Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. APRÍL 2001 13 lendum stúdentum kleift að stunda þar nám og er það í samræmi við reglugerðir Evrópu- sambandsins enda eru aukin samskipti meðal nemenda af ólíku þjóðerni af hinu góða. Mikið af námsefni í öllum deildum á háskólastigi er á ensku. Nú á að auka þátt framhaldsnáms við Háskólann og því verður námið enn sérhæfð- ara og þá er næstum óhjákvæmilegt að vís- inda- og fræðigreinar og ritgerðir verði skrif- aðar á ensku eða öðrum erlendum tungumálum af íslenskum námsmönnum. Þór Whitehead hefur bent á að háskólakennarar eru nú þegar í reynd hvattir til að skrifa fræði- rit á erlendum tungumálum, oftast ensku, því vægi slíkra rita er meira en vægi rita á ís- lensku við mat á framgangi í starfi. Ef þrengt er að íslenskunni í viðskiptum og fræðistörfum og enska er tekin upp – hvað er þá næst? Er hugsanlegt að enskan taki smám saman yfir sem fagmál – mál hámenntaðra starfstétta og það geti því leitt til fækkunar málsniða í íslensku? Lítum aftur til vestur- íslensku. Smám saman fór enskan að taka yfir málsniðin sem notuð voru utan heimilanna. Tækifærum til að skrifa, lesa og tala málið fækkaði, og umræðuefnin takmörkuðust við daglegt líf, fjölskylduna og nánustu vini en enskan var tungumál dómkerfisins, stjórnun- ar, viðskipta og menntunar. Þetta er alveg í samræmi við þau ferli sem þekkjast úr tungu- málum sem eru á undanhaldi. Ef þessu ferli er fylgt lengra heyra börn sem eru að tileinka sér móðurmálið að tvö eða fleiri tungumál eru notuð í málsamfélagi þeirra. Hér á Íslandi gætu börn fengið þau skilaboð að merki þess að tilheyra stétt „mennta- og athafnamanna og -kvenna“ sé að nota ensku í vinnunni og börnunum finnst þetta eðlileg málnotkun og muna ekki þann dag þegar íslenskan var vinnumál á sama hátt og enginn núlifandi maður eða kona man eftir því þegar danska var mál embættismanna hér á landi. Til þess að vinna gegn þessari þróun hefur verið unnið mikið og gott starf með gerð íð- orðasafna og annarra orðalista sem ýmsar starfsgreinar og starfsvið hafa komið sér upp til að geta tjáð sig um fagið á móðurmálinu. Þá er verið að reyna að sporna við útilokun ís- lenskunnar frá tölvuvinnslu með því að verja fé til þróunar og þýðinga forrita og hugbún- aðar á íslensku og til að koma á fót námi í Tungutækni við Háskóla Íslands þar sem skörun tungumálsins og tölvunnar verður ígrunduð. Íslenskan hefur því verið styrkt á ýmsa og farsæla vegu. En hér vantar góðar rannsóknir sem varpað gætu ljósi á hvort, og þá að hve miklu leyti, enskan sækir á sem mál fyrirtækja og fræðistarfa og fræðilega um- ræðu sem byggist á vísindalegri þekkingu um eðli og þróun málbreytinga. Þarfir fyrirtækja fyrir enskumælandi starfsfólk þýðir ekki endilega að starfsfólkið verði tvítyngt enda samræmist þessi skil- greining ekki fræðilegum skilningi á eðli tví- tyngis. Hér er frekar átt við fólk sem hefur gott vald á erlendu tungumáli. Hins vegar er fylgni milli færni í ritun í seinna máli og færni í ritun í móðurmáli. Forsendur góðrar færni í erlendum tungumálum er góð móðurmáls- færni. Að vera tvítyngdur þýðir oftast annað en að vera vel að sér í öðru tungumáli en móðurmál- inu. Hér á Íslandi er stór hópur fólks sem hef- ur alla burði til að verða tvítyngdur og er þá ekki átt við starfsmenn íslenskra fyrirtækja sem eru að hasla sér völl á alþjóðamarkaði. Því á sama tíma og verið er að kalla á aukna tungumálakunnáttu meðal Íslendinga er verið að kveða niður möguleika fjölda fólks sem hingað kemur með málfærni innfæddra á ýmsum tungumálum til að verða raunverulega tvítyngt. Ef við hlúum að móðurmáli nýrra Ís- lendinga og veitum þeim um leið greiðan að- gang að íslensku máli og menningu fá þeir innsýn í tvo eða fleiri menningarheima og tungumálakunnáttu sem aldrei fæst, hversu mikið og lengi sem við reynum að kenna er- lend tungumál í skólum landsins. Ef við hlúum að ritfærni innfæddra Íslendinga á móðurmál- inu aukast líkurnar á því að þeir geti komið frá sér skýrslu skammlaust á öðru tungumáli. Tvítyngdum börnum og foreldrum þeirra verður að gefa kost á menntun við hæfi. Ef út- lendingar og sérstaklega íslensk börn sem eru af erlendu bergi brotin læra ekki öll málsnið íslensku nógu vel og er hér sérstaklega átt við ritmálið, þá getur farið svo að hér vaxi úr grasi kynslóðir Íslendinga sem verða ill- eða ófærar um að lesa og skrifa íslenskt mál með þeim mannlegu, menningarlegu, efnahags- legu og samfélagslegu afleiðingum sem því fylgja og reynsla nágrannaþjóðanna er til vitnis um. Af þessu stafar íslenskunni og framförum á Íslandi ekki minni hætta en það að einhverjir noti ensku endrum og eins í vinnunni. Námsframvinda tvítyngdra barna í íslensk- um skólum hefur ekki verið góð og er talað um næstum 100% fall nemenda með annað móð- urmál í framhaldsskólum. Flest vandamál þessara barna má rekja til þess að þau hafa ekki náð lestrarfærni sem þarf til að tileinka sér námsbækurnar á íslensku – og á þetta ekki síður við um börn íslenskra foreldra sem dvalið hafa langdvölum erlendis. Framfylgja þarf nýrri námskrá með því að bæta og auka kennslu í móðurmáli, hvaða móðurmáli sem er – því með því aukast líkur á færni í seinni mál- um, hvort sem seinna málið er íslenska eða enska eða eitthvað annað. Hér á undan var fjallað í stuttu máli um hugsanlegar breytingar á íslensku eftir því sem enskan sækir á – en við erum vel í stakk búin til að takast á við enskuna. Finnski mál- fræðingurinn Tove Skutnabb-Kangas sem starfar í Danmörku og skrifar á ensku hefur stungið upp á því að besta leiðin til að viðhalda tungumálum og sporna við ásókn enskunnar sé að allir verðir margtyngdir þ.e. að í fram- tíðinni standi þeir best að vígi sem tala ekki bara móðurmálið og ensku heldur fleiri tungu- mál. Þetta sjónarmið er vert að skoða – sér- staklega núna á Evrópsku ári tungumála. Með því að efla móðurmálskennslu eflum við um leið möguleikana á að nemendur nái góðri færni í ensku, dönsku, frönsku, þýsku, spænsku osfrv. Það virðist mótsagnakennt en með því að hlúa að tagalog, pólsku, króatísku, taílensku o.s.frv. styrkjum við íslenska tungu. Ef við höldum okkur við viðskiptalíkanið, þá fjölgar þeim einstaklingum á Íslandi sem geta talað við erlenda viðskiptavini íslenskra fyr- irtækja á móðurmáli þeirra. Þetta er ekki fjar- lægur draumur – í einum 2. bekk í grunnskóla í vesturbænum eru 8 nemendur af 21 tví- eða þrítyngdir. Máldauði er raunveruleiki – í Rauðu skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að um að 90% af tungumálum heims verða út- dauð um næstu aldamót. Við skulum halda í ís- lenskuna, ekki eingöngu vegna þess að hún er okkar mál, heldur líka vegna þess að með hverju tungumáli sem við glutrum niður miss- um við tækifæri til að nýta það í þágu vísinda til að öðlast betra innsæi í starfsemi hugans og í þágu lista, því hvert tungumál túlkar heiminn á einstæðan hátt. Við styrkjum ís- lenskuna með því að hún haldi áfram að vera lifandi mál og að málhafar sjái hana sem sína eign sem gagnist þeim sem tæki til tjáskipta á öllum sviðum íslensks mannlífs. Heimildaskrá Andri Ottesen. (2000, 1. nóvember). Nýbúar, ekki bara gestir heldur líka kennarar. Morgunblaðið, bls. 53–54. Birna Arnbjörnsdóttir. 1990. Social and Linguistic Factors in Phonological Change in North American Icelandic. Óprentuð doktorsritgerð. University of Texas at Austin. Cummins, J. (1992). Interdependence of first- and sec- ond language proficiency in bilinugal children. Í Bialystok (Ed.). Language Processing in Bilingual Children. Gr. Brita- in: Cambridge University Press. Morgunblaðið. Ritstjórnargrein. 12. nóvember, 2000. Vísbending. Ritstjórnargrein. 16. febrúar 2001. 7. tölu- blað, 19 árg. Greinin er byggð á erindi sem flutt var á málþingi Stofnunar Sigurðar Nordals um viðhorf til tungunnar 17. mars síðastliðinn. ÍSLENSKAN, ENSKAN OG ATVINNULÍFIÐ „Ef þrengt er að íslenskunni í viðskiptum og fræði- störfum og enska er tekin upp – hvað er þá næst? Er hugsanlegt að enskan taki smám saman yfir sem fagmál – mál hámenntaðra starfstétta og það geti því leitt til fækkunar málsniða í íslensku?“ Teikning/Andrés „En íslenskan, eins og önnur tungumál, á tilveru sína að þakka þeim sem hana nota til tjáskipta.“ Höfundur er málfræðingur. E F T I R B I R N U A R N B J Ö R N S D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.