Morgunblaðið - 19.04.2004, Page 10

Morgunblaðið - 19.04.2004, Page 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ w w w. l e t t o g l a ggo t t . i s w ww. l e t t og l a ggo t t . i s w ww. l e t tog l a g got t . i s ww w. l e t t o g l a g go t t . i s ww w. le tt o g la gg ot t. is ww w. let tog lagg ott.is www.lettoglaggott.is www.lettoglaggott.is www.lettoglaggott.is VILTU VINNA FERÐ TIL ÍTALÍU? ELDUR kviknaði í eyðibýlinu Tungu í Hólmavíkurhreppi í Ísafjarðardjúpi seinnipart dags á laugardag, og brann húsið til kaldra kola. Húsið var notað sem sumardvalarstaður og bjuggu hjón í húsinu, en þau voru ekki inni. Neyðarlínu barst tilkynning um eldinn frá eigendum hússins um kl. 16.45, og var slökkvilið komið á stað- inn um 40 mínútum seinna. Talsverð- ur eldur var í húsinu, og var það rústir einar um kl 20.30 þegar slökkvistarfi lauk, að sögn lögreglunnar á Hólma- vík, sem vaktaði húsið um nóttina. Húsið var eyðibýli, en unnið hafði verið að því að gera það upp og var þar talsvert af innanstokksmunum sem eru allir taldir ónýtir. Eyðibýli brann til ösku BJÖRGUNARMENNIRNIR úr Grindavík sem forseti Íslands sæmdi afreksmerki hins íslenska lýðveldis sögðust ekki hafa átt von á að fá slíka viðurkenningu. Þeir hefðu hingað til ekki hugsað um þetta sem sérstakt afrek. „Eftir að okkur var sagt að þetta stæði til fór ég að hugsa meira um þetta og sá að við lögðum okkur í töluverða lífshættu,“ sagði Björn Óskar Andrésson í samtali við blaða- mann. Þrír menn úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík voru kallaðir út á litlum slöngubáti sveitarinnar til björgunar þegar vélbáturinn Sigur- vin fórst við innsiglinguna til Grinda- víkur 23. janúar 2004. Tókst þeim að bjarga skipverjunum tveimur úr sjón- um. Með Birni við björgunina voru Hlynur Sæberg Helgason og Vil- hjálmur Jóhann Lárusson. Stofnað var til afreksmerkis hins íslenska lýðveldis á árinu 1950. Til- gangur þess er að heiðra menn, inn- lenda og erlenda, sem leggja líf sitt í hættu við björgunarstörf. Afreks- merkið hafði aðeins verið veitt sex sinnum áður en félagarnir úr Grinda- vík voru sæmdir því síðastliðinn laug- ardag. Í síðustu þrjú skiptin voru þyrluáhafnir sæmdar merkinu. Sýndu áræði og útsjónarsemi Fram kom í ávarpi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við þetta tækifæri að sérstök nefnd gerði til- lögu til forseta um að veita afreks- merkið. Nefndarmenn hafa kynnt sér atvik málsins, meðal annars með skoðun á útkallsskýrslu björgunar- sveitarinnar Þorbjörns og skýrslu lögreglunnar til sýslumanns. „Telur nefndin að gögn beri greinilega með sér að þeir Björn, Hlynur og Vil- hjálmur hafi umrætt sinn sýnt mikið snarræði og unnið frækilegt björgun- arafrek við erfiðar aðstæður. Með því að sæta lagi og skjótast inn í háa brimskafla á litlum slöngubáti til að bjarga skipverjum á Sigurvini lögðu þeir sig í mikla hættu en með mikilli útsjónarsemi, áræði og hæfni tókst þeim ætlunarverk sitt,“ segir meðal annars í áliti nefndarinnar. Heiður fyrir sveitina Auk afreksmerkisins heiðraði bæj- arstjórn Grindavíkur þá félaga sér- staklega af þessu tilefni og veitti Björgunarsveitinni Þorbirni einnar milljónar króna styrk til tækjakaupa. Félagarnir þrír voru stjörnur dagsins á laugardag. Í kaffisamsæti sem bæj- arstjórn bauð til í félagsheimilinu Festi áttu þeir Björn og Vilhjálmur, sem þar voru staddir eftir athöfnina, erfitt með að komast í veitingarnar því allir þurftu að þakka þeim og óska þeim til hamingju. Þeir sögðu að þetta hefði verið svona frá því strax eftir björgunina, margir hefðu komið að máli við þá og hringt til að þakka þeim fyrir. Þeir kváðust ánægðir með við- urkenninguna. Í henni fælist mikill heiður fyrir björgunarsveitina og þeir vonuðust til að það myndi efla starfið. Afreksmerki hins íslenska lýðveldis er aðeins veitt þegar björgunarmenn leggja líf sitt í hættu Sýndu snarræði við frækilega björgun Morgunblaðið/Sverrir Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmir Vilhjálm Jóhann Lárusson afreksmerki hins íslenska lýðveldis. Félagar hans, Björn Óskar Andrésson og Hlynur Sæberg Helgason hafa þegar fengið sín merki. MJÖG góð þátttaka var í hátíða- höldunum vegna þrjátíu ára kaup- staðarafmælis Grindavíkur um helgina. „Þetta tókst mjög vel að mínu mati. Dagskráin var vel sótt og ég er ánægður,“ sagði Hörður Guðbrandsson, forseti bæj- arstjórnar, í samtali í gær. Hátíðardagskrá var í Íþrótta- miðstöð Grindavíkur á laugardag sem forseti Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, og Dorrit Moussa- ieff, eiginkona hans, voru við- stödd. Í ávarpi Harðar við athöfnina kom fram að íbúum Grindavíkur hefði fjölgað jafnt og þétt. Fyrir þrjátíu árum bjuggu um 1.600 manns á staðnum en nú 2.421. At- vinnulífið hefur byggst mikið á saltfiskvinnslu og útgerð og gat Hörður þess að um 40% af út- fluttum saltfiski frá Íslandi hefðu komið frá Grindavík. Hann gat einnig um jarðhitanýtingu í Svartsengi og aukna ferðaþjón- ustu. Hörður sagði í samtali við Morgunblaðið að fjarlægðirnar skiptu orðið minna máli en áður og fólk sem áfram stundaði vinnu á höfuðborgarsvæðinu væri farið að flytja til Grindavíkur í stórum stíl. Það skapaði möguleika og ryfi þá einhæfni sem lengi hefði verið í atvinnulífinu. „Ég get ekki annað séð en bjart sé framundan og að skilyrði séu til áframhaldandi upp- byggingar og fjölgunar á næstu árum,“ sagði Hörður. Ólafur Ragnar sagði í ávarpi frá kynnum sínum af Grindavík og Grindvíkingum og velti því fyrir sér hver væri galdurinn á bak við þann árangur sem þar hefði náðst, við uppbyggingu nútímabæjar sem væri í fremstu röð á ýmsum svið- um. Nefndi hann jákvæða sam- kennd í því sambandi og sagði að hún birtist alltaf þegar menn kæmu saman á stórhátíðum og hún kæmi fram í því að Grindvík- ingar stæðu saman þegar stór- verkefni væru á dagskrá. Eftir hátíðardagskrána fóru for- setahjónin í fylgd Ólafs Arnar Ólafssonar bæjarstjóra, bæjarfull- trúa og alþingismanna á nokkra staði. Þau heimsóttu meðal annars og kynntu sér starfsemi hafn- arskrifstofunnar, Fiskmarkaðar Suðurnesja og Martaks hf. Bæjarstjórn bauð öllum Grind- víkingum og gestum til kaffi- samsætis í félagsheimilinu Festi. Þar voru risastórar tertur á boð- stólum. Hörður Guðbrandsson sagði áætlað að hátt í 1.500 manns hefðu komið þar við. Auk þess var dagskrá á ýmsum öðrum stöðum í bænum. Þrjátíu ára kaupstaðarafmæli Grindavíkur haldið hátíðlegt Skilyrði til áframhaldandi vaxtar Köttur komst í ból bjarnar þegar forseti Íslands yfirgaf sæti sitt til að ávarpa hátíðarsamkom- una. Fimm ára stúlka, Kristlaug Lilja Halldórsdóttir, vildi teljast meðal fyrirfólks og settist á milli Ómars Jónssonar og Dorrit Moussaieff sem hafði mikla ánægju af tiltækinu. Morgunblaðið/Sverrir Hátíðarhöldin voru vel sótt, meðal annars hátíð- ardagskráin í Íþróttamiðstöð Grindavíkur. GUÐBERGUR Bergsson rit- höfundur vitnaði í eigin sögu í ávarpi eftir að hann hafði verið útnefndur heiðursborgari Grindavíkur, með því að segja að leiðin að heiman lægi heim. Þetta væri að mörgu leyti rétt – en líka að mörgu leyti rangt, eins og hann tók til orða, vegna þess að maður færi í raun og veru aldrei algjörlega að heiman og heimabyggðin fylgdi manni alltaf. Þá sagði hann að heima- byggðin yrði aldrei eins og hún var þegar maður fór að heiman. Þess vegna yrði Grindavík aldrei sú dreifða byggð sem var þegar hann ólst þar upp sem barn. Rifjaði Guðbergur upp minnisstæða einstaklinga frá þeim tíma og sagði frá því hvernig Grindavík hefði fylgt sér, meðal annars til Spánar. Hörður Guðbrandsson, for- seti bæjarstjórnar, afhenti Guð- bergi skjal til staðfestingar heiðursborgaranafnbótinni við hátíðardagskrá sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni. Þegar Guð- bergur ávarpaði samkomuna skömmu síðar tók hann fram að hann vissi ekki hvað í því fælist að vera heiðursborgari enda ekki komin löng reynsla á það. Guðbergur er aðeins annar maðurinn sem útnefndur er heiðursborgari Grindavíkur. Sá fyrsti var kosinn fyrir tíu árum, Svavar Árnason, en hann lést á árinu 1995. Svavar var m.a. í hreppsnefnd og síðar bæjar- stjórn Grindavíkur í fjörutíu ár. Leiðin að heiman liggur heim Morgunblaðið/Sverrir Guðbergur Bergsson með inn- rammað heiðursskjalið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.