Morgunblaðið - 19.04.2004, Side 37
GLÆPAVERK, sýning á glæpasafni Arn-
aldar Indriðasonar var opnuð í Gerðu-
bergi á laugardag og gat þar að líta
marga forvitnilega sjón. Vettvangur ým-
issa glæpa var þar endurskapaður auk
þess sem ýmis glæpatól og -tæki voru til
sýnis. Sýningin var opnuð samhliða dag-
skrá, þar sem fjallað var um verk Arn-
aldar og þá glæpi sem þau taka fyrir.
Fjöldi manns sótti glæpasýninguna og
mæltist hún vel fyrir og þótti gefa góða
mynd af ýmsum hliðum undirheimanna,
enda er hún gerð í góðu samstarfi við
lögregluna, sem tók virkan þátt í henni.
Meðal sýningargripa var morðvett-
vangurinn í bókinni Mýrinni auk þess
sem farið var í gegnum starfsaðferðir
tæknideildar lögreglunnar eins og um
raunverulegan viðburð væri að ræða.
M.a. var sýnt hvernig finna á fingraför,
taka á sýni og allt sem fylgir rannsókn á
morðmáli.
Sýningin stendur til níunda maí og er
opin alla daga. Aðgangur er ókeypis.
Arnaldur ræðir
við
gesti sem voru
að
sögn afar ánæg
ðir
með sýninguna
.
Marga áhugaverðamuni ber fyrir augusýningargesta.
Glæpasýning Arnalds Indriðasonar opnar í Gerðubergi
Skyggnst í undirheimana
Morgunblaðið/Júlíus
Glæpasöguþing í Gerðu-
bergi. Lögreglan í Reykja-
vík setti glæpavettvang úr
bókinni Mýrin eftir Arnald
Indriðason á svið.
Morgunblaðið/Árn
i Sæberg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 37
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4. Ísl tal.
ÁLFABAKKI
Kl. 4, 6, 8 og 10.15.
Ekki
eiga við
hattinn
hans
AKUREYRI
Kl. 10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 10.15. B.i. 16 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 6. Með ísl tali
Frábær teiknimynd frá Disney fyrir alla
fjölskylduna með tónlist eftir Phil Collins!
„Hreint út sagt frábær
skemmtun“
„Þetta er besta myndin
í bíó í dag“
Fréttablaðið
ÁLFABAKKI
Sýnd kl.4. Ísl texti
AKUREYRI
Kl. 6. Með ísl tali
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8, og 10.45
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10.10.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.
B.i. 16 ára Rafmagnaður erótískur tryllir
KEFLAVÍK
kl. 8 og 10. B.i.16 ára
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6 og 10.10. B.i.16 ára
KRINGLAN
Sýnd kl. 6 og 8. Með ensku tali / Sýnd kl. 6. Með ísl tali
Hágæða spennutryllir með Angelinu
Jolie, Ethan Hawke og Kiefer
Sutherland í aðalhlutverki.
Hann mun
gera allt til að
verða þú!
Kötturinn
með hattinn
SV. MBL
Það vilja allir vera hún, en hún vil vera „frjáls“
eins og allir aðrir.
Sprenghlægileg rómantísk gamanmynd um
forsetadóttur í ævintýraleit!
AKUREYRI
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára
Án efa einn besti
spennuhrollur sem sést
hefur í bíó.
„The Dawn of the Dead“ er
hressandi hryllingur,
sannkölluð himnasending.
Þá er húmorinn aldrei langt
undan.
Semsagt, eðalstöff. ”
Þ.Þ. Fréttablaðið.
Stranglega bönnuð
innan 16 ára.
SV. MBL
VE. DV
JOSS STONE / The Soul Sessions
Auðvitað er eitthvað bogið við augljósan tilgang með
þessari plötu því hann er náttúrlega í aðra röndina
sýndarmennska, að segja ligga –
ligga – lái – sjáiði hvað við erum
búnir að uppgötva mikið undrabarn
– sextán ára breska stelpu, hvíta á
hörund sem syngur eins og full-
þroskuð kolsvört sálarsöngkona frá
Detroit. Málið er nefnilega það að
þessi plata átti aldrei að verða til, hugmyndin að
henni kviknaði þegar verið var að leggja drögin að
hefðbundinni poppplötu. En eitt leiddi af öðru og allt
í einu voru tilbúnir tíu sígildir sálarstandardar,
hljóðritaðir á gamla lífræna mátann með aðstoð
sénía á borð við Questlove úr The Roots. Og hvernig
er hægt að láta aðra eins rödd og heyra má í upp-
hafslaginu dásamlega „The Chokin’ Kind“ angra sig?
Útkoman er því frábær frumraun stórefnilegrar
söngkonu. En ansi er maður hræddur um að erfitt
verði að fylgja henni eftir með góðu móti. DIVINE COMEDY / Absent Friends
Það skiptir einu hversu voðalega vonsvikinn hin sér-
lundaði Neil Hannon var með Regeneration og þær
dræmu viðtökur sem hún fékk. Sú
plata er og verður ein sú besta sem
gerð hefur verið síðustu árin. Þær
eru því ávallt miklar kröfurnar sem
maður gerir til mannsins og því
miður nær hann ekki alveg að
standa undir þeim að þessu sinni.
Absent Friends markar að mörgu leyti afturhvarf til
fyrstu platnanna, að því leitinu til að nú er Hannon
aftur farin að gera allt, semja, leika og hljóðfæri og
stjórna upptökum. Og enn er hann með Scott Wal-
ker og Michael Nyman á heilanum. Sem er gott og
blessað ef lögin standa undir því, en það gerir bara
ekki nema rétt rúmlega helmingur þessarar 11 laga
plötu, en þau eru reyndar alveg mögnuð, Hannon í
hörku ham.
ILYA / They Died For Beauty
Margt af því sem þessi San Diego-sveit er að gera á
þessari annarri plötu sinni virkar mjög vel. Tónlistin
er alveg ógurlega dramatísk. Svona
gáfulegt kaffihúsa-tripp-hopp með
djössuðu bíótónlistarívafi í anda sjö-
unda áratugarins. Einhvers konar
Vaya Con Dios nýrrar aldar. En um
leið virkar þetta full mikið of eitt-
hvað – of gáfulegt, of svalt. Fyrir
vikið verður platan á köflum hreinlega hálf leiðinleg
og halló.
THE CORAL / Nightfreak and the Sons of Becker
Jafnvel þótt þessi plata eigi ekkert að vera alvöru
stór plata heldur bara stuttskífa gefin út í takmörk-
uðu upplagi – svona til að sópa úr
hornunum síðustu lögunum sem
urðu útundan á síðustu plötum, þá
er samt alveg hægt að líta á hans
sem góða og holla lexíu um að jafn-
vel hljómsveitir sem eiga eina af
betri plötum síðasta árs, stíga líka
feilspor ef þær vanda sig ekki og sýna ekki fyllsta
vandlæti. Sem mikill Coral-unnandi þá verður þessi
ellefu laga leyfaplata að teljast viss vonbrigði því
alltaf er maður jú að bíða eftir næstu Smiths-urum,
sem geta bara dælt og dælt út plötum án þess að
stíga feilspor. Erlendar plötur
Skarphéðinn Guðmundsson