Pressan - 02.09.1988, Side 10
10
Halldór H. Jónsson, „stjórnarformaður íslands“: I stjórn íslenskra aðal-
verktaka sf., stjórnarformaður Sameinaðra verktaka, hefur verið stjórnarfor-
maður eða setið í stjórnum Eimskipafélagsins, Flugleiða, Skeljungs, ísals,
Steypustöðvarinnar og Áburðarverksmiðjunnar. Lykilmaður í fyrirtækjum
sem velta samtals um 35 milljörðum kr. eða hálfum fjárlögum rikisins. Sið-
asti greiddur arður vegna aðalverktaka mun hljóða upp á a.m.k. 2,4 milljónir
kr. Býr í „einbýlishöll" á Ægisiðu 88.
Thor Ó. Thors: Forstjóri íslenskra aðalverktaka sf. og framkvæmdastjóri
Sameinaðra verktaka. I stjórn Skeljungs og Eimskipafélagsins. Hefur setið
í f jármálaráöi Sjálfstæöisflokksins. Sonur Ólafs Thors, fyrrum forsætisráð-
herra. Við skiptingu uppsafnaðs 500 milljóna kr. arðs aðalverktaka fær Thor
Ó. Thors a.m.k. 2,4 milljónir í eigin vasa. Býr i reisulegu einbýlishúsi á Lága-
felli í Mosfellsbæ, steinsnar frá gömlu Skálafellskirkjunni (mynd).
þurfti ekki að taka eitt einasta lán
til að byggja Höfðabakkahöllina
miklu, sem ÍA á til helminga með
SV. Hagnaðurinn hefur enda vaxið
stórlega, nam 6% af veltu árið
1980, hlutfallið fór í 14,5% árið
1982 og var um 18% í fyrra. Slíkt
hlutfall heyrir til algerrar undan-
tekningar á íslandi. Síðustu áratugi
hefur ÍA einkum notað hagnað
sinn til eignakaupa og til að ávaxta
fé sitt í bönkum og sparisjóðum.
Síðasta stóra fjárfestingin var Flug-
hótelið í Keflavík og ÍA fær vaxta-
tekjur upp á 1 milljón króná á dag
fyrir hvern einasta dag ársins.
Valdastaða íslenskra aðalverk-
taka byggist á viðskipta- og stjórn-
málaáhrifum lykilmanna í Sjálf-
stæðisflokki og Framsóknarflokki.
Nokkur nöfn skera sig þar úr.
Föstudagur 2.' septembér 19ðé
3
PENINGA- OG VALDAMENN
ADALVERKTAKA
Halldór H. Jónsson arkitekt
hefur um árabii setið í stjórn ÍA og
verið stjórnarformaður Samein-
aðra verktaka. Halldór hefur af
augljósum ástæðum verið kallaður
„Stjórnarformaður íslands", hefur
stýrt eða setið í stjórnum mikils
fjölda fyrirtækja, þeirra á meðal
Eimskipafélagsins, Flugleiða,
Skeljungs, ÍSAL, Steypustöðvar-
innar og Áburðarverksmiðjunnar.
Hefur þannig verið lykilmaður í
fyrirtækjum sem velta ekki minni
fjárhæðum í dag en um 35 milljörð-
um króna að núvirði eða hálfum
fjárlögum ríkisins. Tengdasonur
Garðars Gíslasonar, sem á árum
áður var einhver umsvifamesti
kaupsýslumaður landsins. Faðir
Garðars Halldórssonar, húsameist-
ara ríkisins, sem hefur sjálfur kont-
ið talsvert við sögu framkvæmda
varnarliðsins. Halldór H. Jónsson
hefur um árabil verið eitthvert
stærsta nafn íslands á sviði at-
vinnurekstrar og er að sjálfsögðu
stuðningsmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, þótt hann hafi ekki gegnt stór-
um trúnaðarstörfum fyrir flokk-
inn.
Thor O. Thors er framkvæmda-
stjóri SV og forstjóri ÍA. Tengsl
hans við Sjálfstæðisflokkinn eru
sterk, eins og annarra Thorsara.
Hann er sonur Ólafs Thors, fv. for-
sætisráðherra og athafnamanns.
Var fulltrúi og framkvæmdastjóri
Kveldúlfs hf. 1945—54, er hann tók
við Sameinuðum verktökum. Hef-
ur setið í stjórn Skeljungs frá 1955
og Eimskipafélagins frá 1970. Sat í
fjármálaráði Sjálfstæðisflokksins
1952—1978. Utanríkisráðherrar
Sjálfstæðisflokksins skipuðu hann
fulltrúa ríkisins í stjórn ÍA 1983—
1988.
Vilhjálmur Árnason lögfræðingur
hefur setið í stjórn ÍA frá 1954, þar
af sem formaður (og þá fulltrúi rík-
isins) 1971—83 og aftur frá því í vor.
Hann er þó miklu fremur fulltrúi
Regins hf., eða réttara sagt SÍS.
Hann er starfsmaður og forstöðu-
maður hjá SÍS 1946—60, en þá
stofnaði hann lögfræðistofu ásamt
Tómasi Árnasyni bróður sínum, fv.
ráðherra og núv. Seðlabankastjóra.
Sat ennfremur í stjórn Kirkjusands
hf., sem nú hefur selt stórhýsi sitt á
Laugarnesi til SÍS. Lögfræðistofa
hans, Árna Vilhjálmssonar, Eiríks
Tómassonar og Ólafs Axelssonar er
í höll aðalverktaka á Höfðabakka.
Þörbjörn Jóhannesson, kaup-
maður í Borg, situr í stjórn SV og
ÍA. í SV er hann fulltrúi bygginga-
félagisns Brúar hf., sem enn er á
skrá sem hluthafi, þótt fyrirtækið
hafi verið úrskurðað gjaldþrota
árið 1967. Þorbjörn var varafulltrúi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjar-
stjórn Reykjavíkur 1954—1962 og
hefur átt sæti í stjórn Innkaupa-
stofnunar Reykjavíkur. Brú hf. á
4,48% í SV, eins og tvö önnur „sof-
andi“ byggingafélög, Stoð hf. og
Goði hf.
Axel Gíslason, aðstoðarforstjóri
SÍS, situr í stjórn ÍA fyrir hönd
Regins hf./SÍS. í stjórn Regins, sem
er eignarfyrirtæki eingöngu, sitja
auk Axels þeir Guöjón B. Ólafsson
og Sigurður Markússon. Óþarfi er
að fara mörgum orðum um tengsl
Regins/SÍS við Framsóknarflokk-
inn, þau eru þráðbein og augljós.
Önnur stór nöfn hjá ÍA og SV
eru meðal annars þessi: Þorkell
Jónsson húsasmíðameistari situr í
stjórn SV, hefur verið yfirverkstjóri
hjá ÍA frá 1957 og haft umsjón með
flestri mannvirkjagerð á Kefla-
víkurflugvelli um árabil. Áki
Gránz, málarameistari og hluthafi í
SV, var hreppsnefndarmaður og
bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í Njarðvík 1970—1986 og
í stjórn Sjálfstæðisfélagsins þar frá
1951. Einn af stofnendum Kefla-
víkurverktaka. Guðmundur Ein-
arsson verkfræðingur var fram-
kvæmdastjóri hjá SV og IA
1954—67, einn af stofnendum
Breiðholts hf. og Aðalbrautar hf.
Ingólfur Finnbogason var einn
stofnenda SV 1951, yfirmaður hjá
ÍA frá 1957, í stjórn SV 1954-^57,
í stjórn ÍA 1957 og fram á þennan
dag, hefur setið í stjórnum Dverg-
hamra sf., Iðnaðarbankans og VSÍ
frá 1965. Jón G. Halldórsson við-
skiptafræðingur er stór hluthafi í
SV, var lengst af skrifstofustjóri hjá
Almenna byggingafélaginu,
1942—74, tengdasonur Jóns
Sveinssonar, fv. bæjarstjóra á
Akureyri. Jón Halldórsson lög-
fræðingur á hlut í SV, en hann er
sonur Halldórs H. Jónssonar.
Karvel Ögmundsson útgerðarmað-
ur sat í hreppsnefnd Keflavíkur og
var oddviti í Njarðvík 1938—62
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Situr
meðal annars í stjórn olíufélags
samvinnumanna, ESSO, frá stofn-
un og einnig í stjórn Samvinnu-
trygginga.
SÉRSTAÐA HALLDÓRSH. OG
THORS Ó.
Stóru nöfnin í þessari upptaln-
ingu eru augljóslega Halldór H.
Jónsson og Thor Ó. Thors. Um
þetta leyti í fyrra opinberuðu þessir
félagar sitt fjárhagslega fjármála-
veldi. Þegar einkageirinn og SÍS-
veldið börðust um kaupin á Utvegs-
bankanum tóku mörg af öflugustu
fyrirtækjum landsins þátt í að yfir-
bjóða SÍS — buðu alls 760 milljónir
króna i hlutabréf ríkissjóðs. Á þá-
verandi verðlagi og með tilkomnu
vísitöluálagi bauð Halldór per-
sónulega fram 26,2 milljónir króna
og Thor sömu upphæð. í dag sam-
svarar þetta 33,3 milljónum króna á
mann. Miðað við skilmála ætluðu
þeir persónulega að reiða fram 2
milljónir króna á borðið hvor um
sig og eftirstöðvarnar á 5 árum,
verðtryggðar og á meðalvöxtum út-
lána, um það bil 7 milljónir króna á
ári eða nær 600.000 krónur á mán-
uði hvor um sig.
Slíkt tilboð er aðeins á færi sterk-
efnuðustu manna og manna sem
hafa völd og áhrif á mörgum svið-
um. Persónulega buðu þessir menn
álíka upphæðir i Útvegsbankann
og stærstu fyrirtæki landsins, til
samans jafnmikið og Iðnaðarbanki
íslands, LÍÚ, Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna, Tryggingamiðstöð-
in, Verslunarbankinn og Skeljung-
ur. Til samans buðu þeir ennfremur
sömu upphæð og H. Benediktsson
hf., Glóbus, Sjóvá, Hekla og
Grandi buðu samanlagt. Og fyrir-
tæki, þar sem Halldór og Thor sitja
í stjórn, Eimskipafélagið og
Skeljungur, buðu alls um 180
milljónir króna að núvirði.
ÞAGNARHJÚPUR
Um leið eru æðstu stjórnendur
ÍA og SV einhverjir sterkættuðustu
menn landsins. Thor Ó. Thors er
einn afkomenda Thors Jensens,
■ sennilega umsvifamesta manns ís-
lands á síðari tímum. Við hann er
Thors-ættin kennd og Thorsarar
hafa stýrt málum í stjórnarráðinu,
Kveldúlfi, SÍF, SH og Sjálfstæðis-
flokknum, svo fátt eitt sé upp talið.
Tengdafaðir Halldórs, Garðar
Gíslason, var einhver umsvifamesti
kaupsýslumaður landsins um árabil
og synir hans, Bergur og Kristján,
hafa átt sæti í stjórnum Flugleiða
og verslunarráðsins með meiru. Vil-
hjálmur Árnason, stjórnarformað-
ur ÍA, er af þekktustu framsóknar-
ætt landsins, Hánefsstaðaættinni.
Þessir menn halda stíft utan um
einokun íslenskra aðalverktaka,
þessa gullkistu sem tryggir aðstand-
endum sínum að óbreyttu
hundraða milljóna króna hagnað,
einstökum hluthöfum kærkominn
arð fyrir litla fyrirhöfn og það al-
gerlega í næði fyrir utanaðkomandi
aðilum, enda hefur tekist í gegnum
árin að umlykja fyrirtækið þykkum
þagnarhjúpi.