Pressan - 02.09.1988, Blaðsíða 16
16
Föstudagur 2. september 1988
skotmarkið
Davíð Oddsson borgarstjóri
• Á Sjálfstæðisflokkurinn aö standa að niðurfærslu?
# Á stjórnin að víkja?
• Hefur Þorsteini mistekist stjórnarforystan?
# Stefnirðu hærra í pólitíkinni?
STJÓRNARSAMSTARFIÐ
SKAÐAR
SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN
— I viðtali við Heimsmynd sl.
vor sagðirðu uð þér kœmi ekki ú
óvart þótt stjórnin spryngi og kosn-
ingar yrðu í haust. Ertu enn sömu
skoðunar?
„Ég held að þessi spá mín hafi
verið ótrúlega góð. Stjórnarsam-
starfið hékk áreiðanlega á bláþræði
á tímabili en nú má segja að það sé
hálfur mánuður eða þrjár vikur í
það hvort stjórnin nær saman eða
ekki.“
— Gefurðu ríkisstjórninni þrjúr
vikur?
„Það getur a.m.k. brugðið til
beggja vona á þessum þremur vik-
um.“
— Styðurðu ríkisstjórnina?
„Ég get sagt að ég styð Sjálf-
stæðisflokkinn sem er í forystu
fyrir stjórninni og forsætisráðherra
þar með. Ummæli mín í viðtalinu
sl. vor byggðust á því að stjórnin var
þá óvenjulega sundurþykk og þá
höfðu ákveðnir menn innan hennar
verið með meldingar í garð borgar-
innar sem mér fannst ósanngjarnar
og því sagði ég þá að ef stjórnin
héldi áfram í því fari væri í sjálfu sér
ekki eftirsjá að henni. Ég held líka
að forsætisráðherra hafi sjálfur
orðað það svo í viðtali að ef þessi
stjórn tæki sig ekki saman i andlit-
inu þá væri ekki eftirsjá að henni.
Það er enginn ágreiningur á milli
okkar.“
— Sérðu meira samkomulag
innan ríkisstjórnarinnar nú fremur
en í vor?
„Ég skal ekki um það segja. Mér
fannst t.d. árásir formanns Fram-
sóknarflokksins á fjarverandi for-
sætisráðherra afar ómaklegar. Það
var ekki dæmi um að þarna væru
menn sem ætluðu að starfa saman.
Nú virðast þeir vera sáttir við
ákveðnaleiðíefnahagsmálum. Það
er að vísu eftir að sýna fram á að
hún gangi upp en ef þeir ná saman
um einhverjar kerfisbreytingar í
efnahagsmálum þá hefur staðan
breyst. Ég á eftir að sjá það gerast.“
— Er ekki verið að snúa af úra-
tugalangri frjúlsræðisstefnu Sjúlf-
stœðisflokksins með frystingu
verðlags og síðan niðurfærslu?
„Ég skal viðurkenna að það eru
ákveðnir þættir sem rætt er um í
tengslum við niðurfærsluaðgerðina
sem eru í andstöðu við það sem
Sjálfstæðisflokkurinn vill berjast
fyrir í þjóðfélaginu og það er öllum
ljóst. Líka þeim sem sitja í ríkis-
stjórninni fyrir flokkinn. En menn
velta því fyrir sér hvort aðstæðurn-
ar séu slíkar að þær réttlæti slíkt
tímabundið inngrip — tímabundna
afturför. Enn hef ég ekki verið
sannfærður um það sjónarmið og
ÓMAR
FRIÐRIKSSON m
ég hef heldur ekki fengið sannfær-
ingu fyrir því að þessi leið verði
farin því annmarkarnir sem blasa
við eru svo margir.“
— Þú hefur þú ekki gleypt við
niðurfærslunni sjúlfur?
„Nei, það hef ég ekki gert, en er
þó opinn fyrir því að hlusta á ríkis-
valdið og ef ráðherrarnir komast að
heillegri niðurstöðu þá mun borgin
ekki skerast úr leik heldur reyna að
stuðla að því að þær aðgerðir sem
stjórnvöld koma sér saman um geti
náð fram að ganga.“
— Ertu líka tilbúinn til að draga
úr framkvæmdum í borginni ef að-
gerðir rikisstjórnar krefjast þess?
„Já, já, og þegar í maí lýstum við
því yfir að við værum tilbúin til að
skera niður þar sem um væri beðið
þegar fjármálaráðuneytið og ríkis-
stjórnin ákváðu að draga úr fram-
kvæmdum og eyðslu. Reyndar áttu
öll sveitarfélög að skera niður um
samtals 300 milljónir en Reykja-
víkurborg varð eina sveitarfélagið
til þess.“
— Hefðir þú tekið eins ú stöðu
efnahagsmúlanna og forsætisrúð-
herra ef þú værir I hans sœti í dag?
„Það er óskaplega erfitt að svara
slíkum spurningum því það er svo
auðvelt að gagnrýna. Ég hef áður
sagt að aðstaðan sem formaður
Sjálfstæðisflokksins er í er ekki
auðveld. Sem forsætisráðherra
verður hann að sitja mjög á sér og
þola samstarfsflokkunum meira en
aðrir ráðherrar. Það felst í eðli
embættisins að fara leið málamiðl-
unar í ríkara mæli en ég hef þurft að
gera sem borgarstjóri. Það væri því
hvergi sanngjarnt að ég settist í
dómarasæti um þetta.“
— En þú hlýtur að verða að
meta hagsmuni flokksins. Telurðu
að þessi stjórnarþútttaka geti
skaðað hagsmuni Sjúlfstæðis-
flokksins ef úframhaldið verður
svipað og verið hefur?
„Ef þetta stjórnarsamstarf
gengur ekki upp og það koma engar
aðrar leiðir í ljós en þær sem mönn-
um þykir vera á verulegt svig við
grundvallarstefnu Sjálfstæðis-
flokksins þá mun það skaða flokk-
inn þegar til lengri tíma er litið.
Þessi umræða virðist þó ekki hafa
áhrif á borgarmálin ef marka má
síðustu skoðanakannanir, sem eru
að vísu talsvert óvenjulegar."
— Þær sýna yfir 60% fylgi
Sjúlfstæðisflokksins í borginni en
staða flokksins I landspólitíkinni er
ullt önnur. Hvernig skýrirðu þenn-
an mismun?
„Aðallega með því að vísa til þess
að i Reykjavík fá kostir flokksins
sem heildar notið sín. Hér hefur
flokkurinn staðið vel saman og
auðvitað ekki þurft að miðla mál-
um í þriggja flokka stjórn. Þá held
ég að skýringin liggi líka í því, þrátt
fyrir að það geti valdið gagnrýni, að
það mælist betur fyrir til lengri
tíma litið að menn séu ekki að
hlaupa frá ákvörðunum sínum þótt
á móti blási heldur standa það af
sér. Þó að fólk sé ósammála um ein-
hverja ákvörðun þá er það svo að
fólki líkar það betur en hitt að
menn bifist fyrir beittum kúlu-
vindi.“
— Niðurfærsluumræðan hefur
verið kennd við Framsókn og Al-
þýðuflokk. Hafa Sjúlfstæðisrúð-
herrarnir komið með nœgilegt
frumkvœði innan stjórnarinnar?
„Það er merkilegt að niðurfærsl-
an skuli kennd við þessa flokka því
hún er komin frá nefnd sem forsæt-
isráðherra skipaði. Það má þó
segja að framsóknarmenn og al-
þýðuflokksmenn hafi flykkt sér
meira um þessar tillögur en sjálf-
stæðismenn. Þessi miklu inngrip og
lögþvinganir niðurfærslunnar fara
illa í sjálfstæðismenn og auk þess
hefur forsætisráðherrann haft efa-
semdir um það að svona mikil að-
gerð, sem beint er framan að fólki,
gengi upp án þess að verkalýðs-
hreyfingin makkaði með. Reyndar
hefur það gerst, sem menn áttu
kannski ekki von á, að verkalýðs-
hreyfingin hefur verið opnari fyrir
þessari aðferð en spáð var. Kannski
hefur það breytt myndinni."
— Varst þú súttur við þú aðferð
Þorsteins að skipa forstjóranefnd-
ina?
„Ég var út af fyrir sig ekki
spurður álits á því og hafði ein-
hverjar efasemdir um ágæti þess, en
niðurstaðan er þó sú að þessari
nefnd hefur tekist að beina um-
ræðunni í annan farveg.
— Leiðarahöfundur Morgun-
blaðsins sagði ú sunnudaginn að
maí-aðgerðir stjórnarinnar hefðu
gjörsamlega mislukkast og í raun er
enn ekkert að gerast. Hafa múlin
ekki teygst langt úr hófi fram?
„Aðgerðirnar í maí misheppnuð-
ust vegna þess að menn fóru af stað
og hættu svo í miðju kafi og ákváðu
að geyma sér vandamálin fram á
haustið. Þetta virtust allir stjórnar-
flokkarnir gera með opin augu. Það
sem þeir sögðu fyrst eftir að þeir
komust úr eigin snöru í maí stóðst
ekki út vikuna, heldur varð frestun
ofan á. Það tel ég að hafi gert
skaða. Þess vegna er e.t.v. kostur að
fá upp þessa nýju umræðu um
niðurfærsluna, því það losar menn
frá fortíðinni í febrúar- og maí-
gengisfellingum sem ekki tókust."
— Sérðu einhverja aðra leið en
niðurfærsluna?
„Nei, ég sé enga patentlausn sem
enginn hefur áður kynnst. Ég hef
þó mínar efasemdir um að menn
eigi að láta berast fyrir öllum áföll-
um atvinnulífsins. Ég efast um að
við séum komin í þær miklu ógöng-
ur sem menn vilja vera láta, þó víða
séu fyrirtæki vissulega á brauðfót-
um. Hversu oft á líka að grípa inn
í illa rekinn fyrirtækjarekstur? Við
þurfum einhvern tíma að ganga í
gegnum það að láta þá sem reka
fyrirtæki illa súpa seyðið af því. Við
erum líka að koma að því núna eftir
tíu ára verðtryggingartímabil að
menn eru hættir að geta snapað sér
peninga á útsölu eða fyrir kunn-
ingsskap. Það þarf að líða ákveðinn
tími þar til heilbrigðisafleiðingar
breyttra tíma koma fram. Þá mega
menn heldur ekki grípa til sömu
úrræða og áður. Þess vegna ættu
menn ekki að ætla sér að taka
neinar kollsteypur núna heldur
rétta aðeins af þá þætti sem standa
gegn eðlilegum rekstri. Ekki fara
kollsteypur til að bjarga vonlausum
skussum."
— Hefurðu orðað þessar hug-
myndir við forsætisrúðherra?
„Ég tala mikið við forsætisráð-
herra og félaga hans í ríkisstjórn-
inni þessa dagana. Þá talar maður
auðvitað upphátt en ég get ekki
verið að rekja það opinberlega.“
— Hafa ekki flokkssystkini þín
viljað nýta vinsældir þínar í borg-
inni til uð fú þig í landsmúlapólitík-
ina og hefur úhugi þinn aukist ú því
undanfarið?
„Hafi áhugi minn á því verið
fyrir hendi þá hefur hann minnkað
jafnt og þétt undanfarið og satt að
segja er ekki mikið um áskoranir
um það frá flokksmönnum mínum.
Einn og einn maður hefur viljað
gera mér dagamun með því að segja
að það væri gott að hafa mig þarna
o.s.frv. en það er engin fjöldahreyf-
ing í gangi, sem betur fer, þvi mér
líður vel hér.“
— Ertu súttur við hvernig Sjúlf-
stœðisflokkurinn hefur stýrt þess-
ari ríkisstjórn?
„Ég tel að það sé ekkert áhlaupa-
verk að stýra þessari stjórn. Ég vil
halda því fram að aðalgalli hennar
felist í því að formenn flokkanna
þriggja standi ekki saman né treysti
hver öðrum. Það ríkir veruleg tor-
tryggni á milli þeirra og ég tel reynd-
ar að forsætisráðherrann eigi þar
minnsta sök.“
— Gæti hann gert eitthvað sem
liðkuði til í hópnum?
„Ég er auðvitað ekki dagsdaglega
með augun á því hvað gerist á
stjórnarheimilinu en ég þekki best
til forsætisráðherra og ég veit að
hann vill vera sanngjarn og er það.
Stundum er fundið að því að hann
sé of linur af því að hann er sann-
gjarn. Það tel ég ekki vera réttan
dóm, því það þarf oft að hleypa í sig
vissri hörku til þess að geta verið
eftirgefanlegur á réttu augnabliki.
Á hinn bóginn má segja að það fer
Sjálfstæðisflokknum ekki vel að
vera í stjórn eins og þessari, því
hann hefur verið ímynd festu og
eindrægni í þessu landi. Og ef hann
verður of lengi í stjórn, sem hefur
þennan losarabrag á sér, þá getur
það skaðað hann.“
— Stefnirðu hœrra í pólitíkinni
líkt og forverar þínir?
„Þessir menn hafa sagt við mig
að þeir hafi aldrei haft það pólitískt
betra en á meðan þeir voru borgar-
stjórar og ef ég ætti að fara eftir því
þá ætti ég að kappkosta að vera hér
sem allra lengst og það get ég best
hugsað mér.“
— En ef flokkurinn kallar?
„Ég sé ekki i augnablikinu að það
gerist og hef heldur litla trú á því.
Maður veit aldrei sína ævi alla en ef
slíkt kall kæmi þá vona ég að það
gerist seint.“
„nú má segja að það sé
hálfur mánuður eða þrjár
vikur i það hvort stjórnin
nær saman eða ekki##