Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Óskar GunnarÓskarsson fædd- ist í Garðastræti 43 í Reykjavík 14. maí 1940. Hann varð bráðkvaddur föstu- daginn langa, hinn 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Laufey Bryndís Jó- hannesdóttir, f. 17. júní 1906 í Reykjavík, d. 20. apríl 1984, og Óskar Bjarni Er- lendsson, lyfjafræð- ingur, f. 27. nóvem- ber 1904 á Reykjafossi í Ölfusi, d. 16. febrúar 1972. Óskar Gunnar átti tvo bræð- ur, Jóhannes Örn, f. 29. janúar 1930, d. 9. júlí 1993, eftirlifandi kona hans er Ólöf Erla Kristins- Vopnafirði 21. apríl 1896, d. 8. maí 1978. Börn Óskars Gunnars og Kol- brúnar eru: 1) Gísli, f. 1961, kona hans er Vala Valtýsdóttir, f. 1961, og þeirra börn eru Valtýr, f. 1991, og Klara, f. 1993. Fyrir hjónaband eignaðist Gísli tvær dætur, Maríu Veru, f. 1982, og Söndru Björk, f. 1983. 2) Margrét, f. 1967, maki Sim- one Parker, f. 1964. 3) Óskar Bjarni, f. 1973, kona hans er Arna Þórey Þorsteinsdóttir, f. 1977, og þeirra synir eru Arnór Snær, f. 2000, og Benedikt Gunnar, f. 2002. Óskar Gunnar lauk prófi sem við- skiptafræðingur frá Háskóla Ís- lands árið 1966 og starfaði sem að- albókari hjá borgarverkfræðingi til ársins 1970. Þá tók hann við stöðu borgarbókara Reykjavíkurborgar og gegndi því starfi til ársins 2001 er hann fór á eftirlaun. Frá þeim tíma hefur hann sinnt ýmsum verk- efnum fyrir Reykjavíkurborg og ýmsa aðra aðila. Útför Óskars verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. dóttir, f. 1935, áttu þau fjögur börn, og Jóhann Erlend, f. 7. júní 1931, d. 27. ágúst 2003, eft- irlifandi kona hans er Lydía Edda Thejll, f. 1933, og áttu þau tvær dætur en Jóhann tvo syni fyrir hjónaband. Óskar Gunnar kvæntist 8. október 1960 eftirlifandi konu sinni Kolbrúnu Valde- marsdóttur, fyrrver- andi kennara, f. í Reykjavík 9. septem- ber 1938. Foreldrar Kolbrúnar voru Herdís Maja Brynj- ólfsdóttir, f. 31. maí 1899 á Litla- Landi í Ölfusi, d. 21. ágúst 1978, og Valdemar Sveinbjörnsson, íþrótta- kennari, f. á Hámundarstöðum í Elsku afi. Nú ertu farinn frá okkur öllum sem elskuðum þig. Ég trúi þessu ekki. Nú rifjast upp svo margar góðar minningar um þig. Það var alltaf svo gaman þegar við María Vera fengum að gista hjá ykkur ömmu í Stallasel- inu. Það var svo margt að gera, t.d. á sumrin hjálpuðum við ykkur með grænmetisgarðinn, lékum okkur með skrítnu fötin og hárkollurnar í kist- unni og þú laumaðir til okkar sleikjó eða einhverju góðgæti. Svo þegar við fórum með ykkur í sumarbústað, það var svo notalegt. Við spiluðum og fórum í göngutúra. Þegar ég kom til ykkar og amma var að hjálpa mér að læra fyrir próf fylgdist þú vel með og færðir okkur ömmu ávexti. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar og fá ráð um hitt og þetta og líka bara til að tala. Í haust byrjaði ég í matsveinanámi. Það fannst þér áhugavert og þú fylgd- ist með af miklum áhuga og beiðst eft- ir að ég byði þér í mat. Og vísurnar sem þú samdir og skrifaðir í afmæliskortin er svo dýr- mætt að eiga og lesa í dag. Þú varst svo góður og hlýr og gott að eiga þig að, elsku afi minn. Þín Sandra Björk. Okkar besti og kærasti vinur, Ósk- ar Gunnar Óskarsson, varð bráð- kvaddur á heimili sínu að morgni föstudagsins langa. Þau Óskar Gunnar og Kolla hafa verið okkur meiri og betri vinir og fé- lagar en hægt er að lýsa í fáeinum og fátæklegum orðum. Áratuga vinátta og nær daglegt símasamband hefur skilið eftir minn- ingar sem verða okkur ætíð ógleym- anlegar. Við minnumst ferðalaga, heimsókna, golfdaga, veiðistunda og spilakvölda ásamt skemmtilegu spjalli um dagleg mál þar sem ekkert mannlegt var óviðkomandi. Og ekki síst munum við þá hrein- skilni og trúnað sem einkenndi öll samskipti þeirra og okkar. Óskar Gunnar var alltaf fyrstur til að hjálpa og hlusta á vini og vanda- menn, bæði í sorg og gleði. Oft vorum við vitni að því hve mikil hugulsemi og hugsun var á bak við allt sem gert var fyrir aðra og hversu innilega glaður hann var þegar hann gerði öðrum greiða. Hann hafði næmt auga fyrir því skoplega í lífinu, var einhver orð- heppnasti maður sem við höfum þekkt og eldfljótur að að snúa leið- inlegum umræðum í bráðskemmti- legar. Hvort sem þau Kolla fóru utan- lands eða innan fengum við að njóta góðs af þeim skemmtilegu ferðasög- um sem hann setti á blað og las fyrir okkur. Því miður vorum við ekki búin að fá þá síðustu en þessar sögur eru gullmolar fyrir Kollu og fjölskyldu. Það er erfitt fyrir okkur vinahópinn að nefna þau ekki samtímis svo sam- rýnd sem þau voru og hamingjusöm. Eftir að þau hættu að vinna fasta vinnu gátu þau notið sín meira með áhugamálin, nægur tími fyrir allt og um að gera að nýta hann sem best. Búið var að áforma en enginn ræð- ur ferðalokum. Öll störf Óskars Gunnar einkennd- ust af öryggi og fagmennsku. Á sínum tíma var honum falið að stýra tölvu- væðingu á bókhaldi Reykjavíkur- borgar og var ráðinn borgarbókari í framhaldi af því. Að byggja upp tölvuvæðingu á bók- haldi svo sérhæfðs stórfyrirtækis krafðist mikilla skipulagshæfileika og vandaðra vinnubragða en þá eigin- leika átti hann í ríkum mæli. Þegar hann lét af störfum horfði hann til þess að fá meiri tíma fyrir fjölskyldu sína og áhugamál. Því miður varð honum ekki að þeirri ósk sinni að eiga nokkur ár til viðbótar þeirri farsælu og hamingju- sömu ævi sem honum hlotnaðist. Við söknum okkar besta vinar og vottum ykkur dýpstu samúð, elsku Kolla, Gísli, Vala, Madda, Simone, Óskar Bjarni, Arna og barnabörn. Erla og Eysteinn. Þegar kær vinur fellur skyndilega og óvænt frá brjótast margvísleg hughrif fram hjá þeim sem eftir standa. Samúð til nánustu fjölskyldu hins látna. Sorg og hryggð yfir að hafa misst góðan vin og félaga. Brostnar vonir um framtíðaráætlanir. Minningar brjótast fram og og mynda smám saman jafnvægi móti hryggð- inni. Vinátta okkar hjóna við Óskar Gunnar og Kolbrúnu konu hans hefur staðið frá unglingsárum, og er því sjóður góðra minninga mikill að vöxt- um. Við minnumst námsáranna með gáska og æskufjör í fyrirrúmi í bland við iðni, dugnað og metnað til að ljúka námi. Á þeim árum voru mynduð vin- áttutengsl sem enn standa og hafa verið ræktuð í gegnum tíðina meðal annars með tíðum samskiptum, saumaklúbbum, spilamennsku, mat- arboðum og ferðalögum. Ógleyman- leg er ferð með Kollu og Gunna til Ítalíu undir fararstjórn Ingólfs Guð- brandssonar til að kynnast stórkost- legri menningu og menningarborgum Ítalíu. Innanlandsferðalögin öll, allt frá Þingvallaferðum til Vopnafjarðar- ferðarinnar vekja ljúfar minningar. Síðustu árin hófu þau hjónin að stunda golfíþróttina af kappi og átt- um við oft samleið þar. Hvort sem við vorum í Páfagarði eða í litlum sum- arbústað var Óskar Gunnar alltaf sami ljúflingurinn, glettinn og hlýr, orðheppinn og jákvæður. Óskar Gunnar sinnti ábyrgðar- miklum störfum fyrir Reykjavíkur- borg sem borgarbókari en þar naut hann sinna miklu mannkosta og góðr- ar menntunar. Vann hann hjá borg- inni um áratuga skeið og naut þar mikils trúnaðar. Að leiðarlokum vilj- um við hjónin þakka okkar kæra vini fyrir samferðina og hans traustu vin- áttu alla tíð. Okkar kæru vinkonu, Kolbrúnu, börnum hennar og fjölskyldu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Minningin um góðan dreng mun lifa með okkur öllum. Guðríður Jónsdóttir, Benedikt Sveinsson. Í dag fer fram útför Óskars G. Ósk- arssonar, fyrrverandi borgarbókara. Óskar hóf störf hjá Reykjavíkurborg 1. júní 1966 sem aðalbókari hjá emb- ætti borgarverkfræðings. Hann var ráðinn í stöðu borgarbókara frá 1. janúar 1971 og gegndi því starfi til ársins 2001, en eftir formleg starfslok hafði Óskar með höndum ýmis verk- efni fyrir Reykjavíkurborg. Þannig má segja að Óskar hafi helgað Reykjavíkurborg ævistarf sitt. Óskar var afar traustur starfsmaður og vann verk sín af mikilli kostgæfni. Hann var einstaklega ljúfur í um- gengni, léttur í lund með góða kímni- gáfu. Óskar hafði nýlega orð á því að nú, eftir að hann léti af störfum, ætlaði hann að njóta lífsins og koma ýmsu því í verk sem ekki hafði gefist tími til fram til þessa. En dauðinn gerði eng- in boð á undan sér. Óskar varð bráð- kvaddur á heimili sínu föstudaginn langa, 9. apríl sl., 63 ára að aldri. En minningin um góðan dreng lifir. Ég sendi Kolbrúnu eiginkonu hans og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Þórólfur Árnason. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Þessi ljóðlína Vilhjálms flaug í gegnum huga minn er ég var að átta mig á þeirri staðreynd að Óskar Gunnar Óskarsson væri látinn svo óvænt. Raunar hafði hann sjálfur spáð því að andlát hans bæri að með þeim hætti sem raun varð á, en vinir hans vonuðust til að ævikvöldið yrði langt og sólríkt eins og ævi hans hafði verið. Kynni okkar hófust fyrir nær 40 ár- um og á þau bar aldrei skugga. Við vorum vissulega ekki alltaf sammála en létum ágreining ekki skyggja á vinskapinn. Á hugann leita fjölmarg- ar minningar frá gleðistundum í ferðalögum með fjölskyldum vina okkar og um samveru í heimahúsum. Allar eru þær á einn veg: Gunnar sígl- aður og kátur, nýtur hvorutveggja í senn að skiptast á skemmtilegum sögum og kryfja rök eilífðarinnar og tilganginn með veru okkar hér. Nú veit hann svör við mörgum spurning- um er þá vöknuðu, en við hin bíðum enn um sinn. Við Guðrún sendum Kollu, börnum þeirra og fjölskyldum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau. Magnús Bjarnfreðsson. ÓSKAR GUNNAR ÓSKARSSON  Fleiri minningargreinar um Óskar Gunnar Óskarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Elskulegur faðir minn og bróðir, JÓN HELGASON, Miðhúsum, Gnjúpverjahreppi, verður jarðsunginn frá Hrepphólakirkju miðvikudaginn 21. apríl kl. 14.00. Halldór B. Jónsson, Ingibjörg Helgadóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, GÍSLI GUÐJÓN GUÐJÓNSSON, Starengi 14, Reykjavík, áður til heimilis á Vesturgötu 153, Akranesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 16. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Frú Lilja Benediktsdóttir, Rakel Gísladóttir, Ketill Leósson, Eygló Gísladóttir, Kolbrún Gísladóttir, Kristrún Gísladóttir, Árni Steinsson, Róbert Gíslason, Hallbjörg Jónsdóttir, Guðrún B. Gísladóttir, Guðjón Gunnarsson, Ida Bergmann, Leif Halldórsson, Friðgerður Bjarnadóttir, barnabörn, langafabörn og bróðir. Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, NJÁLL ÞÓRARINSSON heildsali, Heiðargerði 122, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 17. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Þórir Steindór Njálsson, Aðalbjörg Gunnarsdóttir, Jóhanna Þórisdóttir, Atli Már Guðmundsson, Guðrún Erna Þórisdóttir, Hildur María Þórisdóttir, Magnús Þór Atlason. Elskuleg systir okkar, SIGURLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR, lést á Hrafnistu miðvikudaginn 14. apríl. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. apríl kl. 10.30. Sigríður Þorsteinsdóttir, Sæmundur Þorsteinsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN S. STEINGRÍMSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 17. apríl. Útför hennar fer fram frá Neskirkju miðviku- daginn 28. apríl kl. 15.00. Gunnhildur Magnúsdóttir, Árni Ásgeirsson, Gísli Jón Magnússon, Helga Bernhard, barnabörn og langömmubarn. Maðurinn minn og faðir minn, BJARNI SUMARLIÐASON, er látinn. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 26. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Jóhanna Jónasdóttir, Bjarni Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.