Morgunblaðið - 20.04.2004, Qupperneq 32
UMRÆÐAN
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í SÍÐUSTU viku greindu
nokkrir fjölmiðlar frá hugmyndum
um léttlestakerfi í Reykjavík. Til-
efnið var að samgöngunefnd
Reykjavíkur, sem fór í kynnisferð
til Þýskalands í byrj-
un vetrar, hefur
ákveðið að fela sér-
fræðingum sínum að
kanna kosti þess og
galla, kostnað og
ávinning, að koma
slíku kerfi á í Reykja-
vík. Ástæðan fyrir
þessari ákvörðun er
fyrst og fremst að
nefndarmenn í sam-
göngunefnd voru á
einu máli um að slíkt
kerfi hefði marga
kosti. Með því er vita-
skuld ekki verið að gera lítið úr
hefðbundnum strætisvagna-
samgöngum nema síður sé. Hvar-
vetna þar sem léttlestakerfi er
starfrækt er það tengt öflugu
strætisvagnakerfi og svo þyrfti
einnig að vera hér. Bersýnilega
hefur þessi umfjöllun pirrað sjálf-
stæðismennina Kjartan Magn-
ússon og Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur sem finna henni allt til
foráttu. Það kemur mér raunar
mjög á óvart því ég vissi ekki bet-
ur en þessir góðu borgarfulltrúar
væru áhugasamir um eflingu al-
menningssamgangna, þrátt fyrir
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt
til að framlög til þeirra yrðu skor-
in niður um 100 milljónir króna.
Afstaða þeirra nú veldur mér
sannarlega vonbrigðum, en hún
mun ekki hrekja núverandi meiri-
hluta af þeirri leið sem hann er á í
samgöngumálum. Hún byggist
nefnilega á umhverfisstefnu borg-
arinnar og markmiðum um sjálf-
bæra þróun. Það er að vísu lang-
tímaverkefni, en það er nú einmitt
hlutverk stjórnmálamanna að hafa
áhrif á framtíðina, ekkert síður en
samtíðina. Einkum á það við um
þá stjórnmálamenn sem eru í
meirihluta og bera ábyrgð á þróun
þjóðmálanna og þeirri framtíð sem
bíður barnanna okkar. Undarlegt
að ungir stjórnmálamenn eins og
Kjartan og Hanna Birna skuli vera
svona föst í fortíðinni í þessum
málum – þau eru sennilega börn
síns tíma.
Að sjálfsögðu verða menn að
takast á við hin daglegu viðfangs-
efni stjórnmálanna og hvað varðar
gatnamót Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar þá eru þau
einfaldlega í eðlilegu undirbún-
ingsferli með mati á umhverfis-
áhrifum o.þ.h. Hitt er að mínum
dómi enn mikilvægara að hafa
skýra framtíðarsýn og vita hvert
menn stefna. Í því
samhengi er mik-
ilvægi skilvirkra al-
menningssamgangna
augljóst hverjum þeim
sem hefur augun opin.
Má ef til vill minna
borgarfulltrúana og
aðra sem kunna að
vera sömu skoðunar á
ritstjórnargrein í
Morgunblaðinu hinn
17. sept. sl. en þar
segir m.a.:
„Borgaryfirvöld
standa því nú þegar
frammi fyrir því vali að greiða fyr-
ir umferð einkabíla með kostn-
aðarsömum umferðarmann-
virkjum, eða taka nýjan pól í
hæðina og leggja megináherslu á
að byggja upp almennings-
samgöngur er standa undir kröf-
um þeirra sem vilja komast leiðar
sinnar fljótt og örugglega. Eins og
Árni Þór Sigurðsson, formaður
samgöngunefndar Reykjavíkur,
sagði í viðtali við Morgunblaðið sl.
sunnudag eru menn „núna að horf-
ast í augu við að óheftur vöxtur
einkabílaumferðar gengur ekki til
lengdar. Borgarsamfélögin geta
ekki lagt sífellt meira rými undir
stór umferðarmannvirki. Flestir
telja líka verulegan þjóðhagslegan
ávinning af eflingu almennings-
samgangna. Fyrir um áratug vann
hagfræðistofnun Háskóla Íslands
skýrslu um þetta mál, þar sem
fram kemur að þjóðhagslegur
ávinningur af öflugu almennings-
vagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu
væri á bilinu 5–6 milljarðar á ári, á
verðlagi þess tíma.“
Það er erfitt að horfa framhjá
slíkum þjóðhagslegum ávinningi,
ekki síst þegar ljóst er að umferð-
armannvirki þau er fyrst og
fremst greiða fyrir umferð einka-
bíla eru ekki einungis mjög kostn-
aðarsöm og plássfrek, heldur leysa
ekki vandann til frambúðar. Árni
Þór telur því lestarsamgöngur inn-
an höfuðborgarsvæðisins ekki fjar-
lægan kost, heldur óhjákvæmilega
leið, „ef við ætlum að stefna að því
að bæta umhverfi og lífsgæði í
borgarsamfélaginu, auka umferð-
aröryggi og fara vel með fjár-
muni“. [...] Þrátt fyrir þann stofn-
kostnað sem þeim fylgir eru slíkar
léttlestir afar áhugaverður kostur,
ekki síst ef á móti er veginn kostn-
aður við framkvæmdir tengdar
umferð einkabíla, svo sem við mis-
læg gatnamót og bílastæðahús.
Einfalt léttlestakerfi gæti án efa
verið sú framtíðarlausn á höf-
uðborgarsvæðinu er stuðlaði að
markvissari og vistvænni borg-
arþróun en hingað til hefur átt sér
stað á Íslandi. [...]
Sú umræða er nú á sér stað um
þróun almenningssamgangna er
löngu tímabær, enda getur hún
ráðið úrslitum um það hvort það
unga borgarsamfélag sem við bú-
um í hér á Íslandi verði eftirsókn-
arvert og samkeppnisfært við aðr-
ar borgir í framtíðinni.
Borgarbúar verða að setja þann
kostnað er fylgir því að komast
leiðar sinnar með einum eða öðr-
um hætti í borginni í samhengi og
meta heildaráhrif þeirra lausna
sem teljast raunhæfar með tilliti
til framtíðarinnar. Mislæg gatna-
mót og umferðarmannvirki er
fyrst og fremst greiða fyrir um-
ferð einkabíla eru ekki varanlegar
lausnir á umferðarvanda, öfugt við
öflugar almenningssamgöngur á
borð við léttlestir.“
Þau viðhorf sem koma fram hjá
leiðarahöfundi Morgunblaðsins eru
skýrt dæmi um ábyrga framtíð-
arsýn. Þau hvíla nefnilega á þeim
grundvallarforsendum að vexti eru
takmörk sett, að minnsta kosti ef
við viljum byggja á markmiðum
um sjálfbæra þróun samfélagsins.
Vonandi geta sjálfstæðismenn í
borgarstjórn Reykjavíkur átt sam-
leið með okkur hinum sem viljum
einmitt starfa á þeim grundvelli,
annars er hætt við að þeir verði
ekki teknir mjög alvarlega í borg-
arpólitíkinni.
Létt pirraðir
sjálfstæðismenn
Árni Þór Sigurðsson
skrifar um samgöngumál ’Afstaða þeirra nú veld-ur mér sannarlega von-
brigðum, en hún mun
ekki hrekja núverandi
meirihluta af þeirri leið
sem hann er á í sam-
göngumálum.‘
Árni Þór Sigurðsson
Höfundur er forseti
borgarstjórnar Reykjavíkur.
Ö
llum er kunnugt um
þá hljóðlátu ham-
ingju sem tekið hef-
ur völdin í vestræn-
um löndum vegna
framfaranna síðustu aldirnar sem
ekki eiga sér fordæmi. Margir slá
sér á lær og ráða sér vart af gleði
yfir uppgjöf gamalla óvina mann-
anna eins og hungurs og margra
mannskæðra pesta. Jákvæðnin er
einkenni tímans. Í fyrsta sinn í
sögunni eru til heil samfélög þar
sem fólk er ekki kúgað, þar sem
nánast enginn þarf að svelta, þar
sem vélar eru búnar að létta af
okkur líkamsstritinu, lyf og bætt
heilsugæsla lengja bæði lífið og
útrýma að
mestu ung-
barnadauða.
En já-
kvæðnin, er
hún að hálf-
drepa okkur?
Stundum gæti maður haldið að
prinsessan á bauninni í ævintýri
H.C. Andersen sé nú helsta fyr-
irmynd manna á Vesturlöndum.
Hún gat ekki sofið í dúnmjúka
rúminu sínu, þrátt fyrir mörg lög
af dýnum og viti menn: Við ná-
kvæma rannsókn fannst svolítil,
grjóthörð baun undir neðstu dýn-
unni. Orsökin var fundin. Nú-
tímaprinsessa hefði bara fundið
sér nýtt umkvörtunarefni og
haldið áfram að rella og væla.
Þannig má víst ekki tala. Það
er svo miklu framsæknara að
fóðra í sífellu heilaga bræðina yf-
ir göllum heimsins. Vera með í
þuskórnum. Æpa hátt yfir því
sem einhverjir aðrir en við gera
greinilega ekki nógu vel, stjórn-
málamennirnir og ríka pakkið.
„Þeir“, þið vitið, standa sig ekki.
Einhverjum gæti samt dottið í
hug að gæta þurfi í þessu eins og
öðru einhvers jafnvægis. Segja
beri bæði kost og löst á nútíman-
um í stað þess að finna honum
endalaust allt til foráttu vegna
þess að enn eru til óleyst vanda-
mál í mannheimum. En hvers
vegna allt gallið og bölsýnin?
Við neytendur og notendur
höfum oft meiri áhuga á að sjá
eða heyra eitthvað krassandi og
hroðalegt í fjölmiðlum en hug-
ljúfu lýsinguna fremst í pistl-
inum. Hún er ekki talin gáfuleg,
frekar merki um barnaskap, fá-
fræði og væmni. Veit maðurinn
ekki að …menn geta sjálfir bætt
hér við ýmsum meinsemdum lífs-
ins sem nær allar hafa plagað
mannkynið í þúsundir ára. Þó
ekki offitan. Glasið er aldrei hálf-
fullt heldur hálftómt, það er eina
rétta hugsunin.
En umhverfissinnar og fleiri
verða að gæta sín. Menn segjast
ekki vera að framleiða hefð-
bundna heimsendaspádóma eða
fá útrás fyrir leiða sinn á ráð-
litlum stjórnmálamönnum heldur
upplýsa okkur. Við hin lærum
hins vegar af reynslunni og tor-
tryggjum þá sem greinilega
skjóta stöðugt í allar áttir í von
um að hitta einstaka sinnum í
mark. Og rifja aldrei upp hvað
þeir hafa oft skotið framhjá.
Hætturnar eru sagðar vera
hvarvetna en skoðum nokkrar
þeirra nánar. Krabbameinsvald-
andi efni eru í mat, við notum far-
síma sem sjóða í okkur heilann,
bylgjur frá fjarskiptamöstrunum
valda margs konar sjúkdómum
hjá þeim sem búa í grennd við
þau. Þegar sagt er frá grunsemd-
um af þessu tagi skipta samhengi
og hlutföll öllu máli, að spurt sé
hve mikil hættan sé. Sumt af ótt-
anum byggist á tilbúningi en al-
gengt er að örlítill fótur sé fyrir
kvittinum. Þar byrjar vandinn.
Venjulega heyrum við lítið
minnst á niðurstöður umfangs-
mikilla rannsókna sem stjórnvöld
láta gera í ofboði þegar heims-
björgunarliðið reynir að hræða úr
okkur líftóruna með nýrri vá. Til
dæmis er það staðreynd að leifar
af skordýraeitri eru víða í nátt-
úrunni og finnast því í mat – en í
svo litlu magni að það skiptir ná-
kvæmlega engu máli. Í Bretlandi
kom í ljós að magnið af krabba-
meinsvöldum sem venjulegur
maður innbyrðir árlega, borði
hann algenga fæðu úr verslunum,
er álíka mikið og í einum bolla af
kaffi. Það er því rétt að krabba-
meinsvaldandi efni úr skor-
dýraeitri sem menn notuðu og
nota enn sums staðar, er vissu-
lega til staðar. En hættan er svo
lítil að hún mælist varla – og
vissu menn að kaffi væri svona
eitrað?
Sama er uppi á teningnum
þegar lagt er í umfangsmiklar
rannsóknir á hættunni af farsím-
um, eitrun af skertu úrani úr
byssukúlum, gleymum ekki
bylgjunum voðalegu frá raf-
magnstækjum og farsímamöstr-
um og svo frv. Aldrei tekst að
finna neitt sem sannar að hætta
sé á ferð, ekki er ein hörð baun
undir dýnunni.
En stundum eru niðurstöður
rannsókna notaðar til að brengla
í hina áttina, gera minna úr nei-
kvæðum áhrifum en ástæða er til.
Gott dæmi um jákvæðan áróður á
hæpnum forsendum er talið um
að áfengisneysla geti verið holl
líkamanum. Gott ef óþarft væri
að hafa fleiri orð um guðaveig-
arnar. Drekk út! Til að halda
heilsunni.
Breska vísindatímaritið Nature
bað menn nýlega að láta nú renna
af sér gleðivímuna yfir hollustu
áfengis. Ritið segir að áfeng-
isframleiðendum hafi tekist árið
1995 að fá bætt inn klausu í
skýrslu bandaríska landbún-
aðarráðuneytisins um hollar
neysluvenjur að hófleg áfeng-
isneysla gæti haft góð áhrif á
hjartasjúklinga.
„En það er ósennilegt að menn
hafi heyrt fulltrúa framleiðenda
útskýra að jákvæð áhrif af hófd-
rykkju séu takmörkuð við til-
tölulega lítinn hluta mannfélags-
ins. Við hin erum mörg að drekka
okkur til dauða í orðsins fyllstu
merkingu vegna þess að okkur
hefur verið talin trú um að neysl-
an okkar, þessi drykkja sem ger-
ir okkur gjaldgeng í samfélaginu,
sé holl,“ segir Nature. Bent er á
að skaðsemi ofdrykkju sé farin að
falla í skuggann af hollustutalinu.
Lærdómurinn af þessu er lík-
lega að rétt sé að hlaupa ekki
alltaf upp til handa og fóta þótt
einhvers staðar sé sagt frá
óvæntum niðurstöðum vísinda-
manna. Við getum beitt gömlu
ráði sem oft hefur reynst vel:
Hugsað sjálf.
Fyllum nú
öll glösin
Við hin lærum hins vegar af reynslunni
og tortryggjum þá sem greinilega skjóta
stöðugt í allar áttir í von um að hitta
einstaka sinnum í mark.
VIÐHORF
Eftir Kristján
Jónsson
kjon@mbl.is
EINS og ljóst má vera af frétt-
um undanfarin ár hef-
ur fjárþörf annarra
ráðuneyta en heil-
brigðisráðuneytisins
verið slík að nið-
urskurður í heilbrigð-
ismálum er sagður
óhjákvæmilegur. Gefið
er í skyn að vöxtur
heilbrigðismála sé
óheftari en annarra
ráðuneyta og ef ekk-
ert verði að gert muni
ekkert verða eftir af
peningum til annarra
mikilvægra mála-
flokka. Þessi ótti hef-
ur síðan leitt til mikils nið-
urskurðar í heilbrigðiskerfinu, oft
undir dulnefninu „hagræðing“.
Fyrir um 10 árum voru 3 blómlegir
spítalar í Reykjavík; Landspítali,
Borgarspítali og ekki síst Landa-
kotsspítali, sem kannski var þeirra
merkastur, þótt minnstur væri. Nú
hafa þeir verið sameinaðir í einn
spítala, Landspítali-Háskólasjúkra-
hús, en því miður hef ég engan
heyrt telja hann blómlegan.
Fyrir okkur, sem unnum á þess-
um spítölum var ljóst
að sjúklingar höfðu
skoðanir á því á hvaða
spítala þeir vildu
liggja og þá sér-
staklega langveikir
sjúklingar, sem oft
höfðu þurft á innlögn
að halda. Nýttu sjúk-
lingar sér valfrelsið
eins og þeir gátu. Nú
er svo komið að val-
frelsið er hverfandi á
flestum sviðum. Það
sem verra er, er að
læknar og aðrir heil-
brigðisstarfsmenn eiga
æ erfiðara með að sinna starfi sínu
á forsvaranlegan hátt vegna álags
og aðstöðuleysis. Jafnframt er
læknum og öðrum heilbrigðisstarfs-
mönnum gert æ erfiðara fyrir að
berjast fyrir hag sjúklinga, m.a.
með tilburðum til að skerða tján-
ingarfrelsi þeirra undir öðru dul-
nefni, „nútíma stjórnunarhættir“.
Við þessar aðstæður eiga sjúk-
lingar sér engan trúverðugan
málsvara, þótt þeir séu í raun eig-
endur heilbrigðiskerfisins. Und-
irritaður leyfir sér því hér með að
hvetja Alþingi til að koma á fót
embætti Umboðsmanns sjúklinga,
sem heyri beint undir Alþingi og sé
þannig á hverjum tíma óháð yf-
irstjórn heilbrigðismála. Fordæmi
eru fyrir slíkum embættum erlend-
is og reynslan af öðrum umboðs-
mönnum hérlendis góð, (þekki þó
lítið til starfa Umboðsmanns hests-
ins).
Með von um fullan skilning á of-
annefndu.
Umboðsmaður sjúklinga
Einar Guðmundsson skrifar
opið bréf til Alþingis ’ Við þessar aðstæðureiga sjúklingar sér
engan trúverðugan
málsvara...‘
Einar
Guðmundsson
Höfundur er læknir.