Vísir - 12.09.1981, Síða 27
Laugardagur 12. september 1981
Pierrot
í Noregi
Kammersveitin
¥£Sm.
2
Bók sem er gildur
þáttur í félagsmála-
sögu fslendinga
Af Kammersveit Reykjavikur
er þaö helst aö frétta aö hún
byrjar starfsáriö meö ferö til
Þrándheims i Noregi, en Kamm-
ersveitinni var boöiö aö flytja
Pierrot Lunaire eftir Schönberg á
Listahátfö þar um miöjan októ-
ber.
Rut Magnússon söngkona og
Kammersveitin fluttu þetta verk
hér á Listahátiö og á sérstökum
tónleikum i fyrravetur viö ein-
stakar undirtektir. Rut mun
einnig vera meöi flutningi á verki
eftir Hjálmar Ragnarsson, 6
söngvum. • Einnig veröur verk
eftir Atla Heimi Sveinsson á
efnisskránni i Noregi og heitir
þaö Klif.
Rut Ingólfsdóttir fiöluleikari
Tónlistar-
félagid
Hjá Hauki Gröndal, fram-
kvæmdastjóra Tónlistarfélags
Reykjavikur fengust þær upplýs-
ingar, aö dagskrá vetrarins lægi
aö visu fyrir hvaö varöaöi flytj-
endur, en dagsetningar kynnu
am aö breytast.
bd er vist, að fyrstu tónleikar
Tónlistarfélagsins veröa þ. 19.
september n.k. og mun þá ólöf K.
Harðardóttirsyngja viö undirleik
dr. Eric Werba. Aö sögn Hauks
Gröndal, syngur Ólöf ýmis
klassisk verk, sem eiga þaö öll
sameiginlegt aö f jalla um stúlkur
og ástina.
1 október halda þau Pina
Carmireili og Arni Kristjánsson
tónleika, en Pina Carmirelli er
fiðluleikari, sem hér er aö góöu
kunn og hafa tónleikar hennar og
Árna ætiö gert mikla lukku. Siöan
i sama mánuöi kemur Anna
Áslaug Ragnarsdóttiri heimsókn
frá Þýskalandi til aö halda
pianótónleika, en Hauki var ekki
kunnugt um hvaö yröi á efnisskrá
önnu Aslaugar.
t nóvember syngur Elly
Ameling við undirleik Dalton
Baldwin og eftir áramótin er von
á söngvurunum William Parker i
janúar og Rosemary Lantry i
febrúar. Hennar undirleikari
verður aö öllum likindum Dalton
Baldwin. Þá er einnig gert ráð
fyrir tónleikum Rudolf Kerer,
pianóleikara og Urbansis Kovac-
ic,f iðluleikara og aö siöustu en þó
dcki sist, sagöist Haukur Gröndal
gera ráö fyrir tónleikum,þar sem
eingöngu yröu leikin verk eftir
Leif Þórarinsson, tónskáld og
yröu það væntanlega ýmis
kammertónverk. — Ms.
sagöi I viötali viö Visi, aö aö lok-
inni feröinni til Noregs yröu
fyrstu tónleikar vetrarins hér
heima þ. 22. nóvember. A þeim
tónleikum veröa flutt ýmis
islensk verk en Kammersveitin
fer þvi næst aftur utan, aö þessu
sinni til Svíþjóöar og veröur
efnisskráin þar sú sama og á tón-
leikunum 22. nóvember. Feröin til
Sviþjóðar tengist kynningu á
islenskri tónlist sem fer fram þar
úti i vetur, á vegum Filharmoniu-
sveitarinnar i Stokkhólmi og sagt
hefur verið frá i fréttum.
Frekari fregnir af Kammer-
sveitinni biöa svo betri tfma.
Leifur Þórarinsson
Rut Magnússon
Sigríður Thorlacius:
Margar hlýjar hendur.
Ágrip af sögu Kvenfé-
lagasambands islands.
útgefandi: Kvenfélaga-
samband islands 1981.
Þaö leikur vitaskuld vart á
tveim tungum aö islensk kven-
félög eru meöal mikilvægustu
félagshreyfinga sem hafa látið
aö sér kveöa i landinu siöustu
öldina. Þá fullyröingu þarf
varla aö rökstyöja, svo augljós
eru góö verk og áhrif þeirra i
hverju einasta byggöarlagi
landsins, og svo margir hafa
notið einhvers góös af þessu
starfi. Islendingar eru oröglaöir
og þeim hefur veriö tamt aö láta
nægja aö tiunda trú sina, skoö-
anir og hugsjónir i oröi. Þetta
hefur einkum átt viö um félags-
skap sem karlar réöu aö mestu.
Kvenfélögin komust miklu nær
þvi allt frá fyrstu dögum aö
sýna trú sina i verki. Orö eru aö
visu sögð til alls fyrst, en verkiö
er þó æöra stig i samfélags-
starfi. Kvenfélögin hafa liklega
náð flestum samtökum lengra i
þjónustu viö það boöorö hér á
landi og orðiö öörum fyrirmynd.
Þess hefur til aö mynda gætt á
siöari áratugum, aö karlar hafi
beinlinis tekiö sér kvenfélögin
til fyrirmyndar i þessum efnum,
og æ fleiri klúbbar og félög
þeirra tekiö upp markmiö og
starfshætti kvenfélaga, aö
liknarmálum og ýmsum öörum
framförum. 1 þessum efnum
hefur samstarf kynjanna einnig
fariö mjög vaxandi meö ágæt-
um árangri. Meö þeim hætti
hefur sá gróöur sem kvenfélögin
sáöu til góöu heilli i islensku
þjóöfélagi fyrir heilli öld og
vernduöu siðan og vöröu til æ
meiri þroska boriö rikulegan
ávöxt undir kjöroröinu aö
margar hlýjar hendur starfi
saman og þær eigi jafnt karlar
sem konur. Kvenfélögin hafa
gert hendur karla hlýrri en
þær voru áöur. Þannig ná áhrif
mannbætandi félagsskapar út
fyrir hring sinn. Hlýjar hendur
veröa aldrei of margar i samfé-
laginu. Ef til vill er þaö besta
sem nú er unnið I islenskum
félagsmálum sprottiö af rót
kvenfélaganna, fordæmi þeirra
og fyrirmynd.
Nafn þessarar bókar er sótt i
löngu ortar ljóölinur eftir Krist-
inu Sigfúsdóttur: „Nú starfa
saman margar hlýjar hendur,
er hafa bræðrum styrk og
samúö rétt”. Nafniö á meira en
vel viö, þaö hittir i mark, bæöi
sem einkunnarorö kvenfélag-
anna og lýsing á áhrifum þeirra
i almennu félagslifi. Þaö stend-
ur þarna á titilblaöi meö fullum
rétti. I þessari stóru bók er ekki
leitast viö aö mikla eöa frægja
hlutskipti kvenfélaganna meö
hástemmdum oröum. Hún er
miklu fremur hlutlæg skýrsla,
þar sem starf hvers félags og
landssamtakanna er tiundaö i
megindráttum og fáum oröum,
en þau verk tala skýru máli.
Fleygt hefur veriö aö karl-
maður hafi átt drjúgan þátt i
stofnun og fyrstu sporum fyrsta
kvenfélagsins i landinu, Kven-
félags Ripurhrepps, sem nú er
112 ára, og Siguröur búnaöar-
málastjóri var formaöur nefnd-
ar þeirrar sem beitti sér fyrir
stofnun Kvenfélagasam-
bandsins fyrir rúmlega hálfri
öld. En þetta rýrir á engan hátt
hlut kvenna og skiptir ekki
lengur máli. Þær voru og eru
einfærar um aö sjá samtökum
sinum farborða. En hafi einn
eba tveir karlmenn stutt aö
stofnun félaganna i öndveröu er
þaö góöur vitnisburöur um
viösýni þeirra á þeim tima.
1 hinni stóru og ýtarlegu bók
Sigriöar Thorlacis, fyrrverandi
formanns Kvenfélagasam-
bandsins, er fyrst rætt um
„vakninguna” og aödraganda
að stofnun og starfi kvenfélaga-
hreyfingarinnar, en hans er aö
sjálfsögöu aö leita — eins og
Sigriöur bendir skýrt á — I al-
mennri félagsvakningu með
þjóöinni á siöari hluta nitjándu
aldar og straumum utan úr álf-
unni. Siöan eru rakin afskipti og
frumkvæöi Búnaöarfélags
tslands aö landssamtökum
kvenfélaga og stofnun og starf-
semi sambandsins i hálfa öld.
Um þaö heföi varla veitt af aö
skrifa stóra bók og er þvi
stiklaö á stóru á tæplega 150
blaösiöum. Þessu næst er getib
héraössambanda kvenfélaga og
siöan einstakra kvenfélaga af
ýmsu tagi I öllum sveitarfé-
lögum landsins. Þótt hverju
félagi sé skorinn stakkur eins og
naumast má veröa til þess aö
koma heillegri mynd til skila
veröur þetta mikill bálkur og
meginhluti þessarar 550 blaö-
siöna bókar. Kvenfélögin sem
getiö er eru rúmlega hálft þriöja
hundraö aö minnsta kosti. Þaö
hlýtur aö vaxa mönnum i
augum hve geysimikið
söfnunarstarf liggur hér ab
baki, og heimildanna var ekki
aö leita á fáum stööum heldur
hvarvetna af landinu. Þarf
engan að undra þótt verkiö
drægist lengur en ætlaö var og
bókin kæmi ekki út fyrr en áriö
eftir fimmtugsafmæliö 1980.
Þaö er þvi ekkert áhlaupa-
verk sem Sigriður Thorlacius
hefur leyst af hendi meö þessari
söfnun — auk þess aö skrfa
„kveriö” eftir þeim heimildum,
og ritun bókarinnar hefur ekki
orðiö auðveldari vegna þess hve
mjög varö aö þjappa saman.
Hér eru engin efni til þess aö
dæma um þaö hversu rétt er
meö farið — til aö mynda þau
nokkur þúsund mannanöfn sem
þarna koma viö sögu — en ég er
þess samt fullviss aö hér hefur
veriö aö unnið meö þeim trúieik
og elju sem vel hæfir þessari
félagshreyfingu. Þaö má ekki
heldur liggja i láginni hve vel
þessi „skýrsla” er rituö og
bókin læsileg. Fyrir bragöiö er
hún miklu meira en venjulegt
fróöleiksgagn. Hún er þrátt
fyrir form sitt lifandi saga.
Allmargt mynda er i bókinni
af forystukonum kvenfélaganna
og þátttöku i norrænu og alþjób-
'legu starfi. Auövitaö heföi veriö
æskilegt aö finna þarna meira
af sögulegum myndum úr starfi
félaganna meb þjóðinni, en þótt
þeirra heföi veriö hægt aö afla,
skar bókarstærðin þvi þann
stakk sem staðiö heföi um of á
beini, auk þess sem erfitt heföi
oröiö aö gæta nauðsynlegs jafn-
ræöis.
Loks er þess aö geta að
búningur og allur frágangur
bókarinnar er hinn prýöilegasti
og vandaö tii útgáfunnar á allan
hátt. Táknræn káputeikning er
eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur.
1 saurblööum er prentaö
afmælismerki Kvenfélagasam-
bandsins. Bandiö er varla nógu
traustlegt á svona þykkri bók en
stilfallegt. Hætt er viö aö kjölur
þess máist fljótt. Prentun og
bókband annaöist Leiftur.
Þetta greinargóöa „ágrip” af
sögu kvenfélagahreyfingar-
innar i landinu er bók sem gott
er að hafa viö höndina vilji
menn reyna að átta sig á gildum
þætti þess sem best hefur verið
gert i fslenskum félagsmálum
siöustu öldina. Þessi bók á
erindi viö þjóöina alla en ekki
aöeins fámennan hóp i þröngum
félagshring. Hún er gildur
þáttur i Islendingasögu.
Andrés Kristjánsson.