Pressan - 02.09.1988, Blaðsíða 27
VOPNABURÐUR
Í REYKJAVÍK
Jinífar og
önnur vopn
koma œ meira
við sögu í auknu
ofbeldi í Reykja-
vík.
Mynd/Magnús Reynir.
Flest virðist benda til þess að þeir tímar er hægt var
að ganga um götur Reykjavíkur að næturlagi, án þess að
verða laminn, rændur eða eitthvað þaðan af verra, séu að
líða undir lok. Þó ekki liggi fyrir nákvæmar tölur þykir
sýnt að tilefnislausum árásum fari fjölgandi á götum
úti. Og það sem verra er, meira er farið að bera á því að
vopnum sé beitt. Er þá aðallega um að ræða hnífa, oft
svokallaða fjaðurhnífa, — þ.e.a.s. hnífa þar sem ýtt er á
hnapp svo að hnífsblaðið spretti fram. Einnig hafa t.d.
hnúajárn verið gerð upptæk.
Friðrik Gunnarsson hjá rann-
sóknardeild lögreglunnar í Reykja-
vík sagði í samtali við Pressuna, að
þó ekki lægju fyrir neinar tölfræði-
legar upplýsingar teldi hann að
aukning hefði orðið á ofbeldisverk-
um í borginni. í stað þess að menn
væru að slást með berum hnefum
væri algengara að einhverjum
vopnum væri beitt, en lögreglan
gengi nú mun harðar fram í því að
taka hnífa af fólki. Friðrik sagði að
þeir hefðu ekki orðið mjög mikið
varir við fjaðurhnífa, en þó sæjust
þeir öðru hverju. Þá sjást hnúajárn
einnig, en mjög sjaldgæft er að þau
séu notuð til að slá með. Járnin eru
frekar notuð til ógnunar, en þau eru
í umferð engu að síður. Það er oft
leðurklætt fólk sem þau ber og eru
hnúajárnin þá alla jafna hluti af
skrauti búningsins.
Ef menn eru teknir í Reykjavík
fyrir að sveifla hníf í kringum sig
afgreiðir lögreglan þar yfirleitt mál-
ið. En ef viðkomandi slasar ein-
hvern með hnífnum telst það oftast
gróf líkamsárás og fer málið þá til
Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þar
voru menn sammála um að meira
virtist vera um líkamsárásir en áður,
og einnig að áverkar væru nú meiri.
Þeir höfðu ekki orðið varir við
hnúajárn eða önnur vopn, en töldu
að meira væri um hnífa nú en áður.
Að mati RLR virðist engin aukn-
ing vera á ránum á götum úti, en
þau eru nokkuð algeng í Reykjavík.
Bæði hjá rannsóknarlögreglunni og
hjá lögreglunni í Reykjavík kom
fram sú skoðun, að aldur þeirra
sem teknir væru fyrir ofbeldi færi
lækkandi. Þá væri einnig algengt
að unglingar og ungt fólk um og yf-
ir tvítugt væru með hnífa á sér „upp
á sport“.
AMFETAMÍN OG OFSÓKNARÆÐI
Einn viðmælenda blaðsins taldi
hnífaburð að miklu leyti tengjast
fólki í fíkniefnaviðskiptum. Menn
ógnuðu hver öðrum til að halda
uppi „aga“ í dreifikerfinu.
Arnar Jensson hjá fíkniefnadeild
lögreglunnar sagði að hnífum og
vopnum hefði fjölgað hin síðari ár.
í þeim tilfellum sem þeir þyrftu að
skipta sér af væri fólk orðið ruglað
og túlkaði alla sem óvini sína. Þetta
ofsóknaræði fylgdi amfetamín-
neyslu. Hún hefði aukist frá 1980
og vopnavæðingin vaxið með
henni. Hnífar og þess háttar vektu
falskt öryggi hjá fólki, sem fyndist
það þurfa að verja sig.
Rögnvaldur Þorleifsson, sér-
fræðingur á slysadeild Borgarspít-
alans, sagðist engar tölur hafa yfir
það fólk sem til þeirra leitaði með
áverka eftir hnífa eða önnur vopn.
Hann myndi hins vegar eftir nokkr-
um hnífsstungutilfellum. í einu til-
felli var um sérlega beittan hníf að
ræða. Sagði Rögnvaldur að alltaf
hefði verið eitthvað um hnífsstung-
ur, en yfirleitt ekki nema ein eða
tvær á ári. Sér virtist því sem þær
væru tíðari nú, hvort sem þar væri
um tímabundið fyrirbæri að ræða
eða ekki. Einnig virtust ofbeldis-
árásir almennt orðnar algengari en
þær voru fyrir t.d. einu eða tveimur
árum. Ekki síst þar sem veist er að
unglingum á götum úti og þeir
barðir að tilefnislausu að því er
virðist. Sumir þeirra koma a.m.k.
þannig fyrir, að ekki sé ástæða til
að vefengja það sem þeir segja.
Fólk hefur komið á slysadeildina
með sár eftir hnífsstungur á kvið-
vegg, brjóstvegg, og í gegnum úln-
lið svo eitthvað sé nefnt. Að sögn
Rögnvaldar geta allar stungur verið
hættulegar sé mjög beittur hnífur
notaður, t.d. ef stungið er í höfuð,
háls, kviðarhol eða bolinn yfirleitt.
Einnig getur notagildi handar eyði-
lagst sé stungið í gegnum hana. Það
mætti kannski segja að hættu-
minnst væri að stinga í löpp eða
kálfa, en einfaldast að hitta í brjóst
eða kvið: „En ofbeldismenn hafa
kannski ekki aðstöðu til að velja
hættuminnsta punktinn, og þar að
auki eru þeir e.t.v. ekkert að spekúl-
era í því,“ sagði Rögnvaldur Þor-
leifsson læknir.
ÓLÖGLEGUR INNFLUTNINGUR
Friðrik Gunnarsson sagði að eitt
af vandamálunum í þessum efnum
væri hve reglugerðin væri á reiki
varðandi hvað koma mætti með inn
í landið af hnífum og öðrum tólum.
Hjá tollstjóraembættinu fengust
þær upplýsingar, að allur innflutn-
ingur á svokölluðum fjaðurhníf-
um, Iásbogum, hnúajárnum og þess
háttar væri harðbannaður. Finnist
hlutur, sem telja má hættulegan,
þarf leyfi frá lögreglustjóra fyrir
innflutningnum. Það er svo til ein-
göngu hjá farþegum, sem fara um
Keflavíkurflugvöll, sem slíkir mun-
ir hafa fundist. Viðkomandi hlutur
er þá sendur til lögreglunnar, sem
síðan ákveður hvort afhenda megi
viðkomandi farþega vopnið. Að
öðru leyti hefur tollurinn ekki frek-
ari afskipti af slíkum málum.
Að sögn Kristjáns Péturssonar,
deildarstjóra í tollgæslunni á Kefla-
víkurflugvelli, hafa þeir þar einkum
fundið fjaðurhnífa, en þeir hafa
einnig orðið varir við hnúajárn. Yf-
irleitt eru menn ekki yfirheyrðir sér-
staklega þó slíkir hlutir finnist í far-
teski þeirra. Skýringarnar eru samt
yfirleitt á þann veg, að um sé að
ræða skraut en ekki vopn.
TILEFNISLAUSAR ÁRÁSIR
En hvaða ástæður liggja að baki
vopnuðum árásum á fólk? Hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins feng-
ust þær upplýsingar, að skýringarn-
ar sem árásarmennirnir gæfu væru
jafnmargar og málin eru mörg. Það
hefði hins vegar borið sífellt meira á
þvi að undanförnu, að tilefnið væri
ekkert heldur byrjaði einn einfald-
lega að abbast upp á annan. í hnífs-
stungumálunum virtist sem sjaldn-
ast væri um fyrirfram ákveðinn
verknað að ræða, heldur gerðist
hann í hita leiksins.
í janúar sl. var t.d. ráðist á tví-
tuga stúlku á Hlemmi og hún skor-
in 10 sentímetra löngum og nokkuð
djúpum skurði í andlitið. Árásar-
mennirnir reyndust vera tvær stúlk-
ur á svipuðum aldri og ástæðuna
sögðu þær þá að fórnarlambið
hefði skuldað sér peninga og þær
verið að rukka.
í DV um svipað Ieyti mátti lesa
viðtal við 16 og 14 ára drengi. Sá
eldri sagði nauðsynlegt að hafa hníf
á götufylleríum, því aldrei væri að
vita hverju mætti eiga von á. Hann
notaði hnífinn til að sýna að hann
væri vopnaður. Það fylgdi því
öryggi.
í máli þess yngra kom fram að
hann gengi með hníf á kvöldin
vegna þess að hann væri hræddur,
ekki síður við fullorðið fólk en
unglinga. Þá segir einnig í fréttinni,
að unglingarnir telji að lögreglan
frétti ekki af öllum hnífsstungutil-
vikum. Ástæðan væri oft sú, að
fórnarlömbin þyrðu ekki að kæra
af ótta við hefnd. Sumir ungling-
anna sem blaðið ræddi við sögðust
mest hræddir við eiturlyfjaneytend-
ur og fólk undir áfengisáhrifum.
FYLGIFISKUR
RORGARSAMFÉLAGS
En hvað veldur því að við erum
smátt og smátt að tapa því sakleysi
sem hefur löngum einkennt íslenskt
samfélag og erum að taka upp
marga þá lesti sem fylgt hafa stór-
borgarsamfélögum úti í heimi?
Séra Jón Bjarman, sjúkrahús-
prestur á Landspítalanum, var
fangelsisprestur í fjölda ára. í sam-
tali við Pressuna taldi hann að ein
af ástæðunum fyrir auknu ofbeldi
væri sú, að þjóðfélagið hefði tekið
miklum breytingum. Núna væri
u.þ.b. helmingur Iandsmanna borg-
arbúar og í borgarsamfélagi kæmu
upp aðstæður, sem kölluðu fram
ofbeldi. Það þrengdi til dæmis að
fólki án þess að það kæmist í nánari
tengsl við umhverfi sitt og annað
fólk, og afleiðingin yrði aukinn ein-
manaleiki.
Ekki væri heldur hægt að loka
augunum fyrir áhrifum fjölmiðla
og annarra, sem sýndu dýrkun á
valdi, kröftum og mætti. Það sér-
staka við íslenskar kringumstæður
væri hins vegar að ekki hefur verið
hér til staðar sú „framlenging“
mannsins í byssunni, sem einkennt
hefur margar aðrar þjóðir, t.d.
Bandaríkjamenn.
Séra Jón sagðist ekki trúa á þá
kenningu, að aukið ofbeldi væri af-
leiðing aukinnar áfengisneyslu.
Meiri fíkniefnaneyslu fylgdi hins
vegar aukning ofbeldis, en væri af
öðrum toga. Hann hefði spurt einn
skjólstæðing sinn, sem kynni hafði
af fíkniefnasölu bæði hérlendis og
erlendis, hvað gerðist ef verulegur
fíkniefnamarkaður skapaðist hér á
landi? Svarið var, að annars vegar
myndi það leiða það til aukins
ofbeldis og hins vegar til vændis.
Varðandi ofbeldið væri um að ræða
rán og eins væru þessir einstakling-1
ar þá Iíkamlega og andlega veikir.
Einnig væru þá komnir í málið
ófyrirleitnir og ósvífnir menn, sem
ættu fjárhagslegra hagsmuna að
gæta. Dæmi um þetta mætti sjá í
höfuðborgum hinna Norðurland-
anna.
Séra Jón taldi t.d. mega útskýra
lágan aldur afbrotamanna með því
að unglingarnir byrjuðu að neyta
áfengis fyrr en áður. Skoðanir væru
skiptar um hvað ylli því. Sumir álitu
börn afskiptari, en aðrir héldu því
fram, að þau tækju fyrr út þroska.
Þar að auki væru aðföng mun
auðveldari á seinni árum.
Séra Jón sagði að algjör breyting
hefði orðið ágildismati fólks. Hvað
því fyndist eftirsóknarvert í lífinu
o.þ.h.
Af framangreindu má sjá að þró-
unin sem verið hefur í borgum
erlendis í þessum efnum er hafin
hér í Reykjavík. Spurningin er,
hvort við ætlum að læra af reynslu
annarra eða hvort við viljum sjálf
ganga í gegnum hana?