Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís
Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
✝ RögnvaldurÓlafsson fæddist
í Stykkishólmi 4.
febrúar 1923 og ólst
upp í Elliðaey í
Breiðafirði og á
Stykkishólmi. Hann
lést á Landakoti 12.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ólafur Jónsson, vita-
vörður í Elliðaey í
Breiðafirði og rak
hann þar einnig refa-
bú, og Theodóra
Daðadóttir fædd á
Dröngum á Skógar-
strönd. Ólafur var bróðir Jóns Auð-
uns Jónssonar, alþingismanns og
hreppstjóra á Garðsstöðum, föður
Jóns Auðuns dómskirkjuprests og
Auðar Auðuns, borgarstjóra og
ráðherra. Ólafur var sonur Jóns, b.
á Garðarsstöðum Einarssonar, b. á
Garðsstöðum Magnússonar, b. á
Arngerðareyri Þórðarsonar. Móðir
Ólafs var Sigríður, systir Baldvins,
föður Jóns, alþingismanns, for-
manns Alþýðuflokksins og forseta
ASÍ. Baldvin var einnig langafi
Níelsar P. Sigurðssonar sendi-
herra. Sigríður var dóttir Jóns. b. á
Eyri í Ísafirði Auðunssonar, pr. á
Stóruvöllum Jónssonar, bróður
Arnórs, langafa Hannibals, fyrr-
verandi ráðherra, föður Jóns sendi-
herra. Meðal systkina Theodóru má
nefna Guðmund sem er hundrað og
fjögurra ára og Ingibjörgu sem lést
hundrað og þriggja ára. Theodóra
er dóttir Daða, b. á Setbergi Daní-
elssonar, b. í Litla-Langadal á
Skógarströnd Sigurðssonar, b. í
Litla-Langadal Sigurðssonar,
hreppstjóra og skálds í Litla-
Langadal Daðasonar, b. á Leiti á
Skógarströnd Hannessonar. Móðir
hann Emil og Dagbjört Una. d)
Ólafur Björn. Sambýliskona hans
er Ingibjörg Huldarsdóttir. Dóttir
Gunnars og fyrrverandi sambýlis-
konu hans, Ólu Friðmeyjar Kjart-
ansdóttur, er Ingunn Helga.
Börn Jórunnar og Rögnvaldar
eru: a) Anna Theodóra, f. 15.4.
1953, kvikmyndagerðarmaður og á
hún soninn Úlf Chaka, f. 5.4. 1976
með Charles Dalton. b) Ólafur, f.
5.9. 1958, kvikmyndagerðarmaður
og á hann soninn Arnar Stein, f.
7.10. 1986, með Svanhildi Gunnars-
dóttur íslenskufræðingi og Ragnar
Árna, f. 14.5. 1991, með fyrrverandi
sambýliskonu sinni, Guðnýju Ragn-
arsdóttur, leikkonu og bókasafns-
fræðingi. Rögnvaldur og Jórunn
slitu samvistum 1974.
Rögnvaldur kvæntist 11.3. 1978
Vigdísi Ragnheiði Garðarsdóttur, f.
24.1. 1936, dóttur Garðars S. Gísla-
sonar kaupmanns í Hafnarfirði og
Reykjavík og eiginkonu hans Matt-
hildar Guðmundsdóttur. Börn
hennar eru: a) Sigríður Vala Har-
aldsdóttir, f. 1.8. 1958. Hennar börn
eru Katla Rós, Síta Björk, Una og
Sigtryggur Ómi Freyr. b) Ingólfur
Örn Arnarsson, f. 21.4. 1962,
kvæntur Kristínu Guðmundsdótt-
ur, f. 19.1. 1963. Þeirra börn eru
Rakel, Heiðrún og Arnar. c) Hildur
Embla Ragnheiðardóttir, f. 26.5.
1972, gift Davíð Magnússyni, f,
20.6. 1977. Börn þeirra eru Sigríð-
ur Vigdís Sigurbjarnadóttir og
Ragnheiður Dís Davíðsdóttir.
Rögnvaldur lærði skipasmíðar í
Iðnskólanum í Reykjavík og síðan
skipaverkfræði í Köbenhavn Tekn-
ikum. Hann var yfirteiknari á
teiknistofu Landssímans 1952-60,
starfrækti sælgætisgerðina Völu
1960-74, ásamt fyrri konu sinni.
Eftir það starfaði hann sem teikn-
ari hjá Bandaríkjaher á Keflavík-
urflugvelli og lét af störfum þar í
ársbyrjun 2001.
Útför Rögnvalds verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Daníels ar Ingibjörg
Daðadóttir, systir Sig-
urðar skálds. Móðir
Theodóru var María,
er varð hundrað og sex
ára. María var systir
skáldkvennanna Her-
dísar og Ólínu. María
var dóttir Andrésar, í
Flatey Andréssonar, í
Flatey Björnssonar.
Móðir Andrésar Andr-
éssonar var Guðrún,
systir Þóru, móður
Matthíasar skálds
Jochumssonar. Bróðir
Guðrúnar var Guð-
mundur Einarsson, pr. á Kvenna-
brekku í Miðdölum. Guðrún var
dóttir Einars, b. í Skáleyjum Ólafs-
sonar og Ástríðar Guðmundsdótt-
ur. Móðir Ástríðar var Guðrún
Eggertsdóttir, b. í Hergilsey Ólafs-
sonar. Móðir Maríu var Sesselja
Jónsdóttir frá Djúpadal, systir Sig-
ríður, móður Björn Jónssonar, ráð-
herra og ritstjóra, föður Sveins for-
seta.
Fyrri kona Rögnvalds var Jór-
unn Steinunn Jónsdóttir, f. 25.8.
1920, d. 1987, dóttir Jóns Árnason-
ar, læknis á Kópaskeri, frá Garði í
Mývatnssveit, og eiginkonu hans,
Valgerðar Sveinsdóttur frá Sléttu-
hlíð í Skagafirði. Sonur Jórunnar af
fyrra hjónabandi er Gunnar Ægir
Sverrisson, f. 14.6. 1943 og var
hann kvæntur Kristínu Ólafsdótt-
ur. Börn þeirra eru: a) Sverrir Óm-
ar, látinn. b) Victor sem á tvö börn
með fyrri konu sinni Huldu Ingva-
dóttur, þá Ingva Hrafn og Gunnar
Ægi og tvö börn með núverandi
eiginkonu, Sólveigu Guðjónsdóttur,
tvíburana Andreu Vigdísi og Sverri
Ómar. c) Selma Rut gift Bjarna Þór
Lúðvíkssyni. Þeirra börn eru Jó-
Komið er að kveðjustund með okk-
ar ástkæra mági, Rögnvaldi Ólafs-
syni. Oft hefur verið kvatt en þá jafn-
an heilsast á ný, því til margra ára
höfum við systur og makar okkar,
þeir Ríkarður og Skúli, meðan þeirra
naut við, haft þann góða sið að hittast
á sunnudögum, snæða saman og fá
okkur hressingargöngu á eftir. Gott
var að hafa Rögnvald að fylgdar-
manni því fróður var hann um marga
hluti.
Ekki voru samverustundirnar ein-
göngu bundnar við Ísland, heldur
farið víða um Evrópu, og héldu þau
hjón til dæmis okkur og fleirum veg-
lega veislu í Lúxemborg er Rögn-
valdur varð sjötíu ára. Nú ellefu ár-
um síðar eru þeir allir þrír horfnir
héðan; kannski ganga þeir saman og
líta niður til þriggja systra sem á
göngu sinni hugsa til þeirra og sakna.
Rögnvaldur var ljúfur maður og
góður og aldrei fundum við að okkur
væri ofaukið eftir að hann stóð uppi
með okkur allar þrjár.
Þökkum kærlega samfylgdina og
óskum góðrar ferðar.
Valdís og Vildís.
Mig langar til að þakka Rögnvaldi
Ólafssyni, fyrrverandi tengdaföður
mínum, fyrir samfylgdina með örfá-
um orðum. Hann tók mér einstak-
lega hlýlega þegar ég kom í fjölskyld-
una og það var þessi hlýja og ró sem
einkenndi allt hans fas og samskipti
við aðra. Á heimili þeirra Rögnu og
var manni ávallt tekið opnum örmum
og þar var notalegt að vera. Rögn-
valdur var listrænn og hagur þótt
verk hans færu ekki hátt.
Eftir að við Ólafur slitum samvist-
um hitti ég Rögnvald sjaldnar en
þegar við hittumst þá fann maður að
tengslin voru þau sömu, hlýjan sú
sama. Rögnvaldur var ekki orðmarg-
ur maður en það sem hann sagði var
sagt af yfirvegun, ró og einstakri
væntumþykju. Hann kunni vel að
meta það sem vel var gert og var þá
ófeiminn við að hrósa. Þegar hann
gladdist vissi maður alltaf að það
kom beint frá hjartanu, þar var aldr-
ei neitt fals eða yfirborðsmennska.
Vegna þess hve orðvar hann var er
minningin um hrós og hlýleg orð frá
honum þeim mun sterkari og mik-
ilvægari. Minningin um Rögnvald er
minning um mann sem var heill í
gegn, traustur og hlýr.
Guðný Ragnarsdóttir.
Góður vinur minn og félagi, Rögn-
valdur Ólafsson, er látinn rúmlega 80
ára að aldri. Ég átti því láni að fagna
að kynnast sérstaklega vel foreldrum
hans sem bjuggu í Stykkishólmi og
þau urðu mér dýrmætir vinir og hélst
sú vinátta alla tíð. Ólafur frá Elliða-
ey, eins og hann var í daglegu tali
nefndur, var Vestfirðingur að upp-
runa, en kom á miðjum aldri í Elliða-
ey og kenndi sig við hana alla tíð.
Kona hans Theódóra Daðadóttir var
sérstæð og virðuleg. Hún var dóttir
Maríu Andrésdóttur systur Herdísar
og Ólínu. Um þau hefi ég ritað í Mbl.
áður, en Rögnvaldur var einkabarn
þeirra. Hann var snemma sérstak-
lega hneigður fyrir dráttlist og lærði
þá iðn, einnig var hann mjög verklag-
inn. Hann starfaði hér í Hólminum
við skipasmíði en snemma lá leiðin til
Reykjavíkur og þar reisti hann sér
heimili, og ég heimsótti oft þau Jór-
unni, fyrri konu hans. Þau áttu mjög
gott og fallegt heimili og voru marg-
ar ferðirnar þangað. Alltaf hélst
þessi góða vinátta með okkur Rögn-
valdi og stend ég í mikilli þakkar-
skuld við þau. Og eins eftir að hann
kynntist seinni konu sinni Ragnheiði
Garðarsdóttur. Þau voru líka miklir
vinir mínir og minnar fjölskyldu. Ég
kom oft á heimili þeirra sem var á
Kleppsvegi í Reykjavík, og þær voru
ekki fáar ferðir mínar til þeirra og
ætíð sama viðmótið. Mér þykir mjög
vænt um þann tíma sem við áttum
saman.
Rögnvaldur hafði alltaf hlýjar
taugar heim í Hólminn og kom þang-
að stundum til að minnast gamalla
daga og æskustöðva sinna og hvað
hann fylgdist með þeim sem voru
samtíðarfólk hans og samverustund-
irnar þegar ég kom í heimsókn fóru
mikið í upprifjanir bernskustu-
ndanna.
Um hver jól og áramót heyrðum
við hvor í öðrum og skiptumst á jóla-
kveðjum. Þótt Rögnvaldur mæti grín
og gaman mikils, var hann einnig
mikill alvörumaður og stundaði starf
sitt af kostgæfni. Hann mat tryggð
og vináttu mikils og rækti vel. Ég við
að loknum með þessum fátæklegu
línum þakka honum fyrir sérstaka
samleið gegnum árin og allt sem
hann var mér og mínum og minnist
tryggðar hans sem ég naut svo ríku-
lega. Ég bið honum allrar blessunar
og fólki hans sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Guð blessi góðan félaga og vin.
Árni Helgason, Stykkishólmi.
RÖGNVALDUR
ÓLAFSSON
✝ Jón Teitssonfæddist á Böð-
móðsstöðum í Laug-
ardal 26. apríl 1923.
Þriggja vikna gamall
fluttist hann að Ey-
vindartungu í sömu
sveit og ólst þar upp.
Hann lést á Dvalar-
heimilinu Lundi á
skírdagskvöld 8.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja í Eyvind-
artungu, f. 8. mars
1894, d. 14. septem-
ber 1969, og Teitur Eyjólfsson
bóndi í Eyvindartungu, f. 12. júlí
1900, d. 11. júlí 1966. Systkini
Jóns eru: Ásbjörg Teitsdóttir,
húsfreyja, f. 21. október 1918, d.
15. júní 1994, gift Eiríki Eyvinds-
syni rafvirkja, Ásthildur Teits-
dóttir, húsfreyja, f. 9. apríl 1921,
gift Gunnari Guðbjartssyni bónda
og formanni Stéttarsambands
bænda, Eyjólfur Teitsson, húsa-
smíðameistari, f. 30. júlí 1928, d.
4. september 1993, kvæntur
Soffíu Ármannsdóttur talsíma-
verði, Baldur Teitsson, deildar-
stjóri hjá Pósti og síma, f. 28.
ágúst 1930, d. 5. júní 1992, kvænt-
ur Sigurveigu Þórarinsdóttur
húsfreyju, Ársæll Teitsson, húsa-
smíðameistari, f. 25. janúar 1930,
kvæntur Guðrúnu Ólafíu Sigur-
jónsdóttur, húsfreyju, Hallbjörg
Teitsdóttir, húsfreyja, f. 18. mars
1933, d. 30. mars 1998, gift Helga
Jónssyni bankastjóra.
Jón kvæntist 8. maí 1961 Ing-
unni Arnórsdóttur, kennara, f.
16. maí 1930, d. 21. júní 1961.
Foreldrar hennar voru Helga
Kristjánsdóttir kennari og Arnór
Sigurjónsson, skóla-
stjóri og rithöfund-
ur. Börn hennar sem
Jón gekk í föðurstað
eru: 1) Sigurður
Jónsson, lögmaður
og bóndi, f. 13. febr-
úar 1956. Fóstur-
dóttir Íris Arnlaugs-
dóttir, sonur Jón
Orri. Sambýliskona
Ásdís Viðarsdóttir,
börn hennar Hólm-
fríður Erna, Viðar
Örn, Katrín Arna. 2)
Laufey Jónsdóttir
kennari, f. 12. ágúst
1957, gift Sigurði Erni Leóssyni
kennara. Börn þeirra Jón
Trausti, Anna Kristín, Leó Ingi,
Ingunn Erla, Elísabet Ýr. 3)
Helga Jónsdóttir, bóndi, f. 8. jan-
úar 1959, gift Snæbirni Smára
Þorkelssyni bónda og húsasmíða-
meistara. Synir þeirra: Jón, Arn-
ór, Þorkell, Magnús Bjarki, Guð-
mundur.
Jón gekk í Héraðsskólann á
Laugarvatni. Á sínum yngri árum
vann hann í Bretavinnu og við
sauðfjárveikivarnir, en lengst af
vann hann á búi foreldra sinna.
Hann tók við búskap í Eyvindar-
tungu 1953. Hann starfaði lengi í
Ungmennafélagi Laugdæla, var
formaður félagsins og síðar heið-
ursfélagi. Jón gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum, sat m.a. í
hreppsnefnd Laugardalshrepps,
var fulltrúi í Mjólkurbúi Flóa-
manna, Sláturfélagi Suðurlands
og Ræktunarsambandinu Ketil-
birni.
Útför Jóns fer fram frá Skál-
holtskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14. Jarðsett verður á
Laugarvatni.
Í dag kveðjum við hetju, mann sem
hefur aldrei viljað láta á sér bera en
full ástæða hefði verið til að sæma
heiðursnafnbót. Í dag kveðjum við
Jón Teitsson bónda í Eyvindartungu.
Hann fæddist inn í vorið, birtu og
yl. Hann ólst upp við gott atlæti í
stórum, glöðum systkinahópi og fór
snemma að vinna og axla ábyrgð. Jón
gekk í Héraðskólann á Laugarvatni
tvo vetur og fékk þar góða grunn-
menntun. Ungmennafélagsandinn
sveif yfir vötnum. Hann var sund-
maður góður og glímukappi. Hann
starfaði lengi í Ungmennafélagi
Laugdæla, var m.a. formaður félags-
ins og síðar heiðursfélagi. Jón gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum, sat m.a. í
sveitarstjórn Laugardalshrepps auk
annarra trúnaðarstarfa. Ekki sóttist
hann eftir kosningu til þessara starfa
heldur leit á þau sem þegnskyldu-
vinnu. Hann var alltaf talnaglöggur
og aðstoðaði marga bændur í sveit-
inni við gerð skattaskýrslna þeirra,
ár eftir ár.
Jón tók við búi af föður sínum 1953
og bjó með móður sinni í Eyvindar-
tungu.
Sumarið 1960 kynntist hann ást-
inni í lífi sínu, Ingunni Arnórsdóttur,
sem þá var ung ekkja og þriggja
barna móðir. Hann hikaði ekki við að
taka að sér konu með þrjú lítil börn.
Við systkinin vorum fljót að kynnast
honum. Hann heillaði okkur strax
með alúð sinni og umhyggju og leiftr-
andi kímni.
Ég man þegar hann kom á Willis-
jeppanum sínum með heyvagninn til
að sækja okkur og búslóðina. Þegar
vagninn var orðinn sneisafullur og
búið að binda niður allt dótið stóð litli
tréstóllinn minn eftir við hlið vagns-
ins. Flestir hefðu ekki tekið eftir
neinu og ekið burt. En pabbi sá hvað
mér leið, tók stólinn og batt hann upp
á þak jeppans. Ég gleymi þessu aldr-
ei. Hann var alltaf svo skilningsríkur
við menn og málleysingja.
Ingunn flutti til hans í Eyvindar-
tungu með barnahópinn sinn haustið
1960, þau giftu sig 8. maí 1961 og 21.
júní það ár dó hún úr hvítblæði.
Yngsta barnið Helgu tóku foreldr-
ar Ingunnar að sér en eldri börnin
tvö Sigurð og Laufeyju ól Jón upp og
naut við það dyggrar aðstoðar móður
sinnar Sigríðar sem bjó með syni sín-
um þar til hún lést árið 1969. Við
systkinin öll kölluðum hann alltaf
pabba. Þó mikið væri að gera fyrir
einyrkja á stóru búi hafði hann alltaf
tíma til að hlusta og spjalla, hann var
ákaflega næmur ef eitthvað var að og
gerði gott úr öllu.
Eftir dauða ömmu annaðist pabbi
uppeldi okkar einn. Helga kom oft og
var í fríum í Eyvindartungu og flutti
alveg þegar hún byrjaði í Mennta-
skólanum.
Pabbi var sérstaklega gestrisinn,
hann var alltaf sanngjarn, sá spaugi-
legu hliðarnar á lífinu. Hann var ein-
staklega natinn og umhyggjusamur.
Hann ól okkur upp í miklu ástríki.
Alltaf sýndi hann okkar sanngirni og
virðingu. Aldrei hækkaði hann róm-
inn – þess þurfti ekki, við virtum
hann svo mikils.
Hann kom okkur öllum til manns,
börnum konunnar sem hann elskaði
en naut svo stutt. Við systkinin erum
öll innilega þakklát fyrir þann kær-
leika sem hann gaf okkur.
Seinna áttu líka öll barnabörnin
fjársjóð í afa sínum. Hann sagði sög-
ur, fór með barnagælur, taldi litlar
tær og fingur og átti alltaf eitthvað
gott í gogginn.
Fyrir sex til átta árum fór að bera
á gleymsku hjá pabba. Fyrst hætti
hann að muna nöfn og örnefni. Í byrj-
un tók maður vart eftir þessu. Síðan
hófst langt stríð að rifja upp og reyna
að muna. Það voru honum dálítið erf-
ið ár, en alltaf hélt hann góðum húm-
or og gat séð spaugilegu hliðarnar á
málum.
Árið 2001 flutti pabbi á Dvalar-
heimilið Lund á Hellu. Þar var ákaf-
lega vel hugsað um hann. Hann hélt
áfram að smala kindunum sínum og
telja þær eftir að hann kom á dval-
arheimilið. Minnið var bilað en ljúf-
mennskan var söm og áður og alltaf
stutt í glettnina. Það var eins og hon-
um létti þegar hann hætti að gera sér
grein fyrir gleymsku sinni.
Guð blessi góðan dreng, sanna
hvunndagshetju.
Laufey Jónsdóttir.
JÓN
TEITSSON
Fleiri minningargreinar um Jón
Teitsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát-
inn einstakling birtist formáli og ein aðal-
grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300
orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi.