Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. APRÍL 2001 11 hin ágætasta húsmóðir.“ Björgunarstörf Sigurð- ar fólust í að koma örmagna mönnum inn úr dyr- um á Kolviðarhóli. Þar tók Valgerður við þeim, dró af þeim vosklæði, háttaði þá ofan í rúm og hjúkraði þeim eins og með þurfti. Þegar þeir fóru að skjálfa kvaðst hún hafa hætt að óttast um líf þeirra. Stórvirki á Kolviðarhóli Árið 1929 réðst Sigurður Daníelsson í að byggja 140 fermetra steinhús, kjallara hæð og ris. Megineinkenni hússins voru þrjár svipmiklar burstir. Þetta hús reis tignarlega á Hólnum, byggingarlistaverk Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins, sem var einmitt á þessu tímaskeiði að gera athyglisverðar tilraunir til að endurvekja burstabæjarstílinn með nýju bygg- ingarefni, steinsteypunni. Laugarvatnsskólinn er til dæmis frá sama tíma. Margir hafa tekið eftir því að burstir fara vel undir fjallshlíðum og sann- aðist það bæði á Laugarvatni og Kolviðarhóli. Þetta svipmót fær líka aukinn styrk sé húsið hátt. Sérkennilegt var, að miðburstin var mjórri en hinar og ögn lægri og í öðru lagi það, að kvistur gekk í gegnum burstirnar þrjár. Þá lausn notaði Guðjón ekki annarsstaðar. Nú varð heldur betur staðarlegt heim að líta á Hólinn; „skýjaborgir“ Sigurðar málara orðnar að veruleika og gott betur. Í húsinu voru 20 vist- arverur, 6 herbergi í kjallara, önnur 6 herbergi og 2 stofur á hæðinni og 8 herbergi undir súð í burstunum. Húsið var allt steinsteypt, miðstöðv- arhitun frá kolakatli í kjallara og raflýsing frá stórri ljósavél. Byggingarkostnaðurinn nam 70 þúsundum sem var stórfé á árunum 1929–30. Úr ríkissjóði fékkst 12 þúsund króna styrkur; hitt kostuðu þau Sigurður og Valgerður sjálf. Ekki allar ferðir til fjár Hér var gengið fram af miklu áræði og ekki vissu menn þá að heimskreppan mikla var fram- undan. Nú var sú aðstaða fengin sem lengi hafði verið nauðsynleg og þau hjón urðu þekkt sem af- burða gestgjafar. En ekki voru allar ferðir til fjár og enn sem fyrr var Kolviðarhóll björgunarstöð við alfaraleið í óbyggðum. Fyrir mikla og óhemju erfiða vinnu við hjálparstarf og björgun manns- lífa var einskis krafizt. Þó að vegum sé nú haldið opnum með snjó- mokstri þekkja margir þann ótrúlega mun sem orðið getur á veðri í Reykjavík og uppi í Svína- hrauni. Hæðarmunurinn er þó ekki ærinn. Fyrsti vegurinn upp eftir Svínahrauni var lítið sem ekki neitt upphlaðinn og hann varð ófær í fyrstu snjó- um. Árið 1907 var sími lagður austur yfir Hellis- heiði og sími kom þá að Kolviðarhóli. Eftir það varð föst venja Sigurðar að nota símann til að fylgjast með mannaferðum ef illa leit út með veð- ur og færð. Þá hafði hann annarsvegar samband við Lögberg, efsta byggða ból ofan Reykjavíkur og hinsvegar við Kotströnd í Ölfusi. Þegar Sig- urður frétti að einhver hefði lagt af stað í tvísýnu veðri og skilaði sér ekki á eðlilegum tíma, fór hann óbeðinn af stað til leitar og aðstoðar þó ekki sæist út úr augum, ýmist einn eða með einhvern með sér. Aftur og aftur kom hann að mönnum sem voru búnir að gefa allt frá sér og lagstir fyr- ir. Alltaf tókst Sigurði að bjarga þeim. Á verstu snjóavetrunum kom fyrir að hann færi tvær eða þrjár björgunarferðir sama daginn, ýmist upp á Hellisheiði eða fram í Svínahraun Þegar heilsu Sigurðar fór að hraka 1935 lét hann það verða sína síðustu framkvæmd á Kol- viðarhóli að útbúa heimagrafreit með stein- steyptu grafhýsi. Þarna vildi hann bera beinin og nú er þetta grafhýsi eina mannvirkið sem uppi stendur á staðnum fyrir utan nokkra grjótgarða. Krabbamein í hálsi dró Sigurð til dauða. Hann var þá 67 ára og fylgdi honum mikill mannfjöldi til grafar. Frægir menn og flakkarar Förumenn, eða flakkarar eins og þeir voru nefndir, áttu vísan næturstað á Kolviðarhóli og ekki gátu þeir borgað fyrir sig. Einn þeirra, sem margoft hafði gist á Hólnum og þegið matarbita, kom þangað aldraður og þrotinn að kröftum með þá ósk eina að hann mætti fá að deyja hjá Val- gerði. Honum varð að ósk sinni. „Ég saknaði þessara manna þegar þeir hættu að koma,“ sagði Valgerður, „þó að mér væri alltaf illa við sóða- skapinn sem þeim fylgdi.“ Meðal förumanna sem oft komu að Kolviðar- hóli voru Jón Repp, Bréfa-Runki, Jón söðli, Guð- mundur dúllari, Eyjólfur ljóstollur, Símon Dala- skáld, Guðmundur kíkir, Óli prammi, Gvendur blesi, Árni funi og Langstaða-Steini. En þjóðskáld, stjórnmálamenn og frægir er- lendir ferðamenn gistu líka á Kolviðarhóli. Á gestalistanum eru ýmis þjóðkunn nöfn: Sigurður Breiðfjörð skáld, Þuríður formaður og séra Matthías Jochumsson. Hann segir frá því í ævi- sögu sinni, að hann gisti á Hólnum 1884 á aust- urleið. Ófærð var og hríðarveður og 40 ferða- menn höfðu þá verið hýstir á Hólnum. Þeim gaf séra Matthías öllum staup af brennivíni og síðan gengu menn til náða. Hannes Hafstein skáld og ráðherra kom oft á Hólinn og gisti þar tvívegis. Í eitt skiptið var hann á ferð þeirra erinda að vígja Sogsbrúna. Þótti heppilegt að skipta þeirri löngu leið austur að Sogi í tvo áfanga og gista á Kolviðarhóli. Ann- að skáld, Einar Benediktsson, gisti þar ásamt konu sinni þegar hann var sýslumaður í Rang- árvallasýslu. Það var ólíkt Einari sem að jafnaði jós út fé, að hann kvartaði yfir háu verði á gist- ingunni. Gott hjá Guðna, að hann bauðst þá til að gefa honum gistinguna eins og flökkurunum, en ekki þáði skaldið það. Eitt skáldið enn, Grímur Thomsen, hafði sérstaklega stutt húsbygginguna á Hólnum 1877 og gisti þar löngu síðar og bað um tvennt: Þrjú staup af brennivíni og að hestur hans yrði látinn í hús og breitt yfir hann. Grímur átti þá fá ár eftir. Íslandsvinurinn Williard Fiske gisti á Kolvið- arhóli 1879 ásamt séra Matthíasi. Daniel Bruun gisti þar oft og baróninn á Hvítarvöllum hafði þar viðkomu þegar hann fór til að athuga ölkelduvatn í Hengli, sem hann hugðist nýta. Áður var minnst á Friðrik kóng VIII sem kom að Kolviðarhóli í Ís- landsförinni 1907. Hnignun og fall á Kolviðarhóli Eftir lát Sigurðar bjó Valgerður áfram á Kol- viðarhóli til ársins 1938 og sinnti gestgjafahlut- húsameistara ríkisins, og hefur verið eitt af því Ljósmyndari ókunnur. Valgerður Þórðardóttir á Kolviðarhóli. Um tíma sá hún ein um reksturinn á Kolviðarhóli eftir lát Sigurðar. Myndin er tekin á efri árum Valgerðar. Sigurður Daníelsson gestgjafi á Kolviðarhóli 1906-1935, sinnti jafnframt björgunarstarfi á Hellisheiði og í Svínahrauni. Morgunblaðið/Gísli Sig. Sigurður og Valgerður á Kolviðarhóli hvíla í þessu grafhýsi sem Sigurður lét byggja skammt frá bænum skömmu áður en hann dó.anda hestum. Ljósmyndari ókunnur. Morgunblaðið/Gísli Sig. Útsýnið frá Kolviðarhóli til vesturs er fremur eyðilegt. Í baksýn sést yfir Svínahraun og til Vífilsfells. Leyfar steinsteyptra veggja næst á myndinni eru úr kjallara húss sem Guðni Þorbergsson byggði aldamótaárið 1900 þegar aðeins örfá hús höfðu verið steypt í Reykjavík. NUN RBROT SJÁ SÍÐU 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.