Morgunblaðið - 20.04.2004, Side 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 35
✝ Sigríður Frið-riksdóttir fæddist
á Blönduósi 18. febr-
úar 1949. Hún lést á
Landspítalanum 13.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þórunn Sigur-
jónsdóttir frá
Blönduósi, f. 1.9.
1915, d. 10.2. 2000, og
Friðrik Gunnar Indr-
iðason frá Blönduósi,
f. 20.6. 1916, d. 20.11.
1993. Börn Þórunnar
og Friðriks voru auk
Sigríðar Brynhildur Bára Berg-
man, f. 27.12. 1940, Guðrún Berg-
man, f. 3.6. 1942, Indíana Margrét,
f. 28.4. 1945, Sigurlaug Jónína, f.
20.12. 1950, og Björn, f. 14.7. 1953.
Auk þess áttu þau systkinin einn
hálfbróður, Hermann Valdimar
Sigfússon, f. 29.7. 1937.
Hinn 18. ágúst 1973 giftist Sig-
ríður Steindóri Jónssyni, f. 27.2.
1955 á Akureyri. Foreldrar hans
eru Sigríður Steindórsdóttir, f.
9.12. 1928, og Jón Þorsteins Hjalta-
son, f. 16.5. 1929. Sigríður og Stein-
dór eignuðust tvö börn, Þórunni, f.
Austur-Húnvetninga á Blönduósi.
Sigríður hélt síðan aftur til Reykja-
víkur þar sem hún starfaði hjá Síld
og fisk í um fimm ár. Eftir að hún
eignaðist börnin var hún heima-
vinnandi um nokkurra ára skeið.
Þau hjónin fluttu síðan á Blönduós
1979, þar sem þau bjuggu allt fram
til 1991. Á þessum tíma gegndi Sig-
ríður ýmsum störfum. Hún sat með-
al annars í bæjarstjórn Blönduós-
bæjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
átta ár og var formaður Verkalýðs-
félags Austur-Húnvetninga í nokk-
ur ár. Samhliða setu í bæjarstjórn
og formennsku í Verkalýðsfélaginu
annaðist Sigríður rekstur Blöndu-
skálans ásamt Steindóri eigin-
manni sínum. Sigríður vann síðan í
mötuneyti Fossvirkis við Blöndu-
virkjun meðan á virkjunartíma
stóð. Eftir að fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur 1991 starfaði Sigríður
við mötuneyti Norðurljósa og fjár-
málaráðuneytisins. Við upphaf
vinnu við Hvalfjarðargöng hóf Sig-
ríður störf sem matráðskona hjá Ís-
taki og annaðist mötuneyti á þeirra
helstu starfsstöðum, m.a. Sultar-
tangavirkjun, Smáralind, varnar-
stöðinni í Keflavík og síðast við
mötuneyti Ístaks á Reyðarfirði og
Fáskrúðsfirði.
Útför Sigríðar fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15. Jarðsett verður í
Gufuneskirkjugarði.
14.4. 1974, og Jón Elv-
ar, f. 1.9. 1976, bæði
fædd í Reykjavík. Þór-
unn er gift Sveinbirni
S. Hilmarssyni, f. 11.2.
1973, og eiga þau tvo
drengi, Júlíus Hafstein,
f. 7.12. 1994, og Jón
Kristján, f. 28.8. 1997.
Sambýliskona Jóns
Elvars er Anna Guð-
mundsdóttir, f. 29.5.
1978, og eiga þau eina
dóttur, Tinnu Marínu,
f. 7.7. 2001.
Sigríður og Steindór
bjuggu fyrstu búskaparárin í
Reykjavík, síðan tvö ár á Selfossi, en
eftir það bjuggu þau á Blönduósi til
ársins 1991 er fjölskyldan fluttist til
Reykjavíkur.
Sigríður ólst upp hjá foreldrum
sínum ásamt systkinum á Blönduósi.
Þar gekk hún í grunnskóla og lauk
þaðan landsprófi vorið 1965. Starfs-
ferill Sigríðar hefur verið fjölbreytt-
ur í gegnum árin. Eftir landspróf hóf
Sigríður störf í Skálatúni í Mos-
fellsbæ, og þar starfaði hún um
nokkurt skeið. Síðar starfaði hún á
Hótel Blönduósi og á Héraðshæli
„Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.“ Með þessum orðum
vil ég byrja á því að minnast hennar
tengdamóður minnar, Siggu. Þessi
orð lýsa best, að því er mér finnst,
hvernig hún tók á móti sjúkdómi sín-
um. Hún treysti á trúna sem hjálpaði
henni mikið. Hún stóð sterk eins og
klettur í hafi þrátt fyrir veikindin en
sjúkdómur hennar var eins og ólgu-
sjór sem lamdi á klettinn af miklu
afli. Hún varð svo loks að láta undan
eftir hetjulega frammistöðu. Loka-
baráttan stóð ekki lengi yfir en að-
dragandinn var eflaust búinn að vera
lengri en vitað var.
Ég minnist Siggu sem drífandi
manneskju sem vildi láta hlutina
ganga. Hún var búin að vinna við
matseld til fjölda ára á ýmsum stöð-
um á landinu, allt frá því að vera við
hafið og lengst uppi á fjöllum. Sem
amma var hún vinsæl hjá barnabörn-
unum, en strákarnir okkar þáðu það
oft þegar færi gafst að gista hjá
ömmu og afa í Grafarvogi. Var þá
ýmislegt leyfilegt hjá ömmu sem
ekki var alltaf leyfilegt annars stað-
ar.
Ótal margar minningar frá jólum,
ferðalögum, afmælum, giftingunni
okkar, skírnum og mörgu fleiru
koma upp í hugann við aðstæður sem
þessar, en þetta eru góðar minning-
ar sem verða geymdar vel og haldið á
lofti fyrir barnabörnin þegar fram
líða stundir. Ljósið hennar Siggu
mun lýsa áfram í hjörtum okkar og
barnanna.
Með þakklæti í huga fyrir allt sem
Sigga veitti okkur og strákunum í
gegnum árin kveð ég hana með sökn-
uði og bið Guð að styrkja tengda-
pabba, fjölskyldu hennar og vini í
sorginni.
Þinn tengdasonur
Sveinbjörn.
Elsku Sigga frænka. Þessi orð er
erfitt og sárt að skrifa því enn erum
við að átta okkur á því að þú sért dá-
in. Barátta þín við þennan óútreikn-
anlega sjúkdóm stóð í raun svo stutt
en þú alltaf svo æðrulaus og dugleg.
Sannkölluð hetja eins og fólkið sem
stóð við bakið á þér í baráttunni.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsin
blóm
er verður að hlíta þeim lögum,
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu gengin á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingr.)
Elsku Steindór, Þórunn, Jón Elv-
ar, Sveinbjörn, Anna, Júlíus Haf-
steinn, Jón Kristján og Tinna Marín,
missir ykkar er mikill og biðjum við
góðan guð að styrkja ykkur í þessari
miklu sorg. Viljum við votta ykkur
og öðrum aðstandendum dýpstu
samúð okkar. Að lokum viljum við
systkinin þakka þér, elsku Sigga,
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman á Blönduósi í „gamla
daga“. Með kærri þökk fyrir allt.
Tryggvi, Þórdís Erla
og Inda Hrönn.
Þegar fréttir berast af andláti
góðrar vinkonu og félaga hvarflar
hugurinn ósjálfrátt til baka, til æsku-
áranna og góðra minninga tengdra
þeim.
Sigríður Friðriksdóttur eða Sigga
Frigga eins og hún var kölluð af vin-
um og félögum lést þriðjudaginn 13.
apríl sl. eftir stutta en snarpa bar-
áttu við illvígan sjúkdóm. Hún var
ári yngri en undirritaður og áttum
við því samleið í barnaskóla og fylgd-
umst að í gegnum skólaárin.
Sigga var góður félagi og tók þátt í
gleði og starfi okkar krakkanna á
Blönduósi. Samfélagið var lítið og
allir voru samtaka um að gera sitt
besta til að bæta það og hafa gaman
af lífinu. Eftir að skólagöngu lauk
heima fyrir vorum við samtíma í
Reykjavík um nokkurt skeið. Var þá
skemmtanalífið stundað af miklum
dugnaði eins og gerist hjá ungu fólki,
t.d. létum við það ekki aftra okkur
þótt langt væri sótt til að komast á
dansleiki með uppáhaldshljómsveit
okkar, sem þá var Hljómar úr Kefla-
vík.
Seinna þegar við höfðum bæði
stofnað heimili á Blönduósi lágu leið-
ir okkar saman í félagsmálum og
vorum við m.a. um átta ára skeið
saman í sveitarstjórn. Fyrir það
samstarf vil ég þakka sérstaklega.
Þann tíma sem við tókum þátt í
bæjarmálunum vorum við fulltrúar
hvort síns listans, en það skyggði
ekki á samstarfið. Allir voru sam-
mála um markmiðin og undantekn-
ing var, ef okkur greindi á um leiðir
að þeim.
Sigga var á þeim tíma formaður
Verkalýðsfélags A-Húnvetninga.
Þar hélt hún af festu og myndarskap
um hagsmuni félagsmanna, en var
jafnframt réttsýn í samskiptum við
fulltrúa fyrirtækja og stofnana.
Í bæjarstjórninni lagði hún
áheyrslu á félagslegt jafnrétti, at-
vinnu- og velferðarmál.
Hún átti sæti í fyrsta bæjarráði
Blönduóss og vann að undirbúningi
að þeim breytingum sem fylgdu því
að Blönduós varð bær.
Fjölmargt mætti rifja upp í því
sambandi, m.a. fundi og ferðalög þar
sem tekist var á um hagsmuni bæj-
arbúa. Þar lá Sigga ekki á liði sínu,
flutti mál sitt af festu og lagði sitt af
mörkum til framdráttar fyrir sitt
fólk.
Í störfum sínum naut hún stuðn-
ings Steindórs eiginmanns síns, en
þau hjón voru samhent í lífi sínu. Þau
stóðu fyrir rekstri Blönduskálans á
Blönduósi í mörg ár og eftir að þau
fluttust til Reykjavíkur ráku þau um
margra ára skeið mötuneyti fyrir
Landsvirkjun, nú síðast í Kröflu og
við Kárahnjúka. Þar eins og annars
staðar var atlæti og myndarskapur í
öllum viðgjörningi.
Því miður gefst undirrituðum ekki
færi á að vera við útför Siggu og vil
ég því nota tækifærið til að votta
Steindóri, börnum þeirra og fjöl-
skyldu dýpstu samúð á sorgarstundu
og biðja þess að minningarnar um
ástkæra eiginkonu og móður muni
milda sársaukann sem þau bera nú í
brjósti.
Hilmar Kristjánsson.
Við viljum með örfáum orðum
minnast ágætrar samstarfskonu
okkar til margra ára, Sigríðar Frið-
riksdóttur. Sigríður hefur lengi
starfað sem ráðskona á vinnustöðum
okkar og ævinlega á okkar stærstu
vinnustöðum. Það er erfitt og eril-
samt verk að stjórna og bera ábyrgð
á matseld ofan í fjölda útivinnandi
manna, en oft var um að ræða nokk-
ur hundruð manns á stærri vinnu-
stöðum. Sigríður leysti þetta af
hendi af stakri prýði og samvisku-
semi. Henni var annt um að góður
matur væri á boðstólum hverju sinni,
með öllu tilheyrandi. Þeir eru fjöl-
margir af okkar starfsmönnum sem
kynntust Sigríði og minnast hennar
nú með söknuði.
Við sendum fjölskyldu hennar og
vinum innilegustu samúðarkveðjur
okkar, um leið og við kveðjum Sigríði
með þökk fyrir samstarfið á liðnum
árum. Fyrir hönd samstarfsfólks hjá
Ístaki,
Loftur Árnason
framkvæmdastjóri.
SIGRÍÐUR
FRIÐRIKSDÓTTIR
Í PERLUNNI
Erfidrykkjur
Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp-
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORLEIFUR BJÖRNSSON,
Safamýri 48,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 21. apríl kl. 13.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja
minnast hans, er bent á Félag hjartasjúklinga.
Jóhanna Antonsdóttir,
Sigurbjörn Þorleifsson, Hulda Fríða Ingadóttir,
Garðar Þorleifsson, Ásta María Þórarinsdóttir,
Sveinn Valgeir Kristinsson, Svanhildur Guðbjartsdóttir,
Anton Einarsson,
Haukur Harðarson, Guðrún María Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR,
Víðilundi 24,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðviku-
daginn 21. apríl kl. 13.30.
Stefán Jónsson, Heiðrún Björgvinsdóttir,
Eiríkur Jónsson, Sigríður Jóhannesdóttir,
Teitur Jónsson, Valgerður Magnúsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir,
HINRIK JÓN MAGNÚSSON,
Sólheimum 25,
Reykjavík,
var jarðsunginn föstudaginn 16. apríl.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Kraft,
félag ungs fólks með krabbamein.
Matthildur Hafsteinsdóttir,
Magnús Hafsteinn Hinriksson, Sonja Sigurðardóttir,
Sigríður Hinriksdóttir, Árni Björnsson,
Svanbjörg Gróa Hinriksdóttir, Bergur Hólm Aðalsteinsson
og barnabörn,
Kristín Ragnheiður Magnúsdóttir
og börn.
ÍSAK ÁRNI ÁRNASON
húsasmíðameistari,
áður á Hólavegi 12,
Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
þann 15. apríl.
Útför hans verður gerð frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 24. apríl kl. 14:00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem vilja minnast hans, láti
Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki njóta þess.
Systkini hins látna
og aðrir vandamenn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HULDA JÚLÍANA SIGURÐARDÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
lést mánudaginn 19. apríl. Hún verður jarð-
sungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn
23. apríl kl. 15:00.
Örn Arason, Sigríður Árnadóttir,
Erla Aradóttir, Jón Níels Gíslason,
Vildís Halldórsdóttir,
Kristjana Aradóttir, Þorgeir Ingi Njálsson,
Kristján Arason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
Arndís Aradóttir, Stefán Þorri Stefánsson
og barnabörn.