Vísir - 16.09.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 16.09.1981, Blaðsíða 12
12 Miövikudagur 16. september 1981 VÍSIR Kolsvartar og kokhraustar bjöllur i hveitinu sem húsmóöir ein ætl- aöi aö baka úr væna köku. óveikominn heimagangur Hveitiog hvers konar mjöl er ömissandi þáttur í hverju heimilishaldi, þó misjafnlega mikiö sé þaö notaö. Hætt er viö aö húsmæörum bregöi illilega i brún veröi þær varar viö lifandi aöskotadyr i til dæmis hveiti sem nota á sem fóöur heimilis- manna. Húsmóöir ein hér i bæ kom aö máli viö okkur og haföi meöferðis ögn af hveiti úr búi sinu. Hveitipoka haföi hún keypt fyrir mánuöi siöan og notaö hluta úr pokanum. Dag einn sáldraöi hun hveitiá borö, hugö- ist hnoöa væna köku. Verður hún þá vör viö eitthvaö kvikt i hveitinu á eldhúsboröinu og viö nánari grennslan reyndust þaö vera bjöllur. Kolsvartar og kok- hraustar bjöllur sem marséruöu i breiöfylkingu i hveitinu á eld- húsborðinu. Ekki varö úr köku- bakstri þann daginn á heimil- inu, en lagt i ferö meö þessi óvelkomnu heimilisdýr og þeim komiö i vörslu blaöamanns Vis- is. Viö trommuðum upp meö húsdýrin i' hveitinu á fund Erlings Ólafssonar skordýra- fræöings sem staríar hjá Náttúrufræðistofnun Islands og spuröum hvers kyns húsgangur væri I hveitinu.? Fimum höndum meö finlega töng að vopni tók skordýrafræð- ingurinn Brfur og bjöllur burt úr slnu heimaeldi, hveitinuog kvaö upp úrskurö sinn. „Þessi bjalla er ýmist kölluö mjölbjalla eöa hveitibjalla” sagöi Erling Ólafsson ,,ógg bjöllunnar eru i hveiti og ööru mjöli þegar varan kemur hing- aö til lands og virðast lifa i hveiti á öllum stigum. Þaö fer sjálfsagt eitthvaö eftir hitastigi á geymslustaö mjöls- ins, hversu mikil gróska veröur á viögangi bjöllunnar. Þetta er ein algengasta bjöllutegundin en vitaö er um einar fimm eöa sex tegundir af mjölbjöllum sem berast hingaö. Sattað segja er litið sem ekkert hægt aö gera i þessu máli og tekiö skal fram, aö bjöllurnar eru ekki skaölegar mönnum. Þaö er næstum dag- legt brauö aö fólk komi með mjölsýnishorn meðbjöllum i' til okkar, svo algengt er þetta. Margur brennur sig á þvi aö kaupa sekkjavörur fyrir heimilið, en miöaö viö eölilega notkun mjöls á venjulegu heimili.kemur svo oft i ljós þeg- arkomiö er niöur i miðjan sekk- inn að bjallan hefurhreiörað um sig og lifir góöu lifi i mjölinu. Hagnaöur af slikum kaupum veröur harla litill, þegar henda þarf svo mjölinu. öll útgangs- efni bjöllunnar eru aö s jálfsögöu i hveitinu og þó svo að ekki telj- ist þetta skaölegt, er aö vænta aö fólki þyki bjallan og lirfur hennar heldur ógeöfelldar.” Frystum þær í hel. Viö gengum af fundi Erlings Ólafssonar skordýrafræðings vitrari um bjöllulif í hveiti og skildum húsganginn eftir i umsjá hans. Skordýrafræðingurinn haföi sagt, aö lltiö væri hægt aö fyrir- byggja þennan bjölluágang hingaö til lands en benti á viö brottför okkar að óbrigöult ráð væri aö frysta hveitipoka heimilisins inokkra daga og þar meö væri bundinn endir á sældarlif mjölbjöllunnar fyrir fullt og allt. I framhaldi af þvi gathannþess aöeffólk færi ifri og væri fjarri heimilum sinum i lengri eöa skemmri tima, aö skilja ekki eftir opinn mjölpoka iskápum eöa geymslum, heldur gripa tilfyrirbyggjandi aögerða og stinga þeim i frysti. Svo virðist á máli skordyra- fræðingsins sem bjöllur i mjöli landsmanna séu daglegt brauö, skaölaust brauð að visu og þó bót i' máli aö ógeöfelldar heim- sóknir af þessu tagi getum viö fryst í hel. —ÞG Erling Ólafsson skordýrafræöingur hjá Náttúrufræöistofnun islands skýrir tilurö bjöllunnar I hveitinu. Visismyndir / Emil. Föt og fyigihlutirsetja utan um hvem og einn ákveðinn ramma. Innan þess ramma eru ótal stórir og smáirhlutir, til dæmis blússur, pils, jakkar, sokkar, skór, háls- klútar, töskur skraut og jafnvel gleraugu. Efhafteraö leiöarljósi þegar klæöst er, aö heildarmynd- in eigi aö njóta sin sem ein heild innan rammans er ýmislegt aö MYND 1: Rétt. Lltiö á heildar- myndina, og takiö eftir hvaö hver hlutur sem þessi dama klæöist eöa taskan litla sem hún heldur á, gefa góöa heildarmynd. Mjótt belti, lítið veski og lághælaöir skór bæta stllinn á pilsinu, blúss- unni og jakkanum. Sem sagt gott. MYND 2. Rangt. Hliöartaska dömunnar yfirgnæfir heildar- myndina og brýst útúr ramman- um. Ekki nógu gott. Heildarmynd innan ramma MYND 3.: Rangt. Pils, blússa og jakkisvo sem I lagi en þaö er aö bæta gráu ofan á svart eöa svörtu ofan á hvitt aö klæöast þykkum svörtum sokkum og bera svo hvíta sumarskó. Ekki gott. varast. Réttir litir veröa aö notast saman, ákveöin efni og þar fram eftir götunum. Nokkurdæmii myndum birtum viö hértil að benda á rétt og rangt þeim til umhugsunar sem vilja hafa jafnvægi á heildarmyndinni innan sins ramma. —ÞG MYND 4. Uss, svona gerum viö ekki. Þósvo aö viö höfum keypt of stórar sokkabuxur, berum viö ekki mistökin á torg. Slæmt. Tvær tertur Góöar, ljúffengar kökur getum viö bakaö lír kókosmjöli og hér koma tvær uppskriftir. Kókosterta með súkku- laðirjóma 4 egg 3 dl sykur 6-8 msk brætt smjörliki 4 dl kókosmjöl Egg og sykur eru þeytt vel. Smörliki og kókosmjöli bætt úti. Bakaðir 3-4 tertubotnar á stærö viö matardisk. Botnamir eru bakaöir á smuröum bök- unarplötum, VÍÖ250 gr. (C) i 5-8 minútur. Látiö botnana kólna dálítiö áöur en þeir eru losaöir af plötunum. Botnarnir eru lagöirsaman stuttu áöur en þeir eru bornir fram meö þeyttum rjóma, sem bragöbættur hefur veriö með bræddu súkkulaði. Súkkulaðiterta með kókosmjöli 2 1/2 dl rjómabland 5 msk kakó 2 dl sykur 100 gr smjörliki 3 egg 1 dl kókosmjöl 2 tsk lyftiduft 4 dl hveiti Fylling og og skreyting: 3 dl rjómi 1 msk vanilla 1/2 tsk kakó 1 dl kókosmjöl. Rjómablandiö er soðiö með kakóinu og helmingnum af sykrinum. Þeytið vel og látiö kólna. Hræriö saman smjörlikiö og þaö sem eftir er af sykrinum, bætiö eggjunum úti einu i senn. Blandiö saman hveiti, lyftidufti og kókosmjöli og hrærið þvi saman viö til skiptis við kakó- mjólkina. Hellið deiginu i smurt tertumót og bakið tertuna i ca. 50 mindtur viö 175 gr. (C) hita. Látiö hana kólna og skerið hana með vanillu. Rjóminn er settur á milli botnanna. Kókosmjöli er stráö yfir tertuna og aö siöustu er kakói stráö yfir kókosmjöliö. .J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.