Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ? MENNING/LISTIR 7. APRÍL 2001 F RÆNDI vor Odd Nerdrum er hinn þægilegasti maður og ligg- ur ekki á skoðunum sínum enda engin ástæða til þess í sjálfu sér. Hann lifnar allur við þegar hann talar um heimspeki listarinnar og manninn sem hann telur að hafi skapað nútímann, prófess- orinn þýska Immanúel Kant. Sjálfur tekur Odd ekki leiðsögn nútímalistfræðinga og held- ur ótrauður sína leið. Myndir hans eru fáu eða engu líkar og er sjón sögu ríkari í því sam- bandi, á köflum er hann eins og Rembrandt endurborinn, en þó er viðfangsefni þeirra nær hinum bersögla samtíma okkar en hollenska meistarans. Það sem athygli vekur er að höf- undur þeirra kennir þær við það heldur nei- kvæða hugtak ,,kitsch?. ,,Verk mín eru ekki listaverk heldur ,,kitsch?,? segir Odd Nerdrum og lætur sér hvergi bregða. ,,Á þessu tvennu er mikilvæg- ur greinarmunur, því þegar þú lítur á hlutina á listrænan hátt, ert þú að horfa á þá öðruvísi en þú ættir að virða verk mín fyrir þér. Til að gefa þér vísbendingu um hvað ég á við má taka dæmi af hinu fræga málverki eftir Þór- arin B. Þorláksson af hesti á Þingvöllum mál- að aldamótaárið 1900, sem þú horfir á með ákveðnu hugarfari, en þú horfir á málverk eft- ir Erró með allt öðru hugarfari. Þetta eru tvær gjörólíkar aðferðir við að horfa á mál- verk. Til að skýra þetta enn betur, þá horfir þú á mynd Þórarins B. Þorlákssonar á sama hátt og þú horfir á kitsch-mynd, á Erró og Kristján Davíðsson horfir þú á með allt öðru hugarfari, listrænu hugarfari. Þú þarft að breyta hugarfari þínu áður en þú horfir á myndirnar. Hin listræna leið til að horfa á myndir er sú að skilja þær með tilliti til nú- tímans, skilja skírskotunina til nútímans í myndinni og hvernig myndin speglar einhver tiltekin menningarleg vandamál í nútímanum. Mynd Þórarins B. Þorlákssonar er á margan hátt það sem við köllum eilífðarsýn, sama sýn á veröldina og hjá Grikkjunum forðum daga, eilíf andrá sem birtist á yfirborði myndarinn- ar. Allt sem skiptir máli er í myndinni og sjá- anlegt á yfirborði hennar, en hjá Kristjáni Davíðssyni leynist allt að baki myndarinnar þannig að þú þarft að lesa þinn skilning í hana. Greinarmunurinn er sá að í kitschinu er allt á yfirborðinu, en í listinni með stórum staf, býr allt það sem listamaðurinn vildi segja að baki myndarinnar.? Og þarna er komin skýringin á því hvers vegna að þú kallar þig kitsch-málarann? ,,Já, vegna þess að ég nota ekki hina list- rænu aðferð heldur kitsch-aðferðina sem snýst um hjarta þitt, langanir þínar og tilfinn- ingar, eilíft andrúm sem við þekkjum öll og MÁLARI YFIR- BORÐSINS OG RAUN- VERULEIKANS Á Kjarvalsstöðum verður opnuð í dag kl.16 sýning á málverkum eftir norska listamanninn Odd Nerdrum sem mörgum er kunnur fyrir óvenjulega myndlist sína sem segja má að sé einhvers konar blanda af nútíma- list og málverkum barokktímans. Odd hefur margoft áður lagt leið sína hingað til lands og mörg íslensk kennileiti ber fyrir augu í myndum hans, en þetta er í fyrsta skipti sem hann sýnir verk sín hér á landi. ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON ræddi við Odd. Morgunblaðið/Ásdís Norski myndlistarmaðurinn Odd Nerdrum. Kona drepur særðan mann, 1994. Eig. Astrup Fearnley Museet for Moderne Kunst, Ósló.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.