Morgunblaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 33
Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12
og kl. 17.30 í neðri safnaðarsal.
Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk
kl. 20.
Laugarneskirkja. Opinn 12 sporafund-
ur kl. 18 í safnaðarheimilinu. Bjarni
Karlsson fjallar um 11. sporið. Allt fólk
velkomið sem vill kynnast „Vinum í
bata“. Umsjón hefur Arnheiður Magn-
úsdóttir.
Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.40. Sögur,
söngur, leikir og föndur. Uppl. og skrán-
ing í síma 511 1560. TTT-starf kl.
16.30. Starf fyrir 10–12 ára börn. Leik-
ir, ferðir o.fl.
Árbæjarkirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN
– starf með sjö til níu ára börnum í safn-
aðarheimili kirkjunnar.
Fella- og Hólakirkja. Mánudaginn 19.
apríl verður farin vorferð með eldri borg-
ara til Skálholts og að Sólheimum. Lagt
af stað frá kirkjunni kl. 10 og komið til
baka um kl. 17. Stúlknastarf fyrir 11–
12 ára kl. 16.30. Æskulýðsstarf fyrir
unglinga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20–22.
Umsjón Stefán Már Gunnlaugsson.
Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur á
aldrinum 9–12 ára kl. 17.30–18.30.
Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl. 17.30–
18.30 fyrir 7–9 ára. TTT (10–12 ára) í
Engjaskóla kl. 18.30–19.30.
Seljakirkja. KFUK 9–12 ára kl. 17.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir
16 ára og eldri kl. 20–22.
Ástjarnarsókn. Ponzý (unglingastarf
ætlað árg. 1990 og upp úr) á mánudög-
um kl. 20–22.
Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar,
Kirkjukrakkar, er í Varmárskóla. Bæna-
stund kl. 19.45. Al-anon fundur kl. 21.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
17.30 æskulýðsstarf fatlaðra, eldri
hópur. Helgistund og gott samfélag.
Hulda Líney Magnúsdóttir æskulýðs-
fulltrúi og sr. Þorvaldur Víðisson. Kl.
19.30 nærhópur. Lokaður hópur, auka-
samvera og spjall í safnaðarheimili
Landakirkju.
Þorlákskirkja. Biblíufræðsla kl. 20.
Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30–
16.30.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15
heimilasamband. Allar konur velkomn-
ar. Kl. 17 Örkin hans Nóa, fyrir 1., 2. og
3. bekk. Kl. 18 KK fyrir 4. og 5. bekk.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Kl. 20
bænastund. Beðið fyrir öllum innsend-
um bænarefnum.
Safnaðarstarf
Suður spilar fjóra spaða
og stendur frammi fyrir
hittingi í öðrum slag. Settu
þig í hans spor:
Austur gefur; AV á
hættu.
Norður
♠Á965
♥K752
♦K4
♣ÁD3
Suður
♠KDG10742
♥4
♦G105
♣52
Vestur Norður Austur Suður
-- -- Pass 3 spaðar
Pass 4 spaðar Pass Pass
Pass
Útspil vesturs er hjarta-
gosi. Sagnhafi dúkkar og
vestur á slaginn. En hann
spilar ekki hjarta áfram
heldur litlum tígli. Hvað
myndi lesandinn gera –
hleypa á gosann eða stinga
upp kóng?
Vestur er góður spilari
og gæti átt hvort heldur ás
eða drottningu. Svo þetta
er ágiskun. En ágiskun er
af ýmsum toga. Stundum
er hún blind og stundum
má finna gild rök fyrir
henni. Svo er til ágiskun
þar sem maður vinnur þótt
maður tapi! Þetta spil er
af þeim toga. Suður á að
fara upp með kónginn.
Hann veit ekki hvorum
megin ásinn er, en honum
er rétt sama.
Norður
♠Á965
♥K752
♦K4
♣ÁD3
Vestur Austur
♠-- ♠83
♥G1083 ♥ÁD95
♦Á872 ♦D963
♣G9874 ♣K106
Suður
♠KDG10742
♥4
♦G105
♣52
Ef austur reynist eiga
ásinn í tígli getur hann
ekki verið með laufkóng-
inn líka, því varla hefði
hann passað í byrjun með
ÁD í hjarta, tígulás og
laufkóng.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
Nýkomin sending
af englamyndum
á striga.
Verð frá kr. 800
ENGLAMYNDIR
Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • OPIÐ kl. 11-18 og Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • OPIÐ kl. 13-18.
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. g4
a6 7. g5 Rfd7 8. Be3 b5 9.
a3 Rb6 10. Dg4 R8d7 11. f4
Bb7 12. 0-0-0 Hc8 13. g6
hxg6
Staðan kom upp á meist-
aramóti Pétursborgar sem
lauk fyrir skömmu. Sergey
Solovjov (2.426) hafði hvítt
gegn Maxim Matlakov
(2.346). 14. Rxe6! fxe6 15.
Dxg6+ Ke7 16. e5! De8
svartur hefði ekki heldur
ráðið við hvítu sóknina eftir
16... d5 17. f5.
17. exd6+
Kd8 18. Dg5+
Rf6 19.
Bxb6+ hvítur
vinnur nú
manninn til
baka og held-
ur sókn sinni
áfram. 19...
Kd7 20. Bg2
Bxg2 21.
Dxg2 Hc6 22.
Bd4 Dh5 23.
Be5 Rg4 24.
Dg1 Rxe5 25.
Da7+ Kd8 26.
Db8+ Kd7 27.
Db7+ Kd8 28.
fxe5 og svartur gafst upp.
Lokastaða mótsins varð
þessi: 1.–2. Valery Loginov
(2.516) og Valery Popov
(2.580) 7 vinninga af 11
mögulegum. 3.4. Aleksei
Lugovoi (2.554) og Vasily
Yemelin (2.578) 6 v. 5.–7.
Sergey Solovjov (2.426),
Sergey Ionov (2.538) og
Denis Yevseev (2.580) 5½ v.
8.–9. Sergey Klimov (2.520)
og Maxim Matlakov (2.346)
4½ v. 10. Genrikh Chepuka-
itis (2.413) 2½ v. 11. Denis
Feofanov (2.281) 1 v. Tafl-
félagið Hellir heldur eitt af
sínum atkvöldum í dag og
hefst það kl. 20.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 33
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert vel gefin/n og ábyrg/
ur og vilt hafa stjórn á hlut-
unum í kringum þig. Þú hef-
ur alla burði til að ná langt í
lífinu en uppskerð oft árang-
ur erfiðis þíns seint á lífsleið-
inni. Nánustu sambönd þín
verða í brennidepli á árinu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ættir að nota daginn til að
huga að því hvernig þú getir
bætt útlit þitt. Gerðu það að
markmiði þínu að sýna öðrum
þínar bestu hliðar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þótt þú sért ekki endilega trú-
rækinn ertu trúuð/trúaður í
hjarta þínu og kannt að meta
fegurð lífsins.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú þarft á mikilli tilbreytingu
og örvun að halda. Til að eign-
ast nýja vini þarftu fyrst og
fremst að sýna öðrum vin-
semd.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Notaðu daginn til að líta yfir
farinn veg og spyrja sjálfa/n
þig að því hvort þú viljir halda
áfram á þeirri braut sem þú
hefur verið á eða halda út á
nýja braut í lífinu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert úrræðagóð/ur og átt
auðvelt með að finna not fyrir
hlutina.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er mikilvægt að nota þau
tækifæri sem við fáum og þann
auð sem við höfum aðgang að á
sem skynsamlegstan hátt.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú hefur gott tækifæri til þess
að skoða samskipti þín við
aðra. Spurðu sjálfa/n þig að því
hvort þú stofnir til deilna af
litlu sem engu tilefni. Finn-
urðu til samkenndar með fólk-
inu í kringum þig? Reyndu að
opna þig fyrir umhverfi þínu.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Gefðu þér tíma til að bæta
vinnuvenjur þínar. Ef þú hefur
gaman af vinnunni þarftu aldr-
ei að láta þig hafa það að fara í
vinnuna heldur gerirðu það
með glöðu geði.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú leggur hart að þér bæði í
leik og starfi. Gleymdu ekki að
gefa þér tíma til að njóta þess
sem þú ert að gera.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það skiptir þig miklu máli að
finna til öryggiskenndar. Leit-
aðu leiða til að bæta líðan þína
inni á heimilinu og til að ýta
undir gleði og hamingju innan
fjölskyldunnar
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú munt verða í óvenjumiklum
samskiptum við aðra næstu
sex vikurnar. Þér finnst þú
hafa eitthvað að segja og þetta
er rétti tíminn til þess.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú þarft að vita hvað þú vilt áð-
ur en þú reynir að höndla það.
Spurðu sjálfa/n þig að því
hvort þú vitir í raun hvað það
er sem þú vilt. Hvað er það
sem mun veita þér hamingju?
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
FERÐBÚINN
Ég kom í þetta hús á horfnum morgni,
það hrynur senn.
Ég tók mér sjálfur sæti út í horni,
og sit þar enn.
Hver amast við þó erindi ég fresti,
það ei var brýnt?
Og ef ég bar með eitthvert veganesti,
þá er það týnt.
Ég hefi verið hússins eini gestur
í hálfa öld.
Nú stend ég upp og staulast áfram vestur.
Já, strax í kvöld.
Kristján frá Djúpalæk
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
60 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 19. apr-
íl, er sextug Finney Aníta
Finnbogadóttir, Gnitaheiði
8a, Kópavogi. Eiginmaður
hennar er Ólafur Ágúst
Theódórsson. Þau eru stödd
erlendis.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmæl-
isbarns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-1329,
eða sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Komdu bara, ég held
að þau séu með gesti.
Ég heyri að mamma er
að hella sér yfir pabba.
En þetta var ódýrasta
burðardýrið á mark-
aðnum!
MEÐ MORGUNKAFFINU
KIRKJUSTARF
Kyrrðarstundir verða í Graf-
arvogskirkju út maí alla miðviku-
daga í hádeginu kl. 12.
Fyrirbænir og altarisganga.
Séra Vigfús Þór Árnason, séra
Anna Sigríður Pálsdóttir, séra
Bjarni Þór Bjarnason og séra
Lena Rós Matthíasdóttir. Léttur
hádegisverður á vægu verði að
stund lokinni.
Morgunblaðið/Sverrir
Kyrrðarstundir í Grafarvogskirkju