Morgunblaðið - 19.04.2004, Síða 36
MERKILEGUM hluta
sögu sjónvarps á Íslandi
lýkur í kvöld þegar síðasti
þátturinn úr röðinni „Nýj-
asta tækni og vísindi“
verður sendur út.
Þátturinn hefur nú verið
sýndur í Sjónvarpinu frá
árinu 1967, en það var
Örnólfur Thorlacius sem
sá einn um hann fyrstu sjö
árin. Örnólfur hafði verið
áður með þátt í Útvarpinu
sem fjallaði um tækni og
vísindi. Á öðru ári Sjón-
varpsins var hann síðan
beðinn um að taka að sér
þátt sem hét Nýjasta
tækni og vísindi.
Árið 1974 kom Sigurður
H. Richter til liðs við hann
og sáu þeir saman um
þáttinn næstu sex árin, eða
til 1980, en þá var Örnólfur
skipaður rektor Mennta-
skólans við Hamrahlíð.
Hefur Sigurður séð um
þáttinn síðan, eða í tuttugu
og fjögur ár. Ljóst er að
„Nýjasta tækni og vísindi“
er elsti dagskrárliður Sjón-
varpsins, fyrir utan fréttir.
Fræðsluefni víða að
„Mér fannst að nú í vor
væru heppileg tímamót,
þar sem ég væri búinn að
sjá um þáttinn í þrjátíu
ár,“ segir Sigurður H.
Richter dýrafræðingur
sem undanfarna áratugi
hefur miðlað rannsóknum
og uppfinningum vísinda-
manna við háskóla og aðr-
ar vísindastofnanir víða um
heim, inn í stofur lands-
manna.
Á þessum þrjátíu og sjö
árum sem þættirnir hafa
verið í sýningum hafa
margir spennandi hlutir
birst á skjánum í boði
þeirra Sigurðar og Örnólfs.
„Þar má nefna tölvubylt-
inguna sem dæmi, en fyrir
þrjátíu og sjö árum voru
engar borð- og heimilis-
tölvur til. Það er spenn-
andi að fylgjast með þessu
öllu, til dæmis eins og
geimferðum og geimvísind-
um og hinu og þessu sem
hefur komið fram í gegn-
um árin. Svo er fullt af
öðrum smærri uppfinning-
um og tækniframförum
sem eru mjög spennandi,“
segir Sigurður, sem segir
ekki einungis uppfinningar
hafa komið í þáttunum,
heldur einnig fræðslu-
myndir almennt um hin
ýmsu fræðasvið, allt frá
fornleifauppgröftum upp í
stjarnfræði og hitt og
þetta sem hefur verið
fjallað um í gegnum tíðina.
„Við höfum fengið myndir
víða að úr heiminum um
fjölbreytilegustu viðfangs-
efni.“
Íslendingar hafa í gegn-
um tíðina þust að skjánum
þegar lag þáttarins hljóm-
ar. Nokkrum sinnum hefur
þó verið skipt um lag þátt-
arins. Undanfarin ár hefur
lag þáttarins verið eftir ís-
lensku sveitina TWorld, en
það var samið sérstaklega
fyrir þáttinn.
Undanfarin ár hefur
þátturinn, og Sigurður
sjálfur, verið reglulegur
skotspónn æringjanna á
Stöðinni og segist Sigurður
hafa haft gaman að því í
gegnum árin. „Það má eig-
inlega segja það að ég
muni sakna þess, þetta
hefur verið græskulaust
gaman og ég hef haft mjög
gaman að því,“ segir Sig-
urður að lokum.
Nýjasta tækni og vísindi rennur sitt skeið á enda
Elsti þáttur
Sjónvarpsins kveður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigurður H. Richter kveður nú sjónvarpsáhorf-
endur eftir þrjátíu ára samveru. Hann kveðst
munu sakna gríns Spaugstofumanna.
36 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára
AKUREYRI
kl. 8. B.i.12 ára
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA
KL. 6 og 10.
Enginn trúir því að
hann muni lifa af þetta
villta og seiðandi
ferðalag.
Viggo Mortenson í magnaðri
ævintýramynd byggð á sannri sögu!
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15.
Það vilja allir vera hún, en hún vil vera „frjáls“
eins og allir aðrir.
Sprenghlægileg rómantísk gamanmynd um
forsetadóttur í ævintýraleit!
Kvikmyndir.is
Hann mun gera allt
til að verða þú!
Hágæða spennutryllir með Angelinu
Jolie, Ethan Hawke og Kiefer
Sutherland í aðalhlutverki.
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16.
Sýnd kl. 10. B.i. 16. Kl. 5.40 og 8.
Enginn trúir því að
hann muni lifa af þetta
villta og seiðandi
ferðalag.
Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd
byggð á sannri sögu!
Sýnd kl. 5.30, 8.15 og 10. B.i. 12 ára.
„Stórkostlegt
kvikmyndaverk“
HL. MBL
SV. MBL
Sýnd kl. 6. Með ísl taliSýnd kl. 10.Sýnd kl. 6 og 8.
VG. DV
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 6 og 8.
Kvikmyndir.is
FRANSKA kvikmyndastjarnan Cather-
ine Deneuve hefur gefið út bók um ævi
sína en bókin, sem heitir „Í eigin
skugga,“ byggist á dagbókum sem hún
skrifaði á meðan á gerð nokkurra kvik-
mynda hennar stóð. Deneuve birtir m.a.
minnispunkta sem hún skrifaði meðan á
gerð Myrkradansarans stóð, og segir að
hegðun Bjarkar Guðmundsdóttur hafi
verið óskynsamleg og stjórnlaus. Bókin
hefur fengið slaka dóma í Frakklandi og
segir blaðið Le Figaro m.a. að hún sé
fyrsta feilspor leikkonunnar.
„Strax á fyrstu blaðsíðunum er goð-
sögnin afhjúpuð. Kona, sem við höfum
talið vera gáfaða, fágaða, með afburða
dómgreind og mótaðar skoðanir birtist
sem blaðrandi afgreiðslustúlka sem virð-
ist telja að heimurinn og kvikmyndirnar
snúist um hana,“ segir François Lelord,
gagnrýnandi blaðsins um bók Deneuve,
sem hefur lifað nokkuð leyndu lífi og
haldið persónulegu lífi sínu utan sviðs-
ljóss fjölmiðlanna. „Við hliðina á henni er
Marilyn Monroe raunverulegur hugs-
uður.“
Bók Denevue fjallar um sex kvikmynd-
ir. Sú fyrsta er Belle de Jour, sem var
gerð árið 1966 og skaut Denevue upp á
stjörnuhimininn og sú síðasta er Myrkra-
dansarinn. Allar voru myndirnar gerðar
utan Frakklands og varð það til þess að
Deneuve hélt dagbók meðan á gerð
myndanna stóð.
Í myndinni Belle de Jour segist De-
neuve hafa verið misnotuð og beruð, sér-
staklega líkamlega. „Ég þjáðist hræði-
lega. Það voru tímabil sem ég fékk þá
tilfinningu að ég væri algjörlega misnot-
uð,“ segir Denevue, sem var tuttugu og
þriggja ára þegar hún lék í myndinni.
Hún segist þó hafa horft á myndina ný-
lega og fundist hún „afar falleg.“
Deneuve bað leikstjórann Lars von
Trier um að fá að vera með í Myrkra-
dansaranum en hún dáðist mjög að mynd
hans, Breaking The Waves. Deneuve
segir að Björk hafi krafist þess að fara
yfir öll tónlistaratriði myndarinnar áður
en þau voru tekin, og þannig hafi hún
sýnt framleiðendunum og dönsurum til-
litsleysi. „Loks tókst að ná samkomulagi
við þessa óskynsömu og stjórnlausu
konu. Í mínum huga var hún búin að
vera. Ekkert mun nokkurn tímann bæta
þessi sambandsslit.“ Að sögn Deneuve
stöðvaði Björk tökur myndarinnar í
marga daga og hótaði jafnvel að borga
fyrir að hætt yrði við allt verkið. Eftir
það „kom hún aftur eins og ekkert hefði
ískorist, hvorki orð til að útskýra nokk-
urn skapaðan hlut, né afsökunarbeiðni til
mín eða nokkurs annars. [...] Það er ekki
til neins að búast við rökréttri hegðun.
Það verður að taka henni eins og hún er,
villt og einstök.“
Deneuve hefur fram að þessu talað
hlýlega um Björk. Á blaðamannafundi í
Cannes í maí árið 2000, eftir frumsýningu
Myrkradansarans, sagði Deneuve m.a. að
Björk væri dásamleg manneskja: „Hún
getur ekki leikið, hún getur bara verið,
og hún þjáðist svo að hún gat ekki jafnað
sig [...] stundum hljóp hún í burtu. En
það var vegna þess hve góð frammistaða
hennar var. Þessir hlutir eru ekki neitt
neitt [...] Andinn við tökurnar var dásam-
legur,“ sagði Deneuve þá meðal annars.
Sú persóna sem kemur þó hvað oftast
fram í bók Deneuve er eldri systir henn-
ar, leikkonan Francoise Dorléac, sem lést
í bílslysi, 25 ára að aldri.
Reuters
Björk Guðmundsdóttir kvaðst
sjálf ekki par hrifin af samstarf-
inu við Lars von Trier.
Reuters
Franska leikkonan Catherine De-
neuve segist ekki hress með fram-
komu Bjarkar Guðmundsdóttur.
Frönsk kvikmyndastjarna talar illa um Björk
Óskynsamleg og stjórnlaus