Morgunblaðið - 20.04.2004, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Smáfólk
ÉG ER BÚINN AÐ DETTA Í 63 SKIPTI,
EN ÞEIR ERU SAMT SKEMMTILEGIR
SEXTÍU OG
FJÓRIR
DÖMUR OG HERRAR,
ÞETTA ERU FYRSTU
INNISKÓRNIR SEM
ERU BÚNIR TIL
EINGÖNGU ÚR
BANANAHÝÐUM!
EF ÞÚ
ELSKAR MIG
ÞÁ HÆTTIRÐU
AÐ SPILA
OG TALAR VIÐ
MIG...
ÞETTA KALLAST
SVAR ÁN ORÐA
KÆRI JÓLASVEINN.
ÉG VAR AÐ VELTA ÞVÍ
FYRIR MÉR HVORT ÞIG
VANTAÐI NOKKUÐ RITARA
TIL ÞESS AÐ AÐSTOÐA ÞIG
ÞESSI JÓLIN?
ÉG GÆTI SVARAÐ BRÉFUM
OG FARIÐ Í SENDIFERÐIR,
OG ÉG ER TILBÚIN AÐ
GERA ÞETTA FYRIR AÐEINS
50.000 kr. Á VIKU
50.000 kr.
Á VIKU?
AF HVERJU EKKI? ÞAÐ VITA
ALLIR AÐ HANN ER RÍKUR!
Leonardó
© LE LOMBARD
framhald ...
? !
JARÐSKJÁLFTI?
HEY!
ÞARNA KOM
ÞAÐ!
ÉG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ
RANNSKA HREYFINGAR Á
JARÐSKORPUNNI
TIL ÞESS AÐ BYRJA MEÐ ÆTLA
ÉG AÐ BÚA TIL MÆLIEININGU
SEM HEITIR Í HÖFUÐIÐ Á
BRÓÐUR ÞÍNUM
BRÓÐUR
MÍNUM?
RICHTER MÆLIEININGIN
ÞAÐ ER VEL TIL
FUNDIÐ, OG SKÝRIR SIG
ALVEG SJÁLFT
ÞAÐ
ER
RÉTT
ÉG HEF ENGA LÖNGUN TIL ÞESS AÐ VERA SÁ SEM SPYR
ALLTAF ASNALEGRA SPURNINGA, EN HVAÐ ER EIGINLEGA
ÞESSI RICHTER MÆLIEINING?
ÉG VERÐ AÐ
VIÐURKENNA ÞAÐ
AÐ ÉG ER LÍKA
FORVITINN
ÞETTA KEMUR TIL MEÐ AÐ VERÐA MÆLIEINING, EÐA KVARÐI,
SEM JARÐFRÆÐINGAR MUNU NOTA TIL ÞESS AÐ FINNA ÚT
STYRKLEIKA JARÐSKJÁLFTA
ÞANNIG AÐ
ÞETTA ER EKKI
HITAMÆLIR
EN...
ANDARTAK!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
MIG langar að lýsa yfir ánægju
minni og þakklæti fyrir frábært
þorrablót Ásatrúarfélagsins, sem fór
fram eins og hefð er fyrir á bónda-
dag, í félagsheimili ásatrúarmanna
að Grandagarði 8. Fagrar valkyrjur
báru fram hefðbundnar lystugar
veitingar, m.a. hangiket og súrmeti
sem Ólafur Sigurðsson matreiðslu-
meistari sá um.
Lystin var aukin með vel kæstum
hákarli og íslensku brennivíni. Áður
en gestir tóku til matar síns helgaði
allsherjargoði blótið, lýsti staðar-
helgi, blóthelgi og mannhelgi.
Um 150 manns voru í mat en gest-
um fjölgaði verulega eftir því sem á
leið kvöldið enda var dagskráin inni-
haldsrík. Fjöldi listamanna kom á
blótið og tróð upp þó þeirra væri ekki
getið í auglýstri dagskrá: Buzby
Birch, breskur tónlistarmaður lék af
snilld á dijeridoo, hljóðfæri frum-
byggja í Ástralíu; ágætir fiðlu- og gít-
arleikarar léku listir sínar og fallegar
raddir hljómuðu í salnum, m.a. úr
barka Heru. Þá tóku við hefðbundn-
ari atriði eins og kvæðasöngur og
rímur undir stjórn Steindórs Ander-
sens og Sigurðar Sigurðarsonar
dýralæknis. Milli atriða stjórnaði
hinn landskunni Þorvaldur Þorvalds-
son fjöldasöng og salurinn lét ekki
sitt eftir liggja. Hámarki náði blótið
þegar leikin var Völuspá, frumflutt
verk eftir Hilmar Örn og Einar Örn
en auk þeirra lék Páll á Húsafelli á
steinhörpuna og Kristín Heiða Krist-
insdóttir kvað. Þetta verk og flutn-
ingur þess var svo undurfagur að
bæði mönnum og Ásum vöknaði um
augu. Aðgangseyrir var bara 1500
krónur sem hefði ekki verið hægt
nema vegna þess að allir gáfu vinnu
sína. Ég vil nota þetta tækifæri til að
þakka öllum hlutaðeigandi kærlega
fyrir. Að öðrum ólöstuðum vil ég sér-
staklega þakka matreiðslumeistar-
anum og allsherjargoðanum fyrir
frábæra skemmtun.
JENS GUÐMUNDSSON,
Ármúla 32,
108 Reykjavík.
Frábært þorrablót
Frá Jens Guðmundssyni:
ÞAÐ er alltaf skemmtilegt þegar
einhverjir drifkraftar í samfélaginu
taka sig til og bjóða okkur neyt-
endum upp á eyrnakonfekt úr tón-
listarlífinu. Líklega verður þetta vor
og sumar lengi í minnum haft fyrir
þessar sakir og er það vel.
Einn af þeim viðburðum sem boð-
ið hefur verið upp á nýverið er
Blúshátíð í Reykjavík sem haldin
var á Hótel Borg 6.–8. apríl sl. Þetta
framtak var vel þarft og auglýsing-
ar hljómuðu daginn út og inn til að
hvetja samborgarana til að taka
þátt í hátíðinni. Persónulega þurfti
ég ekki mikla hvatningu og ákvað
því að skella mér í bæinn nokkur
hundruð kílómetra leið og njóta há-
tíðarinnar eins og eitt kvöld. Að
sjálfsögðu tók ég ákvörðun um að
fara á lokakvöld hátíðarinnar og
rifja upp hæfileika hinna frábæru
Vina Dóra sem tróna að mínu mati á
toppi blússkalans á Íslandi. Ég
mætti á staðinn um klukkan átta
ásamt nokkrum öðrum gestum sem
voru í fylgd með mér. Við komumst
að því að öll borð í aðalsalnum á
Hótel Borg voru upptekin. Okkur
var þá sagt að klukkan níu yrði opn-
að á milli inn í matsalinn sem er út
af salnum þar sem tónleikarnir fóru
fram. Við töldum okkur því ekki
þurfa að hafa neinar áhyggjur. Þeg-
ar klukkan fór að nálgast níu var þó
svo komið að áhyggjurnar voru
komnar aftur þar sem fólk virtist
enn streyma að. Klukkan níu var
svo opnað á milli þessara tveggja
sala. Þá hófst baráttan um stólana
sem voru þannig staðsettir að eitt-
hvað mátti sjá og heyra. Við töldum
okkur mjög heppin að fá sæti um
sex metra inn af salnum þar sem
sviðið var. Ég vissi það hins vegar
strax að þetta var ekki spennandi
þar sem veggirnir brytu væntanlega
niður allt hljóð frá tónlistarmönn-
unum og kom ekki auga á neinn
tækjabúnað í aðra veru. Það þurfti
ekki frekari vitnanna við þegar
fyrstu tónarnir bárust út í loftið frá
Doug Lang. Hjá okkur var þetta að-
eins eins og að hlusta á fáránlega lé-
legt útvarpstæki sem þar að auki
var illa staðsett, enda greindum við
ekki orða- eða tónaskil frá sviðinu.
Ekki skánaði nú ástandið þegar hin-
ir sem voru ennþá verr staðsettir en
við fóru að troðast fyrir framan okk-
ur til að fá nú eitthvað að sjá og
heyra, eðlilega. Þetta varð að sjálf-
sögðu til þess að þetta var alveg bú-
ið í okkar huga og margra annarra
gesta. Segja má í einföldu máli að
Blúshátíðin hafi skipst í tvö horn.
Annars vegar í hornið þar sem Vinir
Dóra og gestir þeirra tóku til við að
leika blús af innlifun fyrir og með
þátttöku hátíðargesta og svo hins
vegar hornið þar sem staddir voru
um hundrað gestir sem eyddu tím-
anum í að tala um að kvöldið væri
ónýtt, enda fækkaði hratt og örugg-
lega í þeim hópi meðan á fyrri hluta
tónleikanna stóð.
Það var ótrúlegt að horfa upp á
það að skipuleggjendur hátíðarinn-
ar nýttu sér ekkert af þeirri tækni
sem til staðar er í dag til að tryggja
að allir gestir sem greiddu fyrir að-
gang þetta kvöld gætu notið dag-
skrárinnar, lítið tjald, myndbands-
upptökuvél og myndvarpi ásamt
tveimur til fjórum hátalaraboxum
inni í matsalnum hefðu reddað
kvöldinu fyrir okkur sem vorum úti-
lokuð frá því sem um var að vera.
Ég ætla að enda eins og ég byrj-
aði að þakka þeim sem hafa dug til
að skipuleggja viðburði sem þessa.
Jafnframt vil ég benda þeim á að
blúshátíðin verður ekki að árlegum
viðburði ef þetta er það sem gestum
framtíðarinnar verður boðið upp á.
Blúsinn kveikir góðar og kraftmikl-
ar tilfinningar í brjósti þeirra sem
kunna að meta hann, en þetta kvöld
var því öfugt farið. Hjá mér var til-
finningin bara blúsuð og döpur. Ég
yfirgaf því hátíðina á miðju kvöldi,
en í bakgrunni hljómuðu fagnaðar-
læti og hróp þeirra sem fengu eitt-
hvað fyrir sinn snúð.
BJARNI ÓMAR
HARALDSSON,
blúsáhugamaður.
Blúsuð tilfinning,
Blúshátíð í Reykjavík
Frá Bjarna Ómari Haraldssyni: