Pressan - 02.09.1988, Blaðsíða 5

Pressan - 02.09.1988, Blaðsíða 5
>8£9r i9dfns»íqae .Siiup6þ.wt3crfi ■ - , ■■■ « Rostudagur 2. september 1988 a Pressan ræðir við íslenskan karlmann, sem á sér þá ósk heitasta að verða kona — og ætlar að láta hana rætast. (framhald af forsíðu) Ungi maðurinn, sem eftir nokkur ár verður kannski orðinn ung kona, féllst á að ræða þetta viðkvæma vandamál sitt við Pressuna. Af skiljanlegum ástæðum vildi hann hins vegar ekki láta nafns síns getið, en við skulum kalla hann Jón. Eins og fyrr segir er Jón ekkert öðruvísi skapaður en aðrir karl- menn, en vissulega er hann kvenleg- ur í fasi og framkomu. Hve lengi skyldi hann hafa átt sér þann rót- tæka draum að skipta um kyn? „Það eru u.þ.b. tíu ár síðan ég ákvað að reyna að komast í slíka að- gerð,“ sagði Jón, en þagnaði svo. Þessar þagnir hans áttu eftir að ein- kenna samtal okkar og í hvert sinn var eins og Jón væri um það bil að slíta samtalinu og hætta við allt saman. Það gerði hann þó ekki, heldur hélt áfram. „Kveikjan að ákvörðun minni var grein, sem birt- ist — að því er mig minnir — í Tím- anum sumariö 1978. Áður hafði ég ekki hugmynd um að svona aðgerð- ir væru framkvæmdar. Á þessum tíma var ég innan við tvítugt, en hafði samt liðið miklar sálarkvalir vegna þess að mér fannst ég alls ekki vera karlkyns. Það getur enginn trúað hvað þetta er mikið sálarstríð, nema sá sem reynsluna hefur. Eftir lestur blaöa- greinarinnar hugsaöi ég því mikið um þennan möguleika, en það liðu tvö eða þrjú ár þar til ég þorði loks að ræða þetta við heimilislækninn minn. Viðtalið tók auðvitað tölu- vert á mig, en ég varð að fá frekari upplýsingar um málið. Heimilislæknirinn varð alveg klumsa, þegar ég bar upp erindið. En læknar eru ekki spurðir út í svona hluti á hverjum degi, svo það var ofur eðlilegt að hann yrði hissa. Niðurstaðan eftir þetta rabb okkar varð sú, að ég skyldi snúa mér til Ólafs Ólafssonar landlæknis. Það gerði ég — en ekki fyrr en u.þ.b. tveimur árum seinna. Landlæknir tók mér ákaflega vel, en sagðist ekki vera nægilega kunnugur þessum málurn til að geta svarað öllum spurningum mínum. Hann benti mér þvi á að tala við Ólaf Örn Arnarson, yfirlækni á Landakoti, sem er sérfræðingur í þvagfæralækningum. Og ég þangað! Ólafur Örn var einnig afskaplega vingjarnlegur við mig, þrátt fyrir þetta einkennilega erindi mitt. Sem betur fór tók hann nrig alvarlega, eins og kollegar hans tveir, og ræddi aðgerðina ítarlega við mig. Hann vildi meina að hægt væri að fram- kvæma kynskiptaaðgerðina hér á landi, ef ég fengi á annað borð sam- þykki fyrir henni. Hins vegar taldi Ólafur Örn best fyrir mig að byrja á að fara í geðræna meðferð, þar sem vandamálið væri fyrst og fremst af þeim toga. Síðan gaf hann mér upp nafn geðlæknis, sem ég pantaði fljótiega'tíma hjá.“ HELD EKKI AD ÞAÐ SÉ NEINN SÖKUDÓLGUR Jón kveikti sér í sígarettu og horfði rannsakandi á blaðamann — svona eins og til að kanna við- brögðin. Eftir drykklanga stund tók hann upp þráðinn að nýju. „Ég var sem sagt sendur frá ein- um lækni til annars, en það var allt öðruvísi að ræða við geðlækninn en þá hina. Hann byrjaði strax á því að reyna að „lækna“ mig! Mér leið alveg hræðilega illa á meðan á viðtölum okkar stóð, því maðurinn starði bara út um glugg- ann og sagði „já“ og „nei“ með reglulegu millibili. Og það er ekkert auðvelt að tala um jafnviðkvæmt mál undir slíkum kringumstæðum. Tilgangurinn með meðferðinni virtist mér eiga að vera sá að gera mig að „venjulegum“ borgara. Til þess þurfti að kafa óskaplega djúpt í fortíðina, fjölskyldulíf mitt og ýmislegt annað. Persónulega gat ég hins vegar ekki séð að það kæmi þessu neitt við. Ég hélt að málið „Það myndi kannski kitla hégómagirnina hjá einhverjum að geta sagt „Ég hef prófað að sofa hjá kynskiptingi “ eða annað í þeim dur. Mynd: Magnús Reynir. snerist um tilfinningar mínar og langanir — ekki einhverja fjöl- skylduharmleiki. En geðlæknirinn var að leita að sökudólgi. Sjálfur held ég ekki að það sé um neinn sökudólg að ræða. Mér hefur ein- faldlega alltaf fundist ég vera kven- kyns. Það er staðreynd, sem ekkert fær breytt,“ sagði Jón með áherslu. „ Að endingu hætti ég í meðferð- inni hjágeðlækninum, þar sem mér fannst hún ekki þjóna neinum til- gangi. Ég komst þá hins vegar í samband við sálfræðing, sem eitt- hvað Iítillega hafði kynnst kyn- skiptaaðgerðurh þegar hann var er- lendis við nám. Én lýsingar hans á þessu voru ekki mjög uppörvandi. Hann taldi t.d. ákveðna hættu á því að maður gæti ekki lifað kynlífi sem kona eftir skurðaðgerðina. Það varð til þess að draga svolítið úr mér kjarkinn. Eftir kynskiptinguna myndi ég aldrei framar lifa sem karlmaður, svo það væri hræðilegt að geta ekki heldur orðið almenni- leg kona! Það gæti jafnvel orðið enn meiri bölvun en núverandi ástand. Eftir að hafa talað við sálfræð- inginn saltaði ég hugmyndina um kynskiptin í nokkurn tínia. Ég þurfti umhugsunarfrest eftir þessar fregnir. Nú skilst mér hins vegar að tækninni hafi fleygt mikið fram og læknar séu orðnir mun flinkari að framkvæma aðgerðirnar. Einhvers staðar las ég t.d. að hægt væri að skipta svo rækilega um kyn, að karlmaður gæti orðið nokkurn veg- inn eðlileg kona á eftir. Jafnvel átt barn. En þá verður auðvitað að græða í kynskiptinginn móðurlíf á sama hátt og fólk fær hjörtu og nýru úr öðrum. Hvað sem því liður ætla ég a.m.k. að hefja „píslargönguna" að nýju og þangað til annað kemur í ljós reikna ég fastlega með þvi að kom- ast í kynskiptaaðgerð. En það verður að gerast fyrr en seinna, því þetta verður eflaust erfiðara með JOIJJINA LTOSDÓTTIR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.