Pressan - 02.09.1988, Blaðsíða 4

Pressan - 02.09.1988, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 2. september 1988 litilræði Af blekbulli Þegar ég er hnugginn finnst mér þjóöráó aö setjast niöurog skrifaeinhverjavitleysu. Eins þegar ég er í góöu skapi. Mér hefur, held ég, alltaf þótt svona dæmalaust notalegt að blekbulla. Einanámsefniö sem ég virti viðlits í skóla var aó skrifa ritgerðir og fór þá eigin leiöir meö samsetninginn, góöum íslenskukenn- urum til sárrar skapraunar. Mér fannst alltaf mest umvert aö koma eigin sálarástandi yfirá blaö, lét „stuöiö“ sem ég var í þá og þá stundina stjórna ferö- inni, en hirti lítt um aö skrifa texta einsog góöum íslenskukennurum fannst góöur texti eiga aö vera. Þetta varð til þess aö ég var sífellt uppá kant viö íslenskukennarana, og fékk oftar en hitt falleinkunn í íslenskum stíl. Ég man aö kennarinn, sem kenndi okkur íslensku í fjóröa bekk í Menntaskólanum á Akureyri, lagöi jafnan á þaö mikla áherslu aö hver ritsmíð þyrfti aö hafa upphaf og endi, en þar á milli væri venjulega haföur miökafli. Hann var bókstaflega alveg meö þetta á tæru maðurinn. Einhverntímann setti hann okkur fyrir aö skrifa ritgerð um „Stundvísi" og kraföist þess aö „henni yrði markaður farvegur inn- an hins knappa formramma“, einsog hann oröaði þaö. Ég skrifaði hjartnæma ritsmíö um þaö, hve átakanlegt þaó væri fyrir lítil börn sem væru aö leika sér niöurviö Tjörn í Reykjavík, aö verða mál aö kúka. Um þá sálarkvöl sem nístir barnshjartaö, þegar þarf aö gera hlé á leiknum til aö faraheim,eðakúkaí buxurnar aö öörum kosti. Síðan lýsti ég, „innan hins knappa form- ramma“, pottþéttri aðferð til aö halda í sér, þegar maður er barn að leika sér niöurviö Tjörn. Þar sem aðferðarinnar var ekki getið í ís- lenskum þjóöháttum fannst mér tímabært aö vekjaáhenni athygli,en hún varkölluð aö „pressa“. Ekki meira um þaö. Ég fékk núll fyrir ritgeröina og einkunn- inni fylgdi sú athugasemd aö Schopen- hauerværi fyrir löngu búinn að afsanna það aö maöurinn væri félagsvera. Þá var það sem ég ákvað aö skrifa aldrei framar fyrir neinn annan en sjálfan mig og hef staðið viö þaö síöan. Ég læt mér þaö í léttu rúmi liggja hvort maðurog maöurástangli rekst áþettablek- bu11 í fáséðum dagblöðum. Ég skrifa bara fyrir sjálfan mig um þaö sem mér er efst í huga. Núna er þaö sambúðin við konuna mína. í morgun, þegar ég fór framúr, var konan mín enn í rúminu afþví hún er í fríi og þess- vegna ekki í vinnunni. Eg sá í hendi méraö maturinn yröi ekki til á slaginu tólf og fylltist beiskju útí lífið, til- veruna og konuna mína. Sem ég sat þarna á rúmstokknum, kom- inn í annan sokkinn, fannst mér allt rang- læti heimsins hvolfast yfirmig og mig greip óslökkvandi hefndarþorsti. Knúinn hatri á öllu sem lífsanda dregur smeygöi ég mér í hinn sokkinn og klæddi mig svo í þungum þönkum. Eg var meö djöfullegt ráðabrugg í huga. Nú skyldi konan mín, sem ég hef átt í á fjóröa áratug, já nú skyldi hún fá eftirminni- lega ráöningu. Hefndaraögeröin var fullmótuö í huga mér: 1. Fara útí búð og kaupa í matinn fyrir hana. 2. Elda síðan matinn fyrir hana. 3. Boröa svo hádegisverðinn einn, á mínútunni tólf. 4. Njóta þess í botn aö sjásvo konu mína koma framúr svefnherberginu, klukk- an rúmlega tólf, niðurbrotna af níst- andi sektarkennd og sjálfsfyri rl itningu yfir því aö hafa ekki haft hádegisverð- inn til reiöu á réttum matmálstíma. Ég læddist út, til þess hún vaknaði ekki, því satt aö segja hefur hún lag á því aö redda hlutum fyrirhorn, þegarhún eráannaö borð komin framúr. Svo ók.ég einsog þrumuský vesturí Mela- búð og keypti lax. Fjögur stykki. Ég varstaðráðinn í því aö matreiöa laxinn sjálfur, þó ég kunni ekki til matargerðar, enda er hún ekki í mínum verkahring. Ég hugsaði sem svo: Ef matseldin mistekst gefur þaö aögerö- inni baraaukinn slagkraft. Þegar ég svo kom heim aftur meö laxinn voru öll ummerki einsog ég haföi gert ráö fyrir. Enginn í eldhúsinu og klukkan aö veröa tólf. Sæt hefndin var í sjónmáli. Konan skyldi sko fá að sjá eftir öllu sam- an. Nú fannst mér fyrir mestu aö ýfa upp í henni sektarkenndina. Og þarna í eldhúsinu hafði ég sannarlega ráö undir rifi hverju. Ég opnaði pottaskápinn og velti þremur pottum útúr honum, með umtalsverðum skarkala, tók svo potthlemmana og sló þeim saman líkt og slagverksmaður í symfóníuhljómsveit. Ég sá hana fyrir mér hrökkva upp með andfælum og fyllast nístandi örvæntingu, sektarkennd og sjálfsfyrirlitningu yfirþví aö hafa matinn ekki til á slaginu 12.00. Píslarvætti mitt var í hámarki og ég hugs- aöi sem svo: — Hún á þetta bara skilið. Svo setti ég laxinn í pott, kartöflur í ann- an, vatn í báða og stillti hitaplöturnar á töl- una 12. Þaö hlakkaði í mér og ég hugsaði sem svo: — Þessi aðgerð er í þann veginn að heppnast svo vel, aö framvegis veröur mat- urinn á þessu heimili tilbúinn á slaginu. Þá var þaö aö dyrabjallan hringdi. Á tröppunum stóö Grímur frændi kon- unnar minnar og tók svo til orða: — Sæll elskan mín. Ég er kominn til aö taka stífluna úr sturtuniöurfallinu. Ég vísaði Grími inn. Þegar við komum framí eldhús var konan mín komin þar. Hún faömaöi frændasinn aö sér og sagði fagnandi: — Blessaður Grímur minn. Þú kemur einmitt einsog kallaöur. Ég er meó lax í pott- inum og viö ætluöum aö fara að borða. Þú boröar meö okkur. Svo lagði hún á borðið fyrir þrjá, raulandi lagstúfinn „Hann Tumi fer á fætur“ eftir Mósart og sagöi svo á sinn hátt: — Og geriöi nú svo vel. Þaö skringilegasta af öllu var aö ég fór ekki að gráta. Eg fór aö hlæja. Vaaaaaa, hvar fekkstu þessa I tollfrjálsu búðinni í Arnarflugsvélinni. arnarflug Lágmúla 7, slmi 84477 j arnarflug

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.