinnes undir titlinum „hæst
borgaði pianósólóistinn”. Og það
er ekki að seinna vænna að fara i
talnaleik og haldið ykkur fast.
Kappinn dýri vinnur 26 vikur á ári
og fyrir vikið fær hann
10.600.000,00 krónur! Kunnugir
segja að það sé brot af raunveru-
iegum tekjum hans.
Þessi glysgjarni pianóleikari er
af pólsk-itölsku bergi brotinn og
fæddist i Wisconsin i Bandarikj-
unum þann 16. mai 1917. Hann er
þvi jafngamall rússneksu bylt-
ingunni, sannkallaðri andstöðu
sinni. Hann lærði snemma á pianó
og þótti sýna svo efnileg tilþrif aö
hann kom fram með Synfóniunni i
Chicago aðeins 14 ára gamall.
Um svipað leyti náði sveiflan tök-
um á honum og hann stofnaði sina
eigin hljómsveit, „The Mixers”
og breytti um leið um nafn til aö
skemma ekki fyrir sjálfum sér á
klassisku framabrautinni. Það
var árið 1940, sem hann fékk stóra
sénsinn. Þá fékk hann að spila i
pásu á Plaza hótelinu i New York.
Hann mætti til leiks i ævintýra-
lega glitrandi búningi og meö að-
stoð tveggja stórra kertastjaka
viö flygilinn tók hann hótelgesti
meö trompi. Og siöan hefur bolt-
inn stöðugt hlaðið utan á sig.
Ekkert er of fint fyrir Liberace
og ekkert er of dýrt. Og hann er
ekki i vandræðum með að eyða
þeim fjárfúlgum, sem stöðugt
renna i vasa hans i misjafnlega
gáfulega hluti aö flestum finnst.
Helsta fjárfestingin eru föt þótt
undarlegt megi virðast en þau föt
eiga fæst sameiginlegt með þeim,
sem við hin gerum okkur ánægð
meö. Hann á þúsundir alfatnaða
og aldrei kemur hann fram nema
einu sinni i hverjum búningi. Þeir
fara flestir á Liberace-safnið,
sem geymir skrautlegustu bún-
inga kappans. Þar geymir hann
lika þá bila, sem hann hefur ekki
þörf fyrir (Rolls Royce, Cadillac,
Jagúar, gamlan Ford A og Lun-
dúnataxa).
En það má Liberace eiga aö
hann gerir sjálfur mest grin að
öllu saman og i þokkabót er hann
þræl-frambærilegur pianisti.
Dýrasti skemmtikraftur i heimi
stendur svo sannarlega undir
nafni og kann að lifa lifinu. Hann
notar aldrei sömu fötin tvisvar.
Liberace er stoltastur af fingur-
gullunum sinum enda ekki að
ástæðulausu. Einn er úr 24 karata
gulli, annar alsettur rúbinum og
sá þriöji er litill flygill alsettur
demöntum. Hinir eru á svipaðri
linu.
Vígalegur
glímukappi
Karlpungarnir fá enga bera
kvensu i dag en i staðinn gleðj-
um við augu kvenþjóðarinnar
með hálf berum körlum. Hér
gllma tveir synir Sáms frænda
við Hawaibúann Jesse Kuhau-
lua, sem náð hefur langt i
„sumo”-glimunni i Japan. Tak-
mark stráklinganna var að bola
Jesse út úr hringnum og það
tókst þeim með ærnu erfiði.
Enda er maðurinn hinn stæði-
legasti að sjá.