Vísir - 17.10.1981, Síða 4

Vísir - 17.10.1981, Síða 4
VÍSIR • • r Bflatorg sf. ilasala ilaleiga wgartúni 24 Chevrolet Van árg. ’79, ekinn 37 þús. mílur, sæti fyrir 8 manns, krómfelgur, útvarp, segulband. Chevrolet Concors árg. ’76. Rauöur, 6 cyl. sjálfsk. vökva- stýri, powerbremsur. Plymouth Volare árg. '77, ek- inn 20 þús. km. 6 cyl sjálf- skiptur powerbremsur. Datsun 220 diesel, ekinn 108 þús. km. Litur grásanseraður, verð kr. 100 þús. Subaru GFT árg. ’78, ekinn 30 þús. km. Brúnn. Verö kr. 70 þús. Toyota Cressida árg. ’80 ekinn 17 þús. km. Rauður, 2ja dyra 5 gfra. Verð kr. 130 þús. Ford Pinto station árg. ’75. Litur brúnn, skipti á dýrari. Verð kr. 47 þús. Audi 100 LS árg. ’77 ekinn 52 þús. km. Gulur, útvarp, kasettutæki. Verð kr. 78 þús. Toyota Tercel árg. ’80. Litur silfursanseraöur, ekinn 30 þús. km. Framdrifinn og sparneyt- inn. Verð kr. 85 þús. Opið ki. 9-19 alla daga nema sunnudaga. Simar: 13630—19514 Ford Pick-up 4x4 6 cyl, Bed- ford dicscl 4 girkassi, vökva- stýri, dieselmælir. Er i góðu standi. Verð kr. 65 þús. »9;1 1 | Laugardagur 17. október 1981 Eins og f lestum mun vera kunnugt/ urðu gangnamenn úr Mýrdal fyrir þeirri ónotalegu reynslu að finna lík átta Bandaríkjamanna á Mýrdalsjökli í síðustu viku. Banda- ríkjamennirnir fórust í flugslysi þ. 17. desember árið 1953. Veður hamlaði mjög leit þá og fannst aðeins eitt lík, hin voru þegar á kafi í snjó ásamt með flaki vélarinnar. En svo gerist það, einum 28 árum síðar, að jökullinn skil- ar sínu. Smásagan sem hér fer á eftir, tengist þessu f lugslysi á einkennilegan hátt. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur og höfundur sögunnar, hitti föður eins f lugmannanna að máli nokkru eftir að slysið varð. Varð þeim tíðrætt um líkurnar á þvf að leifar flugmannanna fyndust. Gamla manninum var það enda mikið í mun að fá að lifa greftr- un sonar síns í vígðri mold. Indriði sagði honum, að jökullinn mundi áreiðanlega skila sínu þótt seint yrði. Gamli maðurinn efaðist um að hann fengi að lifa þann dag og var hryggur við. „Og", segir Indriði, „þegar ég kom aftur heim frá Bandarikj- unum, var mér þetta allt ofarlega í huga og því settist ég niður og skrifaði smásöguna." Sagan heitir „Á friðar- timum" og fer hér á eftir: A friðartímum Varaforseti stálverksmiöjunn- ar var farinn i háttinn og hann sat einn eftir i dagstofunni við föla birtu frá fótlampa með grænni ljóshlif og hugsaöi um jökulinn og slysiö og mennina sem höfðu gengiö út á hann til aö týnast. Ef til vill mundi varaforsetinn einnig hugsa um slysiö áður en hann sofnaði og kannski haföi hann leg- iö i myrkrinu og hugsaö um jökul- inn löng köld kvöldin þau tvö ár sem voru liöin siöan mennirnir fórust. Þeir höföu veriö á varö- flugi yfir suöurströndinni þegar vélin rakst á jökulinn. Þeir skildu eirtn eftir hjá flakinu vegna þess hann var ófær til gangs og björg- unarsveitin fann hann dauöan i hálffenntum vélarskrokknum tveimur dögum siðar þar sem hún gekk fram á hann eftir tilvisun flugmanna er komu auga á brakiö úr leitarvélum. Til hinna hefur aldrei spurzt. Varaforsetinn stóð sig bærilega þótt þaö fyndist skýrt og greini- lega hann liföi á skrafi um milli- rikjamál, er annars voru alveg þýöingarlaus fyrir þá sem réðu engu nema skoöunum sinum. Þaö haföi rignt siöan fundurinn hófst: einnig er þeir óku frá flugvellin- um um úthverfi borgarinnar og siöan skyndilega úr ljósunum inn á þröngan veginn meö blaut og nakin trén á báöar hliöar unz komiðvariupplýsta heimreiöina. Frá upphafi haföi veriö talaö um stálframleiöslu i B^neluxlöndun- um og sumir höföu aldrei tekiö til máls af þvi þeir fundu engan botn i umræöunum eöa vegna þess þeim fannst fráleitt það kæmi nokkrum viö utan Beneluxland- anna þótt þar væru stáliðjuver. En Luxemborgarinn vildi tala um stáliö sitt og hann hafði haft orðiö nær sleitulaust án þess á honum sæist þreyta. Honum fannst Lux- emborgarinn tala alltof andskoti mikiö. Honum haföi falliö vel viö vara- forsetann frá upphafi og þeir vissu báöir nógu mikið um jökla til aö gera sér ljóst að sumir skila aftur flestu sem þeir taka. Hins vegar var meö öllu ómögulegt að vita hvort þeir skiluöu þvi þannig það fyndist nokkurn tima. Hann hafði lesiö um flugslysiö i dag- blööunum: það haföi ekki veriö mjög raunverulegt þannig og ekki algjört fyrr en hann sá þennan dapra og hægláta mann er haföi veriö skilinn eftir meö heimspóli- tikina og trúna á umfangsmikinn viðbúnaö til aö halda þvi uppi sem hét friðartimar. Hann mundi aö jökullinn var afar hvitur úr fjarlægð og blár i röndum á sumrin þegar landiö var rautt i kring og sá bunguna fyrir sér: póstkortahvlta eins og hún var gefin út án slysa handa feröafólki til aö hafa heim meö sér aö sýna i sólskininu. Varafor- setinn haföi veriö skrafhreifinn viö hann frá upphafi um það sem varöaöi fundinn, en þaö var ekki fyrr en þetta kvöld aö þeir höföu talaö um ýmislegt sem ekki var á dagskrá. Kvöldveröinum lauk seint og á eftir höföu þeir setzt i dagstofuna og varaforsetinn hafði sagt: — Ég hef veriö á tslandi. — Einmitt þaö. Voruö þér i skemmtiferðalagi. — Ég fór þangaö I einkaerind- um. Indriöi G. Þorsteinsson er höf- undur þessarar smásögu — Þér eigið kannski venziafólk á tslandi. — Já, eiginlega. — Þaö var gaman þér skylduö eiga erindi þangað. Þögn. — Þér vitiö maöur er alltaf dá- litið drjúgur yfir heimsóknum fólks til tslands: liklega af þvi viö erum ekki ýkja stór þjóö og vegna þess aö framfarirnar hafa veriö miklar siðustu árin. Okkur finnst gott aörir sjái þaö og hafi orð á þvi. Þér vitið náttúrlega að við hitum höfuöborgina upp með hveravatni. — Það er mjög merkilegt. — Churchill segist hafa ráðlagt okkur aö gera þaö. Siöan halda margir tslendingar ekki sé allt gullsatt sem sá ágæti maður segir. — Gott ef ég hef einmitt ekki lesiö þaö i bókum hans um strið. — Mér finnst liklegt þaö standi heima. Ég hef ekki lesiö þær, en ef þær eru margar hefur hann trúlega talaö af sér i þeim. — Mér leizt vel á mig á tslandi. — Þakka yður' fyrir. Sumir segja landiö sé heldur bert og of kalt. — Þaö er kannski satt: mér fannst þaö stórbrotiö. — Þaö er nokkuð hrikalegt eins og önnur fjallalönd. — Er ekki enn mikil atvinna vegna varnarliösins. — Jú, og viö berjumst aö sjálf- sögöu viö veröbólgu eins og aðrir. — Hvernig er sambúöin. — Burtséö frá vinnunni þá eru margir óánægðir yfir það skuli vera erlendur her i landinu. — Mér skilst þaö sé nauðsyn- legt. — Menn hafa mismunandi skoöanir á þvi. — Vilja þeir heldur að Rússinn komi. — Viö höfum engan pata af komu Rússa. — Þeir mundu ekki láta ykkur vita. — Máliö er ákaflega flókiö. — Þaöerekkihugsjónokkar að

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.