Morgunblaðið - 19.04.2004, Side 23
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 23
Minningarkort
Minningar- og
styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
.
1
2
7
0
.9
7
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
október 1972, ferðuðumst við Sigríð-
ur í fyrsta sinn saman til Austfjarða,
en þangað áttum við eftir að fara aft-
ur og hún að fræða mig um æskuslóð-
ir sínar og feðra okkar. Ofarlega í
minningunni er einnig ferð sem við
fórum saman til Danmerkur til að
hitta ættingja þar, svo og heimsókn
Sigríðar til mín og fjölskyldunnar um
páska 1983, en þá vorum við búsett í
London, og þá ferðuðumst við tölu-
vert um Suður-England. Þessi ferð
var henni kærkomin hvíld og tilbreyt-
ing því Karl hafði látist í desember ár-
ið áður, eftir meira en 10 ára heilsu-
leysi og hafði hún annast hann heima
allan þann tíma, með smá hléum
vegna svokallaðra hvíldarinnlagna.
Benedikt, manni mínum, var mjög
vel tekið á heimili þeirra hjóna og
dætur okkar eiga af þeim og heimili
þeirra góðar minningar, sérstaklega í
tengslum við upphaf jólahalds, þar
sem við höfðum þann sið að heim-
sækja þau á Þorláksmessu ár hvert
og fengum þá sérstakar móttökur.
Við þökkum góðar minningar og öll
sendum við afkomendum samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Sigríðar Vil-
hjálmsdóttur.
Edda Hermannsdóttir.
Kveðja frá
Thorvaldsensfélaginu
Traust og góð félagskona er nú
kvödd. Sigríður gekk í Thorvaldsens-
félagið árið 1961 og vann félaginu sínu
vel. Hún var gjöful á tíma sinn og átti
alltaf lausa stund er bregðast þurfti
við. Um tíma hafði hún umsjón með
rekstri Thorvaldsensbasarsins og átti
í fjölmörg ár sína föstu starfsdaga
þar. Sigríður var glaðsinna og ljúf í
viðmóti og félagskonur nutu þess að
vinna með henni. Margt annað starf-
aði hún fyrir félagið er laut að fjár-
öflun og félagsmálum. Nú seinni árin
spurði hún alltaf frétta af starfsemi
félagsins og bað fyrir kveðjur og núna
í byrjun aprílmánaðar bað hún síðast
fyrir kveðju til félagskvenna.
Thorvaldsensfélagið á Sigríði mikið
að þakka, góð störf, tryggð og hlýhug
í yfir 40 ár og við félagskonur minn-
umst hennar með þakklæti og virð-
ingu.
✝ Svavar Kristins-son fæddist á
Siglufirði 28. mars
1923. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Siglufjarðar 8. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Kristinn Björnsson,
gull- og silfursmið-
ur, f. 19. apríl 1879,
d. 6. desember 1952,
og Ragnheiður Jó-
hanna Jónsdóttir bú-
stýra, f. 17. desem-
ber 1884, d. 17.
janúar 1969.
Systkini Svavars voru: Guðrún
Jónína Ólöf Kristinsdóttir,
verkakona á Siglufirði, f. 5. maí
1909, d. 8. desember 1992, og Jón
Sveinsson Kristinsson, gullsmið-
ur á Siglufirði, f. 31. desember
1924, d. 5. apríl 1955. Guðrún var
ógift. Jón var kvæntur Guð-
mundu Júlíusdóttur, f. 12. mars
1922, d. 7. september 1995, börn
þeirra: Júlíus, f. 3. febrúar 1951,
Jóhann, f. 1. júní 1952, Jónína
Kristín, f. 12. nóvember 1955.
Fyrir átti Guðmunda Hafdísi
Ólafsson, f. 13. mars
1942.
Svavar var
ókvæntur og barn-
laus. Hann lærði úr-
smíði hjá Bjarna
Jónssyni úrsmið á
Akureyri og lauk
prófi frá Iðnskólan-
um á Akureyri 1946.
Fyrsta árið starfaði
hann hjá læriföður
sínum og einnig á
Siglufirði þar sem
hann hafði verk-
stæði ásamt föður
sínum og bróður en
þeir voru báðir gullsmiðir. Eftir
það var hann á Siglufirði þar sem
þeir ráku úra- og gullsmíðaverk-
stæði ásamt verslun. Eftir fráfall
þeirra, eða frá 1955, var Svavar
einn með úrsmíðaverkstæði og
verslun til ársins 1998.
Svavar var til heimilis á
Hvanneyrarbraut 50 á Siglufirði,
en síðustu árin dvaldi hann á
Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar.
Útför Svavars verður gerð frá
Siglufjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Látinn er á Siglufirði frændi
minn Svavar Kristinsson úrsmiður.
Við andlát hans leitar hugurinn
aftur og rifjast þá upp veiði- og
berjaferðir inn í Fljót og fram í
fjörð eins og það er kallað á Siglu-
firði. En á göngu frammi í firði átti
Svavar margar sínar bestu stundir
og ef hann varð þreyttur lagði hann
sig bara í grasið og dottaði smá
stund og safnaði kröftum, kom svo
eins og nýr maður til baka eftir góð-
an dag.
Hann átti VW Bjöllu og fékk ég
ungur að sitja undir stýri fram á
gamla flugvelli en lögð var áhersla á
að fara gætilega svo ekkert kæmi
nú fyrir.
Það var gaman að fara til hans
niður á verkstæði og fylgjast með
og jafnvel að taka þátt í viðgerðum
á úrum, skipta um rafhlöður og ólar,
gera box og kassa undir úr og skart-
gripi eða sendast eitthvað fyrir
hann. Þegar maður fór frá honum
var maður oft með pening eða
nammi í vasanum að launum.
Nú árin liðu og ég fluttist frá
Siglufirði, stofnaði fjölskyldu og
eignaðist tvær dætur. Þær áttu
margar góðar stundir með honum
því hann var alltaf til í að spila og
leika við þær og ekki skemmdi nú að
hann átti alltaf gos, kex og nammi.
Þetta eru mjög eftirminnilegar
stundir fyrir þær því ekki vantaði
hann þolinmæðina.
Þegar við fjölskyldan komum til
Siglufjarðar var yfirleitt farinn bíl-
túr fram í fjörð og út í gat. Ég man
eftir ferðum yfir Skarðið og rifjaði
hann upp ýmsar sögur frá því hann
var ungur. Áður en bíltúrnum lauk
var oft keyptur ís en það var í miklu
uppáhaldi hjá honum. Það er svo
gott að fá sér bíltúr og ís sagði hann
þegar við fórum nú síðasta haust í
bíltúr og áttum góða kvöldstund
saman.
Nú seinni árin talaði hann mjög
mikið um fyrirhuguð jarðgöng milli
Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Sá
hann þar mikla möguleika og ég
held að ein af hans heitari óskum
hafi verið að upplifa að byrjað yrði á
þeim áður en dagar hans yrðu tald-
ir, að ég tali nú ekki um að hann
næði að fara í gegnum göngin. Það
var honum mikið kappsmál að þetta
verkefni yrði að veruleika.
Það var mjög gaman að vera í
kringum Svavar því hann var mikill
húmoristi, það var sjálfsagt eigin-
leiki sem margir urðu ekki vitni að,
því hann virtist mörgum örugglega
dulur en í samvistum við okkur sem
þekktum hann lék hann á als oddi.
Það háði honum mikið í mörg ár hve
lélega sjón hann hafði og oft þekkti
hann fólk ekki á götu fyrr en hann
var kominn alveg upp að því. Sjálf-
sagt hefur hann gengið fram hjá
fólki án þess að heilsa en það var
örugglega ekki af því að hann vildi
ekki tala við það heldur sá hann það
einfaldlega ekki. Margar ferðir
voru farnar til Akureyrar til augn-
læknis og var þá alltaf farið í heim-
sókn til úrsmiðanna hér í bæ, því
hann hafði gaman af því að skoða
úrvalið hjá þeim og spjalla við þá.
En fyrir um það bil tveimur árum
kom hann hingað til Akureyrar og
fór í augnaðgerð sem breytti miklu
fyrir hann. Þá var hann hjá okkur í
nokkra daga á eftir meðan hann var
að jafna sig. Það var mjög gaman að
upplifa það með honum að geta
fylgst með sjónvarpi og séð um-
hverfið í nýju ljósi. Hann var mjög
ánægður með árangurinn og sagði
að þetta væri sér mikils virði.
Um daginn sagði hann við móður
mína að nú væri hann orðinn þreytt-
ur og virtist vera tilbúinn að kveðja
þetta líf. Hans síðustu orð um há-
degisbil daginn sem hann lést:
„Takk, þetta er orðið gott,“ eru að
mörgu leyti einkennandi fyrir hann.
Hann hlaut hægt andlát seinna um
daginn haldandi í hönd móður minn-
ar. En hann hélt oft í hönd hennar
þegar hún var að hefja sitt líf, það
var þeim báðum mikils virði.
Góða ferð, kæri frændi, og takk
fyrir mig,
Jón Kristinn Sigurðsson.
Svavar var frændi okkar sem bjó
á Siglufirði, hann var alltaf svo góð-
ur við okkur og bara yndislegur
maður. Á hverjum degi þegar við
fórum til Siglufjarðar þegar hann
var ekki á sjúkrahúsinu fórum við í
heimsókn til Svavars að spila ólsen
ólsen eða löngu vitleysu. Honum
fannst það mjög gaman. Á meðan
önnur okkar var að spila var hin að
lita í litabók eða púsla. Það var allt-
af gaman að vera hjá Svavari, við
fengum alltaf gos og kex hjá honum.
Það er erfitt fyrir okkur að taka því
að hann Svavar gamli sé dáinn, því
það var svona fastur liður þegar
maður fór á Sigló að fara í heimsókn
til hans en núna verður það ekki oft-
ar. Núna líður honum mjög vel á
himnum hjá öllum góðu englunum
og er ekkert veikur lengur. Guð tek-
ur eflaust vel á móti honum vegna
þess að hann var svo góður maður.
Okkur þótti mjög vænt um hann og
munum aldrei gleyma honum.
Hér eru tvær bænir til hans:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson)
Vertu, Guð faðir, faðir minn
Í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pét.)
Kveðja.
Karen Sif og Guðrún Jónína
Jónsdætur.
Kveðja frá
Úrsmiðafélagi Íslands
Hógvær og tryggur félagi okkar í
Úrsmiðafélagi Íslands, Svavar
Kristinsson, er nú fallinn frá eftir
farsælan starfsferil á æskustöðvum
sínum á Siglufirði. Svavar var fædd-
ur á fyrri hluta síðustu aldar sem ól
af sér fagrar hugsjónir sem blönd-
uðust síðan draumum nýrrar aldar
um öflugar framfarir í atvinnu-
menningu þjóðarinnar. Trú á fram-
tíðina og hugdirfska nýrrar aldar
veittu lífi og þjóðmenningu svipmót
sitt og ólu af sér hræringar og vöxt.
Úti í hinum stóra heimi er iðnsagan
löng og stórbrotin. Hér á Íslandi
fékk sú saga þó vart byr undir
vængi sína fyrr en með þeim fram-
förum sem urðu við dagsbrún síð-
ustu aldar.
Af þessari kynslóð var Svavar
Kristinsson. Hann fæddist á fyrri
hluta aldar og kveður nú heiminn
þegar röðull nýrrar aldar er að rísa,
sem enn sem fyrr ber með sér nýja
drauma og vonir þjóð og menningu
til heilla og farsældar. Svavar
mundi því tímana tvenna og upplifði
í reynd eitt mesta framfara- og um-
rótsskeið í sögu lands og þjóðar á
hraðfleygri öld. Grunnlögmál iðn-
greinar okkar hafa staðið óhögguð
mjög lengi, en samt hafa átt sér stað
svo umfangsmiklar breytingar og
framfarir innan greinarinnar um
daga Svavars að jafnvel afrakstur
aldanna mörgu á undan eru aðeins
sem daggardropi.
Dagur er að kvöldi kominn. Við
kveðjum mann sem var sannur fag-
maður og stétt okkar til sóma. Hon-
um var mikið í mun að viðskiptavin-
ir hans færu sáttir á braut af hans
fundi og að hann gæti sjálfur haft
góða samvisku gagnvart þeim verk-
efnum sem honum var trúað fyrir.
Lífið er reynsluganga og sáning-
artími. Það varðar miklu að stefnan
á lífsleiðinni sé heilsteypt og að sá
akur, sem sáð er í sé frjór og gefi af
sér þroskaðan ávöxt. Til að svo megi
verða varðar miklu að búa yfir hóg-
værð og vera heilsteyptur og um-
hyggjusamur fyrir því sem manni
hefur verið trúað fyrir, en yfir þeim
kostum bjó Svavar alla tíð í ríkum
mæli.
Nú þegar komið er að skilnaðar-
stundu þökkum við fyrir líf og sam-
fylgd í trausti þess að ljóðhending
Einars Benediktssonar reynist
sönn og rætist á Svavari:
Með tryggð til máls og manna
á mátt hins góða og sanna
þú trúðir traust og fast.
Hér er nú starfsins endi.
Í æðri stjórnar hendi
er það, sem heitt í hug þú barst.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
F.h. Úrsmiðafélags Íslands
Bogi Karlsson.
SVAVAR
KRISTINSSON
hún og afi yrðu saman á ný. Þín verð-
ur sárlega saknað.
Jóna Kristín, Hilda Elisabeth,
Rósa Matthildur.
Það var alltaf gott að koma í heim-
sókn til Jónu ömmu á Hrafnistu.
Amma var svo góð og vorum við dug-
leg að faðma hana, því henni fannst
það svo gott. Amma átti alltaf nammi í
skápnum handa okkur. Núna er
amma orðin engill og komin til himna-
ríkis til Gunnars afa.
Guttormur og Helga Rós.
Kveðja frá Inner Wheel klúbbi
Hafnarfjarðar
Látin er á Hrafnistu í Hafnarfirði
Jóna Kristín Ámundadóttir, ekkja
Gunnars Á. Hjaltasonar, Rotary-
manns til margra ára. Var Gunnar
einnig landskunnur listamaður.
Hún var ein af stofnfélögum Inner
Wheel klúbbs Hafnarfjarðar sem er
sjálfstæður félagsskapur eiginkvenna
Rotarymanna.
Það þarf bæði áhuga og dugnað til
að koma slíkum félagsskap af stað, en
margar hendur vinna gott verk og
það gekk vel. Jóna tók þátt í því af
áhuga og ræktarsemi allan þann tíma
sem hún hafði heilsu og tækifæri til.
Höfum við Inner Wheel konur not-
ið ýmissar fræðslu og ómældrar
ánægju á vegum klúbbsins okkar í
næstum þrjá áratugi.
Jóna var kjörin heiðursfélagi hjá
Inner Wheel árið 2001.
Við félagar hennar þökkum af al-
hug störf hennar, fyrir að hafa notið
vináttu hennar á liðnum árum og fyrir
að hafa getað átt með henni góðar
stundir þó heilsa hennar væri farin að
bila. Fjölskyldu hennar biðjum við
blessunar og minnumst þess að góðar
minningar eru fjársjóður til framtíð-
ar.
Blessuð sé minning hennar.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Patreksfirði,
sem lést á heimili sínu, Grundarhúsum 1,
Reykjavík, 11. apríl s.l., verður jarðsungin frá
Grensáskirkju miðvikudaginn 21. apríl kl. 15.
Ingibjörg Guðrúnardóttir, Gunnlaugur Jónsson,
Páll Ingibergsson,
börn og barnabörn.
Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÚN GUÐBJÖRNSDÓTTIR
Dúa,
Sörlaskjóli 60,
lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn
17. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðbjörn Guðjónsson,
Margrét Valdimarsdóttir, Sigurjón Yngvason,
Steinunn Valdimarsdóttir, Steingrímur Dagbjartsson,
Þorbjörg Valdimarsdóttir, Þorsteinn Þorvaldsson,
Unnur Valdimarsdóttir, Eyþór Benediktsson,
barnabörn og barnabarnabörn.