Morgunblaðið - 20.04.2004, Side 20

Morgunblaðið - 20.04.2004, Side 20
AKUREYRI 20 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÓVENJUSTÓR hópur nemenda er að brautskrást frá Tónlistarskól- anum á Akureyri og framundan er tónleikaröð, útskriftartónleikar þar sem fram koma þeir nemendur sem eru að taka lokapróf í hljóð- færaleik eða söng. Magna Guðmundsdóttir hjá Tón- listarskólanum á Akureyri sagði að auk þess sem óvenjumargir lykju nú lokaprófi þá væru hljóðfærin sem nemendur hefðu lært á síðustu misserin fjölbreytt, píanó, kontra- bassi, gítar, fiðla og einnig söngur. Tveir úr hópnum eru einnig að ljúka stúdentsprófi af listnáms- braut, tveir halda áfram námi við Menntaskólann, einn er píanókenn- ari við Tónlistarskólann og bætti við sig söng og þá er í hópnum kjötiðn- aðarmaður sem tók sig til og fór að læra á kontrabassa og er nú að ljúka því námi. „Þetta sýnir bara að það er hægt að gera allt mögulegt, sama á hvað aldri fólk er,“ sagði Magna. Hún bætti við að tónlist- arfólkið hefði tekið virkan þátt í tónlistarlífi skólans og sett svip á hann nú hin síðari ár. Þeir sem eru að ljúka námi eru Helena G. Bjarnadóttir sem verður með söngtónleika fimmtudaginn 22. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 14 en með henni leikur Daníel Þor- steinsson á píanó, Sigríður Svana Helgadóttir og Sigurður Helgi Oddsson sem bæði leika á píanó verða með sameiginlega tónleika fimmtudaginn 29. apríl kl. 16.30, María Podhajska, sem leikur á fiðlu, verður með tónleika 30. apríl kl. 18, meðleikari á píanó er Helga Bryndís Magnúsdóttir, Ólafur Haukur Árnason verður með gít- artónleika sunnudaginn 9. maí kl. 14., Davíð Þór Helgason sem leik- ur á kontrabassa verður með tón- leika sunnudaginn 23. maí kl. 16. en með honum leikur Helena G. Bjarnadóttir á píanó. Óvenju margir brautskrást frá Tónlistarskólanum á Akureyri Settu svip á skólann Morgunblaðið/Kristján Glaðbeittir útskriftarnemar: Nemendurnir sex sem útskrifast frá Tónlist- arskólanum á Akureyri. Fremri röð, f.v.: María Podhajska, Helena G. Bjarnadóttir og Sigríður Svana Helgadóttir. Aftari röð, f.v.: Davíð Þór Helgason, Ólafur Haukur Árnason og Sigurður Helgi Oddsson. FJÖLDI fólks lagði leið sína í versl- unarmiðstöðina Glerártorg á laug- ardag, en þar stóð Kaupfélag Ey- firðinga fyrir menningarveislu. Þetta er í annað sinn sem félagið býður Akureyringum og nær- sveitamönnum upp á slíka veislu á Glerártorgi, gríðarlegt fjölmenni mætti í fyrra og varla færri nú í ár. Dagskráin var byggð á því sem hæfi- leikafólk á félagssvæðinu hafði fram að færa, leiklist, tónlist, söngur, kór- söngur og upplestur svo eitthvað sé nefnt var í boði nú. KEA vill með slíkum menningarveislum slá tvær flugur í einu höggi, styðja kraftmikið menningarlíf á svæðinu og bjóða fólki að njóta. Morgunblaðið/Kristján Strákarnir í Skyttunum sýndu lipra takta á sviðinu á Glerártorgi. Fjölmenni fylgdist með menningarveislunni Áhrif þjóðréttarsamninga | Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, flytur fyrirlestur á lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 20. apríl, kl. 16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 14. Hann nefnist: „Áhrif þjóðréttarsamninga við skýringu og beitingu stjórn- arskrárinnar. Íslendingar hafa frá stofnun lýð- veldisins undirritað og fullgilt fjölda alþjóðasáttmála. Sáttmál- arnir hafa þó hingað til ekki talist hafa bein réttaráhrif á Íslandi og er það í samræmi við kenninguna um tvíeðli landsréttar og þjóðarétt- ar,“ segir í frétt um fyrirlesturinn. Í erindi sínu mun Davíð Þór fjalla um áhrif þessara samninga við skýringu og beitingu stjórnarskrár- innar. Hlynur sýnir í 02 gallery | Hlyn- ur Hallsson sýnir um þessar mundir í 02 Gallery í Amarohúsinu á Ak- ureyri og stendur sýningin yfir til 1. maí næstkomandi. Sýningin ber yf- irskriftina „New Frontiers“. Á sýningunni eru myndir af 24 „nýjum löndum“ eins og Aceh, Baskalandi, Bæjaralandi, Sama- landi, Kasmír, Kivu, Palestínu, Fær- eyjum, Texas og Vestfjörðum. Titill sýningarinnar er sóttur í ræður Johns F. Kennedys sem hann flutti haustið 1960 og varð einmitt tíðrætt um hugtakið „New Frontiers“. ÁÆTLAÐ er að kostnaður Dalvík- urbyggðar vegna 30 ára afmælis bæjarins hafi verið um 400 þúsund krónur. Upplýsingafulltrúi upplýsti þetta á síðasta fundi bæjarráðs. Haldið var upp á 30 ára afmæli Dalvíkur um páskana með kaffiboði í Víkurröst. Rúmlega 400 gestir mættu og þáðu kaffi, kleinur og tert- ur. Björgunarsveitin á Dalvík útbjó þrautabraut fyrir börnin í Íþrótta- húsinu og þar var mikið fjör í kassa- klifri, sigi fram af áhorfendastúk- unni og ýmsu öðru sem boðið var upp á. Björgunarsveitin var einnig með sýningu á tækjum sínum fyrir utan Víkurröst. Blakliðið Rimar hafði umsjón með kaffiboðinu sem tókst með miklum ágætum. Þeir fé- lagar Hafliði Ólafsson og Birnir Jónsson tóku á móti gestum með harmonikkuleik. Frá þessu er greint á vef Dalvíkurbyggðar. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að menn séu sáttir við aðsókn að dagskrá sem boðið var upp á um nýliðna páska. Beinn kostnaður hafi numið um 900 þúsund krónum, hlut- ur Dalvíkurbyggðar var 450 þúsund krónur, m.a. vegna auglýsinga. Alls sóttu tæplega 1500 manns Sundlaug Dalvíkur um páskana og 107 gestir skoðuðu Byggðasafnið. Á fundi bæjarráðs greindi bæj- arstjóri frá því að blómakarfa hefð- iborist frá Akureyrarbæ í tilefni af 30 ára afmæli bæjarins voru fyrir það færðar bestu þakkir. Fjöldi gesta á Dalvík um páskana Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fastsali. Gsm 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 EIGNIR ÓSKAST Leitum að íbúðum fyrir tvær systur sem vilja búa í nágrenni við hvora aðra í sama lyftuhúsi eða samliggjandi húsum. Íbúðarstærðir 2-3 og 3-4 herbergi. Óskastaðsetning 110, 112, 101. Skipti á íbúð í 101, 3-4 herbergja, og 4 herbergja í 110 möguleg. Nánari upplýsingar gefur Þórhildur í síma 568 7633 Fagnar virkjun Glerár | Franz Árnason, forstjóri Norðurorku, hef- ur sent erindi til umhverfisráðs þar sem fyrirtækið óskar eftir að end- urgera stöðvarhús og aðrennslisrör gömlu Glerárvirkjunar, á sama stað og gömlu mannvirkin stóðu. Um- hverfisráð fagnar þessum áformum Norðurorku og felur umhverfisdeild að annast tilheyrandi breytingar á skipulagi í samráði við umsækjanda. Eins og fram hefur komið verður framleiðsugeta virkjunarinnar um 1,5 GWst og er stefnt að því að ráð- ast í framkvæmdir á þessu ári, á 100 ára afmæli rafvæðingar á Ís- landi. Göngubrú er yfir stífluna á Glerá sem Rafveita Akureyrar lét hanna í tilefni af 75 ára afmæli veit- unnar árið 1997. Stíflan er fyrsta mannvirki Rafveitunnar og hluti af Glerárstöð, sem var fyrsta virkjun veitunnar. Stíflan var byggð 1921, stöðvarhúsið 1922 og virkjunin tek- in í notkun það ár. Stíflan á Glerá var endurbyggð 1986 og gegnir því hlutverki að hefta sand- og mal- arburð ofan á eyrarnar.      

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.