Vísir - 03.09.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 03.09.1981, Blaðsíða 1
Framámenn Norsk Hydro komu meö einkaþotu sinni til Akureyrar um miöjan dag I gær, ásamt Jóhannesi Nordai, formanni stjórnar Landsvirkjunar, og fleiri Landsvirkjunarmönnum, en á móti þeim tóku Laxárvirkjunarmenn, Valur Arnþórsson, stjórnarformaöur, og Knátur Otterstedt framkvæmda- stjóri. (Vlsismynd: GS .Akureyri.) Fiórir af æðstu mönnum Norsk Hydro i heimsókn: HAFA MIKINN AHUGA A ALVERI VIÐ EYJAFJÖRÐ Fjórir af æöstu mönnum Norsk Hydro meö aöaiforstjórann I broddi fylkiitgar komu hingaö til lands i fyrradag. Þeir komu hing- aö aö eigin frumkvæöi og aö beiöni þeirra tók stjórn' Lands- virkjunar á móti þeim. t fyrradag og i gær ræddu Noröm ennirnir viö forystumenn i öllum stjórnmála- flokkunum og þar af þrjá ráö- herra, en skoöuöu I gær aöstæöur á Hjalteyri viö Eyjafjörö og nutu viö þaö fyrirgreiöslu stjórnar Laxárvirkjunar. Fulltníar Norsk Hydro komu hingaö 1977 og fyrir- tækiö hefur sýnt mikinn áhuga á viöræöum um álver viö Eyjafjörö allar götur siöan. óljóster hvers vegna ekki hafa veriö teknar upp viöræöur viö Norsk Hydro um þetta mál, og ekki náöist samband viö iönaöar- ráöherra, sem staddur eriNor- egi, og ekki heldur viö forsætis- ráöherra, en báöir þessir ráö- herrar ræddu viö Norömennina núna, svo og sjávarútvegsráð- herra. Umræður um hugsanlegt álver við Eyjaf jörð hafa staöiö i hálfan annan áratug og eru ýmsar at- huganir aö baki. Nú siöast hallast Eyfirðingar að Hjalteyri sem heppilegum stað fyrir slikt iðju- ver, en lengi vel var þvi ætlaöur staður á Gáseyri, innar og nær Akureyri. Norðmennirnir, sem hér eru nú, eru þeir Odd Narud aöalfor- stjóri, Dag Flaa forstjóri áldeild- ar N.H., Kurt Carlsen fram- kvæmdastjóri I áldeild N.H. og Ludvig Stangeland yfirverkfræö- ingur N.H. Karmau Fabrikker, sem er álver Norsk Hydro I Nor- egi. beir halda aftur utan um há- degiö i dag. Samkvæmt traustum heimild- um Visis, hafa Norðmennirnir i- trekaö áhuga sinn á þvi, að rætt verði við þá um hugsanlega hlut- deild i álveri við Eyjafjörð, og að þær viöræöur verði hafnar sem fyrst, þar sem slikar viðræður taki óhjákvæmilega talsveröan tima, sem og allur undirbúningur framkvæmda, ef af þeim yrði. HERB Norðmenn segjast hala skril- lega yfirlVsingu irá Dðnum: HAFA VIÐ- URKENNT MIÐLlNU - Anker Jörgensen ber betta til baka Anker Jörgensen, forsælisráðherra Dana, undirritabi 14. mai 1980, viðurkenningu á miöiinu milli Jan Mayen og Grænlands, aö þvi er norskar heimildir segja. betta var upplýst i Noregi siðdegis I gær. Hinsvegar er danski forsætisráöherrann ekki sáttur viö þessa frétt og sendi frá sér yfirlýsingu I nótt þess efn- is, aö þar væri rangt meö farið. Fréttamaður Visis I Osló ræddi i morgun við Kristofersen aðstoð- ar-sjávarútvegsráðherra Norð- manna, og lét hann i ljós áhyggj- ur af, aö þetta mál gæti orðið til aö hella oliu á eld ósamkomulags þjóðanna um loðnuveiðarnar. Hann sagöi einnig, að mikil áhersla væri nú lögð á að leysa þetta deilumál Dana og Norð- manna á fundi utanrikisráðherra Norðurlanda, sem stendur yfir i Kaupmannahöfn, vegna ótta um að þau kunni að spilla góðu sam- komulagi Norðurlandanna. Enn er allt mjög óljóst um af veiðikvótahverra sú loðna verður tekin.sem Danireru nú að veiða. EBE-löndin hafa samtals 10 þús- und tonna kvóta. óliklegt er talið, að Danir fallist á að þeir séu aö veiða af kvóta EBE, þar sem þeir segjast vera að veiða á eigin yfir- ráðasvæði. Hinsvegar hafa Norð- menn samþykkt að ræða við þá um veiðarnar og telja menn, að i þvi felist viðurkenning þeirra á réttí Dana. En Norðmenn og Islendingar hafa gert með sér samning um hámark veiöa úr stofninum og jafnframt um skipt- inguþeirra veiða. Norðmenn hafa þvi ekki um neitt að semja nema sinn hluta af veiðinni. Talið er mjög óliklegt, að norskir fiski- menn fallist á aö afhenda Dönum hluta af sinum kvóta og norska rikisstjórnin þvi komin i slæma sjálfheldu. Utanrikisráöherrar Norö- manna og Dana hafa komið sér saman um að skipa nefnd em- bættismanna úr ráðuneytum sin- um, ásamt fulltrúa úr sjávarút- vegsráöuneytinu norska, til að freista þess að leysa yfirstand- andi deilur um Jan Mayen, og mun nefndin koma saman á mánudaginn kemur. Eftir hálfan mánuð mun svo önnur nefnd, undir forsæti Jens Evensen, koma saman til að ræða um Lamtiöarlausn á landhelgis- deilunni. —SV/JEGOsló vantar bunflraö bjúkr- unarfræðinga í störf Mikiö ófremdarástand rfkir á spftöium og heilsugæslustöövum um allt land vegna skorts á hjákr- unarfræðingum til starfa. Telst svo til, aö á Stór-Reykjavikur- svæöinu einu séu hátt i eitt hundr- aö stööur lausar. ,,baö er mjög slæmt ástand i þessum málum núna,” sagöi Svanlaug Arnadóttir, formaöur Hjúkrunarfélags Islands, I sam- tali viö Vísi, ,,aö visu er ástandið verst á sumrin og hefur verið það i sumar, en vonandi rætist eitt- hvað úr nú meö haustinu. Astæða þessa er einkum sú, að hjúkrun- arfræðingar eru mjög óánæ^Jir meö sfn kjör, enda höfum við fleiri menntaða hjúkrunarfræð- inga en svo, að þetta ástand þurfi að rikja.” Byrjunarlaun hjúkrunarfræð- inga eru 6.425 krónur frá og meö 1. september, en þeim er greitt samkvæmt 11. launaflokki, 2. þrepi. bað eru milli 50 og 60 staðir á landinu, þar sem hjúkrunarfræö- ingarstarfa, og samkvæmt heim- ildum Visis mun vanta fólk meira og minna á alla þessa staði. En hvað hyggjast hjúkrunarfræðing- ar gera? „Samningunum verður sagt upp nú 1. október”, sagöi Svan- laug, ,,og renna þeir út um ára- mót. Við erum rétt aö byrja að vinna að þessum málum núna, svo að ekkert hefur verið ákveöið enn. ” — Kb

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.