Pressan - 02.09.1988, Blaðsíða 21
Föstudagur 2. september 1988
21
DRULLUSOKKUR
Fæstir þekkja hann undir nafninu Sverrir Ólafsson en
þegar Stormsker bætist aftan við kemur annað hljóð í
strokkinn. Ýmist er hann hataður eða elskaður. Fólk
hefur jafnvel gengið svo langt að segja honum á opin-
berum vettvangi að hypja sig úr landi, að hann væri
klámhundur og sóðakjaftur. Já, það hefur sjaldan verið
logn í kringum Sverri Stormsker, ekki frekar en skerið
sem hann kennir sig við.
Sverrir Stormsker segir frá misheppnuðu námi
fyrr og síðar, lygum og prettum gagnvart
fjölskyldu og vinum, ræðir um dekkjaverk-
stœðið Island, opinberar trúarlíf sitt og ta/ar
út um Júróvisjón og sinn innri mann.
Það var þann 6. september árið
1960 sem hann leit dagsins ljós á
Fæðingarheimili Reykjavíkur. For-
eldrar hans eru Vilhelmína Baldurs-
dóttir búðarkona og Ólafur Sverr-
isson flugumsjónarmaður. Sverrir
er örverpið í fjölskyldunni, þ.e.a.s.
yngsti meðlimur hennar. Fyrsta
spurning blaðamanns kemur í rök-
réttu framhaldi af fæðingunni og ég
spyr Stormsker hvenær hann muni
fyrst eftir sér.
EYDDI MESTUM TÍMANUM
HJÁ SKÓLASTJÓRANUM
„í rauninni man ég ekki eftir mér
fyrr en ég var kominn yfir 15 ára
aldur en mér er sagt að þegar ég var
svona 9—10 mánaða gamall hafi ég
verið sídillandi mér á bleyjubossan-
um við eitthvert útvarp sem stóð á
borði í stofunni heima hjá mér.
Árin fram að fermingu voru ekkert
óskaplega spennandi tími, lífið
gekk út á að fara með vottorð í leik-
fimi, vega salt og girða niður um
stelpurnar.“
— En þú hefur farið í skóla eins
og öll önnur börn, var það ekki?
„Jú, jú, ég fór þarna í Mela-
skólann og satt best að segja held ég
að það hafi verið þar sem örla tók
á einhverjum truflunum í sálarlíf-
inu. Melaskólalífið var hræðilega
leiðinlegt og mestum tíma eyddi ég
uppi hjá skólastjóranum."
— Þú hefur þá verið orðinn góð-
kunningi hans þegar yfir lauk?
„Já, rétt eins og talað er um góð-
kunningja lögreglunnar þá var ég
góðkunningi skólastjórans."
Úr Melaskóla lá leið Sverris í
Hagaskólann en hann segist fjót-
lega hafa verið rekinn úr fyrsta
bekk vegna þess að hann gat aldrei
verið til friðs.
„Ætli þetta kallist ekki bara van-
þroski hjá fólki sem ekki hefur
drápsklyfjar af húmor. Fyrir mér
var þetta bara gert til að lífga upp á
„libbu og tibbu“ (lífið og tilver-
una). Ég útskrifaðist úr Hagaskóla
með svona skítsæmilegar einkunn-
ir. Eftir það fór ég í Fjölbraut í Ár-
múla þar sem ég var tvær annir en
gafst upp og skrapp upp í Breiðholt
í Fjölbrautina. Þar entist ég enn
styttra og var þar tæplega önn og
sagði þá „stop right there“ við sjálf-
an mig. Uppfrá þessu beindi ég
fránum sjónum mínum að verðandi
listrænum afrekum.“
— Svo við snúum okkur að tón-
listinni. Hverjar eru þínar fyrstu
minningar sem tónlistarmanns?
„Mér hefur verið sagt að ég hafi
byrjað að glamra djöfullega á
píanó fjölskyldunnar þegar ég var
6—7 ára. Það var víst fyrst og
fremst systur minni að kenna, því
hún var svona tónlistarskólatýpa
sem var að glamra bítlalög og
klassík daginn út og inn. Ætli hún
sé ekki að naga handarbökin á sér
núna yfir því að hafa komið mér inn
í þetta. Því má ekki gleyma að
Mozart og Mendelssohn áttu báðir
eldri systur og ég er alveg á því að
systir mín hafi bara fæðst til þess að
kveikja í mér tónlistaráhugann, “ og
Sverrir hlær við en heldur síðan
áfram, „þannig að mér finnst hún
hafa þjónað sínum tilgangi í þessu
jarðlífi" (hlær ennþá meira).
Næst spyr ég Sverri hvort hann
líti mikið upp til manna eins og
Mozarts eða Mendelssohns. Voru
þeir kannski bjánar lika?
„Nei, ég lít nú ekkert upp til
þeirra, en ég get ímyndað mér að
þessir menn hafi ekkert verið neitt
stálgáfaðir, vegna þess að tónlistar-
hæfileiki er eins og stærðfræðigáfa
afmörkuð gáfa sem er allri vitglóru
gjörsamlega óviðkomandi. Mér
finnst þeir svona álíka góðir og
Lennon og McCartney."
NASASJÓN AF KLASSÍK
ÞEGAR PARRI VAR FULLUR
Þegar Sverrir beygði út af
menntaveginum segist hann hafa
logið því að föður sínum að ástæð-
an fyrir því að hann hætti í skóla
væri sú að hann ætlaði að gerast
tónlistarkennari og stefna mjög
hátt í því fagi, svo hátt að hann
myndi gerast liðtækur sem hörpu-
leikari í Sinfóníunni. Þessu segist
Sverrir hafa logið að föður sínum
vegna þess að gamli maðurinn hefði
alls ekki orðið sáttur við að soninn
dagaði uppi sem einhvern skít-
blankan tónlistarmann, bæði and-
lega og líkamlega. Hann segir föður
sinn hafa verið haldinn krónískri
forsjárhyggju og í sífellu viljað hafa
vit fyrir sér gáfaðri mönnum:
„Hann vildi endilega pína mig út í
bókmenntafræði í háskólanum því
hann grunaði mig um að vera les-
andi Sjeikspír á klósettinu. En ég
fór hvergi og það var familíunni
alveg gríðarlegt áfall. Heldur fór ég
ekki í neinn tónlistarskóla, því ég
fór beint ofan í skurð að moka skít
og var að því í fjögur ár. En einn
daginn ákvað ég að þessu skyldi
linna og lét pabba skrifa undir víxil,
renndi mér í Hljóðrita og tók upp
plötu sem er, að ég held, minnst
selda plata á landinu. Allt sem
þurfti svo að borga lenti svo náttúr-
►