Vísir - 03.09.1981, Blaðsíða 20
20
VÍSIR
Fimmtudagur 3. september 1981
Og þetta eru flytjendur Þórskabaretts —
i góöu skapi, aö þvi er best verður séð.
Þórskadarett fer noröur
Um næstu helgi verður bórs-
kabarettinn á ferð og flugi á
Noröurlandi, „vegna fjölda
áskorana”, eins og Haraldur Sig-
urðsson, betur þekktur sem Halli,
tjáði blaðinu. „Við erum með
þessu að þjóna svæði, sem varð
þvi miður úlundan hjá okkur i
hringferðinnifyrr i sumar”, sagði
Halli ennfremyr.
Að sögn Halla verður Þórs-
kabarettinn annað kvöld, föstu-
dagskvöld, i Sjálfstæðishúsinu á
Akureyri kl. 22.00, og að
skemmtiatriðum loknum leikur
hljómsveitin Galdrakarlar fyrir
dansi. Laugardagskvöldið verður
Þórskabarett i Miðgarði. Þá er
ætlunin að öll fjölskyldan, frá
ómálga til aldraðra, geti skemmt
sér undir kabarettinum, en að
þeim loknum verður haldinn sér-
stakur dansleikur, sem Galdra-
karlar leika auðvitað á. Dansinn
hefst kl. 23.00 og dunar eitthvað
frameftir nóttunni.
Biönduós er lokaáfangi Þórs-
kabarettsins um þessa helgi, og
verður fjölskylduskemmtun þar,
sem hefst kl. 21.00 — en þeir fót-
fimustu verða að láta sér nægja
að skokka heim eftir skemmtun-
ina, þvi enginn verður dansleik-
urinn.
Halli tók fram að lokum, að
Þórskabarett væri þrumu-
skemmtun, en hann er nú ekki
beinlinis óhlutdrægur aðili máls-
ins... —jsj.
Málverkasyning
og söngleikar
- Olðf Wheeier sýnlr að Hamragðrðum
Fyrir nokkru opnaði Olöf E.K.
Wheeler frá tsafirði málverka-
sýningu að Hamragöröum og er
það 15 sýning hennar, en hún hef-
ur sýnt bæði hér heima og erlend-
is á einka- og samsýningum.
Þetta er yfirlitssýning hjá
Ólöfu og er hún haldin i minningu
um móður hennar, Margréti Jó-
hönnu Magnúsdóttur.
Verk Ólafar eru unnin meö
margskonar tækni, þ.á.m. olíu,
pastel, vatnslitum, akryl og
itölskum litum og eru verkin, sem
hún sýnir nú alls um 80 talsins.
Hún hefur viða fengið góða dóma
fyrir verk sin.
Ólöf hefur numið myndlist bæði
hér heima og eins i iistaskólum
vestanhafs, en þar hefur hún ver-
iö búsett árum saman og oröin
þekkt þar i álfu.
t kvöld, fimmtudag, kl. 21.00
mun dóttir Ólafar, Margrét Jó-
hanna Pálmadóttir, óperusöng-
kona, flytja ljóö og italskar ariur
við undirleik Jóninu Gisladóttur
pianóleikara.
Margrét Jóhanna er nýkomin
frá námi i sönglist og tónfræðum i
Austurriki og á ttaliu.
Að þvi er Ólöf tjáði Visi, er
Finnbjörn Finnbjörnsson, filósóf,
umboðsmaður hennar hér á landi.
— jsj.
Ólöf E.K. Wheeler (sitjandi) ásamt dóttur sinni, Margréti Jóhönnu
Pálmadóttur, óperusöngkonu, sem mun syngja aö Hamragörðum f
kvöid. Með þeim er sonur Margrétar, Marius Hermann Hermannsson.
(Vlsism.: EÞS)
útvarp
Fimmtudagur
september
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
14.00 Út i bláinn Sigurður
Sigurðarson og Orn
Petersen stjórna þætti um
feröalög og útilif innanlands
og leika létt lög.
15.10 M iðdegissagan: ,,A
ódáinsakri” eftir Kamala
Markandava Einar Bragi
lýkur lestri þýðingar sinnar
(17).
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar
17.20 Litli barnatiminn
Heiödis Norðfjörð stjómar
barnatima frá Akureyri.
Hulda Harðardóttir fóstra
kemur i heimsókn og les
m.a. „Ævintýri i myrkrinu”
eftir Jane Carruth i þýðingu
Andrésar Indriðasonar.
17.40 Tónleikar. Tiikynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.40 A vettvangi.
20.05 Einsöngur i utvarpssal
Elisabet Erlingsdóttir
syngur lög eftir Sigvalda S.
Kaldalóns. Guðrún A. Krist-
insdóttirleikurmeö á pianó.
20.20 Lif mitt var aðeins
andartak.Leikriteftir Anne
Habeck-Adameck.
Þýðandi: óskar Ingi-
marsson Leikstjóri:
Eyvindur Erlendsson. Leik-
endur: Hjalti Rögnvaldsson
og Helga Þ. Stephensen.
22.00 Hljómsveit Ivans
Renliden leikur gamla hus-
ganga i nyjum búiningi.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 „Þú mæra list, ó, hafðu
þökk” Sigriður Ella
Magnúsdóttir og Jónas Ingi-
mundarson flytja sönglög
eftir Schubert við ljóð i
þýöingu Daniels A. Daniels-
sonar og Jónina Sigurðar-
dóttir les úr þýðingum hans
á sonnettum Shakespeares.
Seinni þáttur.
23.00 K v öld t ó n I e ik a r :
Kammertónlist a. Fiölu-
sónata i Es-dúr (K481) eftir
Wolfgang Amadeus Mozart.
Henryk Szeryng og Ingrid
Haebler leika. b. Pianótrió i
B-dúr eftir Joseph Haydn.
Beaux Arts-trióið leikur.
23.00 K v öl d t ó n 1 e i k a r :
Kammertónlist a. Fiölu-
sónata i Es-dúr (K481) eftir
Wolfgang Amadeus Mozart.
Henryk Szeryng og Ingrid
Haebler leika. b. Pianótrió i
B-dúr eftir Joseph Haydn.
Beaux Arts-trióiö leikur.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
siónvarp
Föstudagur
l. september
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglvsingar og dagskrá
20.40 A döfinni
20.50 Fischer Z poppþáttur
m eð samnefndri hljómsveit.
21.20 Draugaiögin Heimilda-
mynd, sem fjallar um
lækningajurtir og einstæð
lagaákvæði, sem gilda i
Nepal um samskipti lifandi
manna og framliðinna. Þýð-
andi Franz Gislason
22.05 Kússnesk rúlletta
(Russian Rouietle) Banda-
risk njósnamynd frá árinu
1975 með George Segal i
aðalhlutverki. Leikstjóri
Lou Lombardo. Forsætis-
ráðherra Sovétrikjanna er i
opinberri heimsókn í Kan-
ada. Lögregla fær pata af
þvi, að honum verði sýnt
banatilræði. Kvikmyndin er
byggð á sögu Tom Ardies.
Þýöandi Þórður örn
Sigurðsson.
23.45 Dagskrárlok
Hjalti Rögnvaldsson fer með
hlutverk Tsjekhovs...
...og með hlutverk Olgu fer Helga
Stephensen.
Leikstjóri er Eyvindur Erlends-
son.
Fimmtudagsieikrillð
Fjarlægöín gerir liöllln blá
Fimmtudagsleikritiö I kvöld
nefnist „Llf mitt var aðeins
andartak” og er eftir Anne
Habeck-Adameck.
Leikurinn byggist á bréfaskipt-
um rithöfundarins Antons
Tsjekhos og leikkonunnar Olgu
Knipper á árunum 1898 til 1904.
Vegna brjóstveiki þoldi Tsjekhov
illa að búa I Moskvu, hann dvaldi
þvi suður á Krimskaga, þar sem
loftslag átti betur við hann. Olga
var hins vegar leikkona I höfuð-
borginni og hafði farið með stórt
hlutverk i leikriti Tsjekhovs
„Máfinum”. Þar kviknaði sú ást,
sem fjarlægðin fékk ekki slitið. 1
bréfunum kynnumst við vel skap-
gerð þeirra beggja og þeim erfið-
leikum, sem viö var að etja. En
táknrænt er, að einmitt á þessum
árum verða til þau leikrit, sem
halda munu nafni Tsjekhovs hvað
lengst á lofti.
Óskar Ingimarsson þýddi
verkið, en leikstjóri er Eyvindur
Erlendsson. Það eru Helga
Stephensen og Hjalti Rögnvalds-
son, sem fara með hlutverkin.
Flutningur leiksins tekur röska
eina og hálfa klukkustund og
hefst klukkan 20.20.
Ufvarp Kiukkan 20.05:
„vinsæluslu lög Kaldaións"
Ellsabet Erlingsdóttir, ein-
söngvari, syngur nokkur lög eftir
Sigvalda Kaldalóns fyrir útvarps-
hlustendur I kvöld við undirleik
Guörúnar A. Kristinsdóttir,
pianóleikara.
„Þetta eru einhver vinsælustu
lög Kaldalóns, sem ég ætla að
syngja”, sagði Elisabet i samtali
við VIsi, „lög, sem allir þekkja,
eins og Þú eina hjartans yndiö
mitt, Ég lít i anda liöna tíð,
Heimir, Vorvindar og Svana-
söngur á heiöi, öll hvert öðru fall-
egra”.
Elisabet sagði, að þetta
prógramm væri sérstaklega
unniö fyrir útvarpið og hefði verið
i undirbúningi siðustu þrjá
mánuði, „enda æfi ég að minnsta
kosti i tvo til þrjá mánuöi fyrir
svona og þá á hverjum degi”,
sagði Elisabet.
— En hvert skyldi uppáhalds-
tónskáld hennar vera?
„Ja, það get ég nú bara ekki
sagt. Ég hef mikið sungið lögin
hans Kaldalóns og finnst þau
alltaf jafnskemmtileg. Annars er
það svo, að mér finnst alltaf
skemmtilegast það sem ég er fást
við hverju sinni, hvort heldur
verkin eru eftir innlend eða er-
lend ljóðskáld”, sagði Elisabet
Erlingsdóttir.
Elisabet Erlingsdóttir
Þátturinn i kvöld tekur um 15
minútur i flutningi.