Morgunblaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
icelandair.is/vildarklubbur
Tvöfaldir
Vildarpunktar
til 1. maí
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
24
12
5
0
4/
20
04
Til viðbótar koma veltutengdir Vildarpunktar kortsins
EGILL Jónsson, tannlæknir á Ak-
ureyri, boraði á laugardag í fyrsta
skipti staðlaða holu í tönn á manni
með nýstárlegum bor sem stýrt er
utan munns sjúklingsins, og setti í
hann staðlaða fyllingu. Borinn er
uppfinning Egils en hann er tæki
sem á að gera það jafn einfalt og
fljótlegt fyrir tannlækni að nota
staðlaða postulínsfyllingu eins og
amalgam- (silfur) eða plastfyllingar.
Fyrsti sjúklingurinn sem borað
var í er Geir Guðmundsson, verk-
efnisstjóri á Iðntæknistofnun, sem
unnið hefur með Globodent allar
götur síðan Egill kom hugmyndinni
fyrst á framfæri. „Þetta er frá-
brugðið venjulegri borun að því
leyti að ég er með stykkið uppi í
mér, en ég varð mun minna var við
borunina sjálfa en venjulega; varð
satt að segja ekkert var við það þeg-
ar Egill boraði. Þetta var því miklu
þægilegra en ég átti von á – og átti
ég þó alls ekki von á því að þetta
yrði slæmt,“ sagði Geir í samtali við
Morgunblaðið eftir að Egill „prufu-
keyrði“ borinn.
Það var langþráð stund fyrir
marga þegar Geir settist í stólinn
hjá Agli og það var engin tilviljun að
hann var fyrsta tilraunadýrið. „Það
er langt síðan ég pantaði að verða sá
fyrsti sem tækið yrði reynt á,“ sagði
hann.
Það segir ef til vill meira en
margt annað, hve fagmönnum
fannst stundin stór á laugardag
þegar einn þeirra sagði: „Þetta er
lítið skref fyrir mann, en risastórt
skref fyrir mannkynið,“ og gerði að
sínum orð bandaríska geimfarans
Neils Armstrongs þegar hann steig
fyrstur manna á tunglið.
„Egill kom til okkar í Iðn-
tæknistofnun haustið 1999 og ég
fékk það verkefni að skoða þetta
með honum. Mikið hefur breyst síð-
an og margir komið að með nýjar
hugmyndir enda eru engin fordæmi
fyrir þessu,“ sagði Geir.
Hugmyndin hefur víða verið
sýnd, tannlæknar hafa margir
hverjir efast um hana að sögn Geirs
en þegar þeir hlusti á rökin fyrir
breytingunni lítist mönnum yfirleitt
vel á – en nú vilji þeir eðlilega bíða
eftir „klínískum“ prófunum.
„Aðferðin gengur upp. Ekki þarf
að hafa fleiri orð um það. Svo er
spurning hvort markaðurinn tekur
við þessu,“ sagði Þorsteinn Schev-
ing Thorsteinsson við Morg-
unblaðið, en hann er einn þriggja
tannlækna sem verið hafa í svoköll-
uðum rýnihópi vegna verkefnisins
og gefið hafa fagleg ráð. Allt eru
það starfandi tannlæknar sem einn-
ig kenna eða hafa kennt við tann-
læknaháskóla, en auk Þorsteins eru
það Páll Ævar Pálsson og Inga B.
Árnadóttir. Þau þrjú voru viðstödd
stundina sögulega á laugardag
ásamt fleirum. Þar var meðal ann-
ars Páll Magnússon, aðstoðarmaður
Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, en hún er
stödd erlendis.
„Þetta er mjög spennandi verk-
efni og það er mikill áfangi að sjá
þetta í raunveruleikanum. Egill
kynnti verkefnið fyrir ráðherra árið
2000 og við höfum fylgst vel með
því. Það hefur í raun gengið vel og
hann hefur notið stuðnings kerf-
isins, nú síðast gaf Byggðastofnun
hlutafjárloforð upp á 20 milljónir,“
sagði Páll við Morgunblaðið.
Auk Iðntæknistofnunar, sem hef-
ur bæði komið að hönnun tækisins
og fyllinganna, hafa unnið að verk-
efninu fyrirtæki í Danmörku, á Ítal-
íu og í Bandaríkjunum.
Framundan eru víðtækar próf-
anir á tækinu, með tannlæknum.
Notast verður við dúkkur fyrst í
stað en „klínískar“ prófanir – á fólki
– hefjast væntanlega næsta vetur.
Samið var við danska fyrirtækið
Pinol A/S um smíði á tækinu og
stendur það algjörlega straum af
eigin kostnaði við þátttöku í verk-
efninu, þar á meðal kostnaði við
smíði frumgerða tækisins. Postu-
línsfyllingarnar verða hins vegar
væntanlega framleiddar á Akureyri
og þar verður einnig aðsetur Globo-
dent; þekkingarfyrirtækis þar sem
fram fari hönnun á frekari tækjum á
þessu sviði.
Kostnaður orðinn 150 milljónir
Globodent stefnir að því að verða
þekkingarfyrirtæki á sviði tann-
lækninga. Fyrirtækið telur að tann-
læknamarkaðurinn sé að fara í
gegnum miklar tæknibreytingar og
vill verða þátttakandi í þeim. Tækið
og sá eiginleiki þess að geta skorið
fyrirfram ákveðið form á holu í tönn
sjúklings með mikilli nákvæmni er
forsenda þess að nota fjölda-
framleiddar tannfyllingar úr postu-
líni til tannviðgerða. Tækið er lyk-
ilatriði í öllum áætlunum
fyrirtækisins og þar með lykilatriði í
að láta þá framtíðarsýn rætast að
Globodent bætist í flóru þeirra fyr-
irtækja sem byggja upp öflugan
heilbrigðistækniiðnað á Íslandi.
Um 150 milljónir króna hafa verið
settar í þróun þessarar tækni frá
árinu 2000, og hafa þrjár mismun-
andi frumgerðir af tæki til nákvæms
tannskurðar þegar verið smíðaðar.
Samhliða þróun tækisins er unnið
að þróun fjöldaframleiddra tannfyll-
inga.
Árið 2000 og 2002 setti Globodent
umsóknir vegna tækisins í svokallað
PCT-ferli; þar er um að ræða ferli á
vegum alþjóða hugverkarétt-
indastofnunarinnar, auðveldustu
leið til þess að geta sótt um einka-
leyfi í mörgum löndum.
Evrópska einkaleyfastofan (EPO)
hefur þegar staðfest nýnæmi upp-
finningarinnar í rannsóknarferli
PCT-umsóknarinnar. Globodent
lagði inn umsókn um einkaleyfi
vegna fyllinganna í apríl 2003 og ís-
lensk einkaleyfisyfirvöld hafa sam-
þykkt umsóknina fyrir sitt leyti og
gefið út einkaleyfi á Íslandi – einka-
leyfi númer 1920 – en umsóknin hef-
ur einnig verið sett í PCT-ferlið.
Áfram verður unnið að þróun
tækisins í samstarfi við Pinol og
aðra þátttakendur í verkefninu.
Stefnt er að því að hefja prófanir
með aðstoð íslenskra tannlækna í
haust. Gert er ráð fyrir að tækið og
fyllingarnar verði hæf til markaðs-
setningar á árinu 2005.
Unnið er að frekari fjármögnun
verkefnisins, sem ætlað er að gera
fyrirtækinu kleift að ljúka allri þró-
unarvinnu og að koma vörum þess á
markað. Stefnt er að því að safna
130 milljónum króna í hlutafé,
lánsfé og styrki og liggja þegar fyrir
loforð sem nema um 50 milljónum.
Borað í fyrsta skipti í tönn með tæki sem Egill Jónsson tannlæknir fann upp
„Lítið skref
fyrir mann …“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Egill Jónsson tannlæknir og uppfinningamaður á Akureyri borar í fyrsta
skipti með nýstárlegum bor – uppfinningu sinni – í tönn á manneskju. Í
stólnum er Geir Guðmundsson, verkefnisstjóri á Iðntæknistofnun.
Stór stund var í sögu Globodent þegar
borað var í fyrsta skipti í tönn á manni
með bor sem stýrt er utan munns.
Skapti Hallgrímsson fylgdist með.
skapti@mbl.is
„ÞAÐ var mikill léttir fyrir mig að
finna hvað það var raunverulega
auðvelt að bora með tækinu í mann-
eskju. Það er aldrei eins að bora í
gervihaus þótt reynt sé að líkja eft-
ir raunverulegum kringumstæð-
um,“ sagði Egill Jónsson, tann-
læknir og uppfinningamaður, í
samtali við Morgunblaðið.
Egill sagði að stundin hefði verið
stór þegar hann boraði „því ekki er
vitað um svona tæki neins staðar í
heiminum“.
Hann sagði ákveðna fordóma
hafa verið gagnvart hugmynd hans
í tannlæknastétt „en nú hefur verið
sannreynt að það sem ég hef verið
að segja er rétt. Það er hægt að
gera þetta svona“.
Egill sagði, á meðan hann var að
bora, að hann fyndi ekkert til í öxl-
unum, og það væri einmitt eitt aðal-
málið varðandi uppfinninguna.
„Vinnuaðstaða tannlæknisins
breytist mjög til batnaðar við þetta.
Vinnuvistfræðilega verður þetta
miklu þægilegra fyrir tannlækninn.
Allir tannlæknar kannast við það
hve auðvelt er að laga skemmdir í
bitflötum jaxla og tækið breytir
allri vinnu þeirra, þannig að allar
viðgerðir verða eins og verið sé að
gera við skemmd í bitfleti í jaxli.“
Egill segir þetta tæki aðeins
fyrsta skrefið í þeirri þróun að gera
umhverfi tannlæknisins tölvuvætt.
Egill bendir á að þessi aðferð nýt-
ist sjúklingum einnig mjög vel því
þarna geti þeir fengið postulínsfyll-
ingar á sama verði og greitt er fyrir
venjulegar fyllingar í dag – en
postulínsfyllingarnar endist lengur.
Egill sagði ljóst að hugmynd hans
hefði aldrei orðið að veruleika hefði
hann ekki notið stuðnings og vel-
vilja starfsbræðra og „meðal ann-
ars hjá bæjarstjórn Akureyrar og
ef ekki hefði verið fyrir framsýni
fyrirtækja eins og Sjóvár-Almennra
og velvildar í iðnaðarráðuneytinu.“
Fyrsta skrefið í tölvu-
væðingu tannlækna
Egill Jónsson tannlæknir borar í
fyrsta skipti með uppfinningu sinni
í tönn Geirs Guðmundssonar, verk-
efnisstjóra á Iðntæknistofnun.
ÚTBOÐ vegna tvöföldunar
Vesturlandsvegar frá Víkur-
vegi í Reykjavík að Skarhóla-
braut í Mosfellsbæ verður að
líkindum haldið í maí, segir
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra. Segir hann að ekki
verði aftur snúið með verkefn-
ið, þótt fjármagn sé ekki tryggt
ennþá.
Fram kom í svari við fyrir-
spurn á Alþingi í síðustu viku,
að ný kostnaðaráætlun fyrir
framkvæmdina hljóðaði upp á
að minnsta kosti 900 milljónir
króna. Í gildandi vegaáætlun er
miðað við 520 milljóna framlag
til verkefnisins.
„Ég er að vinna í því að leysa
úr þessum fjárskorti. Annars
vegar verður farið yfir og kann-
að hvort hægt sé að finna ódýr-
ari lausnir, hins vegar verður
unnið að því að færa til fjár-
muni innan samgönguáætlun-
arinnar. Það er mikil áhersla á
framkvæmdina í samgöngu-
áætlun og yfir 500 milljónir
settar í verkefnið. Það verður
ekki aftur snúið með það,“ segir
Sturla.
Ráðherra kveðst ennfremur
hafa viljað gera Alþingi grein
fyrir því, að frumkostnaðar-
áætlun væri mun hærri en gert
hafi verið ráð fyrir í upphafi.
„Sú áætlun getur auðvitað
breyst eftir útboð. Ef til vill
munu einfaldari og ódýrari leið-
ir felast í þeim tilboðum sem við
fáum. Einnig þarf að skoða
hvort einhverjar lausnir geti
orðið ódýrari. Það er ekki búið
að tímasetja útboðið og verið að
vinna í málinu, en ég geri ráð
fyrir því að verkið verði boðið
út í maí, svo hægt sé að nýta
sumarið,“ segir samgönguráð-
herra.
Vestur-
landsveg-
ur líklega
boðinn
út í maí