Morgunblaðið - 20.04.2004, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.04.2004, Qupperneq 17
og loðnar skulu þær vera.“ Wahhabisminn kom upp í Nejd- héraði í miðri Arabíu og hafði það að markmiði að berjast gegn heiðnum siðum, sem aftur voru farnir að láta á sér kræla, til dæmis það að vitja grafa og bera armbönd. Samningur, sem Mu- hammad ibn Saud gerði við Ab- del-Wahhab, leyfði Saud-ættinni að færa út yfirráðasvæði sitt með heilögu stríði og þegar hún hafði lagt undir sig alla Arabíu snemma á síðustu öld, gleymdist þessi stuðningur ekki. Nú eru trúmálaráðherrann og fleiri hátt- settir embættismenn beinir af- komendur Abdel-Wahhabs. Flest bannað, einkum konum Klerkarnir hafa alla tíð reynt að berjast gegn vestrænum nýj- ungum, ritsímanum, útvarpinu, sjónvarpinu og menntun kvenna. Þeir reyndu meira að segja að koma í veg fyrir kennslu í eðlis- og efnafræði. Það tókst þeim ekki en þótt þeir hafi orðið að láta í minni pokann á sumum sviðum, hafa völd þeirra verið aukin á öðrum, ekki síst í samfélags- málum. Bannlisti trúmálaráðuneytisins er langur og ekki síst þegar kem- ur að konunum. Þeim er til dæm- is bannað að „reyta augabrún- irnar, klæðast óviðeigandi fatnaði, nota snyrtivörur og ilmvötn, vera með farsíma“ og þannig fram eft- ir götunum. „Ég fékk það á tilfinninguna þegar ég skoðaði listann, að þetta væri okkar útgáfa af Stóra bróð- ur George Orwells,“ sagði Abeer Mishkhas, sádi-arabísk kona, sem skrifað hefur um þessi mál í Arab News. Umbótaáhugi að aukast Í skoðanakönnunum kemur fram, að þrátt fyrir afturhaldið sé umbótaáhuginn vaxandi enda eru blikur á lofti í sádi-arabískum efnahagsmálum. Það er líka til marks um nýja tíma, að al- Sulhaimi, kennarinn fyrrnefndi, er óhræddur við að segja frá sínu máli og fjölmiðlar að birta það. Al-Sulhaimi segir, að þegar hann kom til Al-Abna-skólans 1999, hafi hann haft ýmis „ver- aldleg plögg“ í farangrinum. Hann hafi meðal annars verið bú- inn að skrifa um egypska rithöf- undinn Taha Hussein og verið aðdáandi sýrlenska ljóðskáldsins Nizars Qabbanis. Þeir eru báðir látnir en wahhabistar líta á þá sem villutrúarmenn. Segir al- Sulhaimi, að ákærurnar séu upp- lognar. Meðal annars séu ummæli hans um ástina túlkuð þannig, að með þeim hafi hann lagt blessun sína yfir samkynhneigð og hór- dóm. „Þessir menn ljúga í nafni trú- arinnar,“ segir al-Sulhaimi. „Þeir líta á það sem guðsþakkarverk, heilagt stríð, að ofsækja þá, sem eru veraldlega þenkjandi eða vilja breytingar.“ ’Fékk á tilfinn-inguna að þetta væri okkar útgáfa af Stóra bróður.‘ ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 17 FJÖLMENNUSTU kosningar í heimi hefjast á Indlandi í dag, en alls eru rúmlega 670 milljónir manna á kjörskrá. Frambjóðendur þjóðernissinnaðra hindúa vonast til að mikill efnahagsuppgangur undanfarið verði til þess að kjósendur veiti þeim endurnýjað umboð til að stjórna landinu. Kjördagar verða fimm, á tímabilinu fram til tíunda maí. Kjörstaðir eru rúmlega 700 þús- und og kjördæmin 543. AP Kjörfundarstjórar á leið á kjörstaði í Luri á Indlandi í gær. 670 milljónir á kjörskrá COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sætir nú gagnrýni í bandarísku stjórninni fyrir að greina Bob Woodward frá efasemdum sín- um um stríðið í Írak og heimila hon- um að tíunda þær í nýrri bók, „Árás- aráætlun“. Hefur þetta valdið miklum titringi í Hvíta húsinu í Washington, að sögn The New York Times, og magnað spennuna milli Powells og hörðustu stuðningsmanna stríðsins í stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta. Nokkrir heimildarmanna blaðsins segja að bókin hafi valdið Powell svo miklum vandræðum í stjórninni að nú sé öruggt að hann verði ekki utanrík- isráðherra áfram verði Bush endur- kjörinn í kosningunum í nóvember. Powell hefur ekki viðurkennt að hann hafi skýrt Woodward frá efa- semdum sínum en þær eru tíundaðar svo nákvæmlega í bókinni að talið er öruggt að upplýsingarnar séu komn- ar frá utanríkisráðherranum. Tals- maður Powells sagði á sunnudag að hann hygðist ekki ræða bókina. Furðu lostnir Powell og aðstoðarmenn hans hafa gefið til kynna í rúmt ár að hann hafi haft áhyggjur af því fyrir stríðið að margt gæti farið úrskeiðis eftir að innrásarliðið næði Írak á sitt vald. Hörðustu stuðningsmenn stríðsins í Bush-stjórninni segjast undrast mjög þá ákvörðun Powells að ganga til samstarfs við Woodward og hjálpa honum að draga upp mynd sem væri utanríkisráðherranum sjálfum mjög í hag, ef til vill á kostnað forsetans, því að Powell kæmi þar fram sem mjög framsýnn sérfræðingur í utanrík- ismálum. Nokkrir heimildarmenn The New York Times sögðust hafa talið líklegt að Powell yrði ekki utanríkisráðherra áfram næði Bush endurkjöri en bókin tæki af öll tvímæli um að hann léti af embætti eftir kosningarnar í nóv- ember. „Margir eru furðu lostnir yfir því hvernig Powell utanríkisráðherra notar þessa bók sem tækifæri – svo þetta sé orðað á sanngjarnan hátt – til að útskýra afstöðu sína í málinu,“ hafði The New York Times eftir emb- ættismanni í Washington. „En bókin veldur ýfingum í stjórninni, sem er afar óheppilegt.“ Annar embættismaður sakaði Powell um að hafa það fyrir vana að firra sig ábyrgð á ákvörðunum stjórnarinnar þegar eitthvað færi úr- skeiðis. „Mikil sápuópera hefur spunnist um hann.“ Ræðast enn við Samstarfsmenn Powells sögðu að hann myndi standa af sér gagnrýn- ina, enda hefði lengi verið vitað um efasemdir hans um stríðið. Menn ættu ekki að álasa honum fyrir að hafa á réttu að standa og það væru frekar Donald Rumsfeld varn- armálaráðherra og Dick Cheney varaforseti sem væru í vandræðum. Samstarfsmenn Powells segja að samskipti hans við Rumsfeld og Cheney hafi lengi verið stirð en það sé samt ekki rétt að þeir ræðist varla við, eins og fram kemur í bókinni. Condoleezza Rice, þjóðarörygg- isráðgjafi Bush, tók í sama streng í sjónvarpsviðtali á sunnudag og sagði að sambandið milli Powells og Chen- eys væri „vinsamlegt“. Los Angeles Times hafði eftir Rice að það væri ekki heldur rétt hjá Woodward að Bush hefði ákveðið inn- rásina í Írak snemma í janúar 2003. Ákvörðunin hefði verið tekin í mars eftir að reynt hefði verið til þrautar að komast hjá stríði. Rice vísaði því einnig á bug að sendiherra Sádi-Arabíu í Washington hefði verið skýrt frá ákvörðuninni um innrás tveimur dögum áður en Powell hefði fengið að vita af henni, eins og haldið er fram í bókinni. Mikill kurr í stjórn Bush vegna bókar Woodwards Colin Powell gagnrýndur fyrir að leysa frá skjóðunni AP Bob Woodward blaðamaður. DÓMARAR í alþjóðasakamáladóm- stólnum í Haag milduðu í gær dóm yfir einum hershöfðingja Bosníu- Serba en kváðu einnig upp úr með það, að fjöldamorðin í Srebrenica hefðu verið þjóðarmorð. Dómnum yfir Radislav Krstic var fyrir áfrýjunarrétti breytt í 35 ára fangelsi en áður hafði hann verið dæmdur í fangelsi í 46 ár. Tóku dómararnir fram, að fjöldamorðin í Srebrenica skuli kölluð sínu rétta nafni, sem sé „þjóðarmorð“. Úr- skurðurinn skiptir miklu máli í rétt- arhöldunum yfir Slobodan Milosev- ic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, en hann er sakaður um að hafa átt að- ild að áætlunum um þjóðarmorð á múslímum í Bosníu. Dómurinn auð- veldar einnig skilgreiningu á þjóð- armorði, sem getur nú átt við um fjöldamorð af fyrrnefndu tagi þótt þau nái ekki til heillar þjóðar eða þjóðarbrots. Þjóðarmorð Haag. AP. KARL Gústaf Svíakonungur og Karl Filippus prins, sonur hans, skemmtu sér á sunnudagskvöld með kapp- akstri þar sem ekið var á allt að 160 kílómetra hraða á klukkustund. Kappaksturinn fór fram á hrað- brautinni E 18 milli Stokkhólms og Karlskoga vestur af höfuðborginni. Sylvía drottning mun hafa setið við hlið kóngsins. Norrænir fjölmiðlar fjölluðu í gær talsvert um þennan kappakstur feðganna. Aftonbladet sænska birti myndir af bílunum, ljósbláum Porsche 911 Carrera Coupe, árgerð ’87, sem prinsinn ók, og gulum 381 hestafla Porsche Carrera kóngsins. Mun mörgum ökumanninum á E 18 hafa brugðið í brún þegar kóngafólk- ið þaut fram úr þeim á ofsahraða. Þá sást til Magðalenu, yngri prins- essu sænsku konungshjónanna, þar sem hún rak lestina á Saab. Vitni segja lögreglubíl hafa tekið þátt í kappakstrinum en honum bar að fylgja kóngafólkinu til verndar því. Talsmaður sænsku hirðarinnar neitaði að um kappakstur hefði verið að ræða. Blaðafulltrúinn sagði með- alhraðann hafa verið 120 km/klst. en að sjálfsögðu hefði hraðinn verið meiri þegar ekið var fram úr. Hámarkshraði á löngum hluta leiðarinnar, sem ekin var, er 110 km /klst. en einnig eru kaflar þar sem hámarkshraðinn er mun minni, að sögn Aftonbladet. Konung- legur kappakstur EIN af hljóðfráu Concorde-þotunum sem þar til fyrir skemmstu flugu á vegum British Airways var í gær flutt síðasta spölinn á flugminjasafnið í East Fortue á Skotlandi, og lá leiðin um þessar grænu grundir. Bæði væng- ir og stél voru tekin af vélinni til að hún væri þægilegri í meðförum, og var af sem áður var, nú var einungis farið fetið. AP Concorde fer fetið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.