Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.2002, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.2002, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. MARS 2002 11 Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Íslandi, fyrst þær geta lifað báð- um megin á Grænlandi? SVAR: Moskítóflugur, Culicidae , eru tví- vængjur, Diptera , sem lifa um allan heim. Fullorðin kvendýr sjúga blóð úr spendýrum, fuglum og í sumum tilfellum skriðdýrum til að afla næringar og próteina. Án blóðmáltíðar geta þær ekki þroskað egg. Þær lifa ekki hér á landi, en eru algengar í nágrannalöndunum. Á Grænlandi eru tvær tegundir, Aedes nigripes, sem finnst með allri strandlengjunni og Aedes impiger, sem finnst á Norðvestur-Grænlandi. Í Noregi eru 28 tegundir, þar á meðal Aedes nigripes . Á Bretlandseyjum eru einnig 28 tegundir, en ekki að öllu leyti þær sömu og í Noregi. Í ná- grannalöndum austan við Ísland finnst 41 tegund. Lirfur moskítóflugna lifa í vatni. Þar sía þær þörunga og bakteríur úr vatninu sér til matar. Lirfurnar liggja upp við vatns- yfirborðið og stinga upp pípu til að ná í súr- efni úr loftinu. Þær halda sig oft í sefi eða annars staðar meðfram bökkum þar sem skuggi fellur á vatnið. Púpurnar liggja einnig undir vatnsyfirborð- inu og anda með pípum. Fullorðnu mosk- ítóflugurnar eru á kreiki á sumrin. Lirfur þroskast einnig á sumrin, lífsferill þeirra er stuttur og þær geta haft nokkra lífsferla á ári. Í köldum löndum eru moskítóflugur í dvala á veturna á púpustiginu, en púpustigið er stutt á sumrin. Allar ytri aðstæður sem lýst var hér á und- an eru til staðar á Íslandi. Sú tegund sem væri líklegust til þess að lifa hér á landi er Aedes nigripes. Hana fann ég einu sinni um borð í Flugleiðavél á Keflavíkurflugvelli. Vél- in var að koma frá Narsassuaq á Grænlandi og var á leið til Frankfurt í Þýskalandi. Vitað er að moskítóflugur geta lifað í hjólaskálum flugvéla í margar klukkustundir og borist þannig á milli landa, þó að hiti háloftanna fari niður í -50°C. Ástæðurnar fyrir því að moskítóflugur hafa ekki tekið sér bólfestu á Íslandi, og þá sér- staklega tegundin Aedes nigripes, gætu verið eftirfarandi:  Flugurnar hafa ekki borist úr flugförum í náttúruna.  Flugurnar hafa ekki getað fundið stað til þess að verpa í ef þær hafa borist hingað.  Lífsferill Aedes nigripes passar ekki við íslenskar aðstæður. Ólíklegt verður að teljast að moskítóflugan hafi ekki tekið sér bólfestu á Íslandi vegna þess að hún hafi ekki borist hingað eða að hún hafi borist hingað en ekki fundið sér stað til þess að verpa á. Moskítóflugan Aedes nigripes hefur fundist í flugvél hér á landi sem fyrr segir. Þá er reglulegt flug bæði frá Reykjavík og Akureyri til Grænlands. Nægar tjarnir og votlendi eru við flugvellina á báð- um þessum stöðum. Sennilega er skýringuna að finna í íslensk- um aðstæðum. Á Grænlandi og Norður- Skandinavíu er púpan í dvala undir ís á tjörn- um yfir veturinn en um leið og ísa leysir klekst púpan og flýgur upp sem fluga. Þetta gerist á vorin, því að vetur á heimskauta- svæðum er samfelldur. Á Íslandi eru hins vegar umhleypingar. Um miðjan vetur getur hlýnað skyndilega, ísa leyst en síðan kólnað fljótt aftur. Við þessi skilyrði myndi púpan klekjast út væri hún til staðar. Flugan þyrfti þá að leita að bráð til að sjúga úr blóð, síðan þyrfti hún nokkra daga til þess að þroska eggin, hitta maka og verpa eggjunum í tjarnir eða vot- lendi. Umskiptin í veðri á Íslandi á veturna eru svo hröð að moskítóflugan fær ekki svig- rúm til þess að ljúka lífsferli sínum. Við þess- ar aðstæður væri púpan því enn óþroskuð þegar aftur frysti og ís myndaðist á tjörnum. Á Íslandi eru aftur á móti nokkur önnur skordýr sem sjúga blóð úr spendýrum, eins og til dæmis lýs, flær, veggjalýs og bitmý. Lýs og flær eru sníkjudýr sem eru með fasta búsetu á hýslinum eða í bústað hans og veggjalúsin lifir í húsum. Bitmý lifir hins vegar villt í ám og lækjum og fullorðna flugan sækir á spendýr. Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við HÍ. Hvernig færði Adam Smith rök fyr- ir því að stuðla bæri að versl- unarfrelsi? SVAR: Meginhugmyndir Adams Smiths í Auð- legð þjóðanna , sem fyrst kom út árið 1776, voru tvær. Önnur var, að atvinnulífið gæti verið skipu- legt án þess að þurfa að vera skipulagt. Á frjálsum markaði getur myndast röð og regla í krafti frjálsra viðskipta og annarra eðlilegra samskipta einstaklinganna. Þetta kallaði Smith skipulag náttúrulegs frelsis eða the system of natural liberty. Hin hugmynd Adams Smiths var, að eins gróði þyrfti ekki að vera annars tap. Þetta skýrði hann með verkaskiptingu og við- skiptum. Tökum einfalt dæmi. Tveir menn eru á eyju og þurfa að nærast á fiski og kókoshnetum. Öðrum, Róbinson Krúsó, er lagið að veiða fisk. Hann getur veitt 8 fiska á dag. Hann kann hins vegar illa að tína kókoshnetur. Hann get- ur tínt 4 hnetur á dag. Hinn maðurinn, Föstu- dagur, kann vel að tína kókoshnetur og getur tínt 8 á dag. En honum er ekki eins lagið og Krúsó að veiða fisk. Hann getur aðeins veitt 4 fiska á dag. Ef þeir félagar vinna hvor í sínu lagi, þá veiðir Krúsó 4 fiska og tínir 2 hnetur á dag, en Föstudagur tínir 4 hnetur og veiðir 2 fiska á dag. Þetta eru samtals 6 fiskar og 6 kókoshnetur. Ef þeir einbeita sér að því, sem þeir gera betur en náunginn, þá verður heild- arafraksturinn á hinn bóginn 8 fiskar og 8 kókoshnetur. Nú vita allir, að einstaklingar hafa ólíka hæfileika, og þjóðir búa við misjöfn skilyrði. En til þess að einstaklingar og þjóðir geti ein- mitt nýtt sér hæfileika og skilyrði annarra, þurfa viðskipti að vera frjáls. Kenningu sína notaði Adam Smith til að gagnrýna kaupskaparstefnuna eða merkant- ilismann , sem naut talsverðs fylgis á dögum hans. Samkvæmt kaupskaparstefnunni átti að örva útflutning, en takmarka innflutning. Smith svaraði því til, að þjóðir græddu eins mikið á innflutningi og útflutningi: Þær nýttu sér með hvoru tveggja alþjóðlega verkaskipt- ingu. Þess má geta, að Jón Sigurðsson forseti var lærisveinn Adams Smiths. Í ritgerð hans um verslun á Íslandi árið 1843 færir hann sömu rök og Smith fyrir verkaskiptingu og við- skiptum. Enn fremur má nefna fyrsta hag- fræðiritið á íslensku, Auðfræði eftir Arnljót Ólafsson, sem kom fyrst út 1880. Þá er að geta hinnar frægu ritgerðar Jóns Þorlákssonar, verkfræðings og forsætisráðherra, Milli fá- tæktar og bjargálna , sem birtist á prenti 1929 og oft eftir það. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. AF HVERJU LIFA EKKI MOSKÍTÓ- FLUGUR Á ÍSLANDI? Að vanda leitaði Vísindavefur Háskóla Íslands svara við ýmsum forvitnilegum spurningum í vik- unni sem er að líða. Til dæmis má nefna svör við því hvort Keltar hafi verið mannætur fyrir 2000 árum, hvað sé að skilja skoðun og atburð og hver eigi fiskinn í gátu Einsteins. VÍSINDI sjónrými, hljómrými o.s.frv. Þrátt fyrir að vera mikil bók og áhugaverð hlaut hún enga athygli meðal fjölmiðla. Nokkrar smærri bæk- ur komu út næstu misseri en mestar vonir batt McLuhan við From Cliché to Archetype sem kom út árið 1970 og hann skrifaði með kanadíska ljóðskáldinu Wilfred Watson. Bókin byggðist á þeirri kenningu McLuhans að tækni og starfshættir eins tímabils í sögunni verði gjarnan listform og erkitýpur þess næsta. Tækni og starfshætti líðandi stundar kallaði McLuhan „klisjur“ enda væru það tjáningarform sem mettuðu samtímamenn- inguna og væru notuð án umhugsunar um merkingu þeirra. Erkitýpísk tjáningarform kölluðu hins vegar á athygli og voru hlaðin merkingu. Þrátt fyrir áhugavert efni var bókin misheppnuð og fékk litla athygli. Eins og allar þær bækur sem McLuhan átti eftir að gefa út á áttunda áratugnum leið þessi fyrir óreiðu- kennda byggingu og framsetningu. Bækurnar voru allt að því ólæsilegar, eins og ævisagna- ritari hans segir, enda hafa þær ekki verið endurprentaðar. Það var kannski einkennileg- asta þversögnin í lífi McLuhans að þessi frum- kvöðull í rannsóknum á því hvernig miðlun á sér stað skyldi ekki huga betur að miðlun eigin hugmynda en raun ber vitni (en á því máli er þó önnur hlið eins og vikið verður að síðar). Það eina sem vakti athygli á McLuhan þeg- ar hér var komið sögu var að hann vakti ekki lengur neina athygli. Hann virtist hafa reynt þá kenningu Andys Warhols á sjálfum sér að takmarkalaus spurn fjölmiðla eftir efni myndi að endingu gera alla fræga í fimmtán mínútur. Um svipað leyti og bók hans um klisjur og erkitýpur kom út haustið 1970 birtist skop- mynd í The New Yorker þar sem fólk úr sam- kvæmislífi borgarinnar veltir því fyrir sér hvort of snemmt sé að spyrjast fyrir um afdrif Marshalls McLuhans. Höfundur skopmyndar- innar hefur vafalaust ekki verið sá eini sem þótti þetta tímabær spurning en við vitum nú að hann hafði rangt fyrir sér. Þótt McLuhan hafi ekki lengur átt upp á pallborðið meðal samkvæmisljónanna í New York og ætti erfitt uppdráttar á heimaslóðum þá hafði hann haft áhrif á fræðimenn víða um heim og í verkum þeirra héldu hugmyndir hans áfram að þróast. Í bók sinni McLuhan and Baudrillard: The Masters of Implosion (1999) heldur Gary Gen- osko því fram að kenningar McLuhans hafi lif- að góðu lífi í verkum franskra fræðimanna á áttunda og níunda áratugnum þegar hljótt var um þær vestan hafs. Einkum hafi Jean Baudr- illard nýtt sér hugmyndir McLuhans í umfjöll- un sinni um sýndarveruna sem hin rafvæddu boðskipti hafa skapað. Það sé ekki síst Baudr- illard að þakka að McLuhan sé nú aftur á hvers manns vörum. McLuhan, sýndarveran og stiklutextinn McLuhan gerði sér of rómantískar hug- myndir um rafvæðinguna, að margra mati – og það má að vissu leyti til sanns vegar færa að heimsþorpið hafi verið afdankaður húm- anismi, ógagnrýnin tæknirómantík. Kenning McLuhans um rafvæðinguna gerði ekki ráð fyrir því að sambúðin í heimsþorpinu gæti orð- ið rafmögnuð, til dæmis ef hún myndi raska hefðbundnum valdahlutföllum. Þeir sem ekki höfðu trú á að ráðandi efnahagsleg og pólitísk öfl væru tilbúin til að láta nýrri tækni eftir að dreifa valdinu, eins og McLuhan taldi að hún myndi gera, bentu á að nálægðin og frelsið sem auðveldari og hraðari boðskipti áttu að skapa gætu hæglega snúist upp í andhverfu sína. Gagnrýnislaus afstaða McLuhans til mögu- leika hinnar nýju rafvæddu miðlunar var ein ástæða þess að vinsældir hans döluðu svo mjög um og upp úr 1970. Byltingargjörn 68- kynslóðin hélt fram róttækri gagnrýni á ríkjandi valdakerfi og var ekki jafn trúuð á að tæknin myndi leysa vandamál heimsins og McLuhan. Í kenningu hans skorti til dæmis raunhæf svör við því hvernig ætti að bregðast við aukinni samþjöppun valds og fjármagns í heimi sem tæknin gerði sífellt minni. Í eyrum þessara gagnrýnenda hljómuðu kenningar McLuhans eins og trúarsetningar og á það hefur reyndar verið bent að það myndi litlu breyta um innra samhengi þeirra þótt í stað „rafmagns“, „miðils“ og „heimsþorpsins“ væru sett hugtökin „heilagur andi“, „guð“ og „Róm“. Guy Debord, einn af kennismiðum 68-bylt- ingarinnar, gerði einnig gys að heimsþorpi McLuhans og sagði að „hefðarveldi ríkti iðu- lega í þorpum, ólíkt stærri bæjum“, auk þess sem „einangrun, hnýsni, leiðindi og illkvittnar gróusögur“ einkenndu mannlíf þess. En Deb- ord, sem var einn af hinum svokölluðu aðstæð- ingum (e. situationists) og gerði (kapítalískt fjölmiðla-) samfélag sýndarinnar eða sjónar- spilsins að umfjöllunarefni í frægri bók, La société du spectacle (1967), benti líka á það fyrstur manna í ritinu Comments on the Soc- iety of the Spectacle (1990) að McLuhan, þessi „fyrsti forsvarsmaður sýndarsamfélagsins, sem virtist vera sannfærðasti fáviti aldarinn- ar, snerist hugur þegar hann loksins áttaði sig á því árið 1976 að fjölmiðlarnir ælu á óskyn- semi og tími væri kominn til að takmarka starfsemi þeirra“. Það er hins vegar merkilegt að fjölmargir þeirra sem hafa tekið upp kenn- ingar McLuhans hin síðari ár og notað þær til að fjalla um samfélag sýndarverunnar á öld stafrænna boðskipta hafa litið fram hjá þess- ari afstöðubreytingu McLuhans. Í anda The Gutenberg Galaxy hafa margir þessara fræði- manna fagnað stafrænu upplýsingabylting- unni sem frelsandi afli en eru þar með að stíga í sama (pólitíska) pyttinn og McLuhan gerði. Að auki er sýn þeirra álíka takmörkuð – það fer til dæmis fram hjá þeim að hin stafræna tækni hefur augljóslega aukið möguleika á að stýra neyslu almennings, valfrelsi fólks er að hluta til blekking. Þannig má segja að vin- sældir McLuhans séu enn á ný að nokkru leyti byggðar á ákveðnum misskilningi eða einföld- unum á kenningum hans. Dauða McLuhans bar að aðfaranótt gaml- ársdags árið 1980, í dögun áratugarins þegar örgjörvinn og kísilflagan urðu til, Bill Gates kom fram á sjónarsviðið og einnig Apple, Netscape og mótaldið sem færðu okkur öld einkatölvunnar, Netsins, veraldarvefjarins og sýndarverunnar. Allt voru þetta nýjar tækni- legar framlengingar á taugakerfi mannsins og þótt McLuhan hafi aldrei farið inn á spjallrás eða átt í tölvupóstsamskiptum eða hlaðið niður texta og myndum og sjónvarpsefni af Netinu eða hlaupið um í sýndarveruleika þá áttuðu menn sig á því að það mátti nýta kenningar hans til þess að skilja um hvað öll þessi undur snerust. McLuhan hefur jafnvel verið kynntur sem boðberi hinnar stafrænu upplýsingabylt- ingar, sem afturgenginn hvatamaður að sam- félagi sýndarverunnar og spámaður netvið- skiptanna. Sjálfur leit hann hins vegar aldrei á sig sem einhvers konar sjáanda. Kenning hans og aðferð gekk þvert á móti út á að rýna í sögulega þróun um merkingu (miðla) samtím- ans. Þannig hefði hann að öllum líkindum haldið því fram að tölvan notaði tækni ritvél- arinnar og inntak hennar væri hið sama og sjónvarpsins, símans, símbréfsins og dag- blaðsins. Orðræða síðustu ára um sýndarveruna hef- ur að vissu leyti lifað sjálfstæðu lífi, hún hefur ekki endilega fjallað um eðli þeirrar tækni sem gerir okkur kleift að upplifa „raunveru- lega“ sýndarveru. Í anda McLuhans hefur hún hins vegar þegar best lætur bent á áhrif þeirr- ar fjölmiðlatækni sem við búum við. Þannig hefur títtnefndur Jean Baudrillard verið í hlutverki strákpjakksins í sögunni um nýju fötin keisarans þegar hann hefur til dæmis haldið því fram að Flóastríðið hafi aldrei átt sér stað, það sem við sáum í sjónvarpinu hafi einungis verið táknmyndir stríðs, endurfram- leiddar úr draumasmiðjum Hollywood. Sjálfur lýsti McLuhan reyndar eins konar ofurveruleika (hugtak fengið úr smiðju Baudr- illards og vísar til hvarfs veruleikans) er hann sagði að rafvæddir fjölmiðlar myndu eyða til- finningu mannsins fyrir tíma og rúmi og skapa umhverfi þar sem öll skynsvið mannsins eru jafn virk, rétt eins og þau voru fyrir daga prentsins, í ættbálkasamfélaginu þar sem lík- aminn endurspeglaði heiminn og öfugt, mað- urinn gat haft áhrif á náttúruna með tungu- málinu og galdramenn læknuðu meinsemdir með seiði orða. Í skrifum hans fólst líka óvæntur fyrirboði um það hvernig hið ritaða mál myndi þróast í nýju umhverfi raf- og tölvuvæðingar. Michel A. Moos, sem er einn af framsæknustu sporgöngumönnum McLuhans, hefur bent á að hin óreiðu- og brotakennda framsetning hans á efni bóka sinna sé ekki ósvipuð stiklutexta (e. hypertext) Netsins. Stiklutextinn er án upphafs og án endis rétt eins og bækur McLuhans, hann er opið kerfi og hirðir ekki um línulega framsetningu, líkt og hið prentaða mál, heldur byggist á fjölrása tengingum, ekki ósvipað hinu mælta máli sem var jú frumgerð bóka McLuhans. Moos sýnir fram á hvernig inntak (bókar)forms eða miðils McLuhans setur hann í samhengi við kenn- ingar póststrúktúralista á borð við Roland Barthes, Michel Foucault, Jacques Derrida og Donna Haraway um tungumálið og þekk- inguna og hugmyndir póstmódernista eins og Baudrillard, Paul Virilio og Deleuze og Guatt- ari um samspil táknmynda og veruleika. Raf- væðingin braut upp hina línulegu framsetn- ingu prentsins og bjó þannig rituðum texta nýtt form (sem er samkvæmt kenningum McLuhans sömu ættar og hið talaða orð). Þessi nýja tegund texta endurspeglast í kenn- ingum fyrrnefndra fræðimanna og í stiklutext- anum þar sem hin línulega og röklega end- urspeglun á veruleikanum er brotin upp eða afbyggð, svo notað sé hugtak frá Derrida. Moos bendir með öðrum orðum á að miðill McLuhans (prentið) sé í raun merking hinnar nýju raf- og stafrænu tækni. Með svolitlum út- úrsnúningi mætti jafnvel halda því fram að McLuhan sé merking umhverfis okkar um þessar mundir. throstur@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.