Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Blaðsíða 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. APRÍL 2001 verki. En 10. apríl 1938 seldi hún Íþróttafélagi Reykjavíkur Kolviðarhól ásamt öllum mann- virkjum. Þá var sá skilningur ríkjandi að ÍR ætti að annast áfram greiðasölu og gistingu og Valgerður var ráðin næstu 5 árin til að veita gistihúsinu forstöðu. Í fardögum 1943 lét hún starf sitt laust, þá orðin 72 ára. Á þriðja ár bjó hún áfram í litlu timburhúsi sem Sigurður hafði byggt norður á völlunum. Þar bjó öldruð kona með henni sem lengi hafði starfað á Hólnum og saman hugsuðu þær um nokkrar kindur og hænsni. Þær fóru alfarnar 1946 og settust að í Hveragerði. Þar bjó Valgerður til dauðadags 13. júní 1946, þá orðin 86 ára. Þá var aðeins eftir síðasta ferðin á Hólinn þar sem kistu hennar var komið fyrir í grafhýsinu. Hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur voru uppi stór áform um að Kolviðarhóll skyldi verða miðstöð vetraríþrótta. Breyta átti húsinu svo það rúm- aði a.m.k. 100 næturgesti. Í sjálfboðavinnu átti að fegra staðinn, planta trjám, hreinsa skíða- brekkur, hlaða stökkpall og undirbúa gott skautasvell á vetrum. Á sumrin átti Kolviðar- hóll að vera hvíldar- og skemmtistaður fyrir Reykvíkinga. Í Alþýðublaðinu sagði svo 1. september 1938: „25 piltar við vinnu og vinnunám á Kolviðarhóli. Miklar framkvæmdir á hinum nýja skíðastað Reykvíkinga. Unglingavinna byrjar að líkind- um uppúr næstu mánaðamótum.“ Piltarnir unnu m.a. að því að byggja pall á hlaðinu. „Hefur verið gerð mikil og rammleg upphækkun fyrir framan húsið og hefur það verið mikið verk og vandasamt. Grjót hafa pilt- arnir sprengt upp í hrauninu og flutt það á bíl þaðan. Þá vinna þeir að gerð skíðastökkbrautar við Búastein þar sem skilyrði eru sögð mjög góð fyrir stökkpall.“ Skemmst er frá því að segja að pallurinn sem gerður var við húsið sumarið 1938 var það eina af þessu sem komst í framkvæmd. Hlaðinn kantur hans að framanverðu er nánast það eina sem ekki var eyðilagt og sést enn. Trjárækt varð aldrei að veruleika; ekki skautasvellið heldur. Talsverð vinna var lögð í lagfæringar á skíðabrekkum og sumarið 1945 lagði ÍR nýja vatnsveitu heim í hús og byggði skíðageymslu. Um 30 manns unnu að þessu í sjálfboðavinnu. Eftir að Valgerður hætti umsjón með veit- ingarekstri gekk á ýmsu og alls komu níu menn að rekstrinum á tímabili sem lauk 1948, þegar Kolviðarhóll var leigður Rauða krossi Íslands fyrir barnaheimili. Það stóð í ár og eftir það var ekki um neinn samfelldan rekstur að ræða. Síð- astur til þess að bjóða gestum veitingar á Kol- viðarhóli varð Guðni Erlendsson sem einnig rak veitingaskála við Gullfoss. Pólitískur hanaslagur varð til þess að flýta fyrir endalokunum á Kolviðarhóli. Hann varð með þeim hætti að dagblöð í Reykjavík, Al- þýðublaðið og Þjóðviljinn, birtu æsifréttir um að bandarískir hermenn hefðu sést með ís- lenzkum stúlkum á Kolviðarhóli. Þær áttu að hafa verið drukknar. Einkanlega var það Þjóð- viljinn sem gerði sér mat úr þessu og var þar talað um Kolviðarhólshúsið sem aðstöðu fyrir „telpnaveiðar hernámsins“. Formaður ÍR lof- aði að láta stöðva meintan ósóma, en Morg- unblaðið taldi að þessi umræða væri byggð á ýkjum. Vorið 1952 var hún Snorrabúð sannarlega orðin stekkur; enginn fékkst þá til að vera á staðnum og um líkt leyti fór að bera á því að skemmdarvargar og bullur legðu leið sína á Hólinn til þess eins að skemma húsið. Rúður voru brotnar, hurðir sprengdar upp og húsbún- aði, sem þar hafði orðið eftir, var stolið. Árin liðu og á síðari hluta sjötta áratugarins leit hin glæsta burstabygging Sigurðar og Val- gerðar á Kolviðarhóli út eins og þau hús sem orðið hafa fyrir árásum í stríði. Búið að brjóta allar rúður, jafnvel karmana með og hnullungar lágu um öll gólf, svo stórir að fíleflda karlmenn hefur þurft til að kasta þeim inn af þvílíku afli að þeir moluðu bæði rúður og gluggapósta. All- ur húsbúnaður var sömuleiðis í méli og með mikilli fyrirhöfn höfðu miðstöðvarofnar jafnvel verið slitnir frá. Umhverfis húsið var allt í braki, útihúsin fallin og túnið í órækt. Bæjarráð Reykjavíkur samþykkir að brjóta húsið niður Hjá öllu þessu hefði mátt komast með því einu að ráða húsvörð og halda húsinu við. Það hefði kostað einhverjar krónur en við ættum í staðinn hús sem væri byggingarsögulegt verð- mæti og því hefði verið fundið nýtt hlutverk við hæfi.. Þar hefði til að mynda getað orðið mið- stöð gönguferða um Hengilssvæðið eða safn um samgöngur og flutningatækni fyrr á tímum. Ekkert slíkt safn er til. Þeir tímar þegar ekkert var hægt að flytja nema lyfta því á klakk, svo og hestvagnaöldin, eru ungu fólki jafnfjarlægir og söguöldin og samt er ekki lengra síðan en svo að reiðingar og hestvagnar tilheyrðu daglegum veruleika þegar elzta kynslóðin í landinu var ung. Jafnvel þótt skemmdarvargar brytu allt á Kolviðarhóli sem brotnað gat og fátt væri óskemmt innanstokks, þá stóð þetta sögulega hús eftir sem áður. Það var ekki fyrir neinum. Einhverntíma hefði komið að því að framsýnir menn tækju til hendinni og þá hefði húsið geng- ið í endurnýjun lífdaganna. En því miður réð sú skammsýni ferðinni sem telur fara bezt á því að brjóta allt niður sem er gamalt og slétta yfir öll gengin spor. Í Tímanum 22. janúar 1960 segir svo í fyr- irsögn: „Aldargamall gististaður lagður undir fallhamar.“ Og í frétt blaðsins er m.a. eftirfar- andi: „Sl. þriðjudag kl. 16 gerði bæjarráð Reykjavíkurbæjar samþykkt um að fela bæj- arverkfræðingi að fjarlægja húsin að Kolvið- arhóli. Þá er lokið langri og litríkri sögu. Þegar starfsmenn bæjarverkfræðings hafa brotið þar gömlu húsin sem eftir standa, mun þögnin geyma Kolviðarhól. Íþróttafélag Reykjavíkur hafði selt Reykja- víkurbæ húsin á Kolviðarhóli og höfðu áhuga- samir menn gert tilraun til endurbóta; skipt um glugga og ýmislegt fleira.“ En það var ekki fyrr en 12. júlí 1977 að menn á vegum bæjarverkfræðingsins komu að Kol- viðarhóli með járnkúlu til að mola steinvegg- ina.. Ekki hafa allir verið sannfærðir um rétt- mæti þess, því málið var borið undir Þór Magnússon þjóðminjavörð, en hann beitti sér að minnsta kosti ekki gegn eyðingunni. Tíminn er eina blaðið sem ýjar að því að þetta sé vafa- samur verknaður og segir í fréttinni um nið- urbrotið 14. júlí 1977: „Umhugsunarefni er hvort ekki sé þar verið að brjóta niður minjar sem eftirsjá er í.“ Í Morgunblaðinu er smáfrétt 28. júlí 1977 með ljósmynd sem Ragnar Axelsson hefur tek- ið og sýnir hún þegar verið er að skófla því síð- asta af steinhúsinu upp á vörubíl. Síðan hefur þögnin ríkt á Kolviðarhóli – og skömmin. Helztu heimildir: Skúli Helgason. Saga Kolviðarhóls, 1959. Ragnar Þorsteinsson. Ólympíubókin. Þáttur um skíða- íþróttir, 1957. Alþýðublaðið 1. sept. 1938. Guðni Jónsson. Sagnaþættir og þjóðsögur. 9. hefti. Guðmundur Scheving. Sæluhúsið á Kolviðarhóli, 1881. Kolbeinn Guðmundsson Úlfljótsvatni. Ferðaþáttur frá 1902. Heima er best 1953. Símon Jónsson Selfossi. Draugakofinn gamli á Norður- völlunum. Þjóðólfur 1900. Matthías Jochumsson. Sögukaflar af sjálfum mér. Kjalnesinga saga. Guðni Jónsson bjó til prentunar, 1947. Bréfabók Árnessýslu 1817. Þjóðskjalasafn. Hálfdán Jónsson. Lýsing Ölveshrepps 1703. Sveinn Pálsson. Ferðabók I 1793. Þorsteinn Jónsson Kiðjabergi. Auglýsing í Þjóðólfi 1873. Bergur Thorberg. Auglýsing frá Suðuramti. Þjóðólfur 1876. Guðmundur Thorgrímsson, A. Randrup, Jens Pálsson. Áskorun. Þjóðólfur 1876. Matthías Jochumsson. Áskorun. Þjóðólfur 1874. Jón Jónsson Kolviðarhóli. Bréf til hreppsnefndarinnar í Ölveri 1890. Guðni Jónsson. Skeiða-Otti. Ísl. Sagnaþættir og þjóðsög- ur. III bindi. Tíminn 22. janúar 1960. Tíminn 14. júlí 1977. Dagblaðið 14. júlí 1977 Morgunblaðið 28. júlí 1977. Kolviðarhólshúsið þegar hálfnað var að brjóta það niður í júlí 1977. Höfundur er blaðamaður. Morgunblaðið/Gísli Sig. Á vegum ÍR átti mikið að gera á Kolviðarhóli, og meðal þess sem komst í framkvæmd var pallur framan við húsið. Þessi hleðsla er hluti af honum og hún er það eina sem fengið hefur að standa. Á NÝLOKNU viðskiptaþingi komu fram hugmyndir um að Íslendingar skilgreini sig sem tvítyngda þjóð vegna þess að vinnumál margra íslenskra fyrir- tækja sé að verða enska. Í ritstjórnargrein 7. tölu- blaðs tímaritsins Vísbendingu sem er tímarit um viðskipti og efnahagsmál frá 16. febrúar segir að ekki megi „ofvernda svo tungumálið að það bitni á möguleikum þjóðarinnar til að eiga samskipti og tækifæri á erlendri grund“. Í ljósi þessara þanka mætti því spyrja hvernig málræktarsjónarmið, þ.e. viljinn til að við- halda íslenskunni sem þjóðtungu, samræmist þörfum atvinnulífsins um færni í ensku? Ljóst er að fjöldi þeirra fyrirtækja eykst sem nota ensku til að auðvelda samskipti og upplýsingaflæði. Þetta er raunveruleikinn í ís- lensku málsamfélagi eins og annars staðar í heiminum. Á Íslandi ríktu þau sjónarmið að íslensk tunga lifði sjálfstæðu lífi sem kerfi er lyti eigin lögmálum og að það væri aðeins á fárra karla og kvenna færi að læra hana og nota rétt. En íslenskan, eins og önnur tungu- mál, á tilveru sína að þakka þeim sem hana nota til tjáskipta. Málræktarstefna sem geng- ur á skjön við þarfir málhafanna eins og þeir túlka þær, mun ekki ná tilgangi sínum. Því mætti spyrja: Er hægt að haldi frammi öflugri málræktun án þess að hún stríði gegn mögu- leikum málhafanna til að taka þátt í verð- mætasköpun sem nær út fyrir landssteinana? Umræðan um áhrif erlendra tungumála á íslensku hefur aðallega snúist um hvernig megi koma í veg fyrir að í íslenskuna blönd- uðust orð úr öðrum tungumálum og reynt hef- ur verið að sporna við þessu með því að þýða og búa til íslensk orð yfir nýja hluti og hug- myndir. Þó er ljóst að orð úr öðrum tungu- málum hafa náð fótfestu í íslensku og munu gera svo áfram eftir því sem umhverfi og að- stæður Íslendinga breytast. Þetta er óhjá- kvæmileg og eðlileg málþróun. Tungumál endurspegla þann heim sem málhafar lifa og hrærast í og á það við um íslensku líka. Sem dæmi má nefna að vestur-íslenska bar þess fljótt merki að þeir sem hana notuðu bjuggu ekki á Íslandi. Vestur-Íslendingar fara á karinu eftir brautum og yfir bryggjur vegna þess að bílar, þjóðvegir og jafnvel brýr þekkt- ust varla, eða alls ekki, á Íslandi þegar fyrstu Vesturfararnir fóru til Kanada. Vestur-Ís- lendingar hafa einnig mörg orð sem tengjast kornbúskap og vatnaveiðibúskap á ís sem þekkjast ekki hér á landi. Jafnvel íslenskan á Íslandi er stöðugt að breytast. Fyrir 20 árum fannst fólki hlutirnir athyglisverðir og fóru í leikfimisfötum í leik- fimishús. Nú stunda menn eróbik eða spinn í leikifimihúsi – reyndar í Planet Pulse. Við- tengingarháttur hefur breyst því nú megum við leggja bílunum okkar ef það sé stæði og það er athyglivert að hingað koma erlendir tölvusérfræðingar sem geta valið um störf hjá íslenskum hugbúnaðarhúsum þar sem fund- arhöld eru á ensku og íslenskukunnátta við- komandi skiptir ekki máli. Íslenskur orðaforði hefur aðlagast þörfum Íslendinga og auðgast eftir því sem íslensk menning hefur orðið fjölbreyttari og fjöl- menningarlegri og svo mun verða áfram. Náin sambúð við önnur tungumál leiðir óhjákvæmi- lega til þess að orð ferðast þar á milli. Notkun lánsorða er ekki endilega merki um hnignun tungumálsins. Í rannsóknum á máldauða, þ.e. tungumál- um sem eru á undanhaldi, er breyting á orða- forðanum aðeins einn þáttur af mörgum sem huga ber að. Málfræði, hljóðkerfi og aðrir þættir málsins breytast líka og þær breyt- ingar koma stundum fram í einföldun mál- fræðiatriða eins og þekkist t.d. úr vestur-ís- lensku þar sem viðtengingarháttur var svo til horfinn úr málinu fyrir um 15 árum og óper- sónulegar sagnir hafa allar frumlag í nefni- falli. Mamma þykir gaman að tala íslensku er góð og gild setning í vestur-íslensku (Birna Arnbjörnsdóttir 1990). Margir málfræðingar telja að þrenging notkunarsviðs tungumála sé mun meiri áhrifavaldur í máldauða en þau ferli sem vikið var að hér að ofan. Talað er um þrengingu notkunarsviðs þegar málsniðum tungumáls fækkar því málhafar taka upp annað tungu- mál og nota meðfram móðurmálinu. Vísbend- ingu um slíkt í íslensku má sjá í fullyrðingum eins og að „tölvufyrirtæki hafa tekið upp ensku sem aðaltungumál innan veggja fyrir- tækjanna“ úr grein Andra Ottesen í Morg- unblaðinu 1. nóvember 2000 og í leiðara Morg- unblaðsins 12. nóvember 2000, þar sem fjallað er um enskuslettur í auglýsingum en þar er spurt hvort „hinni vel menntuðu og upplýstu kynslóð ungra Íslendinga, sem er að komast til áhrifa í viðskiptalífinu, þyki ófínt að að aug- lýsa á íslensku?“ Háskóli Íslands hefur tekið upp kennslu á ensku í mörgum námskeiðum til að gera er-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.