Morgunblaðið - 20.04.2004, Síða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 13
w
w
w
.c
lin
iq
ue
.c
om
www.lyfja.is
100% ilmefnalaust
GÓÐ
GJÖF
Lyfju Lágmúla í dag kl. 13-17
Lyfju Smáratorgi á morgun kl. 13-17
Lyfju Spöng á morgun kl. 13-17
Lyfju Laugavegi föstudag kl. 13-17
Lyfju Smáralind laugardag kl. 13-17
Lyfju Smáralind sunnudag kl. 13-16
Lyfju Garðatorgi þriðjudag kl. 13-17
Lyfju Setbergi miðvikudag kl. 13-17
Kaupauki 6 hlutir!
Ef þú kaupir tvo hluti eða fleiri frá CLINIQUE er þessi
gjöf til þín:*
• Dramatically Different Moisturizing Lotion 15 ml.
• Moisture Surge Extra 7 ml.
• Firming Body Smoother 40 ml.
• High Impact augnskuggi South beach
• Lash Doubling maskari
• Colour Surge varalitur Sassy spice
*Meðan birgðir endast
Ráðgjafi frá CLINIQUE verður í Lyfju:
STJÓRN Special
Olympics bauð nýver-
ið forseta Íslands,
Ólafi Ragnari Gríms-
syni, að taka sæti í
stjórninni og hefur
forsetinn ákveðið að
þiggja það boð. Í
fréttatilkynningu sem
send var út frá höfuð-
stöðvum samtakanna
í Washington er þessi
ákvörðun tilkynnt.
Forseti Íslands er
fyrsti þjóðhöfðinginn
sem boðið er að taka
sæti í stjórninni. Öflug starfsemi á
vegum Special Olympics fer fram
reglulega um allan heim og eru
samtökin nú talin með áhrifarík-
ustu íþrótta– og mannúðarhreyf-
ingum í veröldinni.
Special Olympics voru stofnuð
að frumkvæði Kennedyfjölskyld-
unnar árið 1968 og hafði Eunice
Kennedy Shriver, systir Johns F.
Kennedys Banda-
ríkjaforseta, forystu í
þeim efnum. Fjöl-
skylda hennar, þar á
meðal Maria Shriver
og eiginmaður hennar
Arnold Schwarzen-
egger, ríkisstjóri í
Kaliforníu, hafa síðan
gert samtökin að öfl-
ugri alþjóðlegri hreyf-
ingu sem skipuleggur
heimsleika þroska-
heftra og seinfærra í
nafni Special Olymp-
ics. Á heimsleikana
sem haldnir voru á Írlandi í fyrra
komu þúsundir keppenda frá
rúmlega 180 löndum.
Þátttaka Íslands í heimsleikum
þroskaheftra og seinfærra hefur
verið skipulögð af Íþróttasam-
bandi fatlaðra og fjöldi íslenskra
keppenda tók þátt í leikunum á Ír-
landi og einnig þeim sem haldnir
voru í Bandaríkjunum árið 1999.
Forseti Íslands
tekur sæti í stjórn
Special Olympics
LANDSNET sjálfstæðiskvenna efnir
til fundar í hádeginu í dag um hvort
breytinga sé þörf á jafnréttislöggjöf-
inni. Fundurinn verður í gamla Iðnó,
2. hæð, og hefst klukkan 12.
Til máls taka Margrét Einarsdótt-
ir, lögmaður og varaborgarfulltrúi,
Kristinn Már Ársælsson, stjórnar-
maður í Heimdalli, og Sigríður Anna
Þórðardóttir, alþingismaður og verð-
andi ráðherra. Að stuttum framsög-
um loknum taka við fyrirspurnir og
umræður undir stjórn Helgu Guðrún-
ar Jónasdóttur, formanns Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna.
„Eins og kunnugt er hefur stjórn
Heimdallar sent frá sér ályktun þess
efnis að jafnréttislöggjöfin sé óþörf og
að fara verði aðrar leiðir til að tryggja
árangur í jafnréttisbaráttu kynjanna.
Á fundinum verður krufin umræða
undanfarinna daga og vikna um það
hvort breytinga sé þörf á jafnréttis-
löggjöfinni,“ segir í fréttatilkynningu.
Fundur um jafnréttislöggjöfKARLMENN segja nei við nauðg-
unum, er yfirskrift átaks sem
karlahópur Femínistafélags Ís-
lands hleypti af stokkunum í gær
og ætlar að standa að þessa vikuna.
Átakið er framhald þess sem hófst
um verslunarmannahelgina í fyrra
og gengur út á að vekja karlmenn
til umhugsunar um nauðganir. Með
átakinu vill karlahópurinn fá karla
til að staldra við og velta fyrir sér
því hvað þeir geti gert til að koma í
veg fyrir nauðganir. Karlahóp-
urinn vill með átakinu virkja krafta
karla í baráttunni gegn ofbeldi á
konum.
„Við erum að halda áfram með
átak sem við byrjuðum í fyrra.
Okkur langaði að byrja sumarið á
þessum jákvæðu nótum, að koma
þessum boðskap á framfæri við
karlmenn og fá þá til að ræða þessa
hluti. Það er þessi samábyrgð karl-
manna sem við viljum leggja
áherslu á,“ segir Hjálmar Sigmars-
son í karlahópi Femínistafélagsins.
Hann segir það ekki ætlunina að
benda á karlmenn sem einhvers
konar sökudólga, heldur vilji karla-
hópurinn hvetja karlmenn til að
standa saman í því skyni að koma í
veg fyrir nauðganir.
Kemur körlum líka við
Á föstudag hyggjast meðlimir
karlahóps Femínistafélagsins
standa fyrir utan nokkrar verslanir
ÁTVR og vekja athygli á átakinu.
„Við ætlum að vera vel merktir og
fá aðra karlmenn til að taka þátt í
þessari umræðu. Við erum að
reyna að koma því til skila að þetta
er ekki endilega kvennamál sem
kemur körlum ekki við,“ segir
Hjálmar.
Styrktaraðilar átaks karlahóps-
ins eru auglýsingastofan Hvíta hús-
ið, Lýðheilsustöð og Reykjavík-
urborg. Borgarstjóri, Þórólfur
Árnason, fékk afhentan bol með
merki átaksins í ráðhúsinu í gær-
dag. Hildur Jónsdóttir, jafnrétt-
isráðgjafi Reykjavíkurborgar,
sagði við það tækifæri að það væri
afar jákvætt að karlar tækju frum-
kvæði gegn nauðgunum með þess-
um hætti.
Að sögn Arnars Gíslasonar, liðs-
manns karlahópsins, vilja þeir sem
að átakinu standa hvetja karlmenn
til að ræða sín á milli um þann
glæp sem nauðgun er. „Hugmyndin
er að karlmenn tali við karlmenn.
Þótt langfæstir karlmenn nauðgi
nokkurn tímann þá eru flestar
nauðganir þannig að karlmenn
nauðga konum. Þetta er svartur
blettur sem við þurfum að hreinsa
af okkur. Við erum að reyna að
gera þetta með því að hvetja karla
til að tala við vini sína,“ segir Arn-
ar.
Karlar gegn nauðgunum
Morgunblaðið/Ásdís
Arnar Gíslason frá karlahópi Femínistafélagsins afhenti Þórólfi Árnasyni bol með áletruninni NEI sem er merki
átaks hópsins gegn nauðgunum. Borgarstjóri fagnaði átakinu og óskaði hópnum velfarnaðar. Arnar hvatti borg-
arstjóra, eins og aðra karla, til að ræða um nauðganir í sínum vinahópi.
Undirskriftir gegn útlend-
ingafrumvarpi afhentar
Morgunblaðið/Sverrir
Bjarni Benediktsson tekur við listum með undirskriftum.
UM þrjú þúsund fimm hundruð og
fjörutíu undirskriftir söfnuðust
gegn frumvarpi dómsmálaráðherra
um breytingar á útlendingalögum,
en aðstandendur undirskriftasöfn-
unarinnar afhentu Bjarna Bene-
diktssyni, formanni allsherjarnefnd-
ar, undirskriftalista í skrifstofum
Alþingis í gær. Þess er vænst að
þingmenn taki þessa vísbendingu
um vilja fólks til greina við meðferð
frumvarpsins.
Toshiki Toma, prestur innflytj-
enda, afhenti undirskriftirnar fyrir
hönd hópsins, sem samanstendur af
fjölmörgum samtökum, þar á meðal
ungliðahreyfingum stjórnmálaflokk-
ana, Fjölmenningarráði, Frjáls-
hyggjufélaginu og Félagi kvenna af
erlendum uppruna. Toshiki segir
undirskriftalistann senda mjög skýr
skilaboð til stjórnvalda. „Mér finnst
þetta skuldbinda Alþingi til að end-
urskoða þetta frumvarp og breyta
þeim hlutum sem við gerðum at-
hugasemdir við. Ef frumvarpið
verður að lögum mun það ekki leysa
vandamál, heldur valda fleiri vanda-
málum í framtíðinni,“ sagði Toshiki.
Mikil ánægja með söfnunina
Að sögn Bjarna Ólafssonar, eins
af aðstandendum umræðuvefsins
deiglan.com, ríkir mikil ánægja með
fjölda undirskrifta. „Listinn var
uppi í rúma viku og fyrstu dagana
var páskahelgin, þannig að það fór
ekki að telja fyrr en síðasta þriðju-
dag. Við vorum himinlifandi yfir
undirtektunum og við vonum að
þetta hafi áhrif á nefndina,“ segir
Bjarni og bendir á að stuðnings-
menn frumvarpsins hafi einungis
náð að safna tæpum fimm hundruð
undirskriftum og þar af hafi margar
verið ógildar og á endanum hafi list-
anum verið eytt.
Gagnlegur fundur
Bjarni Benediktsson sagði að
loknum fundi allsherjarnefndar að
fundað hafi verið með fjölda aðila
sem höfðu umsagnir um frumvarpið.
Þar á meðal hafi verið fulltrúar
þeirra aðila sem gerðu þær athuga-
semdir við frumvarpið sem undir-
skrifendur studdu við. „Við hlýdd-
um á þeirra sjónarmið og ég tel að
við höfum átt gagnlegan fund,“ seg-
ir Bjarni.
„Að hluta til held ég að hann hafi
verið gagnlegur fyrir nefndarmenn
til að fara dýpra í athugasemdir
þessara aðila. Einnig tel ég að fund-
urinn hafi verið gagnlegur fyrir
þessa aðila til að skilja forsendur
þessa máls. Það mun koma í ljós
hvort eða að hve miklu leyti þessi
sjónarmið koma til með að hafa
áhrif til breytinga á frumvarpinu.“