Morgunblaðið - 19.04.2004, Side 18
UMRÆÐAN
18 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SÚ var tíðin, að aðeins einn há-
skóli var í landinu. Nú eru þeir
nokkrir og þar á meðal eru nú einka-
skólar á háskólastigi. Einkaskól-
arnir innheimta skóla-
gjöld en fá einnig há
framlög frá ríkinu.
Segja má því, að einka-
skólarnir séu hálf-
opinberir enda þótt oft
sé látið í veðri vaka, að
þeir standi á eigin fót-
um. Háskóli Íslands
hefur algera sérstöðu
meðal háskólanna:
Hann er sá eini sem
hefur rannsókn-
arhlutverk og er því sá
eini, sem er sambæri-
legur við háskóla er-
lendis. Auk þess er Háskóli Íslands
eini háskólinn hér á landi sem býður
upp á nám í nær öllum greinum.
Nýju einkaháskólarnir bjóða aðeins
nám í fáum greinum, þ.e. þeim sem
mikil eftirspurn er eftir. Þeir fleyta
rjómann ofan af í greininni, ef svo
má segja.
Metingur á milli háskóla
Frá því einkaskólarnir risu upp hef-
ur verið talsverður metingur á milli
háskólanna. Einnig hefur það tíðk-
ast talsvert að undanförnu, að vissir
blaðamenn og aðrir hafi verið að
reka hornin í Háskóla Íslands og
segja, að sá skóli væri ekki eins
„góður“ og einkaskólarnir. Háskóli
Íslands væri ekki eins framsækinn
og einkaskólarnir, ekki eins metn-
aðarfullur. Þetta er ósanngjörn
gagnrýni. Háskólarnir eru ekki sam-
bærilegir. Háskóli Íslands hefur al-
gera sérstöðu meðal háskólanna.
Áður er vikið að rannsókn-
arhlutverki Háskóla Íslands. En auk
þess er rétt að ítreka það, að Háskóli
Íslands verður að halda uppi
kennslu í nær öllum háskólagrein-
um, hvort sem eftirspurn eftir þeim
er mikil eða ekki.
Einkaháskólarnir líkj-
ast í þessum efnum
fremur háskóladeildum
en fullkomnum háskól-
um eins og þeir gerast
erlendis.
Hugmyndir um
skólagjöld
Undanfarið hafa lög-
gjafinn og ríkisvaldið
skorið niður framlög til
Háskóla Íslands. Ligg-
ur við, að Háskólinn
búi nú við fjársvelti.
Hefur þessi staða leitt til þess að há-
værar raddir eru nú um það innan
Háskólans, að hann fái að leggja á
skólagjöld. Forráðamenn Háskóla
Íslands líta til einkaskólanna í þessu
efni og sjá, að þeir fá að innheimta
skólagjöld enda þótt þeir njóti einn-
ig opinberra framlaga. Það er engu
líkara en stjórnarflokkarnir hafi ver-
ið að halda niðri framlögum til Há-
skólans til þess að geta komið á
skólagjöldum. Fram til þessa hefur
Háskóli Íslands verið opinn öllum,
án tillits til efnahags. Jafnt háir sem
lágir, ríkir sem fátækir hafa getað
stundað nám við Háskóla Íslands.
Má segja, að þetta hafi verið að-
alsmerki Háskólans ásamt því að
takmarka ekki fjölda þeirra sem fá
aðgang að skólanum. En að vísu hef-
ur örlítið verið látið undan í því efni.
Áríðandi er að halda Háskóla Ís-
lands opnum fyrir alla. Háskólinn
verður að vera opinn öllum án tillits
til efnahags. Það hefur alltaf verið
stefna jafnaðarmanna, að Háskólinn
væri opinn öllum. Jafnaðarmenn
vilja, að efnaminni stúdentar eigi
sömu möguleika til háskólanáms og
þeir efnameiri.
Ekki dugar að benda á Lána-
sjóðinn
Þeir sem berjast fyrir skólagjöldum
hafa m.a. bent á það, að stúdentar
muni geta fengið lán hjá Lánasjóði
íslenskra námsmanna fyrir skóla-
gjöldum. Því muni efnaminni stúd-
entar eiga sömu möguleika til náms
eftir sem áður. En þetta eru falsrök.
Lán þarf að greiða. Og ekki vilja all-
ir taka mikil lán.
Nauðsynlegt er að berjast hat-
rammlega gegn skólagjöldunum.
Löggjafi og ríkisvald verða að
tryggja Háskóla Íslands nægilegt
fjármagn. Öflugur og framsækinn
ríkisháskóli er aðalsmerki hverrar
sjálfstæðrar þjóðar. Það gengur
ekki að ætla að velta kostnaði Há-
skólans yfir á nemendur. Margir
telja einnig, að ef skólagjöld væru
tekin upp mundi ríkið draga úr fjár-
framlögum til Háskólans, þannig að
skólinn stæði í sömu sporum eftir
sem áður. Vissulega er hætta á því.
Krafan er: Engin skólagjöld við Há-
skóla Íslands.
Jafnaðarmenn á móti
skólagjöldum
Björgvin Guðmundsson skrifar
um skólamál ’Löggjafi og ríkisvaldverða að tryggja Há-
skóla Íslands nægilegt
fjármagn.‘
Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Í UMRÆÐUNNI um upptöku
skólagjalda Háskóla Íslands hefur
borið á góma að þau séu vel til þess
fallin að auka kostnaðarvitund há-
skólanema á sama
tíma og þau bæti að-
stöðu til náms. Hafa
þeir sem hallir eru á
þessar hugmyndir tal-
að um að best sé að
hver og einn kosti sitt
nám.
Undirritaðir gera
sér grein fyrir að ein-
vörðungu stendur til
að biðja um heimild
fyrir skólagjöldum.
Þegar heimildin er
komin í gegn mun rík-
isstjórnin minnka
framlagið til Háskóla
Íslands, eins og raunin
hefur verið í erlendis,
og er Háskólaráð þá í
þeirri aðstöðu að
skólagjöld eru eina
lausnin. Er rík-
isstjórnin að varpa
ábyrgðinni á Há-
skólaráð þegar til
kastanna kemur?
Kostnaðarvitund
námsmanna
Í umræðunni um
kostnaðarvitund er
stúdentum stillt upp
sem þjóðfélagshópi
sem sólundar pen-
ingum skattborgara,
hópur sem er byrði á
samfélaginu. Það er út í
hött. Stúdentar gera
sér fyllilega ljóst að
námið er ekki gefins.
Lánakerfi LÍN er
þannig sniðið að ekki er hægt að fá
greitt út lán nema ákveðnar kröfur
um námsárangur séu uppfylltar. Þeir
námsmenn sem ekki uppfylla þær
kröfur og hafa lifað önnina á yf-
irdráttarheimild frá bankanum þurfa
einfaldlega að greiða hana eins og
hvert annað lán. Einnig gerir Fé-
lagsstofnun stúdenta, sem rekur
stúdentagarða, kröfur um lágmarks-
námsárangur. Þetta fyrirkomulag er
nægur hvati til þess að fólk sinni
náminu.
Reynslan innanlands
Listaháskóli Íslands fékk heimild til
þess að rukka inn skólagjöld árið
1999–2000 og var árgjaldið í upphafi
36.000 kr. Þróun mála hefur verið
hröð á þeim bæ og ekki sér fyrir end-
ann á henni. Meðfylgjandi tafla talar
sínu máli.
Kennsluár Upphæð
1999–2000 36.000 kr.
2000–2001 72.000 kr.
2001–2002 84.000 kr.
2002–2003 96.000 kr.
2003-2004 120.000 kr.
2004–2005 165.000 kr.
Sömu sögu er að segja af Háskól-
anum í Reykjavík, þar hafa skóla-
gjöldin hækkað úr 55.000 kr. frá vor-
önn 2000 upp í 99.000 kr. á
næstkomandi önn, vorið 2004.
Er þetta sú þróun sem stúdentar
við Háskóla Íslands mega búast við?
Ef svo er þá er það ógnvænlegt, sér-
staklega í ljósi þess að ekki hefur ver-
ið rætt um neina hámarksupphæð.
Reynslan að utan
Í Englandi hafa skólagjöld mælst illa
fyrir og námsmenn yfirleitt verið
mjög ósáttir. Skólarnir hafa ekki
leyst fjárhagsvanda sinn heldur yf-
irfært hann að hluta til á breska
námsmenn. Í skýrslu eftir hagfræð-
ingana David Greenaway og Michelle
Haynes, sem út kom í tengslum við
umræðuna um skólagjöld í Englandi,
fékk enska skólakerfið falleinkunn
fyrir félagslega jöfnun, skuldasöfnun
stúdenta hefur stóraukist og náms-
sókn fátækari nemenda hefur minnk-
að.
Það hefur sýnt sig í Englandi og
Kanada að samhliða auknum skóla-
gjöldum við háskóla hafa framlög frá
ríkinu lækkað, skólarnir virðast ekki
hafa leyst fjárhagsvanda sinn með
slíku fyrirkomulagi.
Er þetta kannski raunin í dæm-
unum hér að ofan frá Listaháskól-
anum og HR? Eru
stjórnvöld að firra sig
ábyrgð og velta þung-
anum yfir á námsmenn?
Hagsmunir hvers?
Ljóst er að háskólapróf
úr hinum ýmsu deildum
eru misarðbær fjárfest-
ing fyrir þá einstaklinga
sem námið stunda. Tök-
um hjúkrunarfræði sem
dæmi um nám sem sam-
félagið nýtur góðs af en
fjárhagslega lítill hvati
er til að læra. Sá hvati
væri enn minni ef skóla-
gjöld væru til staðar. Er
hjúkrunarfræði þá nám
sem samfélagið kemst af
án? Íslenskudeild Há-
skóla Íslands býður ekki
upp á sérlega góðar fjár-
festingar til skamms
tíma en ljóst er að að
hún er ein af styrkustu
stoðum íslensks menn-
ingararfs. Það sama á
við um fjöldamörg fög
t.d. heimspeki, mann-
fræði, uppeldisfræði og
guðfræði.
Háskóli Íslands er
öflugasta fræðasetur
landsins og sennilega sá
skóli sem fellur best
undir skilgreininguna
rannsóknaháskóli. Með
skólagjöldum er hætt
við að doktors- og mast-
ers-nemar leiti í aukn-
um mæli til erlendra há-
skóla. Með því myndi staða HÍ sem
rannsóknaháskóla veikjast og um
leið verðmæti prófgráða þeirra sem
þaðan útskrifast. Mun upptaka skóla-
gjalda fæla íslenskt fræðafólk til út-
landa?
Ísland best í heimi?
Ísland er gjarnan nefnt í sömu andrá
og hin Norðurlöndin sem þekkt eru
fyrir mikið og metnaðarfullt mennta-
starf. Munurinn á okkur og frændum
vorum er sá að þar er 1,2–1,7% af
landsframleiðslu veitt til menntamála
meðan Íslendingar sætta sig við
0,8%. Með þessar upplýsingar í huga
kemur ekki á óvart að hlutfall þeirra
sem lokið hafa háskólanámi þar er
töluvert hærra en hérlendis og það
sama má segja um menntun á fram-
haldsskólastigi.
Gæti verið að fjárskort Háskólans
megi rekja til þessarar metn-
aðarlausu stefnu stjórnvalda? Er rót
vandans fólgin í röngum áherslum?
Hafa stjórnvöld hugleitt samband
hagvaxtar og menntastigs? Þorvald-
ur Gylfason, prófessor í hagfræði,
hefur leitt líkur að því að aukning
framhaldsskólasóknar hafi jákvæð
áhrif á hagvöxt. Gera má ráð fyrir að
hið sama gildi um aðsókn í háskóla.
Er menntamálaráðherra ósam-
mála Þorvaldi?
Að endingu
Með ofantalin atriði í huga sjáum við
ekki að HÍ muni verða neinu bættari
með tilkomu skólagjalda. Við skorum
því á menntamálaráðherra að svara
spurningum okkar hið fyrsta.
Klausa til háskólaráðs
Okkur þykir ákvörðun um tímasetn-
ingu lokafundarins, þar sem Há-
skólaráð sker úr um skólagjalda-
málið, einkennast af gunguskap. Það
að fresta ákvörðuninni fram í prófa-
tíð háskólasamfélagsins gerir stjórn-
völdum kleift að lauma málinu í gegn
án þess að stúdentar fái rönd við
reist. Þetta er eins og að sparka í
liggjandi mann.
Bréf til mennta-
málaráðherra
Baldur Jóhannesson og Freyr
Björnsson skrifa um skólagjöld
Baldur Jóhannesson
’Lánakerfi LÍNer þannig sniðið
að ekki er hægt
að fá greitt út
lán nema
ákveðnar kröfur
um náms-
árangur séu
uppfylltar. ‘
Greinarhöfundar eru báðir nemendur
við Háskóla Íslands.
Freyr Björnsson
ÞRIÐJUDAGINN 13. apríl
skrifar formaður Útivistar Árni Jó-
hannsson grein í Mbl. og svarar
þar grein Árna Alfreðssonar frá 7.
apríl um hraðbraut inn
á Þórsmörk. Hvor
tveggja ágætis grein.
Hraðbraut í Þórsmörk
er nefnilega óskiljanleg
með öllu og lítt skilj-
anlegur vilji manna að
sjá þangað streyma
bíla með farþega inn-
anborðs sem eru bara
á rúntinum og hafa
e.t.v. engan sérstakan
áhuga á svæðinu. Það
mun draga úr þeirri
stemningu sem ríkir í
Þórsmörk.
Mér verður hugsað til ferðar
minnar s.l. sumar að Kárahnjúkum.
Þangað liggur nú heilsársvegur
sem er vel fær öllum bílum. Þegar
ég stóð á útsýnispalli sem þar er
og virti fyrir mér framkvæmda-
svæðið og náttúrfarið í kring
renndu þar að bílar í gríð og erg,
út ultu börn og fullorðnir með ís og
pylsur og ég fékk þá tilfinningu
eitt augnablik að ég væri staddur í
Disney-landi Íslands, Kárahnjúka-
landi sem allir verða skoða áður en
það fer á kaf. Látum þá vegargerð
þó eiga sig þar sem vegurinn þang-
að er nýttur vegna þeirra fram-
kvæmda sem þar eiga sér stað. En
megi Guð hjálpa okkur frá því að
gera Þórsmörk að
þess háttar traff-
íkstað og sýning-
argrip.
Það sem vakti
hinsvegar furðu mína
við lestur grein-
arinnar eftir nafna
minn Jóhannsson er
að svo virðist sem að
enginn kannist við
krógann – Þórsmerk-
urrúntinn. Enginn
þingmaður, starfs-
menn Vegagerð-
arinnar eða aðrir
ráðamenn kannast við að hafa út-
hlutað 50 milljónum í veg sem eng-
inn kærir sig um. Því lýsi ég því
hér með yfir að þessar 50 milljónir
eru hjartanlega velkomnar í vega-
gerð á Norðausturlandi, n.t.t. í Öx-
arfjörð í Norður-Þingeyjarsýslu.
Þar er mikil þörf á nútíma vegum
með bundnu slitlagi og velkomið sé
ferðafólkið að skoða og kaupa sér
ís og pylsur. Í dag er dræmt útlit
fyrir að þorpið Kópasker komist í
gott vegasamband við umheiminn
og öðlist sömu möguleika og marg-
ir aðrir þéttbýlisstaðir á landinu að
bjóða ferðamönnum heim án þess
um slæman malarveg þurfi að fara.
Okkur vantar 230 milljónir til að
hægt sé að ljúka lagningu bundins
slitlags á Kópasker frá viðmið-
unarpunktinum Reykjavík, en að-
eins eru um 11,6 km eftir mal-
arvegi af þeim 579 km sem þangað
eru. Ekki má samt skilja þetta svo
að aðrir vegir hér séu lagðir
bundnu slitlagi. Því fer fjarri, en
hinsvegar vantar ekki mikið upp á
að koma Kópaskeri í viðunandi
vegsamband. Heldur má ekki skilja
orð mín sem svo að ég telji þessum
50 milljónum ofaukið á Suðurlandi.
Alls ekki. Ef þær eru hinsvegar
„munaðarlausar“ er ég viss um að
gott „heimili“ býðst á Norðaust-
urlandi.
Til að „útúrstaðir“ – (miðað við
Pósthússtræti 101 Reykjavík) eigi
að hafa möguleika á upbyggingu í
ferðaþjónustu verður af hafa að-
alvegi í lagi því að í augum margra
er slæmur vegur næg ástæða til að
ekki sé lögð leið á fallegan stað og
um margt merkilegan. Staðreyndin
er nefnilega sú að nýir og fallegir
bílar eiga fátt sameiginlegt með
forugum malarvegum sem eru far-
artálmar þótt leiðin sé stutt. Fyrst
þegar almennir þjóðvegir eru
komnir í samt lag er rétt að athuga
með gerð hraðbrauta á heiðum og
ferðamannavega utan byggðar.
Hraðbraut á Kópasker
Elvar Árni Lund fjallar um
hraðbrautir á Íslandi ’Það vantar ekki mikiðupp á að koma Kópa-
skeri í viðunandi vega-
samband.‘
Elvar Árni Lund
Höfundur er sveitarstjóri í Öxarfjarð-
arhreppi.