Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. APRÍL 2001 17
þess vegna dugar okkur ekki hin listræna að-
ferð til að meta hlutina. Þeir sem menntaðir
eru í listasögu eru í leiðinni mótaðir til að
horfa á hlutina á ákveðinn hátt, með augum
Kants eða Hegels, Adornos eða Danto. Þetta
eru leiðandi stórmenni í sögunni sem mennta
listasögufræðinga og tilvonandi listamenn. Ef
þú hugsar um það sem ég er að gera og ferð
eftir leiðsögn þessara manna, þá eru verk mín
einungis skítug og hræðileg. Ég fell ekki inn í
heimsmynd þessara manna og verk mín eiga
ekki heima á meðal þeirra.“
En verkin þín fjalla samt sem áður um nú-
tímann, á þeim er fólk, fjöll og hlutir, þau
hljóta að skírskota til nútímans?
,,Ímyndir mínar sem birtast á myndflet-
inum eru erkitýpur og ég lít ekki tuttugu eða
þrjátíu ár inn í framtíðina, ég horfi fram um
tíuþúsund ár. Tímaandrúm mitt á ekkert sam-
eiginlegt með nýbylgjutímarúmi dagsins í
dag, sem merkir að þú ert að gera eitthvað
sem er á undan tímanum sem þú lifir á. Í dag
merkir það að hafa nútímalega hugsun að geta
hugsað eins og tuttugu ár fram í tímann, og að
þú getir fundið lyktina af því sem þú varst að
tala um fyrir tuttugu árum og miklast af því. Í
minni stöðu gildir það sem ég sagði áðan að ég
verð að hugsa tíu þúsund ár fram í tímann,
svo list mín getur alls ekki verið nútímaleg.
Öll mín verk, og aðeins hluti þeirra verður á
sýningunni hér, fjalla um hluti úr okkar tíma
og sýnir jafnframt hluti frá ævafornum tíma
og sumir hlutanna eru eilífir, alltaf jafngóðir
og gildir. Þú getur ekki sagt um þá að þeir til-
heyri þessum tíma frekar en öðrum.“
Sjónræn heimspeki
,,Ég hef orðið fyrir miklum áhrifum af ís-
lenskri náttúru og landslagið hér skilar sér
inn í myndir mínar, ég hef jafnvel notað ís-
lenskan sand í nokkrar mynda minna.“
Í framhaldi af því sem þú sagðir áðan og
eftir myndunum af dæma sem líkjast helst
blöndu af nútímalist og endurreisnarmálverk-
um, þá virðast verk þín tímalaus. Þau túlka
ekki einn tíma frekar en annan?
,,Ég veit það ekki sjálfur, nema það að ég
vil alls ekki vera tengdur við minn eigin tíma
eða tímann eftir hundrað ár eða svo. Mig lang-
ar til að vera tengdur við tíma sem er ekki til,
tímaleysi. Þess vegna leita ég að erkitýpum á
myndflöt verka minna. Málverkin eru líka
máluð á sama hátt og gömlu meistararnir mál-
uðu myndir sínar, til dæmis Rembrandt sem
starfaði á þeim tíma þegar handverk lista-
mannsins stóð með hvað mestum blóma í sög-
unni. Ég reyni að miða mig við hann og þá
tíma sem hann lifði á. Þegar ég ákvað að taka
hann mér til fyrirmyndar leið mér eins og hót-
elgesti við matarborð, þar sem þú getur valið
á milli margra ólíkra rétta. Ég var ungur þá
og það var offramboð af fyrirmyndum eins og
á allsnægtaborði stórmarkaðanna nú til dags.
Ég valdi ekki fyrirmynd vegna þess að ég
,,átti að velja hana“ heldur vegna þess að mér
,,líkaði hún“ og mér líkaði Rembrandt og hann
höfðaði til mín. Af allri listasögunni hreif bar-
okktímabilið mig mest og ég menntaði mig í
því tímabili og tók það mér til tæknilegrar fyr-
irmyndar. Ég var ekki póstmódernísk per-
sóna heldur póstmódernískur ,,veljari“ tutt-
ugu árum á undan póstmódernismanum.“
Hvert er viðhorf þitt til hinnar póstmódern-
ísku og hugmyndafræðilegu listar samtímans?
,,Ég hef engar skoðanir á henni og veit ekk-
ert um hana. Ég hef ósköp lítið velt lista-
stefnum fyrir mér og hef einkanlega stúderað
og skoðað heimspeki, vegna þess að mér
finnst málverk vera tegund af sjónrænni
heimspeki. Núna er ég mjög upptekinn við að
grandskoða Kant vegna þess að ég held, eða
öllu heldur veit, að Kant var höfundur hins
listræna viðhorfs sem við vorum að tala um
áðan. Hann skapaði það. Það skilur þetta eng-
inn fullkomlega, en ég fullyrði að Kant var
skapari þeirra reglna sem gilda í listinni.
Hann byggði reglur sínar einkanlega á kristi-
legum skilningi og þá skilningi mótmæl-
endatrúarinnar í Þýskalandi. Hann sagði: það
sem þú sérð með þínum líkamlegu augum og
þínum skilningi; er falskt! Það er einungis
rissið að baki sem er satt. Hann er leiðtogi nú-
tímalistarinnar og módernismans. Kant skrif-
aði verk sín um 1790 og í þeim lagði hann
grundvöllinn að nútímalistinni. Á undan Kant
var engin list til, bara handverk. Þess vegna
er ég ekki listamaður heldur kitsch-málari
vegna þess að ég fór aftur til þess tíma sem
ekki er brennimerktur af Kant.“
Þannig að við getum slegið því föstu að
Immanúel Kant er ekki meðal þinna upp-
áhalds manna eða helstu áhrifavalda?
,,Nei, nei, hann er andstæðingur minn!
Kant hefur svipaða stöðu innan listarinnar og
Marx hafði á meðal Marxista, þannig að ef þú
lítur á Kant sem höfuðóvin þinn eins og ég
geri, þá lítur þú í leiðinni á alla listgagnrýn-
endur sömu augum og sem óvini þína. Þeir
eru skilgetið afkvæmi hans! Hin listræna að-
ferð þeirra er afurð Immanúels Kant. Verk
eins og ég er að vinna að eru í augum Kants
lítilsigld vegna þess að ég fer ekki inn í hlut-
ina og virði þá fyrir mér þar og athuga hvað
býr að baki þeim. Ég held mig við yfirborðið
og birti þar allt sem ég vil segja.“
Fylgir ekki settum reglum
,,Rissið hérna á blaðinu er veröldin eins og
hún birtist hjá Kant, áður en við tökum til við
að móta hana,“ segir Odd Nerdrum og krafsar
með blýanti á bréfþurrku. Það er ekki ofsagt
að heimspekiprófessorinn frá Königsbergi er
honum ofarlega í huga: ,,En ég fyrirlít þetta
viðhorf ekki, það væri heimskulegt. Þetta er
einungis ein leið til að hugsa og ég tileinka
mér hana ekki.“
En rissið tekur smátt og smátt á sig form?
,,Já, þú getur skapað ýmis munstur með
rissinu eða jafnvel skapað austurlenska og
fjarlæga hugsun um náttúruna, eða hæðst að
henni og sagt: Náttúran er ógeðsleg. En á
þeim tíma þegar þú elskar náttúruna eða þér
líkar hún án þess að hika, þá ert þú sam-
kvæmt Kant án þekkingar á raunveruleik-
anum. Vegna þess að þegar þú ert glaður yfir
því að sjá eitthvað verður þú að gagnrýna það
í leiðinnni. Kant er mjög gagnrýninn og hann
var alltaf að hugsa um gagnrýni hreinnar
skynsemi. Ef þú ert ekki gagnrýnn í hugsun
þá ert þú ekki gáfaður og skilur barasta ekki
nokkurn hlut af því sem gerist í kringum þig.
Ég er ekki svona, ég fyllist gleði yfir því sem
er stórkostlegt og ég er ekki gagnrýninn að
upplagi.“
Lífið sjálft eins og það birtist þér án útskýr-
inga er þá ef til vill viðfangsefni þitt?
,,Ég fer aftur til hins sjónræna og hirði ekki
um mannlega veikleika. Þú verður að sjá hlut-
ina eins og þeir eru, að það býr ekkert að baki
þeim. Allt birtist á yfirborðinu, myndir mínar
fjalla um yfirborðið og sýna og segja allt sem
segja þarf. Mín útlegging á yfirborðinu er sú
að þú sért mjög hugfanginn af raunveruleik-
anum og þú horfir ekki á raunveruleikann
sem vandamál. Ég er málari raunveruleik-
ans.“
Hvað sérð þú á Íslandi, er það birtan eða
landslagið sem heillar þig eða er það eitthvað
allt annað? Er auðnin á Íslandi kannski eins
og heimurinn var áður en hugmyndafræðing-
arnir tóku til við að teppaleggja hann?
,,Ég er blóðlatur náungi og ég hata að mála
tré, öll laufblöðin þurfa hvert um sig sinn lit
og það eru allof mörg tré í Noregi. Já, Ísland
er öðruvísi og svo stórkostlegt vegna þess að
hér er allt þetta eyðilega landslag án trjáa og
þannig losna ég við þetta allt sem við höfum
yfirum nóg af í Noregi. Hérna er mynd af
Helgu, íslenskri stúlku sem dvaldist hjá okkur
í Noregi. Hún var sannarlega til sóma, hún
Helga hin fagra, eins og nafna hennar í Gunn-
laugs sögu Ormstungu.“
Hvað vilt þú segja við Íslendingana sem
vonandi flykkjast hingað til þess að sjá mynd-
ir þínar hér á Kjarvalsstöðum?
,,Ekki neitt! Ekki nokkurn skapaðan hlut.
Ég er svo hrifinn af Íslandi, landinu sjálfu og
fólki sem ég hef kynnst hér. Ég vil segja, og
þetta er áríðandi að komi fram; ég reyndi í
fimmtán ár að komast hjá því að halda þessa
sýningu vegna þess að ég vildi ekki halda
hana yfirhöfuð. Ástæða þessa er sú að ég vildi
ekki valda fólki vonbrigðum, ég veit að verk
mín valda fólki vonbrigðum vegna þess að þau
eru svo óhefðbundin og einstök og ég horfi ef
til vill öðruvísi á heiminn heldur en við erum
vön að gera. Núna er ég tilneyddur til að
halda sýninguna, mér er ekki undankomu
auðið að þessu sinni.“
Mér sýnist ýmislegt benda til þess að Ís-
lendingum muni líka sýningin, enda forfram-
aðir og öllu vanir.
,,Við erum að tala um ólíka hluti hér. Fólkið
er eitt, listgagnrýnendur annað. Fólkinu sem
hefur völdin í menningunni mun ekki líka
þessi sýning. Ég er óvinur þeirra markmiða
sem það setur sér. Þetta hefur orðið raunin í
Noregi, ég er sennilega hataðasta opinbera
persónan þar í landi. Ég vona bara að íslensk-
ur almenningur verði mér ekki reiður vegna
þess að ég hef átt hér svo góðar stundir og
eignast kæra vini. Það má ekki skilja þetta
sem svo að ég sé ill persóna en ég fylgi þó ekki
reglunum sem gilda. Ég hef aldrei getað gert
það sem pabbi segir mér að gera. Ég verð að
gera hlutina á minn hátt, ekki eins og fyr-
irmælin kveða á um, eða pabbi eða einhver
stofnun ákveður. Ef ég gerði það þá væri ég
nútímalistamaður, og það er eitthvað sem ég
vil alls ekki vera.“
Maður og hesthaus, 1993. Eig. Listasafnið í Bergen.
Tvíburar, 1998. Í einkaeign.
Bjargvætturinn, 1995–96. Eig. Forum Gallery, New York.