Morgunblaðið - 20.04.2004, Page 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Heimsókn úr Danaveldi | Nemendur í
9. og 10. bekk grunnskólans á Þórshöfn
fengu gott tækifæri til að æfa sig í danskri
tungu þegar jafnaldrar þeirrra frá danska
smábænum Assens komu í heimsókn í lið-
inni viku ásamt tveimur kennurum. Dan-
irnir dvöldu á heimilum íslensku nemend-
anna og gengu samskipti mjög vel.
Danirnir tóku á móti Íslendingunum í
fyrra þar sem dönsk síðsumarsblíða lék við
unga fólkið í vikutíma. Þau dönsku voru
ekki jafnheppin með veðrið hér en rigning-
arslydda eða snjókoma var meirihluta
dvalartímans. Þrátt fyrir veðrið var ým-
islegt á dagskrá til að gera þessum frænd-
um okkar dvölina sem ánægjulegasta.
Farið var á smábátum á fiskveiðar og fisk-
uðu unglingarnir svo vel að þeir voru
drifnir í Hraðfrystistöðina snemma morg-
uninn eftir til að gera að aflanum og starf-
semi Hraðfrystistöðvarinnar kynnt fyrir
þeim. Ekki fylgdi þó sögunni hvort þau
hugsuðu sér að leggja þessa atvinnugrein
fyrir sig og lyktin í loðnubræðslunni var
ekki fyrir stúlkurnar. Íslensku hestarnir
voru í hópi gestgjafa og var Dönunum boð-
ið í reiðtúr.
Út á Langanes var farið á jeppum, allt út í
Skála en flestir dagar enduðu í íþróttahús-
inu í sundi og heitum pottum og í fé-
lagsmiðstöðinni.
Einnig var farið í Selárdalslaug í Vopna-
firði og að Bustarfelli en ekki var unnt að
fara í jeppaferð inn á heiðar vegna veðurs.
Danirnir voru kvaddir með fjölskylduferð
á sunnudaginn en þá fjölmenntu íslensku
gestgjafarnir með hópinn í Hvalasafnið á
Húsavík; í Laxárvirkjun og upp í Mývatns-
sveit þar sem getgátur voru meðal þeirra
dönsku um það hvort „sá vondi“ ætti sama-
stað þar í sjóðheitri og rjúkandi jörðu.
Vinir kvöddust síðan á Húsavík í ferðarlok,
íslensku nemendurnir fóru heim en þau
dönsku héldu með kennurum sínum og
Stefáni Má Guðmundssyni frá Þórshafn-
arskóla til Akureyrar en mánudeginum
átti að verja í kynnisferð um þennan höf-
uðstað Norðurlands undir leiðsögn Stef-
áns. Í dag er heimferð þeirra til Assens.
Úr
bæjarlífinu
ÞÓRSHÖFN
EFTIR LÍNEYJU SIGURÐARDÓTTUR
FRÉTTARITARA
Morgunblaðið/Líney
Hafnarstjórn Ísa-fjarðarbæjarhefur fallist á
beiðni tæknideildar bæj-
arins um aðstöðu til að
setja upp malbikunarstöð
á hafnarsvæðinu á Ísa-
firði vegna fyrirhugaðra
malbikunarframkvæmda
Ísafjarðarbæjar og Vega-
gerðarinnar í sumar, skv.
frétt á vef Bæjarins besta.
Malbikunarstöðin verð-
ur sett upp suðvestur af
gámaplaninu við Sunda-
höfn og vill hafnarstjórn
að hugað verði sér-
staklega að staðsetningu
stöðvarinnar með tilliti til
komu skemmtiferðaskipa
og almennra ferðamanna.
Þá óskaði hafnarstjórn
eftir upplýsingum um það
magn jarðefna sem
geyma þurfi á svæðinu.
Malbikunarstöð
Hannes Péturssonsegir svo frá dvölsinni í Tungu-
sveit: „Sunnan við húsið á
Laugarbóli var garð-
blettur með trjáhríslum,
lítt eða ekki girtur í þann
tíma. Þangað leituðu oft
vorið ’68 fjórir hrútar
samtímis, gæðalegir og
hæglátir í öllum til-
tektum, og bitu gras.
Aldrei vissi ég hvaðan
þeir komu á lausagöng-
unni. Ég gaf þeim stund-
um auga frá skrifborði
mínu við suðurgluggann.
Mér varð hlýtt til þeirra
og kvað dag nokkurn:
Latir, meður hnoð og hnus,
hengslast um með góðleg fés
hrútar mínir: Mattheus,
Markús, Lúkas, Jóhannes.“
Fyrir tíu árum sat skáldið
á bekk í Lystigarðinum á
Akureyri og kvað:
Í Lystigarðinum leika dátt
litlir fuglar á kvistum –
og fjaðurprúðir syngja í sátt
við signor Jesúm Kristum.
Af guðspjöllum
pebl@mbl.is
ÓLI G. Jóhannsson listmálari er
nýlega kominn heim eftir að
hafa opnað sýningu á verkum
sínum í Radisson SAS Hotel
Amsterdam Airport í Hollandi.
Þar sýnir Óli nú 28 málverk og
munu þau prýða veggi hótelsins
næstu þrjá mánuði. Samfara því
fer fram mikil kynning á lista-
manninum. „Það er geysilegur
fjöldi fólks sem flýtur þarna í
gegn,“ sagði Óli, en fyrsta dag-
inn voru um 500 manns á sýn-
ingunni, m.a. hjartaskurðlækn-
ar víðs vegar að úr heiminum
sem þarna voru á ráðstefnu.
„Þetta er alveg dúndur,“ sagði
Óli, en góður rómur var gerður
að sýningunni og vakti hún at-
hygli gesta. „Ég er strax farinn
að fá viðbrögð, m.a. frá öðrum
Evrópulöndum og Bandaríkj-
unum.“ Þá hefur Óli fengið boð
um að taka þátt í fleiri sýn-
ingum undir merkjum Radisson
SAS sem og frá ýmsum gall-
eríuum. Síðustu vikur hafa mál-
verk eftir Óla verið til sýnis á
Hótel Sögu, en þeirri sýningu
fer brátt að ljúka.
Óli G. Jóhannsson myndlistarmaður við eitt verka sinna.
Þetta er alveg dúndur
Myndlist
SKRIFAÐ hefur verið undir samninga um
gerð nýs aðalskipulags fyrir Ólafsfjörð.
Það er verkfræðistofan Hnit hf. í sam-
starfi við Arkþing ehf. sem hefur tekið að
sér þetta verkefni. Gildandi aðalskipulag
var unnið á árunum 1987–1989 er barn síns
tíma og löngu kominn tími á endurskoðun
þess. Ný lög gera m.a. ráð fyrir að allt land
sveitarfélagsins verði skipulagt, ekki aðeins
þéttbýlið. Í nýju aðalskipulagi gefst því
tækifæri til að skipuleggja sumarbústaða-
byggð og nýta þar með betur þá auðlind
sem heita vatnið er Ólafsfirðingum og önnur
útivistarsvæði fyrir þá sem vilja stunda
skíðagöngur og aðra útiveru sem náttúru-
fegurð Ólafsfjarðar og Tröllaskagans býður
upp á.
Vegna vinnu við gerð nýs aðalskipulags
hefur verið skrifað undir samninga við
Fornleifastofnun Norðurlands um skrán-
ingu fornminja í Ólafsfirði og vinna við gerð
hættumats vegna ofanflóða er á lokastigi.
Samningur um
nýtt aðalskipulag
fyrir Ólafsfjörð
Klárt: Stefanía Traustadóttir bæjarstjóri
og Guðmundur Björnsson hjá Hnit.
AÐALFUNDUR Ferðamálasamtaka
Vestfjarða verður haldinn um næstu
helgi á Reykhólum. Kynnt verður mark-
aðsáætlun Ferðamálasamtaka Vest-
fjarða og AtVest í ferðamálum, samstarf
við aðliggjandi ferðamannasvæði, ýmis
verkefni í ferðamálum á vegum vest-
firskra stofnana og fyrirtækja, auk þess
sem ný og endurbætt uppfærsla á ferða-
málavefnum www.vestfirdir.is verður
kynnt.
Á sunnudeginum verður fyrsta nám-
skeiðið í „Nature Based Tourism“ sem
Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi
Vestfjarða, annast.
Á laugardeginum mun Reykhóla-
hreppur bjóða fundargestum á hlunn-
indasýninguna á Reykhólum. Enn frem-
ur verður bílasafnið í Seljanesi heimsótt
og endað með kvöldverði í Bjarkalundi.
Aðalfundur
Ferðamálasamtaka
Vestfjarða
♦♦♦
Kazuo Igarashi sensei, 7. dan íaikido, var á
landinu á dögunum í æf-
ingabúðum Aikikai
Reykjavík, eina félagsins
hér sem býður upp á æf-
ingar í japönsku sjálfs-
varnaríþróttinni aikido.
Birgir Kristmannsson,
Marin Ivanov Kardjilov,
Pálmi Símonarson, og
Sigrún Hjartardóttir tóku
shodan-próf, en shodan
er fyrsta stigs svart belti
(1. dan). Á myndinni eru, í
efri röð: Marin, Pálmi,
Birgir, Sigrún. Neðri röð:
Urban Aldenklint (6.
dan), Kazuo Igarashi sen-
sei (7. dan), Mitar Filipo-
vich (3. dan).
Æfingabúðir hjá Aikikai