Vísir


Vísir - 16.09.1981, Qupperneq 28

Vísir - 16.09.1981, Qupperneq 28
Miðvikudagur 16. september 1981 síminn eröóóll veöurspá Skammt ilti af Reykjanesi er nærri kyrrstæð 1000 mb lægð sem grynnist, en vaxandi 983 mb lægð 900 km suðvestur i hafi, þokast norðaustur. Hlýtt verður áfram. Suðurland: Austan gola, skýjað og sums staðar þokuloft á miðum i fyrstu, en vaxandi austanátt siðdegis. Allhvass og sums staðar hvass austan og rign- ing i kvöld og nótt. Faxaflói og Breiðafjörður: Austan gola eða hægviðri, skýjað með köflum, en þykkn- ar upp með vaxandi austanátt siðdegis. Viða stinningskaldi og fer að rigna i kvöld. Vestfiröir: Austan gola eða kaldi og ( skýjað i dag, en sums staðar stinningskaldi og dálitil rign- ing i nótt. Strandir og Noröurland vestr- a: Austan kaldi á miöum, en hægari til landsins. Þokuloft við sjóinn, bjart með köflum i innsveitum i dag, en dálitil rigning I nótt. Noröurland eystra og Austur- land að Glettingi: Austan og suðaustan gola, þokuloft á miðum og við ströndina, enskýjað með köfl- um til landsins. Heldur vax- andi suöaustanátt i kvöld Austfiröir: Hægviöri og þokuloft eða súld, en suöaustan kaldi með kvöldinu. Rigning i nótt. Suö-Austurland: Sunnan gola eða breytileg átt og þokuloft eða súld með vaxandi suðaustan og austan- átt siðdegis. Allhvass austan og rigning i kvöld og nótt. Veðrið hér 09 bar Kl. 6 i morgun: Akureyri skýjað 9, Bergen skýjað 10, Helsinki skýjað 7, Kaupmannahöfn alskýjað 12, Oslórigningog súld 7, Reykja- viksúld 10, Stokkhólmurskýj- aö 5, Þórshöfn alskýjað 10. Kl. 18 I gær: Berlinléttskýjað 14, Feneyjar léttskyjaö 19, Frankfurt súld 14, Nuukléttskýjað 9, Luxem- burg þoka 14 Maliorka hálf- skýjað 15, Paris skýjað 19, Róm heiðskirt 24, Malaga skýjaö 24, Vln skúr 13. Loki segir Forráöamenn Hótel Borgar sjá nú fram á bjartari daga — ef stúdentar fá heimavist viö Lækjargötu. Milljón í húsnæöi Borgarskipulags - áætlað 50 hús. „Borgarstjðrn blekkt með airðngum tðlum” - segir Davíð Oddsson, horgarráösmaður ,,Það hefur verið tekin ákvörð- un um að innrétta húsnæðið i Borgartúni 1 fyrir Borgarskipu- lagið. Það eru tvær hæðir, og siö- ustu tölur eru ein milljón, 800 þús- und til einnar milljónar, sagði Kristján Benediktsson, borgar- ráðsmaður Framsóknarflokks- ins, I samtali við Visi. „A fjár- hagsáætlun fyrir 1981 var gert ráð fyrir 50þúsund króna fjárveitingu til þessa verks og þaö var ekkert annaö gefiö til kynna en að það nægði”, sagði Davíð Oddsson, borgarráðsmaður Sjálfstæðis- flokksins, „borgarstjórn var blekkt með alröngum tölum og þetta er ekkert annað en hneyksli, reginhneyksli.” . Nú mun vera um ár siðan borg- in tók á leigu efri hæðina i Borgartúni 1, af Pétri Péturssyni, stórkaupmanni, en borgin á neöri hæðina. Ráðgert var aö Borgar- skipulagið flyttist þangað, en Ráðningarstofan, sem veriö hefur á neðri hæðinni undanfarið, færð- ist I Þverholt, I núverandi hús- næði Borgarskipulagsins. „Sparnaðarnefnd borgarinnar, skoöaöi húsnæðið og taldi, að unnt væri að nota það, eftir að þaö hefði verið hreinsað og málað, og samþykkt var, að tillögu hennar, að verja 50 þúsund krónum til verksins”, sagöi Björn Friðfinns- son, fjármálastjóri borgarinnar. Samkvæmt heimildum Visis, þótti ýmsum öörum ótækt að nota gamlar innréttingar og húsgögn Borgarskipulagsins, þann „sökkvandi ruslahaug”, og var þvi gerð áætlun upp á tæpar 500 þúsund krónur um gagngera „ný- sköpun” á aðbúð skipulagsins i Borgartúni 1. Nú er sem sagt gert ráð fyrir milljón eða fast að þvi, samkvæmt upplýsingum Kristjáns Benediktssonar. „Þetta er spurning um standard”, sagði einn viðmælenda VIsis um eöli málsins. HKRB „Hér eru lyklarnir Ragnhildur og til hamingju”, sagöi Helgi. Höröur Einarsson og Valdimar Jóhannes- son frá VIsi fylgjast meö. Ljósm. EÞS „Ekki hrautaiaust aö taka viö nýjum bíl” Vísis-Datsuninn afhentur i gær Nú hefur Ragnhildur ólafsdótt- ir verslunarmaöur hjá verslun- inni Vogur I Kópavogi. í gær tók hún við seinni vinningnum i sum- argetraun VIsis, Datsun Cherry, frá Helga Ingvarssyni hjá Heild- verslun Ingvars Helgasonar, um- boösmanns Datsun á íslandi. Ragnhildur gaf sér tima til þess i amstri dagsins aö snarast við hjá Datsun-umboðinu aö taka við gripnum. Helgi Ingvarsson af- henti henni blóm um leið og hann afhenti Ragnhildi lyklana aö viö- stöddum Visismönnum og ljós- myndara. „Það er ekki þrauta- laust að taka við svona bil”, sagði Ragnhildur og hló, þegar ljós- myndarinn var ekki ánægður meö fyrstu myndina og vildi endur- tekningu. Þær þrautir vilja þeir þó eflaust leggja á sig flestir Visis-áskrif- endurnir. Nú er spurningin hvaða áskrifendur blaðsins þurfa að ganga i gegnum þær raunir að taka við nýju bilunum þremur, sem i boði eru i nýju Visisget- rauninni, sem er að hefjast. Isuzu, Suzuki-jeppi og Opel Kad- ett verða dregnir út i nevember, febrúar og mai n.k. eins og áður hefur verið skýrt frá. Þátttöku- rétt i getrauninni hafa allir áskrifendur Visis. „Gefum með pessum lánum” „tlt frá þeirri viðmiðun að bestu kjara vextir á dollurum séu um 20% má þvertá móti segja, aö viö gefum stórlega með þessum lánsviðskiptum en þau eru doll- aratengd með 3 eða 4% vöxtum”, sagði Bjarni Bragi Jónsson hjá hagdeild Seðlabankans, i samtali viö VIsi vegna þeirrar fullyrðing- ar Péturs Eirikssonar, forstjóra Alafoss, um að Seðlabankinn heföi hagnast á afuröarlánum til ullariðnaðarins. Bjarni Bragi benti á, að þessi lánskjör væru ósköp svipuð og al- mennt gerist á innlendum lána- markaði. Það væri fyrst og fremst kaupandinn, sem græddi á gengisviðmiðuninni I sölunni sem væri úr samhengi við fram- leiðslukostnað og gengi dollars. „Þar með er ekki sagt, aö Seðlabankinn sé ekki tilbúinn til að skoða með velvilja, hvað rétt- lætanlegt sé aö gera I þessu máli”, sagði Bjarni Bragi Jóns- son. —KS Jfikull h.l.: VIII erlent lán Ekki er enn vitað, hvernig vandi Jökuls h.f. á Raufarhöfn verður leystur. Engin formleg beiðni um lán hefur borist til Framkvæmdastofnunar, að sögn Sverris Hermannssonar. Taliö er, aö fyrirtækiö sækist eftir að fá heimild til að taka fimm milljón króna erlent lán. —SV sýkurbust ® minnaen einkabrla íflösku

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.