Vísir - 03.09.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 03.09.1981, Blaðsíða 16
16 t Fimmtudagur 3. september 1981 vísm Bænflup eru hvorki slæmír né ríkir Þessi mynd af sigurgleðinni eftfr bikarúrslitaleikinn getur að visu ekkijkomið i staðinn fyrir heilan sjónvarpsþátt um þann merka leik, en við birtum hana hér með til að gera okkar besta til að létta skap þeirra vonsviknu. Óánægja meö frammi- stöðu útvarps-sjönvarps Fjúkandi reiður fót- boltadýrkandi i Eyjum skrifar: Heldur þótti mönnum hér i Eyjum, og eflaust viðar, sjón- varpið standa sig illa, þegar stillimyndin birtist á skjánum, þegar sagt var frá úrslitum bik- arleiksins i fréttatima sjón- varpsins. Þaö hefur verið venja að landslýöur hefur fengið að sjá glefsur úr jafn mikilvægum leikjum, sem úrslitaleikur bik- arkeppninnar telst vera. Það kom fólki þvi á óvart að ekki skyldi vera gert betur, þó ekki hefði verið annað en að sýna mörkin. Já, vonbrigðin voru mikil, enda biðu flestallir Marianna Friðjóns- dóttir svarar: Marianna stjórnaði fréttaút- sendingunni umrætt kvöld og hún útskýrði málið: „Þetta er sorgarsaga um fá- tækt sjónvarpsins. Við höfum aöeins eitt svokallað ENG tæki til notkunar hér i sjónvarpinu. Þaö er beranleg myndavél og beranlegt upptökutæki. Þetta tæki höfum við notað til að taka fyrir framan tæki sin, spenntir að sjá hetjurnar sinar sigra i þessum úrslitaleik. Farþegar með Herjólfi, sem voru að koma af leiknum, gátu hins vegar séö leikinn i heild sinni af mýndsegulbandi um borö i skipinu, kl. 19,30 eöa rúm- um hálftima áður en sjónvarpið birti stillimyndir sinar. Getur það veriö að áhorfendur séu með betri tæki en rikisútvarpið- sjónvarp, til þess að taka upp leiki, eða er ekki sama hver vinnur hvern? Þegar leikur þessara sömu liða i sömu keppni fór fram i fyrra, þá var leiknum gerð önn- ur og betri skil, þó svo að sá leikur hafi byrjað 30 minútum seinna en leikurinn nú. Fróðlegt væri að fá svar einhvers ráða- upp leiki, sem eru leiknir skömmu fyrir fréttir og þá höf- um viö getað sýnt úr þeim strax i fréttunum. En þannig er mál með vexti að þetta töfratæki var ekki hér i bænum á sunnudaginn, þannig aö við þurftum að taka þetta uppá filmu. Það tekur ákveðinn tlma að framkalla filmuna og klippa og fá hljóð til að passa við myndina og þann tima höfðum viðekki. Þar að auki höfðum við ekki nema eina sýningarvél i manns i sjónvarpinu við fram- angreindum spurningum um vinnubrögð og væri æskilegt að svörin birtust um leið og þetta bréf á lesendasiðu blaðsins. Starfsfólk verslunar- innar Eyjakjör hafði lika samband við lesenda- siðuna og tók mjög i sama streng, var jafnvel enn harðorð- ara. 1 bréfi þeirr'a segir einnig: „1 iþróttaþætti sjónvarpsins á mánudagskvöldið var sýrid lé- leg mynd af mörkunum. Sýningin stóð vart lengur en minutu. Sjónvarpið ætti einnig að at- huga aö mun erfiðara er fyrir stuðningsmenn IBV og flestra fréttaútsendingunni þetta kvöld, fyrir allar fréttafilmurn- ar. Venjulega höfum við þrjár sýningavélar, eina svart/hvita og tvær litavélar. En núna stóð þannig á að önnur litavélin var biluð og það var bara ekki hægt aö koma þessum leik sér á sýn- ingarvél. öðruvisi var ekki hægt að koma við sýningu á leiknum, nema fresta öllum fréttatiman- um. Okkur þykir öllum leiðin- legt að þetta skyldi gerast, en þvi miöur var ekki hægt að gera utanbæjarmanna að sækja leiki i Reykjavik. Það er þvi sjálf- sögð þjónusta að sýna frá við- burðum sem þessum. Við borg- um nefnilega sama afnotagjald og Reykvikingar.” Og enn einn 6758-3973 hringdi: Hann kvaðst afar óhress yfir þvi, hvað islenska sjónvarpið hefði sýnt litið af bikarleiknum. Ein kyrrmynd á sunnudags- kvöld og svo nokkur sekúndu- brot á mánudagskvöld i „labbi- túrsmyndaflokkunum”. Hann kvaðst óánægður með afgreiðsluna á bikarleiknum, að ekki skyldi hafa verið meira sýnt af honum, þrátt fyrir að Iþróttaþáttur sé á mánudegi. betur. Reyndar er ekki rétt að i iþróttaþættinum hafi verið sýnt i eina minútu frá leiknum, þær voru þrjár. Það er i samræmi við samninga, eða öllu heldur samningaleysi sjónvarpsins og knattspyrnufélaganna. Ef við sýnum meira en i þrjár minútur frá leik, verðum við að borga stórar upphæðir, sem reyndar er ósamið um ennþá, sagði Marianna Friöjónsdóttir. Kona i Eyjafirði skrif- ar: Lastaranum likar ei neitt lætur hann ganga róginn. Finni hann laufblað fölnað eitt, fordæmir hann skóginn. Þessi orð Steingrims Thor- steinssonar duttu mér i hug, er ég las eitt af lesendabréfum Visis fyrir skömmu, þar sem bréfritari lýsir vanþóknun sinni á bændum, störfum þeirra og vinnutilhögun. Þvi miður eru enn trassar og sóöar I röðum bænda, eins og raunar öllum öðrum starfsstétt- um. Þvi get ég tekið undir orð bréfritara um slæma meðferð vinnuvéla og litt hreinlegar mjaltir. Að ööru leyti ber þetta brét vitni um algjöra vanþekkingu höfundarins á öllu, sem viðkem- ur sveitarstörfum. Boðskapur þess er trúlega svipaður þeirri ádeilu, sem ég, bóndakonan, myndi skrifa um tilhögun grá- sleppuveiða. Eitt dæmið, sem bréfritari telur um bændurna þrjá, sem eiga sina bindivél hver, getur hvert tiu ára sveitarbarn skilið. Hvernig væri að spyrja eitt- hvert þeirra barna, sem nú eru að kveðja sveitina eftir sumar- dvölina? Þau gætu gefið þér, bréfritari góður, greinargóðar útskýringar á ýmsu. Varðandi meint rikidæmi bænda i bilaeign, vil ég spyrja: Veist þú hve margir bilanna, sem þú sást heima við bæi, voru ieigugesta eða annarra utanað- komandi? Ennþá býr gestrisið fólk á Islandi, ekki sist i sveitum landsins, þó að bréfritari þessi hafi ekkiborið gæfu til að kynn- ast slíku fólki. Hann er greini- lega vinarvana utan malbiks. Þarna sýnist mér vera á ferð- inni eitt af mörgum sorglegum dæmum um það, þegar þéttbýli- ið slitnar úr tenglsum við sveit- irnar, uppruna sinn. Siðan er slengt fram stóryrðum sleggju- dómum varðandi málefni, sem menn bera ekki skynbragð á, sökum vanþekkingar. En það finnast skýringar á öllum hlut- um, ef menn nenna að bera sig eftir þeim. Þess vegna er ómögulegt að sitja þegjandi undir reiðilestr- um sem þessum. Ef margnefnd- ur bréfritari veður enn i villu 1 sinna barnalegu hugmynda, get ég ekki annað en vorkennt hon- um. En jafnfram óska ég þess að hann hugsi sig tvisvar um, áður en hann i næsta skipti hell- ir úr fleytifullum skálum reiði sinnar fyrir heilan skóg, enda þótt visnuð laufblöð verði á vegi hans. SORGARSAGA UM FÁTJEKT SJÖNVARPSINS STOR ÖK<nðu' íkvðld V/ BnrðtennifiMmhanH l< 18 umferðir Só/ar/andaferð frá Útsýn oingó PHILIPS kann tökin á tækninni Borðtennissamband islands heldur Stórbingó í Sigtúni i kvöld fimmtudag 3. september og hefst kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.15. FRÁBÆRIR VINNINGAR/ meðal annars Philips litsjónvarp/ Philips sólarlampi/ útsýnarferð/ Philips og Kenwood heimilis- tæki. Enginn vinningur undir 1.000 kr. (100.000 g. kr.). Heildarverð- mæti vinninga um 40 þús. kr. (4.0 milljónir g. kr.) Góðir aukavin- ingar. Verð á spjaldi kr. 25. ókeypis aðgangur. Spilaðar 18 umferðir/ auk sérstakra umferða fyrir yngri kynslóðina. Mætið vel og stondvislega, síðast var FULLT HÚS. BORÐTENNISSAMBAND ISLANDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.