Morgunblaðið - 20.04.2004, Page 22

Morgunblaðið - 20.04.2004, Page 22
AUSTURLAND 22 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Egilsstaðir | Í kvöld verður frum- flutt tónverkið „Hver tók ostinn minn?“ eftir Báru Sigurjónsdóttur. Tónleikarnir verða í Borgarleik- húsinu og hefjast kl. 20.30. Í samtali við Morgunblaðið sagði Bára að „Hver tók ostinn minn?“ sé fyrsta frumsamda tón- verk hennar. „Það er samið fyrir blás- arasveit, en í slíkri sveit eru öll helstu blást- urshljóðfærin, auk slagverks,“ segir Bára. „Þetta eru rétt tæplega þrjátíu raddir, en flytjendur verða á milli fimmtíu og sextíu talsins, þar sem sumar radd- irnar eru spilaðar af fleiri en einum hljóðfæraleikara.“ Einfalt og lagrænt Bára segir hugmyndina að tón- verkinu komna úr „Í bókinni segir frá tveimur músum og tveimur litlum köllum í leit að osti. Kaflar tónverksins heita eftir persónum bókarinnar og er hverjum kafla ætlað að lýsa persónueinkennum sinnar persónu í tónum. Hver kafli er u.þ.b. 2,5 mínútur, þannig að verkið í heild er um 10 mínútna langt. Upphaflega var hugmyndin að semja einfalt og lagrænt tónverk sem höfðað gæti til sem flestra og ég vona að það hafi tekist. Ég hafði ákaflega gaman af því að setja saman þessa tónsmíð og það er aldrei að vita nema þær verði fleiri, en það fer auðvitað dá- lítið eftir viðbrögðum fólks við þessari frumraun minni á þessu sviði.“ Bára er að útskrifast úr blás- arakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík og hefur starfað sem tónlistarkennari undanfarin ár, samhliða náminu. Nýtt tónverk eftir Báru Sigurjónsdóttur frumflutt í Borgarleikhúsinu í kvöld Hver tók ostinn minn? Bára Sigurjónsdóttir Djúpivogur | Sveitarstjórn Djúpa- vogshrepps hefur ákveðið að byggja nýjan leikskóla á Djúpa- vogi. Leikskólinn verður allt að tvö hundruð og sextíu fermetrar að grunnfleti og staðsettur sunnan við Helgafell, dvalarheimili aldraðra. Hanna þarf nýjan veg frá Ham- mersminni að leikskólanum og mun Verkfræðistofan Hönnun, í samráði við Guðrúnu Jónsdóttur, arkitekt FAÍ, sjá um það. Endanleg ákvörðun um hver á að teikna leikskólann hefur ekki verið tekin en tveir arkitektar eru að vinna tillögur sem þeir eiga að skila af sér fyrir þriðja maí nk. Áætlaður kostnaður er fjörutíu til fjörutíu og fimm milljónir og styrkir Jöfnunarsjóður sveitarfé- laga sveitarfélagið um rúmar fimmtán milljónir. Stefnt er að því að leikskólinn verði tilbúinn um næstu áramót. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Það vantar orðið leikskólarými fyrir börnin á Djúpavogi en þau láta það ekki á sig fá þessi: Sighvatur, Erla, Birta Hrönn og Karl Jakob dunda sér í vorblíðunni. Nýr leikskóli á teikniborði Djúpavogshrepps Egilsstaðir | Austurlamb gengst nú fyrir skoðanakönnun þar sem neytendur eru beðnir um álit sitt og óskir. Fer könnunin fram á vefnum www.austurlamb.is. Sigurjón Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Sláturfélags Austur- lands, segir að niðurstöður könn- unarinnar verði lagðar til grundvallar við stefnumótun Aust- urlambs í framtíðinni. „Heimasíð- ugestum er boðið að meta vægi nokkurra valkosta,“ segir Sigur- jón. „Má þar nefna sölu einstakra lambahluta í stað hálfra skrokka, lambahangikjöts verkaðs að óskum kaupanda, hangikjöts af fullorðnu verkaðs að óskum kaupanda og kjöts af fullorðnu, veturgömlu eða sauðum. Þá biðjum við fólk að meta val- kost á fersku kjöti í sláturtíð, lengri verkunartíma í kæli fyrir frystingu, sem gefur bragðmeira kjöt, hvort menn hefðu áhuga á öðru kjöti, s.s. nauti eða svíni, að- gengi að pantanaþjónustu eða sýn- ishornum, sölu í gegnum verslanir eða stórmarkaði og hugmynd um að stækka upprunasvæðið út fyrir Austurland.“ Sigurjón segir söluna gegnum vefinn hafa gengið vel undanfarið og mun nú aðeins óselt kjöt frá fjórum bæjum; Hákonarstöðum, Hjartarstöðum, Kirkjubóli og Núpi. Alls er búið er að selja um sjö tonn af kjöti frá því að vefurinn hóf göngu sína í september í fyrra. „Hafin er birting uppskrifta af ýmsum réttum úr lambakjöti. Hér er um mikilvæga þjónustu að ræða og verður væntanlega að finna þokkalegt safn uppskrifta hjá Austurlambi í framtíðinni, svo að kaupendur geti valið sér.“ Um næstu helgi verður haldinn fundur í starfshópi verkefnisins, þar sem metinn verður árangur vetrarins og lögð drög að næstu sláturtíð. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Neytendur spurðir álits á Austurlambi Skaðabætur | Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt Bæjarsjóð Fjarðabyggðar og Arnarfell ehf. til að greiða tveimur húseigendum í Nes- kaupstað rúmar 1,7 milljónir í skaðabætur vegna skemmda sem urðu á hús- um þeirra þegar unnið var að snjóflóðavarnargörðum ofan við bæinn. Húsin standa við Víðimýri og Blómsturvelli og skemmdust þegar sprengt var í fjallinu ofan við göturnar. Þá voru stefndu dæmdir til að greiða málskostnað húseigendanna, 1,7 milljónir. Þorgerður Erlendsdóttir dómstjóri dæmdi í málinu ásamt tveimur prófessorum frá verkfræðiskor Háskóla Íslands. w w w. l e t t o g l a ggo t t . i s w ww. l e t t og l a ggo t t . i s w ww. l e t tog l a g got t . i s ww w. l e t t o g l a g go t t . i s ww w. le tt o g la gg ot t. is ww w. let tog lagg ott.is www.lettoglaggott.is www.lettoglaggott.is www.lettoglaggott.is VILTU VINNA FERÐ TIL ÍTALÍU? Styrkjum börn frá efnalitlum heimilum á Íslandi óháð búsetu til dvalar í sumarbúðum eða til þátttöku í leikjanámskeiðum. Fjárgæsluaðili er Íslandsbanki Garðabæ og liggja gíróseðlar frammi í öllum útibúum bankans. Söfnunarsíminn er 901 5050, með innhringingu gjaldfærast 500 krónur á reikning þess sem hringir. Bankareikningur verkefnisins er 0546-26-6609 kt: 660903-2590 Verndari söfnunarinnar er Árni Johnsen fyrrv. alþingismaður. Með kveðju, Árni Johnsen og Fjölskylduhjálp Íslands Hlúum að íslenskum börnum - Söfnunarsíminn er 901 5050 S kr ým ir h ö n n u n 2 0 0 4 Bankareikningur verkefnisins er 0546-26-6609

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.