Morgunblaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 15
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 15
1 4 4 4
Ertu að leita
þér að nýjum
skóm?
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
Í HOLLANDI eru nú gerðar augn-
skurðaðgerðir í fegrunarskyni með
því að koma fyrir 3,5 mm glitsteini í
hvítunni við hlið augasteinsins.
Steinarnir eru úr platínu, eru hjarta-
og stjörnulaga og glitra þegar ljós
skín á þá. Aðgerðin tekur um tíu
mínútur og fer þannig fram að sjúk-
lingurinn fær deyfandi augndropa,
svo er gerður lítill skurður í horn-
himnuna og skartinu komið fyrir.
Hollenskir augnlæknar fram-
kvæmdu fyrstu aðgerðina af þessu
tagi fyrir hálfu ári á 36 ára gamalli
konu. „Margir vilja láta gera svona
aðgerð á sér. Hugmyndin kom í kjöl-
far rannsóknar sem við gerðum á
þrýstingi á augað. Við uppgötvuðum
að við gátum komið fyrir skarti inn-
an við ytri himnu augans, og fannst
það sniðug hugmynd,“ segir Dr.
Gerritt Mellis, annar augnlæknanna.
Reuters
TÍSKA
Ígrætt
augnskart
FÓLK sem fætt er að sumri heldur
að það sé lánsamara en fólk sem fætt
er í kaldari mánuðum. Þetta eru nið-
urstöður breskrar könnunar sem 40
þúsund manns tóku þátt í á Netinu
undir stjórn Richard Wiseman pró-
fessors og greint er frá á vefútgáfu
Aftenposten.
Fólk sem fætt er í maí telur sig
frekar heppið en fólk sem fætt er í
október hefur minnsta trú á eigin
heppni, skv. könnuninni sem er ætl-
að að leiða í ljós hvort fæðing-
ardagur sé meðal þess sem ákvarði
lánsemi fólks.
Næsta verkefni vísindamannanna
verður að finna útskýringuna á af
hverju sumarbörn eru þeirrar skoð-
unar að lánið leiki fremur við þau en
vetrarbörnin. Wiseman prófessor
telur að möguleg ástæða geti verið
að þau sem fædd eru í maí upplifi
sumar fyrsta hálfa ár ævi sinnar en
þeir sem fæddir eru í október upplifi
vetur fyrstu ævimánuðina.
Morgunblaðið/RAX
Ungviði: Sumarbörn lánsamari en
vetrarbörn?
LÍFSHAMINGJA
Sumarbörn
telja sig lán-
samari
alltaf á laugardögumLESBÓK MORGUNBLAÐSINS