Vísir - 03.09.1981, Side 9
VÍSIR
Fimmtudagur 3. september 1981
9
....flðlbreyll
og ekkl síður
skemmlllegl...”
- spjaiiað vlð Svein Einarsson, pjóðleikhús-
stjðra um leikárið, sem í vændum er
Það stefnir í fjöl-
breytt leikár hjá Þjóð-
leikhúsinu, nú sem
endranær. Á blaða-
mannafundi, sem hald-
inn var nú i vikunni
greindi Sveinn Einars-
son, þjóðleikhússtjóri
frá þvi helsta sem á
verkefnaskrá hússins
verður og að auki ræddi
blm. við hann um verk-
efnaval vetrarins.
Sænsk-finnskur gesta-
leikur
víðfræga ballett Giselle. 1 mars
stýrir Haukur J. Gunnarsson
Sögum úr Vinarskógi eftir ödön
von Horváth, en Meyjarskemm-
an hin sivinsæla óperetta.Schu-
berts verður frumsýnd f april.
Litla sviðið
A Litla sviðinu veröur Ástar-
saga aldarinnar, eftir Martu
Tikkanen i leikstjórn Krist-
bjargar Kjeld og Kisuleikur,
gamanleikur eftir ungverska
háðfuglinn István örkeny i leik-
fólk kann að meta það og hefur
gaman af.
Við reynum svo auövitað lika
að sýna sigild verk. Það er
gaman að glima við þau og þau
gefa listafólki hússins færi á að
spreyta sig á öðruvisi viðfangs-
efnum.Enforsenda þesserauð-
vitað að þau höfði á einhvern
hátt til okkar nútimamanna.
Og i vetur verðum víð svo
einnig með eitt stórvirki enn j
ballett og elskulegan og
skemmtilegan söngleik, þar
sem margir yngri söngvarar fá
vonandi færi á að spreyta sig.
Og um stefnuna má segja að
við höfum okkar einkunnarorð
eins og þau, sem standa yfir
dyrum Konunglega leikhússins i
Kaupmannahöfn: Ei blottil lyst
eða með öðrum orðum, bæði til
gagns og gamans”.
tJr Konunum á Niskavuori: frá vinstri: Marta Laurent, Veronika
Mattsson, Ghedi Lönnberg og Laila Björkstam. Aðeins verða tvær
sýningar hjá Sænska leikhúsinu, en leikið er á sænsku.
Úr Sölumaður deyr eftir Arthur Miller, sem verður væntanlega tek-
ið upp að nýju i haust. Myndin sýnir Gunnar Eyjólfsson I hlutverki
sölumannsins og Margréti Guðmundsdóttur i hlutverki konu hans.
Sveinn Einarsson, þjóðleikhússtjóri: Reynum að höfða til sem flestra I verkefnavali og aö glæða Is-
lenska leikritun.
„Við byrjum leikárið nokkru
fyrr en venja er”, sagði Sveinn,
með þvi að fá góða gesti
hingað: Sænska leikhúsið í Hel-
sinki,meö uppfærslu sina á leik-
riti Hellu Wuolijoki, „Konurnar
á Niskavouri”. Þetta er finnsk-
ur gamanleikur i leikstjórn góð-
vinar Islensks leikhilssfólks
Kaisu Korhonen, en hún
stjórnaði „Þrem systrum”, sem
hér voru á Listahátið i fyrra, og
kom hingað i sumar og hélt
námskeið fyrir starfandi leik-
ara”.
Um hiíundinn, Hellu Wuoli-
joki, sagði Sveinn, að hún væri i
hópi þekktustu rithöfunda Finna
en væri kannski einkum þekkt
erlendis fyrir samstarf sitt viö
leikhúsmanninn góðkunna, Ber-
tolt Brecht, sem fékk hjá henni
hugmyndina að leikriti sinu um
óðalsbóndann Puntilla og Matta
vinnumann. Leikritið um kon-
urnar á Niskavuori er eitt fimm
leikrita sem Hella hefði skrifað
um fólkið á óðalinu Niskavuori
og væru yrkisefni höfundar ekki
óáþekk þvisem við þekktum hér
á landi. Leikritið gerist i litlu
sveitaþorpi og fjallar um sam-
skipti kvennanna á óðalinu, en
hin móralska spurning yrði
áleitin kringum óvænta gesta-
komu.
Og fleira er á döfinni...
En ýmislegt fleira verður
auðvitað á döfinni hjá Þjóðleik-
húsinu, og var það að verulegu
leyti rakið i fréttum VIsis sl.
laugardag, en vissara er
kannski að rifja það upp stutt-
lega: Hótel Paradis, franskur
farsi eftir Georges Feydeau,
Dans á rósum eftir Steinunni
Jóhannesdóttur og fyrir jólin er
svo von á frönskum gestaleik,
sem byggir að verulegu leyti á
látbragðsleik og svo
Pekingóperunni sem kemur
hingað til lands I þriðja sinn.
Jólaverkefni leikhússins
verður Hús skáldsins, leikgerð
Sveins Einarssonar byggð á
sögu Laxness úr sagnabálknum
um Ólaf Kárason ljósviking.
Leikstjóri verður Eyvindur Er-
lendsson, en leikmynd gerir
Sigurjón Jóhannsson. Hið mikið
umrædda leikrit Amadeus eftir
Peter Schaffer verður svo á
fjölunum i' janúar i leikstjóm
Helga Skúlasonar en Bjöm G.
Björnsson gerir leikmynd.
Skömmu siðar, i febrúar sýnir
Islenski Dansflokkurinn hinn
stjórn Benedikts Árnasonar
sýnd fyrir áramót. Og handa
börnunum verður Gœi, hin
gamalkunna italska þjóðsaga af
trébrúðunni, sem öðlaðist lif i
leikgerð David Robinson.
Um verkefnavalið sagði
Sveinn Einarsson að það ætti að
geta höfðað til margra, enda
væri reynt að gæta þess að það
væri bæði fjölbreytt og þá ekki
siður skemmtilegt.
— Hvað er það sem ræður
verkefnavali? Hver er stefnan
sem farið er eftir, þegar verk-
efnum er raöað á leikár?
Eitthvað við allra hæfi
,,Þess er jafnan gætt að sem
flestir geti fundið eitthvað við
sitt hæfi og aö hvergi gæti
neinnar einstefnu i verkefna-
vali. Það hefur reyndar verið
stefna hjá ekki bara Þjóðleik-
húsinu, heldur flestum islensk-
um leikhúsum, að efla islenska
leikritun, og sú stefna hefur
borið gleðilegan árangur að
minu mati.
En svo höfum við lika lagt
kapp á að kynna ný erlend verk,
reynt að vera svolitill gluggi Ut I
heiminn og það hefur sýnt sig að
Kakla borðið
— Nú sýnist mér verkefnaval-
ið bera dálitinn keim af köldu
borði, þ.e. margir ósamstæöir
réttir, þar sem mætti allt eins
hafa eina staðgóða máltið.
Hefur það borið á góma innan
leikhússins aðhelga t.d. ákveðiö
leikár einhverju þema sem
verkefni þess árs tengdust að
einhverju leyti?
,,Jú, þetta hefur vissulega
verið rætt og hugmyndin er
skemmtileg. Við höfum reyndar
haldiðþvf fram, að viö værum I
öllu okkar verkefnavali hér hjá
ÞjóðleikhUsinu að boða
mannúðarstefnu á breiðum
grundvelli.
En það kemur nú reyndar
ýmislegt til, þegar þetta er rætt.
Meðan við erum t.d. aö leggja
áherslu á verk, sem eru sprottin
úr okkar þjóðlifi, þá hefur
þemaleikár einfaldlega orðið að
biöa annars tima. Islensk leikrit
eru eins og hver maður veit
skemmtilega ólik hvert með
slnu sniöi og þaö er hætt við að
einhver þeirra gætu illa átt
heima I leikhúsi sem legði kapp
á að sýna verk undir ákveðnu
sameiginlegu þema.
Þetta erkannski ein skýringin
á þvi sem þú spyrð um.
Aðstöðumunur
Og svo er auövitað reginmun-
ur á okkar aðstöðu hér og þjóð-
leikhúsa I milijónaborgum er-
lendis sem hafa auraráð mann-
afla og aðstæðurtilaðgera slika
hluti. Og þar sem eru 30 önnur
leikhús. Okkar hlutverk verður
allt annaö en t.d. franska Þjóö-
leikhússins en að ég hygg, ekki
minna lifandi.
— Enekki hefur Þjóðleikhúsið
alveg neitað sér um að gera
skemmtilegar tilraunir.
Tllraunastarf
„Nei, það er rétt. Það má t.d.
minna á það að Litla sviðið
hefur einmitt gert okkur kleift
aö ráöast i mörg verkefni sem
hefðu kannski átt erfiðara með
að komast á fjalirnar ef að-
staðan hefði ekki verið fyrir
hendi. Ég nefni verk eins og
Hákarlasól, Kaspar, Meistar-
ann sem öll voru sýnd á Litla
sviðinu i' kjallaranum. Eins má
nefna Milli himins og jarðar,
Grænjaxla og svo Inúk.
Enþettaer auövitaö spurning
um fjárráð”.
— Heföi verkefnaval þessa
leikárs orðið ööruvisi ef pening-
ar hefðu verið nægir?
„Það er ekkert launungarmál
að verkefnavalið heföi oröið frá-
brugðið þessu ef fjárráö heföu
ekki verið svo naum sem raun
ber vitni. En þó hugsa ég aö
þetta verkefnaval beri ekki
beinlinis vott um neina örbirgð.
Þegar sett er saman verkefna-
skrá er af svo mörgu aö taka
sem freistandi er að fást við og
kynna okkar áhorfendum.
Krefst listrænnar færni
Það þarf íkki að vera höfuö-
atriði hvað hafi forgang hverju
sinni. Það er jafngaman að
glima viö hláturleik eftir
Feydeau og grátleik eftir
Racine. Hvort tveggja krefst á
sinn máta kunnáttu og listrænn-
ar færni. Auk þess reynir Þjóð-
leikhúsið svo að standa við þær
skyldur sem þvi er ætlað að
framfylgja”.
—■ En vikjum litillega að til-
raunastarfseminni aftur. Eru
einhverjar slikar tilraunir á
borð viö þær sem þú nefndir, á
döfinni I vetur?
„Jú, það er kannski óhætt að
segja frá þvi, aðvið höfum verið
að undirbúa sýningu i tilefni af
ári fatiaðra. Þaö yrði sýning,
sem tæki álika tima og ein
kennslustund eða nálægt 40
minútum. Þeir sem standa að
þvieru Gunnar Gunnarsson, rit-
höfundur, Sigmundur örn Arn-
grlmsson, leikstjóri og Guð-
mundur Magnússon leikari”.
Margt fleira veröur forvitni-
legt I starfsemi Þjóðleikhússins
i vetur. En þaö verður látið biða
betri tima að segja frá þvl hér I
blaðinu.
En vert er að taka fram að
lokum, að miðasala á sænsk-
finnska gestaleikinn hefsti dag,
fimmtudag, og er vissara fyrir
þá, sem sjá vilja, aö tryggja sér
sæti timanlega.
—jsj