Pressan - 16.09.1988, Side 2
Föstudagur 16. september 1988
2
PRESSU
íslenskra bókaútgefenda
hélt mikinn hitafund sl. þriðjudag.
Tilefni fundarins var sölukerfi
bóka, en útgefendur voru æfir út í
Mál (>k menningu, sem hafði að
dómi margra útgefenda f'arið langt
út fyrir ramma núgildandi sölu-
kerfissamninga. Mál og menning
mun hafa virt að vettugi samstarfs-
reglur bókaútgelenda og boðið
nýjar bækur í bókaklúbbum sínum
á niðursettu verði, eða allt að 30%
lægra verði en í bókaverslunum. Þá
fór það mjög í taugar forleggjara að
Mál og menning mun hafa liaft í
hyggju að bjóða öllum klúbbfé-
lögum sínum 15% afslátt af jóla-
bókunum í verslunum M&M. Úr-
slitin urðu þau að samþykktar voru
nýjar tillögur sem miða að því að
opna sölukerfið, og mun breskt
bóksölukerfi vera tekið til fyrir-
myndar þar sem útgelendur geta
ákveðið hvort bækur hlíta ákveðn-
um sölusamningum eða hvort þeir
taka einstakar bækur úl úr sölu-
kerfinu og selja þær eltir öðrum
reglunr. Bóksalar munu vera að
kanna hinn nýja samning þessa
dagana áður en hann verður gerður
opinber...
Fimmtudaginn
8. september sl. tók
íslenska auglýsinga-
stofan hf. formlega til
starfa. Islenska
auglýsingastofan er
samruni tveggja aug-
lýsingastofa, Octavo
hf. og Svona gerum
við. Félagar í Sniglun-
um stóðu vörð og
tóku við yfirhöfnum
gesta og þegar inn
var komið tóku við
Ijúfir tónar frá hljóð-
fœraleikurum er stað-
settir voru á skrif-
stofum víðsvegar um
auglýsingastofuna.
o
o
o
o
Eitthvað krass-
andi hefur þarna
flogið á milli
þeirra Ástu H.
Maack og Heimis
Pálssonar.
„Topparnir“ á íslensku auglýsingastofunni hf:
Jón Karlsson, Jónas Ólafsson, Friðrik Friðriks-
son og Kristján Friðriksson.
Hér ræðast fagmenn við. (Frá vinstri) Hrefna frá aug-
lýsingastofunni ESSEM, Brynja Baldursdóttir frá
tslensku auglýsingastofunni og Sigríður Líba frá
NÆST.
Kristján Hall frá Akra og Magnús Bjarnfreðsson frá
Kynningarþjónustunni.
Sniglarnir stóðu vörð og tóku
við yfirhöfnum.
velkomin i heiminn!
Þau Ólöf Halldórsdóttir og
Sveinn Guðnason eru foreldrar
þessarar myndartelpu, sem fyrst
leit dagsins Ijós þann 13. sept-
ember. Hún mældist 15 merkur og
51 sm við fæðingu, en verður það
eflaust ekki lengi ef hún er dugleg
að drekka.
Særós Guðnadóttir og Baldur
Hannesson eignuðust strák þann
11. september. Sá litli hefur fengið
nafnið Hannes og vó hann tæpar
16 merkur og var 51 sm langur.
Hannes litli var svolitið feiminn
við Ijósmyndarann okkar, enda
ekki vanur því að sitja fyrir. Skyldi
hann hafa boxíþróttina í sér,
þessi?
Þessi ungi maður virðist ekki
ýkja hrifinn af myndatökum. Hann
er sonur þeirra Guðriðar Oagnýjar
Erlingsdóttur og Ágústs Jónasar
Guðmundssonar og kom i heim-
inn 13. september. Þá reyndist
pilturinn 50 sm langur og 12,5
merkur að þyngd.
Þeim Erlu S. Kristjánsdóttur og
Grétari Guðmundssyni fæddist
dóttir 7. september. Hún vó 16
merkur og var 53 sm löng. Þessi
stelpa, sem er með mikið og
dökkt hár, verður ekki eina heima-
sætan í fjölskyldunni því hún á
þrjár eldri systur. Sú elsta er 6 ára
og þvínæst koma 3ja ára tviburar.
Þórdis Skúladóttir og Guð-
laugur Ragnar Emilsson eignuð-
ust stúlku 9. september. Hún vó
16 merkur og var 54 sm löng. Þessi
litla dama hélt sér vel vakandi, því
hún vildi ekki missa af neinu.
Okkur smáfólkinu finnst gaman
að vera til, það er svo margt
skrýtið og skemmtilegt i þessum
stóra heimi.
Þeim Hjördísi Sigurbjörnsdótt-
ur og Kolbeini Árnasyni fæddist
sonur 9. september. Hann var 14
merkur og 51 sm langur. Hann var
afskaplega þreyttur þegar við á
Pressunni litum inn og rumskaði
ekki. Maður fær nú líka nóg af ys
og þys þegar maður er orðinn ör-
litlu stærri.
Kolbrún Hannesdóttir og
Tryggvi Eyþórsson eiga þennan
pattaralega strák, sem lét sem
hann vissi ekki af myndavélinni.
Pilturinn er 53 sm og heilar 16,5
merkur.
Þóra Helga Jónsdóttir og Ingvi
Jón Rafnsson eignuðust stúlku-
krili 10. september. Hún vó 11
merkur og var 48 sm löng. Á þess-
ari mynd sefur hún vært, þessi
lika hárprúða stelpa, og lætur sér
ekki bregða þó hún sé mynduð í
bak og fyrir.
BLÖM FYRIR
BARNASÖGU
Eftirfarandi sögu heyrdi ég
danska vinkonu mína segja af
sjálfri sér, þegar hún var lítil:
„Ég hafði þann leiða sið, þegar
ég var um 5 ára gömul, að benda á
fólk úti á götu og ræða um útlit þess
við mömmu. Þetta varð víst oft af-
skaplega neyðarlegt fyrir hana og
reyndi hún því að fá mig til að hætta
þessu. Það gekk eitthvað illa, svo
mamma greip til þess ráðs að segja
mér að geyma þessi ummæli mín
með sjálfri mér. Við gætum síðan
rætt um viðkomandi persónur,
þegar við værum komnar heim.
Næst þegar við mamma fórum
saman í strætó sá ég afskaplega
ófríða gamla konu. Þá sneri ég mér
að móður minni og sagði svo hátt
að glumdi í strætisvagninum:
„Mamma, þessa konu skulum við
sko tala um, þegar við komum
heim!“
Þessa barnasögu sendi Friöa B. Lofts-
dóttir, Neshaga 15, og fær hún sendan
blómvönd frá BLÓMÁVALI i þakklætis-
skyni. PRESSAN hvetur alla, sem luma á
skemmtilegri barnasögu, til aó hripa
hana á blað og senda okkur. Heimilis-
fangiö er: PRESSAN — barnasaga,
Ármúla 38, 108 Reykjavlk.