Morgunblaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ LOFTLEIÐIR TIL ÍSRAEL Loftleiðir Icelandic hefur gengið frá nokkrum nýjum samningum um flug á þessu ári og er velta þeirra nærri þrír milljarðar króna. Félagið á m.a. í viðræðum við ísr- aelska flugfélagið Israir um leigu á þotu til farþegaflugs milli Tel Aviv og New York. Árás á gæslul iðsmenn SÞ Tveir bandarískir lögregluþjón- ar og einn jórdanskur létu lífið í skotbardaga í Kosovo á laugardag. Talið var að árás Jórdanans á bandaríska liðsmenn gæsluliðsins hafi hrundið skotbardaganum af stað. Bjargað úr s jónum Þremur sjómönnum af Snorra Sturlusyni VE var bjargað úr sjónum við innsiglinguna í Vest- mannaeyjum síðdegis í gær. Höfðu mennirnir verið í gúmmíbáti sem hvolfdi þegar verið var að hífa hann frá borði. Þrátt fyrir að hafa verið um 15 mínútur í sjónum sak- aði þá ekki alvarlega. Spænskir kal laðir heim Nýr forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez, hefur fyr- irskipað spænskum hermönnum í Írak að búa sig til heimferðar eins fljótt og auðið verður. Eitrun af túnfiski Staðfest hefur verið af Mat- vælaeftirlitinu að fjórir menn sem veiktust eftir að hafa borðað tún- fisksamloku á veitingastað í Reykjavík fengu svonefnda hista- míneitrun af fiskinum. Ekki er vit- að til þess að slík matareitrun hafi áður komið upp hér á landi. Hóta hefndum Talsmenn Hamas og fleiri sam- taka Palestínumanna hóta „eldgosi hefnda“ gegn Ísraelsmönnum eftir að Hamas-leiðtoginn Abdel Aziz Rantisis lést á laugardag eftir eld- flaugaárás frá ísraelskum herþyrl- um. Baldvin að koma Fjölveiðiskip Samherja, Baldvin Þorsteinsson EA, kemur til Ak- ureyrar á miðnætti í kvöld eftir að hafa verið í viðgerð í Noregi. Rúmur mánuður er nú liðinn frá strandi skipsins á Meðallandssandi og giftusamlegri björgun þess. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Róm 57.855 kr. Netver› á mann Innifalið: Flug, gisting í 4 nætur á Hótel Albani 18. nóvember í 2ja manna herbergi með morgunverði, flugvallarskattar og ísl. fararstjórn. Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is Í dag Sigmund 8 Bréf 30 Viðskipti 11 Þjónusta 31 Erlent 13 Dagbók 32/31 Listir 16/17 Leikhús 34 Umræðan 18/19 Fólk 34/37 Forystugrein 20 Bíó 35/37 Minningar 22/27 Ljósvakar 38 Hestar 28 Veður 39 * * * JÓN Garðar Ögmundsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Pizza Hut og Hard Rock Café, hefur gert kaup- tilboð í Lyst ehf. sem rekur McDon- alds á Íslandi. Jón Garðar kveðst vilja kaupa öll hlutabréfin í Lyst ehf. og er tilboð hans háð samþykki McDonalds í Bandaríkjunum. Tilboðið var gert fyrir fáeinum vikum, að hans sögn, og er kaupverð- ið ekki gefið upp. McDonalds hyggur á herferð gegn offitu, sívaxandi vandamáli í hinum vestræna heimi sem kunnugt er, og segir Jón Garðar að nýr matseðill verði kynntur hjá McDonalds á Íslandi eftir mánuð. „Á nýja matseðlinum verður með- al annars meira úrval af salötum og ný lína fyrir börn,“ segir hann. Hefur verið unnið að því að búa til nýjan valkost við djúpsteiktu frönsku kartöflurnar, sem fylgja máltíðum fyrirtækisins, í því augna- miði. Jón Garðar er staddur í Banda- ríkjunum til að kynna sér breyting- arnar og nefnir að hægt verði að fá gulrætur og ávexti í poka fyrir smá- fólkið, til að mynda. Velta McDonalds dróst saman á heimsvísu á tímabili og segir Jón Garðar, er hann er spurður hvers vegna honum þyki fjárfestingin góð- ur kostur, að „orðið hafi viðsnúning- ur“ í rekstri fyrirtækisins í fyrra þegar heilsusamlegri valkostir voru settir á matseðilinn. „Gengi fyrirtækisins er nú mjög gott og í næsta mánuði munum við kynna nýjan heilsusamlegan mat- seðil hér á landi,“ segir Jón Garðar Ögmundsson, væntanlegur eigandi Lystar ehf., að síðustu. Nýir eigendur taka væntanlega brátt við Lyst ehf. Kynna heilsumatseðil hjá McDonalds innan tíðar LEIÐNI í ánni Múlakvísl, sem renn- ur úr Mýrdalsjökli vestast á Mýr- dalssandi, mældist mest 365 míkró- símens á metra við mælingar í gær. Leiðnin sýnir hve vel vatnið ber raf- straum og er þetta hæsta mæling í ánni frá upphafi þar árið 1999 á veg- um Orkustofnunar. Vatnsmagnið var einnig töluvert í gær og megn brennisteinsfýla. Magnús Tumi Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur segir að frá miðju ári 2001 hafi jarðhiti verið að aukast í Mýrdalsjökli. Aukningin sé samfara stöðugu landrisi og aukinni skjálfta- virkni. Kvika sé að safnast fyrir und- ir jöklinum og jarðhitavatn að losna í meira mæli. Magnús Tumi segir að atburðirnir í gær séu afleiðing auk- ins jarðhita og því lengur sem sú þróun haldi áfram sé líklegra að það styttist í Kötlugos. Sverrir Elefsen vatnamæl- ingamaður telur að vatn sem hafi safnast fyrir undir Mýrdalsjökli eða í jaðri hans sé að tæmast úr ein- hverjum sigkötlum. Skjálftavirkni var lítil sem engin á svæðinu um helgina en almannavarnanefndin í Vík í Mýrdal var upplýst um stöðu mála. Ekki var talin ástæða til að kalla nefndina saman. Algengt er að leiðnin í Múlakvísl mælist í kringum 200 míkrósímens og að sögn Sverris hefur almennt verið talið að allar mælingar yfir 250 míkrósímens séu staðfesting um leka á jarðhitavatni frá jöklinum. Sverrir telur aukinni leiðni og vatnsmagni svipa til hlaupsins í Jök- ulsá á Sólheimasandi síðsumars 1999. Sjálfvirk mæling sýndi jafna hækkun á leiðninni í Múlakvísl í gær og sömuleiðis handvirkar mælingar Reynis Ragnarssonar, vaktmanns í Vík, sem hann framkvæmdi þrisvar sinnum í gær við ána. Síðast í gær- kvöldi mældist leiðnin 365 míkrósím- ens hjá Reyni en sjálfvirkar mæl- ingar sýndu mest 346 ms/m. Hæsta leiðni í Múlakvísl frá upphafi mældist í gær Kvika að safnast fyrir undir Mýrdalsjökli Reynir Ragnarsson spýtir jökulvatninu út úr sér. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Leiðnin í Múlakvísl var mæld þrisvar í gær, auk sjálfvirkra mælinga. ÞINGVALLANEFND kom saman til fundar á laugardag til að ræða stefnumótun til næstu 20 ára fyrir þjóðgarðinn. Nefndin ræddi einnig um legu nýs Gjábakkavegar milli Laugarvatns og Þingvalla. Það var samhljóða niðurstaða nefndarinnar að vegurinn skyldi vera utan þjóð- garðsins. Sveitarfélögin Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa viljað fara svonefnda leið 12 í matsáætlun Vegagerðarinnar, með tengingu við núverandi Þingvallaveg við Gjábakka. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður Þingvallanefndar, segir við Morgun- blaðið að leið 12 skeri Gjábakkaland- ið og þar með þjóðgarðinn. Nefndin samþykki ekki þessa leið og því sé líklegt að farin verði leið 7 í tillögum Vegagerðarinnar að matsáætlun. Er hún um 2 km lengri en leið 12 og kemur að Þingvallavegi við Miðfell. Björn segir að Þingvallanefnd sé einhuga í afstöðu sinni og byggist hún á því að ekkert sé gert sem spilli fyrir því að Þingvellir komist inn á heimsminjaskrá. Umræður um það mál séu á viðkvæmu stigi á vettvangi UNESCO og hafi nefndin ráðgast við Margréti Hallgrímsdóttur, þjóð- minjavörð og formann þeirrar nefndar, sem stýrir umsóknarferlinu af Íslands hálfu, auk þess sem al- þjóðlegir ráðgjafar hafi komið að málinu. Viðunandi fyrir alla aðila Björn segir að leið 7 ætti að vera vel viðunandi fyrir alla aðila. Raunar megi líta á hana sem málamiðlun miðað við þær umræður sem hafi staðið undanfarnar vikur um málið. „Við höfum ekki viljað stofna þess- ari umsókn hjá UNESCO í hættu og teljum enga ástæðu til þess fyrir tvo kílómetra af vegi sem er greiðfærari og fljótfærari en ef hann færi um þjóðgarðinn,“ segir Björn en Vega- gerðinni verður tilkynnt þessi niður- staða nefndarinnar formlega í dag. „Með þessari niðurstöðu teljum við okkur hafa gengið eins langt til móts við sjónarmið heimamanna og við getum. Við vonum svo sannar- lega að deilum um þetta mál sé lokið, það er ekki síður mikið í húfi fyrir heimamenn en aðra að þetta sé allt gert á réttum og skynsamlegum for- sendum,“ segir Björn ennfremur. Að sögn Björns tók nefndin enga afstöðu til boðs Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps til ríkisins um makaskipti á Skjaldbreið og Kaldárhöfða. Það mál væri allt annars eðlis og nefndin teldi það ekki tengjast legu Gjábakkavegar. Þingvalla- nefnd með málamiðlun um Gjá- bakkaveg BRAGÐIÐ af jökulvatninu er svolít- ið sérstakt. Eftir því sem leiðnin hefur hækkað hef ég verið að bera þetta saman. Þegar leiðnin er þetta mikil finnur maður hverabragð af vatninu. Annars er venjulega fúlt bragð af því og jafnast ekkert á við gott rauðvín,“ segir Reynir Ragn- arsson, vaktmaður við Múlakvísl, sem bragðaði á vatninu úr ánni í gær, velti því í munni sér og spýtti líkt og þaulvanur vínsmakkari, þótt bindindismaður sé. „Jafnast ekkert á við rauðvín“ FULLTRÚAR leitar- og björgun- arsveitar á Norður-Englandi eru nýkomnir heim úr kynningarferð hingað til lands, samkvæmt frétta- vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar segir að formenn úr leitar- og björgunarsveit sem kennd er við Teesdale og Weardale hafi dvalið í viku á Íslandi og kynnt sér ung- lingadeildir björgunarsveita hér á landi. Leitar- og björgunarsveit Tees- dale og Weardale er sú eina á Eng- landi sem starfrækir sveit unglinga, samkvæmt BBC, og fékk hún ný- lega jafnvirði rúmlega 3,2 milljóna króna frá hinu opinbera til þess að renna frekari stoðum undir ung- lingastarf. Haft er eftir Chris Roberts, ein- um forsvarsmanna unglingasveitar- innar, að ferðin til Íslands hafi ver- ið lærdómsrík. „Formenn íslenskra leitar- og björgunarsveita hafa lengi gert sér grein fyrir því, að ungt fólk er lífæð sveitanna. Ferðin til Íslands var fyrsta skref okkar í þá átt að stofna unglingadeild,“ segir hann á vef BBC. Unglingastarf að ís- lenskri fyrirmynd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.