Vísir - 03.09.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 03.09.1981, Blaðsíða 18
Simon Spies og kvinnurnar hans — danski ferðaskrifstofukóng- urinn stendur nú á sextugu Seint veröur sagt um danska feröaskrifstofukónginn Simon Spies aö hann hafi veriö við eina fjölina felldur i kvennamálum um ævina. Kappinn stendur nú á sextugu og lætur hvergi deigan siga. Spies er margmilljóneri og spreöar seölum i óliklegustu hluti og honum er sama hvort þeir gefi eitthvað i aðra hönd eöa ekki. Aö dönskum sið spurði danskur blaöamaöur hann fyrir skömmu hve margar stúlkurnar heföu verið á þessum sextiu árum. „Ég hef nú aldrei kastað tölu á þær ” svaraði sá gamli. „En ég gæti trúaö að þær væru i kringum þúsund. Ég er þrigiftur og þar fyrir utan á ég að baki fjöldann allan af hjónaböndum, em ekki voru til á pappirnum.” Spies sagðist vera til i að ganga i fjórða formlega hjóna- bandið ef á vegi hans yrði skynsöm og falleg stúlka, sem heföi toppstykkið i lagi. En snúum okkur þá að fjármálunum. Nóg um gróöann af ' feröaskrifstofurekstrinum. En hvaö verður um hann? Nefna má nokkur dæmi: — Verndarsjóöur villtra dýra ,fær árlega 10.000 kr. — Isaksen-mótorinn, sem mun vera mjög spar á orku og er norsk uppfinning fékk 1 milljón. — Krystalsframleiöendurfá 1 milljón króna til aö reyna aö framleiða enn hreinni krystal. — Hönnuðir sérstakra rúma fyrir sjúklinga með legusár fengu 1 milljón. Móðir Spies þjáist einmitl af legusári. — Fornleifafræðingar, sem vinna að uppgreftri Karþagó- borgar hinnar fornu, fengu 50.000 kr. —Ogþaðerufleiri, sem fengið hafa svipaðar gjafir, til að mynda heimili fyrir börn, sem hvergi eiga sér samastað. Spies er ekki meölimur i dönsku þjóðkirkjunni þvi hann vildi komast hjá þvi aö borga skatta til hennar og auk þess er hann óánægður með það hvernig danskir prestar leggja út af bibliunni. Og meðþessari grein birtast nokkrar myndir af kappanum eins og hann kann best viö sig. Arið 1947 giftist Spies sinni fyrstu eiginkonu, Ursulu. Hún var þýsk og býr nú I Hamborg. Hér er Spies með Lillian á Kanarieyjum, árið 1966. Spies hefur kunnað að vekja athygli á sér svo um munar. Þessi mynd gerði allt vitlaust I Danmörku árið 1972. Og kappinn lætur ekki deigan slga. A þvi herrans ári 1981 er Spics umkringdur kvenfólki þótt orbinn sé sextugur. Myndin var tekin I Gambiu. Getty á sidasta snúningi Ekki fara alltaf saman rikidæmi og hamingja. Þaó hefur sannast á hinum 23ja ara gamla J. Paul Getty þriöja, sem k er barnabarn Paul Getty, sem ersagóur einn ríkasti maður , k heims. Getty hinn ungi, sem komst i heimsfrettirnar fyrir t nokkrum árum þegar honum var rænt og ræningjarnir M skáru af honum annaö eyraö, er forfallinn drykkju-^æ maður og eiturlyfjaneytandi. Oq afleiðingarnar^^^ • letu ekki a ser standa því hann hlaut ^ alvarlegan heilaskaða: hann missti a sjonina og andleg heilsa hans ,á|l i „Staða okkar I tónlistaribnaðinum er svipuð og hjá þeiin sem teekju að sér að skrifa bækur um það hversu bækur eru ónauðsynlegar”. FALL heim- sækir ísland — umdeildir og forvitnilegir gestir Breska rokk-hljómsveitin „The Fall” er væntanleg til landsins á þriðjudaginn og aö sögn fróðra manna er hér um merkilega heimsókn að ræöa. Fall mun halda hér þrenna hljómleika á þriðjudag og miðvikudag á Borg- inni og á laugardaginn tólfta i Austurbæjarbiói. Það eru vist fáir, sem þekkja til þessarar rokkgrúppu hér á út- kjálka veraldar. Hinum sömu til fróðleiks skal stiklað á stóru i stormasamri ævi the Fall. Hljómsveitin var stofnuð i Manchester um áramótin 1976 til ’77 og vakti fljótlega athygli fyrir fjöruga sviðsframkomu, hvað sem er átt við með þvi „bein- skeitta texta og óheflaða tónlist”. Fyrstu tvær breiðskifur Fall náðu litilli útbreiðslu en i þriðju tilraun tókst grúppunni að vekja umtal. Eins og sönnum listamönnum sæmir þá hefur ágæti hljóm- sveitarinnar verið umdeilt og gagnrýnendjr skipst i tvo and- stæða hópa annar hópurinn dáir drengina en hinn hatar þá. Skemmtilegt! Og með fjórðu og fimmtu breið- skifum sinum hafa Fall fest sig i sessi, sem best sést á þvi hvernig þeir komu út I vinsældarkosning- um hjá breska poppbla inu Zig Zag. Þar skutu þeir aftur fyrir hljómsveitum eins og Adam & the Ants og Jam fyrir bestu sviðsframkomu (uröu i 5. sæti), Siouxsie and the Banshees og Clash, sem besta hljómsveitin (uröu i 2. sæti) og David Bowie og Rolling Stones fyrir bestu stóru plötuna (urðu i 4. sæti) óneitan- lega glæsilegur árangur. Mannaskipti hafa verið tið innan Fall og mun það vera 13. út- gáfan sem heimsækir landann. Og að lokum skjótum við hér að skilgreiningu forystusauðarins á tónlistarlegri stöðu Fall: „Staða okkar i tónlistariðnaðin- um er svipuð og hjá þeim sem tæki að sér að skrifa bækur um það hversu bækur eru ónauösyn- legar”. Svo mörg voru þau orð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.