Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 23 Sjálfsbjörg Bolungarvík, Grunn- skóli Bolungarvíkur, Gospelkór Vestfjarða, Drymla félag hand- verksfólks, Bolvíkingafélagið, for- eldrafélag Grunnskóla Bolung- arvíkur, Kynslóð með kynslóð og kaffi í bland, og Íþróttafélagið Stefnir. Stjórn Menningar og styrkt- arsjóðs Sparisjóðs Bolungarvíkur skipa Gestur Kristinsson, Finnbogi Jakobsson og Ásgeir Sólbergsson sparisjóðsstjóri. Bolungarvík | Menningar og styrktarsjóður Sparisjóðs Bolung- arvíkur veitti í síðustu viku styrki til 16 aðila alls að fjárhæð 1.840 þús- und. Sjóðurinn var stofnaður árið 2001 með það að markmiði að veita styrki til að efla menningu og útivist og styðja heilbrigðis- og líknarmál á aðalviðskiptasvæði Sparisjóðsins. Eignir sjóðsins voru um síðustu áramót um 3,6 milljónir króna. Auglýst var eftir umsóknum og bárust 24 umsóknir að fjárhæð 5,9 milljónum en í fjórum umsóknum voru upphæðir ekki tilgreindar. Að þessu sinni beindist afgreiðsla á styrkjum til félagasamtaka, ein- staklinga og íþróttafélaga. Eft- irtaldir hlutu styrk úr sjóðnum: Tónlistahátíðin við Djúpið, Karla- kórinn Ernir, Jón H. Sveinson list- málari, Kirkjukór Bolungarvíkur, endurbygging Stúkuhússins, Íþróttamiðstöðin Árbær, Félag eldri borgara í Bolungarvík, Menn- ingarsjóður vestfirskrar æsku, Ljósmynd/Baldur S. Einarsson Margvísleg verkefni: Fulltrúar styrkþega að lokinni afhendingu. L.t.v. er Ásgeir Sólbergsson sparisjóðsstjóri. Sextán aðilar styrktir í Bolungarvík Strandir | Þessi steinn lætur ekki mikið yfir sér þar sem hann stend- ur við þjóðveginn rétt áður en farið er yfir Ennisháls úr Bitrufirði. Þeg- ar betur er að gáð má greina styttu sem stendur á syllu ofarlega á steininum og ætla má að einhver hugulsamur vegfarandi hafi sett hana, líklega til verndar vegfar- endum yfir hálsinn, sem er um 400 metra yfir sjávarmál og hefur stundum reynst erfiður yfirferðar í vetrarveðrum. Landeigandi þar sem steinninn stendur, Bjarni Eysteinsson á Bræðrabrekku, segist ekki vita um tilurð styttunnar og frétti fyrst af henni eftir að glöggur vegfarandi veitti henni athygli. Bjarni segir þennan stein hafa gengið undir nafninu Draugaklettur en meðfram honum lá hestagata og hann segir hesta alltaf hafa hrokkið illa við þegar komið var að þessum stað. Í næsta nágrenni er svokallað Klif og þar telja núlifandi menn sig hafa orðið vara við eitthvað sem þeir kunna ekki skýringu á. Bjarni segir að þegar hann var að alast upp hafi maður sem átti leið þar um vakið upp á Bræðra- brekku til að fá fylgd fram í Bitru þar sem hann fann fyrir ótta. Hest- ur komumanns fékkst þá ekki til að halda áfram fyrr en hann notaði á hann písk og nánast trylltist af hræðslu þegar hann kom að þessu klifi og hundur sem var með honum í för gelti ákaft. Styttan fellur svo vel að landslag- inu og litnum á steininum að þeir sem fara þarna oftast um hafa ekki veitt henni eftirtekt en víst er að einhver, hvort sem hann er þessa heims eða annars, hefur hugsað vel til þeirra sem leið eiga þarna um. Vernd við Ennisháls Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Styttan í steininum: Hún lætur ekki mikið yfir sér, en hugsanlega veitir styttan í steininum vegfarendum vernd á leið um Strandir. H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 03 . 2 00 4 Vandið valið og verslið í sérverslun Þríhjól Vönduð, létt, og endingargóð. CE öryggisstaðall. Verð frá kr.5.200 Apollo 26” 21 gíra demparahjól. Tilboð kr. 19.990 Verð áður kr. 24.900 QUAKE 26” Ál stell og diskabremsur. 24. gíra Shimano Alivio. Tilboð kr. 39.900 Verð áður kr. 49.900 FREESTYLE Sterk hjól með pinnum og rotor. Verð frá kr. 21.000, 19.950 stgr. Mikið úrval af barna og fullorðins- hjálmum. Einföld stilling. CE merktir Barnastólar Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Aðeins vönduð hjól með ábyrgð. Frí upphersla fylgir innan tveggja mánaða. Barnahjól Fyrir 3-6 ára. Létt, sterk og meðfærileg barnahjól með hjálpardekkjum og fótbremsu. CE öryggisstaðall. 12,5” verð frá kr. 9.700, stgr. 9.215 14” verð frá kr. 10.900, stgr. 10.355 16” verð frá kr. 10.900, stgr. 10.355 Afsláttinn strax við staðgreiðslu 5% Rocket 20” og 24” 20” 6 gírar, verð kr. 21.000, stgr. 19.950 24” 21 gír, verð kr. 23.900, stgr. 22.705 Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.