Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. APRÍL 2001 O FSJÓNIR mínar byrj- uðu þegar ég var 10 ára. Ég horfði á dúk á borðinu sem var skreyttur rauðum blómum og allt í einu endurtók þetta munst- ur sig hvert sem ég horfði, á loftið, út um gluggann. Þessir litríku blettir þöktu húsgögnin í kringum mig og sjálfa mig, svo það var eins og ég væri hluti af umhverfinu.“ Þannig lýsir Kusama tilurð ofsjóna sinna sem síðan endurtóku sig með doppumynstri. Hún þorði ekki að segja frá þessu, en byrjaði að teikna og mála doppur sem áttu eftir að verða hennar einkennismerki. Þrettán árum síðar, þegar hún stundaði nám við listhönn- unarskólann í Kyota, sá virtur prófessor í sál- fræði eina af sýningum Kusömu og fékk mik- inn áhuga á verkum hennar. Hann hjálpaði henni að skilja eðli veikinda sinna og hvatti hana til að þróa listræna hæfileika sína. Upphróflaðir hólkar og makkarónur Árið 1958 sest Kusama að í Bandaríkjunum, fyrst í Seattle og síðan í New York. Hún um- gengst fljótlega alla helstu forkólfa banda- rískrar samtímalistar, eins og Joseph Cornell, Donald Judd, Larry Rivers, On Kawara og John Chamberlain sem hún þekkti alla vel, einnig Andy Warhol, Mark Rothko, Ad Rein- hardt og Barnett Newman sem flestir keyptu af henni verk. Sá fyrsti til að styðja hana var Donald Judd en hann var um tíma sambýlis- maður hennar og skrifaði um list hennar í Art- news og Arts Magazine. Fyrstu verk Kusömu sem vöktu athygli vestanhafs voru stór málverk þakin smágerðu mynstri sem hún kallaði Infinity Nets (net óendanleikans). Með því að einbeita sér að þessu seinlega nákvæmnisverki leitaðist hún við að vinna bug á þráhyggju sinni og halda of- sjónum í skefjum. Í byrjun 7. áratugarins vinnur hún þrívíð rýmisverk úr uppstoppuð- um, reðurlaga hólkum sem hún festir í tonn- atali á ýmiss konar hluti og húsgögn og kallar Accumulations eða Aggregations (upphróflan- ir). Eins þekur hún innanstokksmuni, gínur og gólf herbergis með makkarónum (Mac- aroni Visions eða makkarónusýnir). Í þessum verkum fæst Kusama við ákveðn- ar myndir þráhyggju sem eru kyn- og mat- arárátta. Sífelldar endurtekningar sama forms mynda heilsteypt umhverfi sem umlyk- ur listakonuna á svipaðan hátt og hugarheim- ur hennar. Með því að takast beint á við sýnir sínar og þráhyggjur nær hún á þeim tökum, rétt eins og sjúklingur í sálgreiningu getur læknast af að setja í orð erfiðar og heftandi minningar. Endurspeglun eilífrar ástar Á sama tíma (upp úr 1964) fæst Kusama við enn eitt form margföldunar sem næst með því að setja spegla á veggi og loft í kassa eða litlu herbergi sem þannig endurspeglar út í það óendanlega innihald rýmisins. Í verkunum Mirrored Room – Love Forever (speglarými – eilíf ást, 1964) setur hún fjöldann allan af doppóttum eða röndóttum, uppstoppuðum formum í botn spegilklædds kassa sem áhorf- andi kíkir inn í. Ári síðar sýnir Kusama In- finity Mirror Room – Phalli’s Field (spegla- rými óendanleikans – akur Phalla) þar sem sýningargestir ganga inn í speglaherbergi með doppuformum og verða þar með þátttak- endur í margföldunar- og endaleysisferlinu. Verkið The Peep Show: Endless Love Show (gægjusýningin: endalaus ástarsýning, 1966) er gert úr stórum, sexhyrndum kassa al- klæddum speglum þar sem áhorfandi gægist inn um lúgu og sér andlit sitt í öllum víddum, ásamt lituðum ljósaperum í loftinu sem blikka sitt á hvað og geta kallað fram hálfgert leiðslu- ástand. Hér er áhorfandinn eins og gægir á eigin spegilmynd sem smám saman fellur saman við blikkandi ljós og líkt og máist út. Á Feneyjatvíæringnum 1966 sýndi Kusama verkið Narcissus Garden (garður Narkissós- ar), en það samanstóð af 1500 silfurlitum jóla- kúlum sem hún dreifði um sýningarsvæðið. Gestir gátu speglað sig í kúlunum, en um leið var þessi afmyndaða speglun trufluð af kúl- unum í kring. Kusama seldi kúlurnar á 2 $ stykkið („eins og að selja pylsur“) þar til tekið var fyrir þessa óvenjulegu verslun af hátíð- aryfirvöldum. Það sem vakti eflaust mesta athygli (og hneykslun) á Kusömu voru gjörningar sem hún framdi upp úr 1967. Þegar á fyrstu ár- unum í New York hafði þessi lágvaxna, jap- anska stúlka með síða hárið og alvarlegu aug- un skapað sér vissa ímynd því hún var fljótt meðvituð um vægi fjölmiðla og umtals í lista- heiminum. Sýningum hennar fylgdu alltaf fréttatilkynningar og yfirlýsingar og sjálf mætti hún á opnanir vafin í furðulega kímonóa sem hún hannaði sjálf, í fylgd ljósmyndara sem festi viðburðinn – og hana – á filmu. Gjörningar Kusömu gengu yfirleitt út á að hún málaði doppur á sjálfa sig og á nakta lík- ama dansara eða annarra sjálfboðaliða sem hún starfaði með. Gjörningunum má skipta í tvo meginflokka: annars vegar þá sem beind- ust að manneskjunni sem slíkri í þeim tilgangi að frelsa hana undan áþján klæða, kynjaskipt- ingar, sjálfhverfu og annarra hafta vestræns þjóðfélags. Doppurnar voru bæði tákn sólar (karlmannlegrar orku) og tungls (sem stendur fyrir kvenlegt eðli), þannig að doppóttur lík- ami rann saman við hið alheimslega, frumið sem er kyn- og ególaust. Hins vegar voru gjörningar sem beindust að táknum bandarísks samfélags, eins og fán- anum, Hlutabréfahöllinni, Frelsisstyttunni, kirkjum o.s.frv. Kusama birtist allt í einu á táknrænum stöðum í fylgd nokkurra stripp- linga sem hún málaði þar til lögreglan skarst í leikinn. Á árinu 1968 framdi hún ekki færri en þrjátíu gjörninga, svo það er ekki nema von að blaðamaður hafi skrifað: „New York er end- anlega orðin doppótt“. Árið 1969 beindi hún penslum sínum sérstaklega gegn stríðinu í Ví- etnam og lýsti yfir að „það [sé] glæpur að eyði- leggja þessa fallegu líkama í stríði“. Kusama gagnrýndi líka yfirvöld listaheims- ins líkt og í uppákomunni í ágúst 1969 þegar átta nakin ungmenni stukku allt í einu út í tjörnina í garði Museum of Modern Art til að „vekja upp hina dauðu í MoMA“, en Kusama leit á stofnunina sem „grafhýsi nútímalistar“. Þetta er einn af hennar frægari gjörningum, eflaust vegna þess að hún snerti taugar innsta hrings listaheimsins og ýtti við almennum DOPPÓTTUR VERU- LEIKI YAYOI KUSÖMU AMMA JAPANSKRAR NÚTÍMALISTAR SÝNIR NÝJAR INNSETNINGAR Yayoi Kusama er án efa einn athyglisverðasti lista- maður samtímans. Allt frá nektargjörningum hennar í New York á 7. áratugnum gefa verk hennar, hvort heldur eru málverk, skúlptúrar, innsetningar, föt eða skáldsögur, heildstæða mynd af frumlegum og per- sónulegum heimi þessarar listakonu sem tekst að virkja ofsjónir sínar og geðveiki á meðvitaðan hátt. Hún er nú á áttræðisaldri og hefur hannað nýjar inn- setningar fyrir farandsýningu sem stendur yfir þessa dagana í japönsku menningarmiðstöðinni í París. E F T I R Á S D Í S I Ó L A F S D Ó T T U R Ljósmynd/A. Morin Himnastiginn endalausi, 2000. Hlutabréfabrennsla á Wall Street, gjörningur Kusömu og félaga, grein úr tímaritinu Coro- net, New York, júní 1969. Ljósmynd/Kusama Studio Listakonan í miðri Doppuþráhyggju á nýrri öld, 2000.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.