Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Blaðsíða 18
18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. APRÍL 2001
N
ORRÆN sýning á nýj-
um málverkum 21 lista-
manns er nú hafin í
Gerðarsafni í Kópa-
vogi. Hún er kennd við
Carnegie-listverðlaun-
in, sem einn stærsti
fjárfestingarbanki
Norðurlanda, með höfuðstöðvar í Svíþjóð,
styrkir. Þetta er farandsýning sem efnt hef-
ur verið til árlega frá 1998, hingað komin
eftir viðdvöl í fimm skandinavískum söfnum.
Á henni eru 47 verk sem mætu fólki þykir
rjómatoppur þessa listmiðils í nefndum
löndum.
Tilgangur sýningarinnar er þríþættur, að
sýna úrval norrænnar málaralistar samtím-
ans, að hvetja listamenn til dáða með veg-
legum verðlaunum og að skrásetja allt þetta
í bók með myndum af verkunum og við-
tölum við höfundana. Sýningin í Gerðarsafni
er afrakstur ársins 2000, en 22 fróðir menn
um myndlist á Norðurlöndum tilnefndu þá
89 listamenn. Dómnefnd valdi svo síðastliðið
sumar listafólk til sýningarinnar og veitti
þrenn verðlaun. Hreinn Friðfinnsson hlaut
ein þeirra, varð annar og átti gott aldamóta-
ár því Ars Fennica-verðlaunin svonefndu
komu einnig í hans hlut.
Formlega var Carnegie-sýningin opnuð
hérlendis í gær en þetta er síðasti áfangi úr-
vals síðasta árs á flakki milli Norðurlanda.
Næsta mánuðinn verður hægt að skoða mál-
verkin alla daga nema mánudaga og er að-
gangur ókeypis. Fyrri ár sýningarinnar hef-
ur hún verið sett upp í Listasafni Íslands og
á Kjarvalsstöðum, en helstu söfn höfuð-
borga Norðurlandanna hýsa hana jafnan.
Verðlaunin
rausnarlegu
Til þessa hafa 64 listamenn valist til sýn-
inga Carnegie, sem leggur með þessu hvað
stærstan skerf norrænna fyrirtækja til
myndlistar. Hér er auk þess eina reglulega
farandsýningin á samtímalist af þessum
slóðum. Fyrirtækið var stofnað af skoskum
aðalsmanni fyrir tæpum 200 árum í Gauta-
borg. Það varð risi í sænskri verslun og
skipaútgerð og sneri sér að fjármagnsmark-
aði á síðustu öld. Nú er Carnegie leiðandi
fjárfestingarbanki með starfsemi í 7 löndum
og 900 starfsmenn.
Sú leið er farin að veita fá en vel úti látin
peningaverðlaun fyrir vinnu sem þykir
skara fram úr. Fyrstu verðlaun nema
500.000 sænskum krónum, önnur verðlaun
300.000 og þriðju 200.000. Þar að auki fær
ungur listamaður 50.000 sænskra króna
styrk á hverju ári. Hlutur 6 manna dóm-
nefndar er meðal annars þess vegna þýðing-
armikill. Hún er skipuð til þriggja ára og
núverandi formaður er Lars Nittve, for-
stöðumaður Tate-safnsins í Lundúnum.
Bera Nordal á sæti í nefndinni, en hún veit-
ir listasafninu í Málmey forstöðu. Þar starf-
aði einnig sýningarstjórinn Ulrika Levén,
sem gekk með blaðamanni um sali Gerð-
arsafns í vikunni.
Að þessu sinni teygjast mörk málaralistar
yfir í ljósmyndun; sum verka á sýningunni
eru að hluta til eða alveg komin úr kassa
myndavélar. Það á til dæmis við um eina af
þremur hugarsmíðum Hreins. Annar ís-
lenskur listamaður, Tumi Magnússon, á
verk á sýningunni, myndina „Fire escape“
málaða á staðnum og nokkurs konar síma-
minni sem nær fyrir horn. Annars eru lista-
verkin 47 af ýmsum toga og eiga það eitt
sammerkt að vera máluð eða dragast í þann
dilk myndlistar.
Sú ljóðræna nautn
Af þjóðrækni rata ég fyrst að vegg
Hreins Friðfinnssonar á efri hæð safnsins
og þykir eins og lóðsinum Ulriku að þar
hangi fínleg verk, jafnvel „ljóðræn nautn“
svo vitnað sé til orðalags dómnefndar.
Stærsta verk Hreins er saman sett úr tré-
spöðum sem hann safnaði í málningarbúð í
Hollandi þar sem hann býr. Búðin blandar
mikið liti og spaðarnir eru notaðir til þess.
Þeim hefur verið dýft misdjúpt oní fötur og
gætu verið margar sjálfstæðar smámyndir.
Eða minnt á dropa í ýmsum litbrigðum. Á
rigningardegi heitir enda verkið, en það
mun vera vísun listamannsins í upplagt
verkefni þegar skýþungt er: að fara í lita-
búðina.
Þá kemur lítið verk og hógvært, tvær
glerplötur með fingraförum listamannsins í
grunnlitunum; gulum, rauðum og bláum.
Staðsetning heitir það. Loks allstór ljós-
mynd af prismu sem varpar litlum regnboga
í lófa Hreins. Ulrika bendir á að hendur
komi þarna jafnan við sögu; handbragðið,
ummerkin, opinn lófi eða möguleiki.
Við skoðum næst ljósmyndir Mari Slaatt-
elid, sem hlaut fyrstu verðlaun hjá dóm-
nefndinni. Þær eru annars vegar af átta ára
dóttur hennar sem horfir beint í linsuna
með leifar af hvítum andlitsmaska framan í
sér og svip sem þokast frá skeytingarleysi
að leiða eða furðu. „Protective“, heitir þessi
myndröð. Hitt verkið heitir „Reading Wo-
man“, einnig röð mynda en nú af tveimur
litatónum hlið við hlið á svörtum grunni.
Spurning er hvort þetta minni á opnar bæk-
ur eða augnskuggabox eða eitthvað annað,
en orðin með myndunum eru fengin úr
bæklingum í snyrtivöruverslun: Glæsileg,
fáguð, virk.
Dúkkur og dularfullt andlit
Þriðju verðlaun hlaut Petri Hytönen fyrir
vatnslitamyndir, óvenjulegar vegna stærðar
og efnis. Önnur myndin er skemmtilega blá,
úr finnskum vetri þar sem dúkkur og
MÁLVERK ER MARGT OG
ÞAÐ LIFIR Í NORÐRINU
Sýningin Carnegie Art Award 2000 á norrænum
samtímamálverkum er nýhafin í Gerðarsafni í Kópa-
vogi. ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR tók forskot á sæluna
með sýningarstjóranum, en tveir Íslendingar, annar
verðlaunahafi, eru meðal 21 útvalins listamanns.
Mari Slaattelid: Vernd.
Karin Mamma Andersson: Bóhemar.