Morgunblaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 35
EINTAK af þögulli kvikmynd frá árinu 1922 með Rudolph Valentino og Gloriu Swanson í aðal- hlutverkum, fannst í Hollandi á dögunum. Þar er um að ræða eina eintakið sem vitað er um af mynd- inni, sem nefnist Beyond the Rocks. Einnig er þetta eina myndin, sem þau Valentino og Swanson, tvær af skærustu kvikmynda- stjörnunum á þessum tíma, léku saman í, svo hér er um að ræða gríðarlega merkilegan fund. Að sögn Jan van den Brink, sagnfræðings hjá kvikmyndasafn- inu í Amsterdam var myndin í eigu kvikmyndasafnara í Haarlem en eftir dauða hans fékk safnið eigur hans í hendur. Brink sagði að safnarinn hefði óttast að mynd- inni yrði stolið, og því hafi hann komið spólunum fyrir á mismun- andi stöðum. „Við þurftum bók- staflega að opna um 2000 filmu- hylki til að komast að raun um hvað var í þeim.“ Beyond the Rocks var tutt- ugasta og fjórða myndin, sem Val- entino gerði en alls lék hann í þrjátíu og tveimur kvikmyndum. Hann lést árið 1926, aðeins þrjátíu og eins árs að aldri. Hollenska sjónvarpið sýndi í gær atriði úr myndinni þar sem Valentino sést bjarga Swanson frá drukknum. Myndin fjallar um konu, sem neyð- ist til að giftast sér eldri manni en verður ástfangin af Bracondale lá- varði, sem Valentino leikur. Mynd- in endar með því að eiginmaðurinn deyr og elskendurnir ná saman. Verið er að gera við myndina og er gert ráð fyrir að hún verði sýnd í fullri lengd á næsta ári, en texti hennar er á hollensku. Rudolph Valentino þótti gríðarlega þokkafullur ungur maður og olli dauði hans, fyrir aldur fram, mörgum ungum aðdáendum miklum harmi. Valentino heillar á ný MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 35 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www .regnboginn.is Sýnd kl. 6.Með íslensku tali Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á toppnum í USA! Upplifðu fyrsta stefnumótið...endalaust! Sýnd kl.8 og 10.15. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. (Píslarsaga Krists) HP. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Skonrokk Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta mynd allra tíma Vinsælasta myndin á Íslandi! Til að tryggja réttan dóm En það var einn sem sá við þeim... Eftir metsölubók John Grisham Með stórleikurunum John Cusack, Gene Hackman, Dustin Hoffman og Rachel Weisz Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Jimmy the Tulip er mættur aftur í hættulega fyndinni grínmynd! Kvikmyndir.is F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. „Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna“ Þ.Þ. Fbl. Sýnd kl. 4. Íslenskt tal.Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Jimmy the Tulip er mættur aftur í hættulega fyndinni grínmynd! Vinsælasta myndin á Íslandi! GRAND Rokk minnti helst á þungarokksklúbb í Prag á fimmtu- dagskvöldið. Kolniðamyrkur inni og úr hátölurum djöfullegur niður. Stemn- ingin róleg og „karlmannleg“, um 90% gesta síðhærðir og í svörtum hljóm- sveitabolum, merktum hljómsveitum eins og Darkthrone, Pain of Salvation, Pig Destroyer, Hatebreed o.s.frv. (fyr- ir utan einn blaðamann sem var í bláum „Finding Nemo“ bol). Semsagt, nær fullkomin umgjörð utan um það sem koma skyldi. Þetta var kvöld nettrar nostalgíu. Fyrir marga ábyggilega kærkomið frí frá harðkjarnarokkinu. Exhumed standa nefnilega föstum fótum í sí- gildu, hörðu þungarokki bæði að hætti „thrash“ sveita eins og fyrri tíma Testament og Exodus en einnig „grindcore“-goða eins og Carcass og ... já, eiginlega bara Carcass. Klæðaburð- ur og fas meðlima laut svipuðum lög- málum, forsöngvarinn hefði t.d. smell- passað inn í Kreator, ca. árið 1987! Einn af kostum Exhumed - og þeir eru nokkrir - er að þeir taka sig ekki of alvarlega. Það var hressandi gleði í bandinu sem smitaði út frá sér. Sviðs- framkoma mjög skemmtileg, sérstak- lega átti gítarleikarinn með mottu- hárið (sá sem var ber að ofan) litríka spretti.Það var líka snilld ð heyra tón- listina sem þeir félagar spiluðu í há- tölurunum áður en þeir stigu á svið. Hart rapp var það heillin og auðsætt að Exhumed-liðar hugsa út fyrir rammann, þrátt fyrir greinilega holl- ustu þeirra við sígilt þungarokk. Exhumed spila innyflarokk („gore- metal“) þar sem textar snúast um inn- yfli, blóð og viðlíka subbugang. Það mætti líka kalla þetta „splatterrokk“ og við erum að tala um lagatitla eins og „Dinnertime in the Morgue“, „Per- verse Innard Infestiation“ og „In the Name of Gore“. Já, og Exhumed þýð- ir að grafa upp lík. En höfum það á hreinu að þetta er allt undir hatti grallaragrínsins. Eins og svo oft með svona hluti þá voru meðlimir einstaklega kurteisir og buðu af sér góðan þokka. Það er merkilegt að þeir sem stunda dauða- rokk hvað harðast eru iðulega lág- mæltir séntilmenn. Þannig að það var ekkert verið að spýja blóði og enginn djöfulgangur heldur (þeim þörfum er hægt að fullnægja á kvikmyndinni Píslarsaga Krists. Þar erum við að tala um „gore“!). Exhumed hafa þróast á skemmti- legan hátt frá því að fyrsta platan, Gore Metal, kom út árið 1998. Sveitin hefur tekið stökk frá því að vera einnar mínútu, hratt og hrátt „grindcore“ band yfir í öllu margbrotnari sveit en lögin á nýjustu plötunni, Anatomy is Destiny, sem út kom í fyrra, eru eins- konar „mini-sinfóníur“ með miklum skiptingum og jafnan frábæru „grúví“. Áheyrendur fengu að kynnast báðum þessum hliðum á tónleikunum. Exhumed voru með „töltið“ á hreinu, þegar þeir læstu sig í „grúvið“ var engu líkara en hópur stóðhesta væri að brokka eftir skeiðvelli. Einnig er sveitin farin að reyna sig við tvígít- arleik að hætti Iron Maiden sem ein- mitt Carcass - frummynd sveitarinnar - tók traustatökum á síðustu tveimur plötum sínum, Heartwork og Swan- song. Allt í allt voru þetta fínir tónleikar, þó ekki stórkostlegir. Exhumed er kannski ekki allra frumlegasta sveitin í bransanum en er að gera sitt af heil- indum og fagmennsku. Sveitin er jafnframt vaxandi og það verður at- hyglisvert að fylgjast með þeim næstu misserin. „Gamli“ skólinn gat alltént labbað sáttur út í næturrökkr- ið að uppgreftri loknum. Í blóði og í anda Hljómleikar GRAND ROKK Exhumed Tónleikar með bandarísku innyflarokk- sveitinni Exhumed. Changer og For- garður helvítis hituðu upp. Fimmtudags- kvöldið 15. apríl 2004. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Árni Sæberg Sviðsframkoma Exhumed var hressandi. Tónlist Ævintýri Mahownys (Owning Mahowny) Drama Kanada 2003. Myndform VHS. Bönnuð innan 16 ára. (104 mín.) Leikstjórn Rich- ard Kwietniowski Aðalhlutverk Phillip Seymour Hoffman, Minnie Driver, John Hurt. ÞESSI ágæta kanadíska mynd byggist á sönnum atburðum og segir frá stærsta bankafjárdrætti sem einstaklingur hefur framið í kanadískri sögu. Hinn oftast nær magnaði Phillip Seymour Hoffman leikur bankastjór- ann Dan Mahow- ney sem sekkur svo djúpt í sýki spilafíknarinnar að hann neyðist til að draga sér svimandi háar fjárhæðir úr bank- anum án þess að nokkur taki eftir. Eins og staða hans í bankanum gefur til kynna er þessi ólögulegi ungi maður fluggáfaður og hefur því sannfært sjálfan sig um að hann geti sigrast á líkindafræð- unum á bak við fjárhættuspilin. Og framan af lítur líka út fyrir að honum sé að takast þetta langsótta ætlunarverk sitt. Hún er sem fyrr segir áhuga- verð þessi saga og Seymour Hoff- man gerir hlutverki sínu fín skil, enda sérfræðingur í að leika sér- lundaða og einræna náunga. En um leið er framvindan út og suður, á að vera hröð og Scorsese-skotin en er bara út og suður, alltof mik- ill grautur, sem er vænn galli á annars áhugaverðri mynd. Myndbönd Leikur með líkur Skarphéðinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.