Morgunblaðið - 19.04.2004, Síða 12
MINNSTAÐUR | VESTURLAND
12 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Akranes | Alls bárust ellefu um-
sóknir um styrk úr Húsvernd-
unarsjóði Akraneskaupstaðar en
umsóknirnar voru lagðar fram á
fundi byggingarnefndar Akraness
hinn 6. apríl sl. Byggingarnefnd
leggur til við bæjarstjórn að styrk-
urinn verði veittur eigendum Suð-
urgötu 88, eigandi Gísli Breiðfjörð
Árnason og eigendum Suðurgötu
25, Ágústu Friðfinnsdóttur og
Runólfi Bjarnasyni.
Í fundargerð byggingarnefndar
segir að húseignin Suðurgata 88,
Norðtunga, sem byggð var af Ingv-
ari Eggertssyni árið 1929, sé mjög
reisulegt og áberandi og standi við
eina af fjölfarnari götum bæjarins,
miðsvæðis og af því leiðandi andlit
út á við. Húsið er steinsteypt, jarð-
hæð, hæð og ris. Nefndin leggur til
að styrkurinn verði 600.000 kr. og
framkvæmdum verði lokið innan 30
mánaða.
Ásmundarhús, sem byggt var af
Ásmundi Bjarnasyni árið 1930,
stendur við Suðurgötu 25. Húsið er
timburhús, kjallari, hæð og ris og
hafa núverandi eigendur lagt í
mikinn kostnað og framkvæmdir
við að endurgera húsið að innan þó
svo þeim sé ekki lokið. Upprunaleg
mynd hússins er enn til staðar og
virðast eigendur hússins vera mjög
meðvitaðir um varðveisluþátt húss-
ins. Húsið er staðsett í gamla bæj-
arhlutanum á Neðri-Skaga og er
við eina af aðalgötum bæjarins og
er þar af leiðandi eitt af andlitum
bæjarins þegar farið er um Akra-
nes. Byggðasafn Akraness og nær-
sveita mælir með umsókn. Nefndin
leggur til að styrkurinn verði
400.000 kr. og framkvæmdum verði
lokið innan 18 mánaða.
Ásmundarhús stendur við Suðurgötu 25.
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Norðurtunga stendur við Suðurgötu 88.
Fengu styrk úr Húsverndunarsjóði
Hellnar | Þrátt fyrir
rysjótta tíð og kulda eru
alltaf einhverjir ferða-
menn á ferð um Snæ-
fellsnes að vetrarlagi.
Flestir eru kappklæddir
og dúðaðir til að verjast
kulda og trekki. Því
vakti það athygli að rek-
ast á konu klædda sari
að indverskum sið á
ferðalagi sínu. Þarna
voru á ferð efnafræðing-
urinn og jógameistarinn
Shanti Desai og kona
hans Nayana. Þótt þau
hafi búið lengi í Banda-
ríkjunum hefur Nayana
ekki fallið fyrir vestræn-
um klæðaburði og klæð-
ist sínum sari hvar sem
hún er á ferð. Reyndar
klæddist hún úlpu ut-
anyfir sari-inn til að
halda á sér hita á ferð
sinni um Snæfellsnesið.
Þau hjónin áttu varla
orð til að lýsa undrun
sinni yfir töfrum Snæ-
fellsness og fangaði
margt huga þeirra.
Stórkostlegt brimið við
Djúpalónssand og snert-
ing við snjó við rætur
Snæfellsjökuls var þó
sennilega það sem stóð
uppúr. Lánið lék við þau
hvað veðrið snerti og yf-
irleitt var þurrt og bjart
á öllum áningarstöðum.
Heilluðust
af Snæ-
fellsnesi
Skorradalur | Ársfundur Veiði-
málastofnunar var haldinn á
Hvanneyri nýlega. Framkvæmda-
stjóri Veiðimálastofnunar, Sigurður
Guðjónsson, flutti yfirlit um starf-
semi stofnunarinnar á síðasta ári og
Guðni Guðbergsson flutti erindi um
veiðina 2003 og veiðihorfur 2004.
Á árinu 2003 veiddust nærri
34.000 laxar á stöng á móti 33.767
löxum 2002. Stangaveiðin 2003 var
því um 2% undir meðalveiði áranna
1974-2002.
Benóný Jónsson flutti erindi um
útvarpsmerkingar laxa í vatnakerfi
Ölfusár og Þjórsár. Síðastur á mæl-
endaskrá var Þorkell Fjeldsted,
Ferjukoti, sem fylgdi úr hlaði til-
lögu um að hefja nú þegar skipulega
söfnun veiðiminja og setja á stofn
safn til að varðveita muni, myndir
og minningar sem tilheyra neta- og
stangaveiði úr ám og vötnum lands-
ins.
Þorkell taldi að söfnunin tæki til
eftirtalina flokka: Sagan, veiðifæri,
veiðibækur, en þær eru til frá 1860,
bátar og búnaður, veiðihús, fiski-
rækt, verkun og vinnsla, myndir og
munir og rannsóknir.
Ný húsakynni Vesturlands-
deildar
Eftir að fundi var slitið var gest-
um boðið að skoða ný húsakynni
Vesturlandsdeildar Veiðimálastofn-
unarinnar á Hvanneyri. Við það
tækifæri undirrituðu Magnús B.
Jónsson, rektor Land-
búnaðarháskólans og
Sigurður Guðjónsson,
framkvæmdarstjóri
Veiðimálastofnunarinn-
ar, samkomulag um
samstarf á sviði kennslu,
rannsókna og þróunar,
endurmenntunar og
ráðgjafar. Í samningn-
um segir meðal annars:
„Við Landbúnaðarhá-
skólann á Hvanneyri
verði kennsla á sviði
ferksvatnsnýtingar og
vatnalíffræði efld og
aukin og munu sérfræð-
ingar Veiðimálastofnun-
ar vera skólanum til
ráðuneytis um uppbygg-
ingu slíks náms.“
Morgunblaðið/Pétur Davíðsson
Magnús B. Jónsson, rektor Landbúnaðarháskólans, afhenti Sigurði Guð-
jónssyni, framkvæmdastjóra Veiðimálastofnunar, til varðveislu málverk
sem forveri LBH, Bændaskólinn á Hvanneyri, fékk að gjöf frá útskrifuðum
nemendum í kringum 1970.
Frá undirritun samstarfssamnings LBH og
Veiðimálastofnunar: Sigurður Guðjónsson,
framkvæmdarstjóri Veiðimálastofnunar, Magn-
ús B. Jónsson, rektor LBH, og Sigurður Már
Einarsson, forstöðumaður Vesturlandsdeildar
Veiðimálastofnunar.
Hafin verði skipuleg
söfnun veiðiminja
Hellnar | Hjónin Guðný Jakobsdóttir
og Guðjón Jóhannesson, bændur á
Syðri-Knarrartungu í Breiðuvík,
hafa í vetur unnið að því að stækka
og breyta fjósinu hjá sér. Fram-
kvæmdir hófust 1. september sl. og
fyrir réttri viku voru fyrstu kýrnar
fluttar í nýja fjósið. Við stækkunina
fjölgar básum úr tuttugu og átta í
aðstöðu fyrir fimmtíu og þrjár kýr.
Breyttu hlöðunni
„Við breyttum gömlu hlöðunni og
byggðum við hana þannig að við
fengjum heppilega stærð af lausa-
göngufjósi,“ segir Guðjón. „Húsin
voru orðin léleg og þörfnuðust mik-
ils viðhalds og við vorum með
drauma um að stækka. Okkur
fannst því heppilegra að fara bara út
í þær breytingar sem nýtt fjós
krafðist.“ Fjósið er nú um 480 fer-
metrar, búið tölvustýrðum kjarnfóð-
urbásum, hreinsibúnaði o.fl. sem
svona framtíðarfjós prýðir. Hver
kýr er með tölvukubb um hálsinn og
þegar hún kemur að kjarnfóð-
urbásnum skammtar tölvubúnaður
henni fyrirfram ákveðinn skammt.
Guðjón segir að með þessu fyr-
irkomulagi sé neyslan jafnari yfir
sólarhringinn. Hann hlær við þegar
fréttamaður spyr hvernig kúnum
gangi að rata að fóðurbásunum og
segir það ekki hafa verið vandamál.
„Þeir voru það fyrsta sem þær kom-
ust upp á lag með að nota í nýju að-
stöðunni.“
Guðjón segir að ekki sé enn kom-
in reynsla á það hvort nytin hafi
aukist í kúnum við þessar breyt-
ingar þar sem svo stutt sé síðan ný-
byggingin var tekin í notkun. Hins
vegar sé þetta gerbreytt aðstaða,
bæði fyrir menn og skepnur, og eigi
örugglega eftir að skila sér á fleiri
en einn máta í framtíðinni.
Vilja búa í sveit
Með stærri og betri aðstöðu
hyggjast þau hjónin fjölga gripum
hjá sér og kaupa sér meirri mjólk-
urkvóta. „Við komum til með að
breyta aðstöðunni í gamla fjósinu,
sem verður uppeldisstöð fyrir
kálfa,“ segir Guðjón.
„Kvótinn er svo keyptur á mark-
aði og fer eftir framboði og eft-
irspurn hverju sinni.“
Hvernig ber jörðin svo stækk-
unina á bústofninum? Guðjón svarar
því til að þau eigi enn land sem þau
geti brotið undir frekari tún. Hins
vegar hafi orðið þær breytingar á í
kringum þau hjón að margar bú-
jarðir séu án bústofns. Nýti þau því
tún nágrannanna og hafi það gefist
vel fyrir alla aðila. Undanfarin ár
hafa þau jafnframt stundað bygg-
rækt til fóðurgjafar með góðum ár-
angri. Guðjón segir að kýrnar séu
alveg vitlausar í byggið og að gaman
sé að geta gefið þeim heimaræktaða
afurð sem fóðurbæti. Þau komi því
til með að sá fyrir byggi í vor eins og
fyrri sumur.
En hafa breyttir búshættir ná-
grannanna ekki áhrif á þau?
„Nei,“ svarar Guðjón. „Okkur
líkar vel hérna og viljum búa áfram í
sveit. Við erum því samkvæm okkur
sjálfum í þessari stækkun á búinu,
sem verður bara öflugra atvinnufyr-
irtæki fyrir vikið.“
Stórhuga bændur
Feðgarnir Brynjar Gauti og Guðjón undirbúa mjaltir.