Vísir - 03.09.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 03.09.1981, Blaðsíða 8
8 vtsm ■■■■BHHaHHMHBaBHBMHnHMMBnWHBHBHBBíMiIkUHaBBaK Fimmtudagur 3. september 1981 'otgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert 8. Schram.' Útgefandi: Reykjaprenth.f. Ritstjóri: Eltert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guövinsson. Aöstoöarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen- drup, Arni Sigfússon, Herbert Guömundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaður á Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd- ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Utlítsteiknun: Magnús Olafsson, Þröstur Haraldsson. Safnvörður: Eirikur Jónsson. Augiýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Ritstjórn: Síðumúli 14, simi 86611, 7 línur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla8, símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, sími 86611. Áskriftargjald kr. 85 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 6 krónur eintakið. Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Síðumúla 14. KJARNAVOPN A EYSTRASALTI Nú er saman kominn á Eystrasalti mesti floti sovéskra herskipa sem þar hefur sést. 5um þeirra risaskipa,er taka þátt í heræfingunum sem þarna fara fram, eru komin úr f jarlægum heimshornum og Danir geta fylgst með siglingum þessara vigdreka úr lítilli f jarlægð, sem og Svíar. Meðan sovéski sjóherinn, sem er sá öf lugasti í veröldinni, dund- ar sér við innrásaræf ingar þarna á Eystrasalti heldur Þjóðviljinn áfram að hamra á nauðsyn þess að Norðurlönd verði kjarnorku- vopnalaust svæði og raunar öll Evrópa. Er þessi málflutningur Þjóðviljans bergmál af hrópum svonefndra friðarsinna,sem hafa kraf ist þess.að NATO ríkin dragi úr varnarmætti sínum. En það er athyglisvert, að á meðan sovéski flotinn mundar byssurnar á Eystrasalti þá láta friðarsinnar ónotað það tækifæri.sem gefst til að vekja athygli á þeirri hættu, sem Norðurlöndunum og allri Vestur-Evrópu stafar af árásar- vopnum Sovétmanna. Það vita allir sem til þekkja, að í her- skipunum og kafbátunum sem æfa á Eystrasalti eru geymd, kjarnorkuvopn og þarna er verið að æfa notkun þeirra. Friðar- sinnar í D^nmörku og Svíþjóð eiga þess kost að horfa í gínandi byssukjafta sovéskra herskipa, sem eru hlaðin kjarnorkuvopnum, en þeir kjósa að snúa sér undan og láta sem þeir viti ekki af þess- um æfingum. Þess í stað er haldið áfram að hrópa og heimta að engin atómvopn skuli vera til varnar frjálsri Evrópu. Svona tvískinnungsháttur er fyrirlitleg- ur og til þess einsfallinnað gera að engu baráttu þeirra sem vilja raunverulega afvopnun bæði í austri og vestri. Varsjárbandalagslöndin eru búin fullkomnu kerfi árásar- flauga með kjarnorkuoddum, svonefndum SS-20- flaugum. Þessum kjarnorkuvopnum hefur verið plantað niður í hundraða- tali án þess að f riðarsinnar æmtu né skræmtu. Þegar Vesturveldin vilja mæta þessari ógnun á við- eigandi hátt. er rekið upp rama- kvein og krafist afvopnunar í Evrópu — vestanverðri. Hvers vegna er ekki vakin athygli á mesta kjarnorkubúri veraldar, sem Sovétmenn hafa komið upp á Kolaskaga, rétt við Norður-Noreg? Eru þau vopn sem merkt eru hamri og sigð, kannski hættuminni en önnur vopn? Aukin barátta fyrir friði á ekki aðeins rétt á sér heldur kann svo aðfara, aðeina leiðin til að koma í veg fyrir gereyðingarstyrjöld verði skýlaus krafa almennings í öllum löndum um frið í heimin- um. Það eitt gæti komið í veg fyrir, að þeim ægilegu vopnum sem stórveldin hafa komið sér upp.verði beitt. En þegar friðar- barátta er bönnuð í Sovétríkjun- um og öðrum ríkjum kommún- ista er fásinna að krefjast ein- hliða afvopnunar Vesturveld- anna og bandalagsríkja þeirra. Kommúnistum og útsendurum þeirra hefur hins vegar tekist að telja mörgum trú um, að krafa um afvopnun Vestur-Evrópu sé krafa um frið. Þetta jafngildir kröfu urn að Sovétríkjunum verði í sjálfsvald sett,hvenær þau kjósa að innlima alla Evrópu. Þjóðviljinn hefur hneykslast mjög á því, að íslenskir f jölmiðl- ar skuli ekki taka undir kröfur um frið af þessu tagi. íslending- ar sjá hins vegar í gegnum blekk- ingarvefinn og því verður Þjóð- viljinn að spila sóló í þessu máli. Almenningur hérlendis væri reiðubúinn til að taka undir kröf- ur um raunverulega afvopnun bæði í austri og vestri. En kröfur um einhliða afvopnun frjálsra ríkja fær engan hljómgrunn hér á landi. Llklega er Vilmundur Gylfa- son mesti lukkuriddari ís- lenskra stjórnmála i sögu fs- lenska lýöveldisins. Ekki skal ég fullyröa hve mikinn þátt Vil- mundur átti i hinum gifurlega kosningasigri Alþýöuflokksins árió 1978, en stór var hann. Frdöir menn hafa giskaö á aö hann gæti meö sæmilegri sam- visku eignaö sér tvo þriöju fylg- isins ogekkierég frá þviaö þaö sérétt. Hafaber þóihuga aöviö þaö naut hann dyggilegs stuön- ings margra mætra manna, sem nú hafa snúiö viö honum baki. Varla veröur þó af honum skafiö aö hannvar potturinn og pannan i öllu saman, i senn skipuleggjandi og fram- kvæmdamaöur. Maður nýrrar tækni — og gamallar lika Vilmundur er vel menntaöur maöur, ekki sist i sagnfræöi. Hún geymir frásögur af mörg- um snjöllum mönnum, sem hóf- ust til vegs og viröingar aö eigin frumkvæði. Raunar segir hún okkur lfka frá þvi aö sumir þeirra heföu betur aldrei fengiö þá hugmynd, sem varö til þess aö gera þá ódauölega i mann- kynssögunni. Þaö skiptir hins vegar minna máli i augum metnaöargjarnra manna, enda eru þeir f flestum tilfellum viss- ir um aö þeir séu aö breyta heiminum til hins betra og þvi helgi tilgangurinn meöaliö. Hér skal aö sinni ekki fariö út iaö rekja baráttu Vilmundar og félaga hans fyrir kosningarnar 1978. Hann veröur aö sæta þvi eins og aörir menn aö sagnfræö- ingar framtiöarinnar munu vega hann og meta, og raunar hæpiö aö þaö biöi sagnfræöinga aö gera ilttekt á þeim áhrifum, sem buslugangur hans og félaga hans haföi á lff fjölda fólks á þeim árum. Barátta Vilmundar & Co byggöist bæöi á nýrri og gamalli tækni.Hingamla tækni var hug- HINN SNJALLI LUKKURIDDARI læg. Hrópaöu nógu hátt og mik- iö, þá veröurum siöir tekiö eftir þér. Kryddaöu hrópin meö hæfi- legri illmælgi um aöra, fólki finnst alltaf gaman aö niöi um náungann. Bregstu ókvæöa viö, ef einhver andmælir þér, ekki sistef hann hallmælir þér. Þótt hann geri þaö i sjálfsvöm ber aö lita á þaö sem tilhæfulausar, fruntalegar og móögandi árásir, þvi þú ert hinn engilhreini endurlausnari þjóöar þinnar, sem enginn blettur má falla á. Þessi áróöurstækni hefur oft verið notuö meö góöum árángri, einsog dæmin sanna. Hún er þvi gömul og þekkt. En Vilmundur og félagar voru ekki bara menn gömlu tækninnar, heldur einnig hinnar nýju. Þeir voru klókir fjölmiölamenn og gátu hagnýtt fjölmiölana meö aödáunarverð- um árangri fyrir baráttu slna. Tildæmiserenginnvafiáþviaö ef Vilmundur heföi ekki jafn oft fengið tækifæri til þess aö aö sitja bæöi í sæti ákæranda og dómara i sjónvarpinu sem „hlutlaus fréttaskýrandi”, þá heföi uppskeran oröiö rýrari. Ný krossferð hafin Þaö sem á eftir fór þekkja all- ir. Sigurinn glopraöist Ur hönd- um Vilmundar og félaga ahns og skoöanakannanir sýna sára- litiö fylgi Alþýöuflokksins. Jafn snjall og Vilmundur var I áróöri sinum var honum fyrirmunaö aö hagnýta sér sigurinn. Þar „Margt er þyngra fyrir Vilmundi nú en 1978. Hann getur ekki villt á sér himildir að þessu sinni í f jölmiðlum. Hann er stjórnmálamaður að berjast fyrir lífi sínu og ekkert annað", segir Magnús Bjarnfreðsson meðal annars f grein sinni. geröi hann hvert giappaskotiö á fætur ööru og þó mest, þegar hann álpaðist i sæti dómsmála- ráöherra af þráhyggju einni saman. Laun heimsins eru vanþakk- læti, segir máltækiö. Svo mjög sem íélagar Vilmundar hömp- uöu honum og allt aö þvl dýrk- uöu hann eftir sigurinn 1978, vilja þeir nú margir kenna hon- um hversu illa hefur til tekist. Hann var þvi orðinn næsta fylg- isrýr meöal áhrifamanna i flokki sinum. Eitthvaö varð þvi til bragös aö taka, ef hann ætti ekki aö þurfa aö kveöja leiksviö stjórnmálanna. Fátt var honum fjær skapi. Þvi hefur hann nú hafið nýja krossferö og að þessu sinni gegn ráöamönnum i verkalýðshreyfingunni, „verka- lýösrekendunum”, sem svo eru stundum nefndir. Brátta þessi er háö I nafni lýðræðisins, eins og hin fyrri, og þvi óspart haldið fram að mikið skorti á að lýð- ræði riki i verkalýðshreyfing- unni. Þaö hefur lengi veriö hugs- andi mönnum ljóst aö lýöræöi er af skornum skammti á þeim bæ. Sumpartstafar þaö af hinum al- maina félagsiega doöa, sem einkennir þjóöfélag okkar nú á timum en einnig af þvi að eftir miklu er aö slægjast aö vera viö völd i verkalýösfélögum. Verkalýösforkólfar hafa yfir- leitt góö laun og þaö sem meira er: Þeir geta „möndlaö” meö óheyrilegt fjámagn llfeyrissjóð- anna, sem eru nU yfirfullir af pæningum. Nýr sigur framundan? Hvernig tekst svo hin nýja krossferð? öllum, sem ég hefi talað viö um þetta mál, ber saman um aö hUn endi annað hvort meö sigri eöa algerum ósigri, þar sé ekkert millistig. Margt er þyngra fyrir Vilmundi nú en 1978. Hann getur ekki villt á sér heimildir aö þessu sinni I fjölmiölum. Hann er stjórn- málamaöur aö berjast fyrir lifi sinu og ekkert annaö. Hann er kominn upp á kant viö marga þá, sem reyijdust honum best 1978, og þeirþekkja baráttuaö- feröir hans til hlitar. En hann skorti hvorki áræöiö né baráttu- gleöina nU, fremur en þá, og viröist óstöövandi aö hverju sem hann gengur. Þaö kann aö reynasthonum veganestiö, sem hann þarfnast. Mörgum fannst vist Vilmund- ur fara óskaplega halloka i ný- legum sjónvarpsþætti. Hann varö algerlega undir i rökræö- unni sjálfri og hinir reyndu verkalýösforingjar hrósuöu þar sigri. En þar meö er ekki sagt aö háttvirtir kjósendur séu allir á sama máli. Raunar veit ég fyrir vist aö gamla aöferöin: aö li-ópa aö andstæöingunum og ber þeim vammir og skammir á brýn, féll vel ikramiöhjá mörg- um. E n þ ótt Vilm undu r kunni m eö hávaöa aökomastaö nýjuá tind stjónmálanna, er óvist hver eftirleikurinn veröur. Menn geta upphafið sjálfan sig meö hávaöa, en þeir breyta ekki þjóöfélaginu meö honum einum saman. Þar verður annaö aö koma til, og ósagt skal látiö hvort Vilmundur hefur til þess bolmagn. En einn ágætur læknir, sem nýlega er kominn heim eftir langa útivist, sagöi eftir aö hafa horft á þáttinn um daginn: „Mikiö assgoti er þetta hressi- legur og skörulegur strákur. Hann lifgar upp á þjóöfélagiö. En þiö skuluö passa ykkur á honum, þegar hann veröur kominn meölúörasveitir og ein- kennisbúninga...”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.